Tíminn - 04.10.1964, Side 7

Tíminn - 04.10.1964, Side 7
Otgetandi FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri Kristián Benediktsson Ritstjórar: Þórannn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indri'ði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta stjórí: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskritstofur i Eddu-húsinu símar 18300—18305 Skrií stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl. slml 19523 Aðrat skrifstofur. sim) 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán tnnan- lands — t lausasölu kr 5,00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h.l. Mestur fengur fyrir dreifbýlið í Degi á Akureyri er nýlega rætt um sjönvarpsmálið í tilefni af þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela Ríkis- útvarpinu að hefjast handa um undirbúning íslenzks sjóp- varps. í framhaldi af því víkur Dagur að tillögum s]ón- varpsnefndar, þar sem m. a. var lögð áherzla á, að sjón- varpið næði til sem flestra landsmanna innan 5^-7 ára, m sérfræðilegt álit bendi til, að það væri vel framkvæm- anlegt. I framhaldi af þessu segir Dagur: ,,Við getum að sjálfsögðu um það rætt, hvort Islend- ingar eigi á næstu árum að stofna til innlendra sjónvarps- sendinga fyrir alla landsbyggðina eða leySa önnur að- kalTandi vandamál fyrst. En erfitt mun að sporna við þróun sjónvarpsins, sem er að legg]a undir sig heimmn. Um áhrif þess í þjóðlífinu fer að siálfsögðu rnest eftir því, hversu til tekst með hinn daglega rekstur þess. Sem kennslutæki er sjónvarpið ómetanlegt og sem tæki til fré"'":niðlunar má segja hið sama. Um annað efni má ætla, að áhrifin séu hliðstæð prentuðu rnáli, útvarpi og kvikmyndum. Veldur hver á heldur Við finnurn með réttu að öllu saman, en viljum þó ekki án þess vera. Hinum dreifðu byggðum yrði e. t. v. mestur fengur að ýmsum þáttum sjónvarpsins, svipað því sem útvarpið, er þeim nú. Verður því að leggja á það mikla áherzlu, að hið íslenzka s]ónvarp verði við það miðað, að öll héruð njóti þess. Hermannasjónvarpið í Keflavík, sem núverandi vald- hafar leyfðu mikla stækkun á, svo að íslendingar gætu ,,notið þess“, er að sjálfsögðu enginn mælikvarði á sjón- varp yfirleitt. Sjónvarp er menningartæki, ef það er vel rekið og í höndum góðra manna parf engu að kvíða nema kostnaðarhliðinni. Sjónvarpsdagskrá er miög dýr og þar hljóta íslendingar að sníða sér stakk eftir vexti. Fyrst af öllu þarf þó sjónvarpið vel menntað fólk, eg má ekki vanrækja þann undirbúnmg fremur en aðra þætti málsins.“ Yngsti héraðsskóiinn er orðinn 16 ára í Degi er nýlega birt viðtal við Gisla Magnússon bonda í Eyhildarholti og er þar m. a. vikið að skólamálum Skagfirðinga Um þau segír Gísli m a.: ..Okkur vantar héraðsskóla. St]órnarvö]dm horfa á það með hendur í skauti, að æskulýð landsins. er mis- munað í stórum stíl. Sveitirnar sitia á hakanum. Hvað annað9 Enginn héraðsskóli reistur á síðustu 16 árum. Hinir gömlu fjarri því að fullnægja þörfinni. F]öldi æsku- manna i sveit fer á mis við sjálfsagða fræðslu.11 Það eru fleiri en Skagfirðingar, sem hafa þessa sögu að segja. Eyfirðingar geta sagt hana einnig, Snæteliingar og Dalamenn o. s. frv. Það er mál td komið, að þeirri kyrrstöðu linni, sem ríkt hefur í þessum efnum Þjóðin hefur ekki efni á, að mörg hundruð ungmenna fái eKki nauðsynlega fræðslu af þessum ástæðum. r' « I N N. sunnvdaflur 4.