Tíminn - 24.09.1964, Page 14

Tíminn - 24.09.1964, Page 14
ÉG VAR CICERO 44 mér í frakkann og fylgdi honum eftir. Ég hélt mig í hæfilegri fjar lægð frá honum. Mér stóð á sama um það, hvað Sir Hughe kynni að hugsa, ef hann sendi eftir mér, og ég væri ekki til staðar í sendí- ráðinu. Sears gekk eins og maður, sem er úti á kvöldgöngu. Hann flýtti sér ekki, og leit ekki í kringum sig. í Ataturk Boulevard fór hann upp í leigubíl. Um leið og bíllinn ók af stað, stökk ég að leigubíla- röðinni og hoppaði upp í næsta bíl, móður ,og másandi, og bað bíl stjórann að elta . Seðillinn, sem ég þrýsti í hönd hans, gerði hann mjög fúsann til þess. f þetta sinn hafði verið skipt um hlutverk, og það var ég, sem var að elta manninn með unglega andlitið. En nú var eltingaleikur- inn ekkí eins spennandi, hann vissi ekki, að einhver var fyrir aftan hann, sem þörf var á að hrista af sér. Við beygðum inn á Marmara Sokagi. Leigubíll Sears nam stað- ar fyrir framan fjölbýlishús í hliðargötu. — Akið beint áfram, sagði ég bílstjóranum. Ég sá Sears borga farið, fara út úr bílnum og ganga inn í blokkina. Ég sagði bílstjóranum mínum að stoppa og bíða eftir mér á næsta horni. Ég fór út úr bílnum, og hætti á það, að Sears gæti hafa séð mig. EFTIR ELYESA Hverju hafði ég að tapa? Þekkti hann mig nú þegar, þá skipti það engu málí. Ef hann gerði það ekki, þá myndi hann ekki taka eftir mér. Ég fór inn í húsið og leit á nafnspjöldin á dyrunum. Fjöldi útlendinga bjó þarna. Þetta var nýtízkuleg blokk með mörgum íbúðum þeirrar tegundar, sem sendiráðsstarfsmenn og kaupsýslu menn eru hrifnastir af. Ég sá hvergí nafnið Sears, en þarna voru fjölmörg nöfn, sem gáfu til kynna að íbúarnir voru Bretar eða Bandaríkjamenn. Ég hafði tekið eftir því, að Se- ars tók stóra lyklakippu úr vasa sínum, þegar hann gekk inn í bygginguna, svo hann bjó þarna greinilega. Ástandið var þá orðið slíkt, að hann vissi, hvar hann átti að leita að mér, og ég vissi, hvar ég gat leitað að honum. Ég fór upp í bílinn, sem beið mín og sagði bílstjóranum að aka mér í áttina að sendiráðinu. Eng- inn hafði saknað mín. Ég eyddí öllum frítímum mín- um í að hafa augu með íbúðar- byggingunni, en Sears, eða hvað svo sem hann hét, sást ekki aftur. Ég hafði nægan tíma til þess að hugsa. Ég fór að reikna út, hverj- ir möguleikar mínir væru. Hvað gat Cornelia Kapp vitað? Hvað gat hún sagt Bretunum í Cairo? Segjum sem svo, að hún segði þeim, að Cícero væri herbergis- þjónn Sir Hughe? Það var hrein tilgáta, og' engar sannanir lágu fyrir hendi. Hvað myndu Bretar gera? Þeir gætu rannsakað her- bergi mitt, en ég hafði losað mig við allt grunsamlegt. Ég hafði jafnvel mölbrotið 100 watta per- una. Þeir myndu ekki finna neitt. Þeir gætu haft strangt eftirlit með mér, en ég var viss um, að þeir myndu ekki gera neitt því líkt. Hefði ég ekki tekið eftír þvi? Ég fór daglega til hliðargötunnar í Marmara Sokagi, og gætti vel að, svo hefði einhver fylgt mér eftir, fór ekki hjá því, að ég hefði séð hann. En ekkert gerðist. Ég komst að þeirrí niðurstöðu, að allt, sem ég gæti gert, væri að