Tíminn - 02.10.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 02.10.1964, Qupperneq 3
í SPEGLITÍMANS Kosningabaráttan er nú í fullum gangi í Bandaríkjunum með öllu því, sem lienni fylgir, en eins og kunnugt er verða fram bjóðendur þar að kyssa ósköpin öll af börnum og taka í hendur fólksins af mikium móði, þannig að þeir eru oft alblóðugir á höndunum að Ioknum látunum. Myndin er tekin af Johnson forseta þegar hann kom til Warwick á Rhode Island, og litla stúlkan sem fær koss frá forsetanum heitir Diane Rooney og er sex ára gömul. Cassius Clay, heimsmeistari í þungavigt, æfir nú af miklu kappi fyrír bardagann við fyrr verandi heimsmeistara, Sonny Liston, en sá ieikur fer fram í Boston 16. nóvember. Cass ius dvelur um þessar mundir á Miami Bech í Flórida, og æfir hann þar ásamt bróður sínum, Ruddy. Warren-skýrslan um morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. Sumir eru ánægðir með skýrsl una, en aðrir telja hana ekki sannfærandi. Meðal þeirra síð astnefndu er frú Margurite Os- wald, móðir Harvey Oswalds, sem Warren-skýislan telur að hafi einn myrt forsetann. Eft- ir að hafa leSið skýrsluna sagði frú Oswald, að hún hefði á engan hátt cannfærzt um sekt sónar síns við lesturinn. * Bandaríska stjórnmálakonan Clare Boothe Luce, sem um þessar musndir er í París, hélt ræðu þar nýlega og skýrði þar frá því, að hún hefði hætt við að bjóða sig fram í New York gegn þeim Robert Kennedy og Kcnneth Keating eftir að hafa „ráðfært“ sig Við Manhattan- símaskrána. f henni eru nefni lega 348 menn sem bera nafn ið Kenndy, 64 hita Keating en aðeins 6 bera nafnið Luce! Hamingjan hefur löngum ver ið hverful, og fegurðin líka. Það fékk stúlkan á myndinni, Pauline Voyce, 18 ára, að reyna nýlega. f fyrra var hún kjör in „Miss Royal Air Forces Associtation" af 3.000 fyrrver- andi hermönnum, sem tóku þátt í héimsstyrjöldinni síðari, en þeir halda futnd á hverju ári | Ostcnd í Belgíu, og kjósa þar m.a. fegurðardrottningu. En fyrir nokkrum dögum var hún ásamt fjölskyldu sinni og unnusta í ferðalagi í Belgíu og við Namur livolfdi bílnum og þau meiddust öll mikið. Paul- ine meiddist aðallega á andlit'i, og bendir allt til þess að ör verði í andliti hennar allt henn ar líf. Stúlkan fagra á myndinni er þekkt undir nafninu Nico, og er hún sögð vel þess virði að á hana sé horft. Og það bætir enn, að hún talar hægt og með mjög djúpri og fallegri rödd. Fullu nafni heitir hún Nico Otzak, og hefur margra þjóða blóð í æðum sér, dálítið pólskt, smávegis tyrkneskt og aftur í ættum er hún af Rússum komin, einnig mun hún að einhverju Ieyti þýzk. Og ekki verður annað sagt, en að hún vekji athygli þeirra, sem hana hitta. ítalski kvikmyndaleikstjórinn Fellini réði hana samstumd is til að leika í kvikmynd sinni „Dolce Vita“, ljósmyndariuin David BaRey kom henni straxx í „Vouge“, hið fræga tímarit, og nú hef- ur Andrew Oldham, sá sem hefur bítlaliljómsveitina „The Rolling Stones“ á sínum snærum, fengið hana til þess að syngja inn á hljómplötu. Söngur hennar er mjög sérkennilegur. Hún stendur alveg kyrr og syngur með sterkri og harðri röddu, sem minnir á Marlene Dietrich, nema hvað söngur hennar er mun harðari. Þetta er í fyrsta sinn, sem húrn hefur sungið inn á plötu, en Nico söng fyrir nokkru í „Bláa Englinum‘.