Tíminn - 13.09.1964, Blaðsíða 2
Laugardagur, 12. sept.
NTB-Helsingfors. — Mynduð
hefur verið ný stjórn í Finn-
landi undir forsæti Jóhannesar
Virolainen úr Agraflokknum,
finnska bændaflokkum. Ráð
herrar eru 15 og hefur Agra-
flokkurinn 7 þeirra, Sameinaði
flokkurinn 3, en finnski og
sænski þjóðarflokkarnir 2
hvor. Tekur þessi stjórn við
af embættismannastjórninni,
sem farið hefur með völd síð-
an í desember í fyrra.
Meirihluti hinna fjögurra
borgarflokka í þinginu er 113
þingsæti á móti 81.
Finnsk blöð ræða í dag um
hina nýju stjórn og segir t.d.
blaðið Helsingin Sanomat, að
veikleiki stjórnarinnar sé sá,
að Agraflokkurinn hafi ákvörð-
unarvaldið í stjórninni á sama
hátt og í fyrri stjórn Karja-
lainen.
Það, sem mesta athygli vek-
ur, er, að sjö ný nöfn eru á
ráðherralistanum og að maður
úr finnska þjóðarflokknum hef-
ur með höndum hið vanþakk-
láta starf fjármálaráðherra.
NTB Saigon. — Utanríkisráðu-
neyti S.-Vietnam skýrði frá því
1 dag', að utanríkisráðherrann,
Phan Huy Quat hefði sent for-
seta Öryggisráðs S.þ. og fram-
kvæmdastjóra S.þ., U Thant,
bréf, þar sem mótmælt er, að
vopnaðar hersveitir frá Kam-
bodju hefðu farið inn yfir
landamæri Vietnam ‘ hinn 5.
september.
Segir í bréfinu, að þetta sc
í fyrsta sinn, sem stórskotalið
og flugher frá Kambodju hafi
farið inn yfir landamæri S. y
Vietnam á sama tíma og her- I
sveitir Viet-cong hófu árás á
hersveitir S.-Vietnam. í gær |
kom til mikilla bardaga milli 1
herja Viet-cong og stjórnar- |
herjanna í S.-Vietnam og féllu g
32 úr stjórnarliðinu, en 41 úr
liði kommúnista. Fjöldi manna
særðist.
NTB-Singapore.. — í gær kon
til mikilla óeirða í Singapore,
og í morgun logaði allt í átök-
um í kinverska hluta borgar-
innar. Fjölmennt lögreglulið
var kallað á vettvang og varð
það að beita táragassprengjum
til að dreifa mannfjöldanum,
sem hélt mótmælafundi þvert
ofan í fyrirskipanir yfirvalda
Hersveitir vopnaðar vélbyss
um, lokuðu öllum vegum inn í
kinverska hlutann, en herþyrl
ur sveimuðu yfir, viðbúnar að
grípa inn í. ef tii alvarlegra
átaka kæmi.
Útvarpið í Singapore hefur
hvatt fólk í borginni til að
halda sig innan dyra, meðan
mesta ólgan varir ú borginni,
og er búizt við, að útgöngu-
bann verði fyrirskipað seinna
í dag.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
„AIIt eins og blómstriB eina"
Haustblærinn hefur andað á
blóm og grös. Sú stemming,
sem gagntók skáldið, sem orti
um „dauðans óvissan tíma“ og
blómstrið eina sem „á snöggu
augabragði afskorið verður
fljótt“ og „lit og blöð niður
lagði“, læðist alls staðar inn í
vitundina.
Haustblærinn og dauðans
blær, djúpur og vær verða eitt
í hugsun og tilfinningu þeirra,
sem á annað borð nenna að
hugsa.
„í dag eru allir svanir í sárum
sumarið liðið og komið haust“.
Nei, sumarið er ekki enn þá
liðið, en haustið kallar. Þús-
undlitir þess birta dýrð lífs og
dauða í senn. Er ekki septem-
ber auðugastur að fegurð allra
mánuða árs á íslandi, og ilm-
urinn frá bliknandi gróðri ger
ir hvert kvöld að bænastund,
hvern stað að helgidómi með
„mystik“ og dul, sem sannar
að sjálfur Guð gengur hjá í
kvöldblænum.
