Tíminn - 04.10.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1964, Blaðsíða 2
Laugardagur, 3. október. NTB-París. — Flakið af frönsku flugvélinni, sem sakn ttð var í gær, er nú fundið í Sierra Nevada-fjöllunum á Suð- ur-Spáni. Engir.n hefur komizt lífs af. Farþegar um borð voru 76, en ekki 80 e.íns og sagt var í gær, þar sem fjögurra manna fjölskylda, sem ætlaði með flugvélinni frá xMarseilIe, af- pantaði far sítt á síðustu stundu. Meðal farþeganna voru 20 böm, þar af 5 ungbörn. NTB-Illinois. — Barry Gold- water, forsetaefn5 republikana, hélt í dag kosningaræðu í Preoria í Illinois Réðist hann harkalega á Johnson fyrir að hafa ekki tekið nógu hart á kommúnismanum og gera ekki nógu mikið fynr NATO. Jafn- framt sagði Goldwater, að ef hann yrði forseti, þá yrði hans f*rsta verk, að sameina allar frjálsar þjóðir við Vestur-Atl- antshafið. NTB-Kuala Lumpur. — For- sætisráðherra Malaysiu, Tunku Abdul Rahman, lýsti því yfir í dag, að á meðan Suk amo Indónesíuíorseti, réðist harkalega að Maiaysiu í orði, þá hafi hann ekki sent færri en þrjá fulltrúa til Malaysiu til að semja um frið. NTB-ElisabethviIJe. —■ 500 fyrrum lögregluhermenn frá Katanga ganga nú unf vopnaðir í úthverfunum Lualaba og Kat anga i Kongo. F-etta eru upp- reisnarmenn úr Itópi 3.000 lög regluhermanna, sem nýlega komu frá Angoía til Kongo í því skyni að ganga í Kongóska herinn. Áðurnefndur hópur heltist úr lestinni þegar verið var að flytja iiðpinn til Kam- ina-herstöðvanna. Vfirvöldin í Kongo reyna cftir beztu getu að hafa hendur í hári upp- reisnarmannanna, því óttast er að þeir stofni til vandræða. NTB-New York. Bandaríkja- stjórn hefur nú ákveðið að fella niður réttarhöldin gegn sovésku hjónunum Sokolov og er það gert af öryggisástæð- um. Sokolv-hjónin hafa verið ákærð fyrir njósnir í þágu Sov étríkjanna. Meðal annars hafa þau Ijóstrað upp um bai)darísk ar eldflaugastöðvar og kjarn- orkuvopn. Þau voru handtekin 2. júlí árið 1963. Réttarhöldin hófust í byrjun þessarar viku. NTB-Damaskus. — Biskupar ortodoxku trúarinnar halda nú með sér fund í Sýrlandi. Þeir hafa ákveðið. að senda páf anum skeyti til að mótmæla þvf, að Vatikan-lundurinn ræoi yfirlýsingu þess efnis, að Gyð- ingar séu saklausir af kross- festingu Jesús. Þetta gera þeir á þeim forsendum, að umræður um orð hinnar heil- ögu ritningar og 2000 ára gamla trú hafi lamandi áhrif á einingu krisfinna manna. Samkvæmt þessu vilja þeir að vara páfann um að ræða þetta viðkvæma efni r.ánar. 8 Þáttur kirkjunnar Hvað virðist yður um Krist Hvað virðist yður um Krist? er spurning dagsins. Og ef til vill mætti segja. að þetta gæti verið spurning heimsins og til heimsins í dag. Menning og hamingja ein- staklings, þjóða; eða mann- kyns er meira háð svarinu við þessari spumingu en ef til vill nokkru öðm. Farisear og Saddúkear nú tímans, Farisear og Saddúke- ar allra kynslóða hafa 'raun- verulega aldrei lagt það á sig að íhuga svarið við þessari spumingu svo verðugt væri. En Fariseinn er og verður tákn hins andlega hroka, þröng sýni og trúarrembings, en Saddúkeinn tákn gervi- mennsku, hégómaskapar og andlegs kæruleysis, en hinir síðarnefndu þykjast samt boð- berar og fulltrúar vísindalegr- ar menningar og fullkomnunar. En Kristur fylgir hvorugum. Og hvorki Fanseinn né Sadd