‘, sem er næturklúbbur, í New York. J T í M I N N, föstudaginn 2. október 1964. — Skattarnir og ríkis- stjórnin Hér var í gær birtur útdráttur úr gréin um skattamálin, er nýlega birtist í Einherja, blaði Framsóknarmanna á Siglufirði. Auk þess var í sama blaði Ein- herja dregið upp glöggt dæmi af því, hvaða aflciðingar það hefur haft, að ríkisstjórnin felldi umreikninginn svonefnda úr s.kattalögunum. Einherji segir: „Til ársins 1960 voru þau á- kvæði í skattalögum, að um- reikna skyldi tekjur og per- sónufrádrátt cftir vísitölu til að forðast að skattabyrðin færi vaxandi með vaxandi dýrtíð, þ.e. verðbólgudraugum, var ekki Ieyft að leggja skatta á menn. Það var fyrsta verk nú- verandi fjármálaráðherra að láta nema þetta burtu úr skatta lögunum. Auk þess var svo, mú s.l. ár, skattstiiginn hækkaður og skattþrepunum fækkað. Allt þetta var gert á móti vilja Framsóknarmanna, og breyt- ingartillögur þeiiTa felldar. En allt var þetta gert til að koma skattþunganum af herðum þeirra, sem raunvemlega höfðu hæstar tekjur og yfir á bök þeirra, sem höfðu miðluings- tekjur. Og nú gat fjármálaráð- herra og verbólgupúkinn tekið til starfa og unnið bak við tjöldin. Ráðherrann byrjaði að lækka skattana og afnema af þurftartekjum, eins og þær voru 1959, en skattur var nokkur hundruð kr., cm um leið var lækkað á hátekju- mönnum um jafnmörg þúsund og liundruðin voru hjá hinum. Svo kom verðbólgan og sá um að þurftarlaunin hækkúðu að krónutölu svo mikið, að ráð- herranm fékk hærrí uipphæð ’ ríkissjóð af raunverulegum þurftartekjum en áður. Og þar með gat skollaleikurinn hafizt. Og nú stendur leikurinn scm hæst, sem bezt sést af eftirfar- andi dæmi: Kennari, sem hafði 110 þús. kr. tekjur 1962, o-g þurfti að borga af því í útsvar og skatta 17 þúsund kr., hafði 165 þús. kr. 1963 og þarf að borga í útsvar og skatta af því nú um 58 þús. kr., og fær þó H ívilnun í útsvari nú, vegna veik inda. Tekjuaukningin er 55 þús. kr., en þar af hirðir hið opinbera 41 þús. kr., eða yfir 80% af tekjuaukningunni. En ráðherrann situr á bak við tjöldin, gælir við verðbólgu- drauginn og leitar frétta um, hvað verðbólgan muni aukast. Kemur svo fram á sviðið og segir; ég verð enn að lækka skattana. Tjaldið fellur, og draumur íhaldsstjórnari'nnar hefur orðið að veruleika. Sigluf jörður í sama blaði Einherja er ít- arlega rætt um atvinnumálin á Siglufirði. í greinarlokin segir: „Það er að vísu rétt, að meirihluti bæjarstjórnar Siglu- fjarðar hefur sýnt einstakt s'innuleysi í atvinnumálum bæjarims, en það er ekki nóg, jafnvel þó hann hristi nú af sér slenið. Hér þarf einnig að koma til sjálfsögð og skyn- samleg aðstoð ríkisvaldsins, en ríkisvaldið hefur hér brugðizt algjörlega. Gleggsta dæmið þar um er Niðurlagningarverk- smiðjan. Ilún þarf að taka til starfa, og afla verður fram- HTambald k =íðu 13 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.