„Standi ég haustkvöld á há-
fjallabrún
meðan hjartað til upphæða
snýr,
lesi ég dagroðans síðustu dá-
semdarrún,
ó, hve dauðinn mér sýnist
þá hýr“.
Dauðinn, er hann ekki ógn-
valdur mannslífs og mann-
kyns? Er hann ekki óvínur
alls, sem lifir? Það finnst
manni sannarlega oft. Það nær
engin rómantík og óskhyggja
að fegra hann í augum þess,
sem „syngur Guði sitt sætasta
lag“ og biður • „að lofa henni
enn þá að lifa einn dag og
leika sér“ henni eða honum,
sem eru að deyja svo ung og
fögur eins og fíflinn eða morg
unfrúín, sem leyfðu sér að
springa út við brosgeisla sólar
á frostköldum september-
morgni, fæðast og brosa að-
eins til að blikna og deyja.
En er samt ekki dauði og
líf eitt? Er eða væri lífið nokk
uð og nokkurs virði án dauð-
ans? Er hann ekki samkvæmt
kristinni lífsskoðun aðeins
fæðing til æðra ljóss, inn á
hærra stig ódauðleikans? Er
ekki dauðinn aðeins hið
stærsta og átakaþrungnasta,
hið helgasta, sem gefur lífínu
gildi, og þá um leið gjöf, dýr-
mæt gjöf úr náðarhönd þess
kraftar, sem við nefnum Guð
og uppsprettu lífsins? Gætum
við hugsað okkur ljós án myrk
urs, líf án dauða?
Þetta eru margar spurning-
ar, sem hver verður að svara
eftir sinni lífsskoðun, sinni
reynslu og hugsun. En eitt er
víst þær og svörin við þeim
gilda sízt handa þeim, sem
standa í sporum ekkjunnar við
hlið Nain borgar. Þar ríkir og
ræður sorgin ein. Og huggun
er ekki annað en vissan um líf
ástvinarins, ef ekki hér til
heilsu og starfs að nýju, eins
og henni hlotnaðist, þegar
drengurinn vaknaði af dauða
dvalanum, þá í öðrum heimi,
veröld þar sem aftur sé unnt
að finnast.
Himinvissan, vissan um
MBMMBBCMIMaMW
framhaldslíf hefur líka alltaf
verið eit taf aðalsmerkjum
krístinnar lífsskoðunar, krist-
innar trúar. „Guð er ekki Guð
dauðra heldur lifenda“, segir
Kristur sjálfur, og strikar þar
með yfir allar síðari kenning-
ar um grafarsvefn.
En svörin við spurningun-
um, sem eru í þessari hugleið-
ingu gætu orðið auðveldari
þein\ sem hafa í huga þessa
gömlu helgisögn.
Einu sinni komu menn fram
fyrir Guð með mikla bæn:
„Drottinn, tak þú dauðann
brott af jörðinni. Við erum
sviptir ástvinum á eínu andar-
taki. Sorg og harmur yfir
hermdarverkum dauðans nísta
að innstu hjartarótum. Misk-
unna oss, Drottinn Guð“?
Og Drottinn bænheyrði börn
sín. Allir drógu andann léttara.
Það var þungri byrði létt.
En smámsaman þvarr þessi
míkla gleði, sem gripið hafði
hjörtu manna í fyrstu.
Sjúklingar kvörtuðu yfir því,
að einginn nálgaðist nú rekkju
þeirra framar með balsam
svefns og friðar, sem svæfði
hverja þraut.
Gamla fólkið var stórhneyksl
að á æskulýðnum, sem nú gekk
óhrætt á alls konar glæpaslóð-
um.
Og unga fólkið var brjálað
yfir körlum og kerlingum, sem
fylltu gjörsamlega veröldina og
stóðu hvarvetna í vegi fyrir
framförum þess og frama. Það
væri raunar hvergi rúm fyrir
eftir komendur og niðja. Of-
fjölgun fólks á jörðinni varð
ægilegt vandamál hvernig
sem verðlaunum var útbýtt til
piparmeyja og ógiftra.
