Alþýðublaðið - 30.12.1953, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 30.12.1953, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. des. 1953. Útgeíandi: Alþýðuflokkurino. Ritstjóri og ábyrgðannaður: Harmíba! Valdimarsson Meðritetjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Quð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Frnmi Möller. Ritstjómarsíman 4901 og 4902. Augíýsinga- gfmi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, 'Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Orlagaríkar kosningar SIÐUSTU vikurnar hefur Verði annrikt hjá stjórnmála- flokkumim. Þeir hafa unnið að undirbúningi bæjarstjórnar- lcosningamia, sem fram fara í janúarlok. Vinnan hefur verið fólgin í því að ganga frá fram- boðslistunum og volja fólkinu fulltrúaefnl Alþýðuflokkurínn Jatik þessu verki fyrstur flokk- anna. Næstur varð Sjálfstæ'ðis- flokkurinn, ' en framboðslistar hinna flokkanna munu ■verða heyrinkunnir áður en nýárshátíðin gengur í garð. Frá > »g með nýárinu hefst svo mán- uður örlagaríkrá kosninga. Það er táknrænt, að Alþýðu- flokkurinn varð fyrstur til að ganga frá framboðslista sínum. Andstæðingarnir hafa haldið frví fram, að í Alþýðuflokknum væri hver höndin upp á móti annarri. Sú fullyrðing ver'Öur Jijákátleg, þegar gætt er að þeirri staðreynd, að hann er Jangfyrstur að ganga frá fram- hoðslista sínum og tekst það í sátt og eindrægni. Takmark •hans er að fá brjá fulltrúa kosna í hinni nýju bæjarstjórn tag hnekkja meirihlutavaldi í- haldsins. læið hans að því tak- marki er sú að leggja fram rót- iæka og raunhæfa stefnuskrá og velja til forustu í bæjar- stjórninni tvo vinsæla og dug- mikla fulltrúa verkalýðshreyf- ingarinnar í bænum, Magnús Ástmarsson og Óskar Hall- gríinsson, o>g við hlið þeirra Al- freð Gíslason lækni, sem tví- mælalaust á flestum eða öllum reykvískur.i borgurum meira erindi í bæjarstjórn. Val full- triiaefna Alþýðuflokksins tókst með þeim hætti, að flokkurinn gengur einhuga og sókndjarfur út í orrahríð kosninganna í Iiæsta mánuði. ] íhaldið átti í miítlum vand- ræðum, enda hófsí hatrömm horgarastyrjöld innan vébanda þess í sambandi við framboðið til hæjarstjórnarinnar. Listinn, sem það loksins bræddi saman, liefur Iitía athygli vakið. Reyk- víkingar gera sér Ijóst, að listi íhaldsins vitnar um fátækt manna og málefna. Sjálfstæðis- flokkurinn mælist til þess, að Reykvíldngar framlengi Iista þess eins og gamlan víxil, en skelfur af ótta við kjósendurna. jÞað finnur sjálft, að verk þess hafa verið fá og sma. Úrslit al- þingiskosninganna í sumar leiddu f Ijós, að íhaldið er kom ið í miniyiluta í höfuðstaðnum og sú þróun mun halda áfram við bæjarstjórnarkosningarnar . Reykvíkingar eru orðni'.* þreytt ir á framLengingarvíxIi xhalds- ins og hyggja á nýtt. Hfér er þess ekki kostur að ræða framboðslista Framsókn- armanna, kommúnista og Þjóð- varnarmanna. En fæðingin hef ur gengið illa, og sú staðreýnd talar sínu máli. Kommúnistar vita, að þeirra bíður tap og ó- sigur. Framsóknarflokkurinn hefur með bræðralagi sfnu við íhaldið kallað yfir sig áfellis- dóm allra frjálslyndra fylgj- enda sinna. Vinstra fólk getur ekki treyst Framsóknarflokkn- um og snýr við honum baki. Þess vegna er þa'ð hlægilegt, þegar Tíminn er að spá Fram- sóknarflokknum sigri. Hann hlýtur að tapa af því að hann er í andstöðu við þau þjóðfé- lagsöfl, sem hann var stofnaður til að þjóna. Hann er í dag hjá- leiga íhaldsins og ekkert ann- að. Þjóðvarnarflokkurinn kvíð- ir því, að honum heppnist ekki að halda því fylgi, sem honum áskotnaðist í alþingiskosning- unum í siunar, og hugsar þess vegna með ugg til bæjarstjórn- arkosninganna. Hann er stund- arfyrirbrigði í íslenzkum stjórn málum, og stundin líður fljótt. Róttækum og írjálslyndum kjósendum í Reykjavík er í lófa lagið