halda þetta út, og að lokum myndi’ allur grunur hverfa. Það eina, sem skipti máli, var að ég missti ekki kjarkinn. Til þess að geta i framtíðinní lifað friðsamlegu lífi sem ríkur maður, þurfti ég nú aðeins að gæta þess að missa ekki kjarkinn smástund ennþá. Þá sá ég Sears aftur. Hann var að koma frá Tuna Caddesi, og með honum var stúlka. Hún var klædd einkennis- búningi brezkra herhjúkrunar- kvenna og var með stuttklippt svart hár. Ég stóð í dyragangi og athygli mín beindist öll að Sears, en ekki að stúlkunni. Ekki fyrr en þau fóru inn í blokkina, en þá kom aðvörun frá taugastöðvunum. Ég hafði horft á Corneliu Kapp ganga burtu eftir samtal okkar hjá A.B.C., og ég hafði horft á hana, eftir að hún fór fram hjá mér í fylgd með Sears í Ankara Palace. Hún var þá með sítt, ljóst hár, og þessi stúlka var með stutt svart hár. En göngulagið, það hvernig hún bar sig, hvernig hún gekk við hlið Sears og talaði kunn uglega til hans, gerði mér kleift að sjá í gegnum dularbúninginn. Konan í brezka eínkennisbúningn um var Cornelia Kapp. Næsta dag náði ég 'að lokum sambandi við Moyzisch, og við hitt umst þá um kvöldið. Ég fór inn .á lóð þýzka sendiráðsins cftir sömu leiðum og ég var vanur, gegnum gatið á glrðingunni, og gekk fram hjá verkfæraskúrnum. Moyzisch beið mín við húsdyrn- ar, þar sem skrifstofa hans var. Við vorum einir. Ein klukkustund var enn til miðnættis. - Hann leit illa út. Öll hans venju lega gleði var horfin, og andlitið var afmyndað. — Hafið þér ekki verið í Ankara að undanförnu? — Nei, ég hef verið fjarverandi í embættiserindum. Hann reyndi að láta röddina vera eðlilega, en í henni leyndist taugaóstyrkur. — Ég ætla ekki að halda áfram að vínna fyrir yður, sagði ég hægt. — Án efa hafið þér yðar ástæð- ur fyrir því, sagði hann og leit á mig, án þess að svipurinn breytt ist. — Það var stúlka með yður, þegar ég rakst á yður í A.B.C., sagði ég. — Hvað veit hún um mig? Hann starði á mig, en sagði ekkert. — Gæti hún verið mér haéttu- leg? Hann svaraði hásri röddu: — Hún getur ekki vitað neitt. Ég leit rannsakandi framan 1 hann. — Ég veit allt um hana. Hún er liðhlaupi, eða er ekki svo? Nafn hennar er Cornelia Kapp. Hann hreifði sig ekki, og and- lit hans var eins og gríma. — Hvað vitið þér? spurði hann tilbreytingarlausri röddu. — Er Cornelia Kapp liðhlaupi I eða ekki? — Hún er horfin. Við vitum ekki, hvar hún er. Hann talaði hægt, eins og draga þyrfti út úr honum hvert orð. Það var erfitt fyrir hann að þurfa að viðurkenna þetta.. — Hún var einkaritari yðar, eða var ekki svo? Hann kinkaði kolli. — Hún var vön að gefa mér samband við yður, þegar ég hringdi. Hann neitaði því ekki. — Hvað vitið þér? endurtók hann. — Hún er með Bretunum, svar aði ég. — Ég get sýnt yður, hvar þér getið fundið hana. Hann sat enn stífur í stól sín- um. Svo hló hann hátt. Þetta var óstyrkur, bitur hlátur. — Hvað get ég gert við því? sagði hann. — Á ég að ræna henni? Við erum í hlutlausu landi. Ef ég rekst á hana á götu, á ég þá að draga hana burtu á hárinu? Hann var í þann veginn að fá taugaáfall. — Ég breytti ekki