Léttúðaskríll og glæpalýður
gaf sér nú lausari taum en
nokkru sinni fyrr. Ekkert var
að óttast .Starfsgleði og starfs-
löngun hvarf mjög fljótlega.
Allir höfðu tímann fyir sér.
Ekkert rak á eftir til átaks og
dáða. Tilveran fylltist af ónytj
ungum og iðjuleysingjum.
Kærleikur og ástúð hvarf fyr
ir algjörri eigingirni. Enginn
þekkti sorg og söknuð framar
né þær kenndir, sem af þeim
skópust. Mannlíf jarðar varð
laust við sorgina, en þekkti þá
ekki heldur gleðina. Mennirn
ir komust undrafljótt á þrep
dýrsins, engin þrá, engin gleði,
engin átök. Þungur dofi kæru-
leysis og hugsunarleysis lamaði
hverja sál, lán eins og mara yf-
ir öllu mannlífi jarðar, eftir að
dauðinn hafði lagt niður starf
sítt.
Og ekki leið á löngu, áður
en nefnd var send til Guðs
með eindregna og ákveðna
bæn.
„Ó, Drottinn, gef þú oss
dauðann aftur.“ En samt við-
urkennir ekki kristin trú dauð
ann sem endi, heldur aðeins
þáttaskil í lífinu sjálfu, eilífð-
inni.
Þannig verður blómstrið
eina, sem blikna á september
nótt, en rís að nýju á maí-
morgni að tákni þeirrar gjaf-
ar, sem dauðinn er í mildum
blæ haustkvöldsins með ilm ei-
lífðar að vitum okkar.
Rvík, 7.9. 1964.
Árelíus Níelsson.
Árás á saklaust
félk í sæiuhúsi
Það eru orðnar háværar raddir
hér í okkar litla þjóðfélagi um
vaxandi skrílmennsku. Árásir
manna á saklaust fólk innan og
utan veggja í byggð og óbyggð.
Það virðist svo að uppvaxandi
kynslóðir reyni vísvitandi að forð
ast allt, sem heitir háttvísi. Ég
fullyrði að það, sem nú á sér
stað með framkomu manna, hefði
ekki hvarflað að fólki fyrir 25—30
árum.
En hvers vegna vex þessi
ómenning svo ört? Fyrst og
fremst held ég, að það eigi ræt-
ur sínar að rekja til þeirra hlífð-
ar, sem almenningur sýnir þessum
lýð og eigum við þá öll sökina.
Það fyrnist fljótt sem við lesum
í blöðum um að ráðizt hafi verið
á þennan og hinn og framið alls-
konar ódæði á saklausu fólki.
.Nöfn og myndir af slíkum mönn-
um eru aftur á móti stimpill, sem
seint máist af þeim. Almenningur
krefst þess, að birt séu nöfn og
myndir, en hverjir halda þá hlífi
skildi yfir þessum lýð? Nei, góðir
borgarar! Látið ekki lengur dynja
á ykkur saurkast í orði og verki
án þess að bera hönd fyrir höfuð.
Þó að ég skrifi þessa grein til
birtingar í blöðunum, veit ég fyr-
irfram, að nöfn þeirra, sem eiga
í hlut, verða ekki birt, ef að
vanda lætur. En þá verð ég að
skrifa undir rós, sem þýðir að
saklausir liggja undir sökinni.
Mennirnír, sem urðu valdir að
því, að ég tek mér penna í hönd,
eru allir úr Vík í Mýrdal og höf-
um við, sem urðum fyrir árás
þeirra, sent nákvæma skýrslu um
atburðinn til sýslumanns Skaftfell-
inga hr. Einars Oddssonar í Vík,
þar sem tekið er fram, að tilefni
bréfsins er það, að okkur finnst
takmörk fyrir því, hvernig fólk
má haga sér gagnvart öðrum
mönnum í siðmenntuðu þjóðfél-
agi.
Það vill svo til, að ég, sem
skrifa þetta, hef tugi ára reynzlu
að baki um sambúð manna í
sæluhúsum og undantekningar-
laust hefur fólk sýnt háttvísi og
hjálpfýsi í hvívetna, enda munu
allir sannir ferðamenn líta á sælu
hús, sem friðhelgan stað Það er
því furðulegur dólgsháttur, að áð-
ast á fólk í sæluhúsum, þar sem
ekkert er hægt að flýja undan
árásarmönnum.