að átta sig á því, hva'ða ráð er tiltækast í barátt- unni gegn íhaldinu. Það geta þeir með því að virða fyrir sév úrslit alþingiskosninganna í sumar. Alþýðuflokkurinn hef- ur Iangmesta möguleika íil að hnekkja meirihlutavaldi íhalds ins í bæjarstjórninni og taka forustuna í baráttunni fyrir nýrri og farsælli síefnu. Dauð hönd íhaldsins hefur allt of Iengi hvílt á Reykjavík. Kjós- endurnir verða að víkja henni til hliðar við kosningarnar í janúavlok og hlutast *til um, að bærinn fái á sig nýjan svip. AI- þýðuflokkurinn á að vera tæki þeirra til þess nytjaverks. | Pramboðslistar flokkanna verða sjálfsagt orðnir heyrin- kunnir, þegar nýárshátíðin gengur í garð. Þegar hún er Ii'ð in, hefst þáttur kjósendanna. Janúar verður mánuður örlaga ríkra kosninga í Reykjavík. A1 þýðublaðið heitir á allt Alþýðu flokksfólk að ganga sigurdjarft til orrahríðarinnar og býður alla róttæka og frjálslyncla Reykvíkinga velkonma til sam- vinnu við hann. I Ástandið í Sósíalistaflokknum: SÓSÍALISTAFLOKKUR- INN hefur orðið fyrir hverju áfallinu öðru meira undanfarið. Margir fyrrver- andi frambjóðendur hans hafa sagt .skilið við hann, og að minnsta kosti einn fyrr- verandi þingmaður flokks- ins, Hermanii-Cuðmundsson 1 Hafnarfirði, sagði sig úr honum strax eftir næstsíð- ustu 'kosningar. Jafnframt- hefur fjöldinn allur af ó- breyttum flokksmönnum og kjósendum snúið baki við honum. Þetta kom skýrt í ljós í síðustu kosningum. Fylgið hrundi af Sósíalista- flokkiium. FORINGI FARINN Við síðustu kosningar gaf Áki Jakobsson ekki kost á því að vera í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn og hvarf af alþingi. — Þetta vakti að vonum mikla othygli. Áki hefur verið einn af atkvæða mestu foringjum flokksins og átti sæti í nýsköpunar- stjórninni sem fulltrúi hans við hliðina á Brynjólfí Bjarnasyni. Nú hafa svo þau tíðindi gerzt, að Áki Jakobs- son kveður Sósíalistaflokk- inn. — Hefur Þjóðviljinn neyðzt til að skýra frá þeim atburði eftir að fréttin var orðin heyrinkunn og al- mennt umræðuefr.i, ER ALLT MEÐ FELLDU? Kommúnistablaðið reynir að gefa í skyn, að hér sé allt með felldu. Slikt er auðvitað vonlaust mál. Áki Jakobs- son hefur annaöhvort Ient í deilum við fyrrverandi sam- herja sína eða misst trúna á flokkinn og stefnu hans. Hann segir sig úr flokknum rétt áður en bæjárstjórnar- kosningar fara fram. Auk þess er hér ekki um neinn hversdagsviðburö að ræða. Áki hefur verið svo atkvæða mikili stjórnmálamaður, að hann stígur ekki annað eins spor og þetta nema hann hafi til þess meira en litlar ástæður. Það er ekki á hverj um degi, að fyrrverandi ráð- herra og þingmaður segi skil ið við flokk sinn, þegar mik- - ilvægar kosningar fara í hönd. VlSNANDI JIJRT Hér skal enginn dómur á það lagður, hvers vegna Áki Jákobsson er horfxnn úr röð- um Sósíalistaflokksins. En þessi sögulegi atburður er táknrænt dæmi um ástand flokksins. Hann er svo á fall- anda fæti, að fyrrverandi forustumenn hans vilja ekki lengur með honum staría. Jafnframt hrynur óbreyt+a fylgið af honum. Uppgangs- tími flokksins er liðinn hjá, og nú liggur ekkert annað fyrir honum en visnl upp eins og jurt í eyðimörku Og þessi eyðimörk er afleiðing þess, hvernig innsta klíka flokksins hefur haldið á mál um. Nærri henni er engum gróðri líft. Flokkurinn á ekki heima á íslandi af því að hann berst ekl;i fyrir ís- . lenzkum málstað. Hann hef- ur ávallt verið klofnings- flokkur og óheillafugl í ís- lenzkum stjórnmálum. Þess vegna hlaut hliltskipti hans að verða það, sem nú er að . koma á daginn: NÝTT OG BETRA MERKI Aðvörunarorðin, sem Jón Baldvinsson mælti til reyk-. vískra verkamanna á síðasta Dagsbrúnarfundinum, er hann . sat, hafa vissulega rætzt. íslenzkur verkalýður sigrar aldrei undir merki mannanna frá Moskvu. Þess vegna er það hörmulegt, að margir