um svip. Ég sagði háðslega: — Hún er ekki lengur ljós- ljóshærð. Hún er orðin dökkhærð, falið hendurnar fyrir aftan bak. Svo hafði hún sagt með skjálfandi röddu: —Pabbi segir, að þú látir lítil börn niður í flöskur, eins og súrkál! Þau höfðu öll hlegið. Júlí- an frændi hans, faðir telpunnar, hafði einu sinni minnzt á fóstur, sem honum hafði verið sýnt . . . Hugsa sér, að þetta skyldi vera sú sama Kóletta, sem hann hafði nú fyrir framan sig. Hvílíka bréyt ingu geta ekki fimm ár haft í för með sér! Skyldi hann vera orðinn svona breyttur sjálfur? Trúlega var það, því að auðsætt var, að eng- inn hafði borið kennsl á hann hér. Hann hafði farið niður í barinn til að fá sér í staupinu og fylgjast stundarkorn með pók- erspili þeirra Chambert dómara og Auguste Romain baðmullar- framleiðanda. Báðir höfðu þessir gömlu heiðursmenn þekkt hann, frá því að hann var drengur. En Auguste sneri baki við honum, og dómarinn virtist hafa allt of mik- inn hug á að græða til að taka eftir nokkru öðru. Auk þess hafði gamli maður- ínn heilsað hressilega upp á vín- flöskuna. Helzt leit út fyrir, að blóð spryngi út úr andliti hans þá og þegar. Hann mundi vera um áttrætt nú, og á þeim aldri skyldi enginn, sem hætt er við flogaveiki, helga sig sterkum drykkjum svo hóflaust sem hann. Kinnarnar slöptu máttlausar nið- ur á háan skyrtukraga hans og höndin skalf, er hann greip eftir glasi sínu. Hér var allt við það sama, hugs aði læknirinn ungi. Frænka hans var hið eina, sem breytzt hafði, og ekki svo lítið. Honum datt snöggv ast í hug að gefa sig fram við Fauvetta d'Eaubonne. — Ég er u NÝR HIMINN - NÝ JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ Viktor du Rocher . . . En svo varð honum hugsað til þess, hvern ig lestin hafði faríð með hvítu fötin hans, og ákvað að vera kyrr, þar sem hann var kominn. Nú voru ungu stúlkurnar orðn- ar leiðar á að ræða útlit hans og höfðu beint athygli sinni að nágranna hans við borðstokkinn. — En hve náttúran .er eigín- lega ranglát, mælti sú litla í skóla búningnum. — Þessari þarna veitti ekki af að fá eitthvað af hinum ríkulega hárvexti hinnar á sitt stuttklippta höfuð. — Ekkí ættu nú litirnir saman, I ansaði önnur. — Jú, nú er einmitt í tízku að blanda saman ólíkum litum! Háreystin jókst nú svo mjög hjá , öllum hópnum, að Kólettu undan skilinni, að Fauvette d Éaubonne minntist þess bersýnilega, að hún var hér til að gæta þess, að ungu stúlkurnar hegðuðu sér kvenlega, og leit upp úr bók sínni með hnyklaðar brúnir. Læknirinn leit til stúlkunnar, sem stóð við hlið hans. Hún var föl og grannvaxin, naumast eldri en sextán vetra. Hafði hún feng- ið sjónaukann lánaðan hjá þeirri eldrl og horfði nú í hann af mikl- um áhuga. Hún bar sítt, grátt slá utan yfir bláum kjól. Hettunni hafði hún smeygt aftur af Ijós- brúnu hári sínu, er var svo stutt- klippt, að hægt hefði verið að halda, að hún væri piltur. Nam það í mjúkum liðum við enni hennar og eyru og bærðist blítt fyrir blænum. Viktori fannst ein- sætt, að hún væri nýstaðin upp úr veikindum. Ef til vill skarlats- sótt. Konan, sem með henni