úkeinn, hvorki kreddupostul- inn né efnishyggjumaðurinn skilur hann. Þeir era með ei- lífar vangaveltur um guðfræði og kennisetningar, játningar og form. En Jesús var á móti öllu þess háttar. Hann var Jes ús, sem þýðir frelsari, og eng inn var frjálsari né djarfari í kenningum og dagfari heldur en hann. Hann spurði svo sannarlega ekki Fariseana að því hvort hanu mætti nefna fugla og blóm í kenningum sín um eða skýringum. Og hann spurði heldur ekki hina drembnu og fínu Saddúkea að því, hvaða fólk hann mætti umgangast. Enda voru þeii fljótir að finna og segja, að hann sam- neytti tollheimtumönnum og bæði konum og körlum, og þeir kölluðu hann meira að segja átvagl og vínsvelg. Og þætti hvoragt fallegt um and lega leiðtoga nú á dögum. Þetta sýndist þeim um Krist. En hvað finnst okkur svo um Krist, þessu kristna og menntaða fólki nútímamenn- ingar? Era ekki flestir sem líta á hann sem einhvers kon ar stofnanda og stjórnanda margs konar hátíðlegra helgi siða og bókstafsþjónustu? Og þeir, sem þykjast þjóna hon- um bezt binda sig í fjötra, byrgja sig í kró einhverra þröngra kenninga, sem af- marka þá frá öllum öðram, og draga þá í dilka einhverra rangskilinna ritningargreina. Og allir, sem aðra skoðun hafa á sömu orðum biblíunnar eiga svo að vera eilíílega útilokaðir frá Guði og öllu góðu og helzt enginn stiður heiiViill nema helvíti. Og ekki þýðir r.iikið að benda þessum blessuðum „fylgjend um“ á, að þetta muni nú vera fjærri þeim anda og krafti, sem yfirleitt einkennir þann Jesúm, sem guðspjöllin segja frá Þeir reiða þá til höggs einhverja ritningagrein og þar með er málið útrætt frá þeirra hálfu. Þetta era hclztu einkenni þeirra, sem telja sig einir hafa rétta trú, það er að segja rétt- an skilning á Jesú Kristi, sögu hetju guðspjalianna í þeirri kirkju, sem þó er kennd við hann. Og nú stendur yfir kirkjuþing suður í Róm, þar sem sá andi kemur í ljós, sem rfkt hefur öldum samán að enginn má teliast kristinn, hvað þá heldur í kirkju Krists, nema hann eða hún hegði sér nákvæmlega í lielgisiðum, skoð unum og játningum eftir ein- hverjum tilbúnum og hefð- bundnum fyrirmælum frá kirkjuþingum og klerkum löngu liðinna alda. Linnulaust er deilt um alls konar smá- atriði og hindurvitni, svo *.ð hægt er að furða sig á, að þetta skuli vera menn með viti og hálærðir biskupar í þokkabót. Líklegt má teljast, að hvorki Kristur sjálfur né postular hans yrðu teknir í sjálfa katólsku Irirkjuna og ef til vill ekki sumar hinna held ur, því að auðvitað höfðu þeir aldrei séð það eða játað því, sem soðið var saman löngu eftir þeirra daga af forskrúfuð um klerkalýð, hvað þá held- ur fylgt öllum helgivenjum um signingar, vígslui og helgar tíð ir, sem þeir höfðu aldrei heyrt nefndar. Og hvað þá um fólk- ið, sem Kristur hrósaði sjálfur fyrir trú, það er að segja rétta aðstöðu til Guðs, t. d. Sam- verjann, hundraðshöfðingjann og kanversku konuna eða hór- seku konuna, sem allt vora taldir svörtustu heiðingjar og villutrúarmenn. Hvað virðist yður svo um Krist? Er hann sá, setn kirkj an boðar á þennan þröngsýna hátt með öllum sínum ströngu fyrirmælum, eða er hann Jes ús-frelsari frá öllum þessum boðum og bönnum til mann- legrar afstöðu eíns einasta boð orðs, sem auðvitað er erfitt, en geymir þó citl, hinn sanna anda Krists. Elska