~ióieWber T9C4. — Walter Lippmann rifar um alþjóöamál: Sannleikurinn getur oft veriö furðulegri en allur skáldskapur Niöurstööur Warren-nefndarinnar eru staöfesting á því. ÉG spyr sjálfan mig, hvaða skoðun ég geti haft og eigi að hafa á skýrslu Warren-nefndar- innar. Þetta mikla rit var lagt fram um fyrri helgi, ásamt réttarskjðlum og framburðum vitna í 20 bindum, sem ekki hafa verið gefin út enn. í rit- i’nu er að finna alla greinar- gerð um rannsóknina, sem fram fór í máli Lee Harvey Oswalds að honum látnum, vegna ákæru fyrir morð Kenn- edys forseta. Að mínu áliti getur enginn samtímalesandi tekið að sér hlutverk yfirréttar og umhverft áliti nefndarmannanna sjö Þeir einir hafa — ásamt lögfræðing- um sÍTium og starfsmönnum — heyrt framburð allra vitna, sem yfirheyrð hafa verið. Þar sem Oswald er látinn og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, er ekki irant að full- yrða, að rannsóknin sé tæm- andi, enda fullyrða nefndar- menn það ekki. Tilraunin til að kveða upp endanlegan dóm yfir Oswald hvílir nú í höndum sagnfræðinganna. EN við getum verið viss um, að sagnfræðingarnir finni ekk- ert,, sem komi þeim til að efa fullan trúnað nefndarinnar í öllu því, sem hún hefir að sér viðað. Nefndarmennirnir eru, — bæði hver einstakur og all- ir sem hópur, — hafnir yfir allar grunsemdir um, að þeir hafi, kunni að hafa eða gætu hafa hagrætt gögnunum. Þetta er endanlegur úrskurður, sem við getum þegar látið eftirkom- endunum í .té. Að fenginni þessari vissu um nefndarmennina og með hlið- sjón af verksviði þeirra og hinni þrotlausu nákvæmni, sem þeir hafa viðhaft í rannsókn sinni, er ekki ástæða til fyrir neinn samtímamann, hvorki innlendan né arlendan, að ef- ast niðurstöðid*. Niðurstaðan er, að Oswald hafi einn myrt Kennedy for- seta, hann hafi ekki verið þátt- takandi í samtökum kommún- ista, Kúbumanna né öfgamanna til hægri, og ennfremur, að Ruby, sem myrti Oswald, hafi ekki verið handbendi neins sámsæris um að þagga niður í Oswald. NEFND'INNI er fullkomlega ljóst ,að sannleikurinn, sem hún komst að raun um, er furðulegri en allur skáldskap- ur. Og erfitt ér að trúa honum. Hrærigrautur fyrstu tilkynn- inga Dallas-lögreglunnar huldi sannleikann, og sama gerðu frásagnir blaðanna. Sannleikur- inn um morðið sjálft varð enn ótrúlegri vegna þess, að Os- wald var myrtur í fangelsinu tveimur dögum eftir að það var framið. Hefði verið um sam- særi að ræða, var auðvitað ékkert jafn aðkallandi og að koma í veg fyrir að Oswald segði frá. Miklu erfiðara er að trúa sannleikanum en kenningunni um samsæri. Vegna þessa hef- ur nefndin lagt sig í framkróka um að tína mákvæmlega og samvizkusamlega til allar stað reyndir, sem hún komst að. SEM dæmi má taka tilgát- una, sem er undirstaða evrópskra skrifa um samsæri. Það er, að skotið háfi verið á Kennedy forseta bæði frá skóla bókageymslunni að bakí hon- um og frá járnbrautarbrúnni framundan. Sönnun þessa á að vera, að skotgat hafi verið á framrúðu bílsins. í skýrslunni segir, að stað- reyndin í þessu efni sé sú, að framrúðan í bílnum hafi orðið fyrir skoti, en það hafi ekki farið í gegnum hana. Skotijarið var AÐEINS á innanverðri rúð- unni, og örugglega eftir brot úr annarri eða einhverri kúl- unni, sem hæfðu forsetann og Connally fylkisstjóra. Ég hafði lesið töluvert af hinum evrópsku skrifum um samsæri. Um helgina las ég svo í skýrslunni um öll þau atriði, sem höfðu valdið mér óvissu. í skýrslunni er ekki sneytt hjá neinu þessara átriða, og um þau er fjallað af hlutlægni og myndugleika. í SKÝRSLUNNI eru gagn- I rýndar þær ráðstafanir, sem gerðar voru til verndar forset- anum, og þar eru lagðar fram ákveðnar tillögur, sem auðvit- að verður farið eftir. Ég held að segja megi, að þetta hafi verið þess konar morð, sem koma hefði mátt í veg fyrir. Til dæmis liggur í augum uppi, að ferill Oswald krafðist þess, að eftirlit væri haft með honum meðan á heim- sókn forsetans stóð. Einnig liggur í augum uppi, að mikil vanræksla var að rann saka ekki bygginguna, sem stóð við götu, sem margauglýst hafði verið að forsetinn færi um. Að lokum þetta; Aldrei er unnt að veita full- komna vernd, ef morðinginn er reiðubúinn að fórna lífi sínu í árásinni, en minni of- stækismenn á að vera unnt að hindra vegna ótta þeirra við að vera teknir höndum. Oswald reyndi að komast undan. Hann var ekki reiðubúinn að fórna lífi sínu. Glæpinn verður því að álíta þess eðlis, að koma hefði mátt í veg fyrir að hann væri framinn. 1 Warren afhendir Johnson forseta skýrsluna. m z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.