var, gat hæglega verið eldri systir hennar. Hár hennar var kastaníubrúnt, og einstakir lokkar höfðu losnað og lagzt niður um háls henní. Hún var klædd aðskornum ferðafötum, er sýndu vel óvenju fagran vöxt hennar. Hélt hún á hatti sínum í annarri hendi, en hvíldi hina á öxl ungu stúlkunnar. Þær töluðu ensku. — Ég sé heilmikið af vatnalilj- um, mælti stúlkan, og hann heyrði undir eins á mælí hennar, að hún var ekki úr Suðurríkjunum. — Þá erum við farin að nálg- ast land, svaraði hin, og hann kannaðist óðar við ögn drafandi málfarið í Louisiana. Vindur hafði snúizt á áttum, og sjórinn var tekinn að kasta hvítu löðri inn yfir þilfarið. Flestar kvennanna hurfu þaðan í skyndi. Sólin var að gægjast fram og hvítu skýin á vesturloftinu tóku á sig rauðan og gulleitan blæ. Hin ljósa hilling, er gægðist fram úr allri grænkunni til vinstri, var „Mánaskin*1. — Leyfist mér að biðja yður að lána mér sjónaukann? spurði læknirinn. — Já, með ánægju. Einhver stóð úti á einum svölun um og horfði út á vatnið það hlaut að vera Nanaine, föðursyst ir hans. Þótt úr svo mikilli fjar- lægð væri, mátti hann gerla kenna hina ítru og þóttafullu reisn henn ar. — Merci bien, mademosielle! Hann rétti ungu stúlkunni sjón- aukann. f ákafa sínum við að horfa heím til æskustöðva sinna, hafði honum orðið á að þakka henni á frönsku. | Hún brosti. — II n’ya pas de quoi, monsieur! ( Nokkur stund leið, áður hann ' gerði sér grein fyrir, að hún hafði einnig svarað honum á frönsku, og það Parísarfrönsku. Ekki þeirri I frönsku, sem töluð var í New Orl- eans. Eftir því hafði hún einnig hlotið að skilja hinar nærgöngulu athugasemdir stelpnanna um stutt klippta hár hennar. Kamelía þokaðist hægt og með hálfgerðum krabbagangi inn að lendingunní við Karlshöfða-skipa- kvína, sem var full af fólki, er beið þess að bjóða vini og frænd- ur velkomna. Sólhlífum, slæðum og vasaklútum var veifað úr öll- um áttum. Negrarnir á hafnar- bakkanum fleygðu til þeirra taugum og drógu sklpið að landi. Landganginum var hleypt niður með ærnu skröltí. Hljómsveitin lék göngulag og farþegar tóku að streyma niður dúklagða landgöngubrúna. Læknirinn var meðal þeirra öft ustu við efstu þrepin. Hann gat | ljóslega séð andlit allra í spegl inum við neðstu þrepin, en varð þó einkum starsýnt á Chambert gamla dómara. Kannski var það vegna þess, að andlít hans, sem áður var rautt, hafði nú fengið á sig ógeðslegan, purpuralitan blæ. Gamli maðurinn minnti hann nú fremur en nokkru sinni fyrr, á bjamdýr með grásprengt hárið lafandi niður á enni og augu, sem vírtust ætla að brjótast út undan loðnu augnabrúnum. Hann starði í spegilinn þar niðri, eins og hann sæi draug. Fyrst hélt læknirinn, að það væri unga og fallega stúlkan, sem lánaði hon- um sjónaukann, er hann horfði svo hvasst á. Þó var hann ekki Þyrpíngin í ganginum niðri tók nú að þokast áfram. Unga stúlkan og stallsys.tir hennar hurfu í átt til landgangsins. Sjálfur ætlaði TÍMINN, flmmtudaginn 24. september 196-5 "■‘Xv 7 ;• v ís ’s- ^ "ú*s**á*'+.+ys «/ ’•> V

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.