Laugardaginn 5. sept. s.l. vor-
um við, Máni Sigurjónsson, organ
leikari, Magnús Bl. Jóhannsson,
tónskáld og undirrituð, sem öll
störfum í Tónlistardeild Ríkisút-
varpsins, stödd í sæluhúsi Ferða-
félags íslands í Landmannalaug-
um ásamt starfsfólki Veiðar'færa-
verzlunarinnar „Geysír" í Reykja-
vík og höfðum öll leyfi frá frk.
Helgu Teitsdóttur, skrifstofu-
stjóra, til að dvelja í húsinu. Þar
sem löng leið var fyrir höndum
daginn eftir, sunnud. 6. sept. kom
okkur saman um að ganga til
náða kl. 22:00 og vakna kl. 7 að
morgni. Tvær stofur eru í húsinu
og sváfum við útvarpsfólk í ann-
arrí, en Geysisfólk í hinni. Það
þarf ekki að lýsa þeim menningar
brag sem einkennir sæluhús F.í.
og verður seiht metið það óhemju
starf, sem bak við liggur. Það
er að ganga vel um þau og haga
sér þar, eins og siðmenntaðir
menn.
Þegar við vorum að koma okkur
í háttinn, var bifreið rennt í hlað,
nr Z—244 og með henni þrír
umræddir piltar úr Vík. Þeir sátu
í bílnum og höfðu einhver orða-
skifti við Geysismenn í mesta
bróðerni. Að nálægt hálfum tíma
liðnum kom einn Víkurpilta ínn
til okkar og spyr: „Megum við
sofa hérna inni í nótt“?
„Já, alveg sjálfsagt“, svöruðum
við. Enn leið stund, sem svarar
hálfum tíma, en þá komu þeir
allir inn og skriðu í „kojur". Hófu
þeir þá upp rödd sína og sungu
við raust milli þess, sem þeir raus
uðu um miður uppbyggilegt sam-
ræðuefni með þar tilheyrandi orð
bragði. Gekk svo lengi vel, þar til
Máni reis upp við dogg og sagði:
„Ef ykkur langar til að syngja,
viljið þið þá gera það annarsstað-
ar en hér“. Við þessi orð Mána,
æstust þeir um helming, hækk-
uðu sönginn og byrjuðu svo
ræðu sína yfir okkur þrem, með
þeim sóðalegasta og viðbjóðsleg-
asta munnsöfnuði, sem íslenzk
tunga býr yfir, blótsyrðum, klámi
og persónulegum svívirðingum,
sem ekki er hægt að láta á prent,
en sem fyrr er sagt, höfum við
sent sýslumanni orðrétta skýrslu
um atburðinn.
Gekk svo úm langa hríð, þar
til mín þolinmæði brast. Ég reis
úr rekkju og skipaði þeim að
fara út, nema að þeir gætu sýnt
skriflegt leyfi um að mega dvelja
í húsinu. Skriðu þeir þá úr „koj-
unum“ og létu dólgslega mjög,
sem og þeir létu rigna yfir mig
ókvæðisorðum. Þá fór ég og vakti
upp Geysismenn okkur til hjálp-
ar, og tókst bílstjóranum, Sigur-
birni Bjarnasyni að koma þeim
út úr húsínu. En sú sæla stóð
ekki lengi, því eftir skamma
stund, komu þeir inn í eldhús og
töluðu mikið um þá vanvirðu, sem
þeim, Skaftfellingum! væri sýnd,
með því að reka þá út. Síðan
skriðu þeir í „kojur" aftur og tóku
saman ráð sín um það, hvernig
þeir ættu að koma fram hefndum.
Þau orð eru heldur ekki setjandi
á prent. Vitni að þeim, auk okkar
eru fyrrnefndur bílstjóri Sigur-
björn og Guðmundur Harðarson
úr hópi Geysismana*.
Klukkan 5 voru þeir að
Framhald á síðu 13.
2
T í M I N N, sunnudaglnn 13. september 1964