miki'íihæfir og ein- lægir. verkalýðssinnar hafa glæpzt til fylgis við Sósíal- istaflokkinn undanfarin ár. Þeir hafa eytt nokkrum beztu árum sínum til ónýtis. Það á að vera öllum verka- lýðssinnum hármsefni. Og sumir þessir mérn liafa orð- ið fyrir ólýsanlegum von- brigðum. En þeir mega sann arlega ekki láta þau von- brigði leiða til þess, að þeir géfist upp. Þeir verða að halda baráttunni áfram und ir nýju og be+ra merki í sam vinnu við menn, sem helga íslenzkum sljórnmálum krafta sína. Herjólfur. Bœkur og höfundar: Ungiskáldkemurganðan Alþýðublaðið Fæst á flestum veitingastöðum bæjarins. — Kaupið hlaðið um leið og þér fáið yður kaffi. Alþýðuhlaðið Jón Óskar: Skrifað í vind- inn. Ljóð. Heimskringla. Prentsmiðjan Hólar. — Reykjavík 1953. JÓN ÓSKAR er síður en svo barnslitinn af ritstörfum, en þó löngu kunnur fyrir ijó.ð sín og smásögur. Jafnaldrar hans ætluðust til þess af Jóni strax fyr.ir röskum áratug, að hann yrði maður margra og stórra sigra í íslenzkum bókmenntum. En Jón hefur farið sér hægt, enda fjölhæfur og sérlyndur. Nú virðist hann hafa fengið hug á að láta fyrir alvöru til sín taka við rrtstörfin. Hann gaf út í fvrra smásagnasafnið „Mitt andiit og þitt“, þar sem glöggt kemur í Ijós sá einstaki haefileiki hans að gera hvers- dagsiegar sm.á'myndir eftir- minnilegar. S'íðustu dagana fyrir jól kom svo frá hendi hans fyrsta ljóðábókin, „Skrif- að í vindinn“. Hún flytur 32 kvæði, sero munu vera úrval þess, er Jón hefur ort frá því hann var um tvítugt. Ég bjóst við meira af Jóni Óskari, en sam.t er Ijúft og skylt að játa, að bókin er ný- stárleg og vitnar um alvöru og vandvirkni. Jón er á réttri leið í áttina til framtíðarinnar. En kvæðin eru samt misjöfíi og koma manni ekki eins á óvart og vonir stóðu til. Jón er hvergi nærri orðinn jafnoki Þorsteins Valdimarssonar og Hannesar Sigfússonar, en þeir Jón Óskar. mega tvímælalausi vara sig á honum, þegar fram líða stund- ir. Ljóð hans eru smágerð og einhæf við fyrstu sýn, en víra- virki þeirra 'býr yfir yndisleik og leyndardómi, ef þau eru les in af hógværu umburðarlyndi og í ieit að yfirlætislausri fég- I urð. Hér er mín niðurstaða: j Árið 1942 kvatt er barnalega fram settar hugsanir og lítið ! annað en flatneskjuíegt rím. .Ljóð á stríðstíma er g.ömul hug j mynd og möguleikarnir auk jþess illa notaðir. Dans virðist einna helzt kjánaleg lei'kfimi orða og hugmyndar og þjónar engum tilgangi. Næturvín er sýnu betra, en misheppnað þó. Útlend skip er ófrumlegt og minnir fremur á uppkast en fullunnið kv-æði. Lindin og fólkið er misheppnað með lík- uro hætti og Næturvín, þrátt fyrir heiðarlega og athyglis- verða viðleitni. Ljóð í október 1946 er óskemmtileg vitleysa. Og dagur rís ber augljós elli,- mörk, þrátt fyrir nýstárlegt yfirskin. Á vori 1951 bendír til þess, að Jón Óskar hafi iesið Ijóð eriendra áróðursskálda sér til andlegra óbóta, þó að til- gangur þess sé góður í eðli sínu. Skáldið hefði átt að leggja þessí kvæði til hliðar, þegar það gekfc frá handriti bókarinnar, eða minnsta kosti vinna þau mun betur. Húsbygging er smellin hug- | mynd og dável gert kvæði, en vantar samt einhvern herzlu- mun. Lítið ibarnaljóð byrjar ’’ vel, en flezt út og er kjána- . Ieigt í vextinum. Ég heyri regn i ið falla eru laglegar rímmynd- rír, en nýtur þess, hvað skáldið botnar kvæðið prýðilega með ljóðlínunum: Það grætur ein- hver úti, sem enginn kannast við. Hvers virði tónlistin er þreyttu hjarta leynir á sér, en skortir samt listrænan lítfþráð. Á götunni þarna lýtur sama lögmáli, þó að hugmyndm sé góð. Vögguþula er sennílega ekki fullgert kvæði. en þar gæt ir þessa smágerða yndisleiks, sem Jón leitast við að túlfca og oft með ágætum árangri. Mál- verk er ekkert annað en smell- Frh. á 7. síBu. :J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.