Guð af öllu hjarta og aðra menn eins og sjálfan þig, og svo getur þú verið kristinn, jafnvel þótt þú værir Búddatrúarmaður, Shintóisti eða Múhamedstrúar í háttum og helgivenjum. „Til frelsis frelsaði Kristur oss“, sagði umdeildur foringi og fylgjandi Krists á fyrstu öld og hann sagði líka: „Lífið er mér Kristur, og þar er hitt í mark“. Og í frægasta ljóði heimsins er þessi hending: „Þótt ég hefði svo takmarka- lausa trú að fær? mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, þá væri ég ekki neitt“, ekki kristinn, ekki neitt. En finnst ykkur það vera fyrst og fremst kærleikur og mannleg samúð, sem birtist í öllum deil um og orðahnippinguen, bók- stafsdýrkun og ritningafjötr- um kirkjuþinga og funda? Tilgangurinn er góður og markmiðið, ef til vill eining og friður, að minnsta kosti held ég að Jóhannes 23. páfi hafi viljað vel. En svo hylst markmið og tilgangur í mold viðri orðaþvælunr.ar og myrkri staðnaðra kenr.uiga um Krist. Og meira að segja hér úti á íslandi er þessi óheilla aftur- göngustefna farin að skjóta upp kollinum. Og þar gátuð þið tekið eftir orðum spekinga og menningarieiðtoga í blöð- utn um daginr, viðvíkjandi stjórnarfundi Lúlherska heims sambandsins héi. Auðvitað er gagnrýni á íslenzku kirkjuna réttmæt. Og kirkjan þarf að taka breytingum og framför- um í anda hins frelsandi mátt ar frá orðum og lífi Jesú Krists. En hitt er jafn fráleitt, að það verði með þ vi að bindg sig fastar og aftur á klafa löngu úreltra játninga að orðalagi og jafnvel hugsun, og taka upp keningar og viðhcrf Lúthers og þýzkrar ortodoksiu frá 16. öld og fara að syngja og iðka Þorlkástíðir og Guðbrandsbæn ir -í Skálholti og Hólum. Eða þá hitt, sem annar benti á, að íslenzkir prestar ættu fyrst og fremst að hætia að tala um vorblóm og lóusöng og snúa sér að orðalagi biblíunnar og Vídalíns. Hinn umdeildi Krist- ur innleiddi siálfur talið um jarðargróður, /blóm og fugla, og hann leyfði sér líka að tala um kindur, fiska og atvinnulíf, Fyrir þetta var hann misskil inn og hataður, en hann hnik aði ekki um fet aftur á bak frá sínu orðalagi. „Hvað virðist yður um Krist?“ Er hann ekki fyrst og fremst andi lífs og vaxtar, andi frelsis, sanr.Ieika og frið ar f sálum og samfélagi manna. Var það ekki það, sem hann meinti með orðunum: „Minn frið gef ég yður Verið í mér þá verð ég í yður “ Árelíus Níelsson. Trúlofunarhrmgaf afgretddlr samdægurt SENDUM UM ALLT LAND HALLD0R SkólavSrCustlg t Maður óskast Mann vantar til bústarfa að ríkisbúinu Bessastöð- um. Aðalstarf hænsnahirðing- — Upplýsingar í TIL SÖLD: Volkswagen ‘63 verð kr. 85 þús. Volkswagen ‘60 verð kr 60 þús. Volkswagen ,59 verð k/ 50 þúa Fíat 1100 -60 verð kr. 75 þús. Renault R 8 ‘63 verð kr. 120 þús Saab ‘63 verð kr. i40 þús Ford '57 fæst fyrir skuldabréf. Merzersmith þríhjól 2ja tnanna Prins ‘62 verð kr 95 þús Chevrolet ‘60 verð kr. 140 oús. Fjöldlnn allur af eldri biium, Rauðará — Skúlagatv 55 Síml 15 8 12. síma 11088. Auglýsið í Tímanum HARMONIKA Mjög vönduð harmonika. 4 kóra, til sölu. — Sann- gjarnt verð- Upplýsingar í síma 1-44-92. LÍFLÖMB TIL SÖLU Nokkur grá og flekkótt lömb af hreinræktuðum stofnum til sölu í d?.g cg næstu daga. Upplýsingar í síma 51286. T [ M i N N, sunnudagur 4. október 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.