Alþýðublaðið - 07.01.1954, Page 4

Alþýðublaðið - 07.01.1954, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐSÐ Fímmtudag’ur 7. janútu' 1054 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hanttifcsl Valdimarsson Meðritstjóri: Hélgi Sæmunásson. Fréttastióri: Sigvaídi Hjálmarsson. Blaðamemn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar. 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4908. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán, í lausasölu: 1,00. Spádómurinn um gosið MORGUNBLAÐIÐ hóf í gær bæjarstjórnarbaráttu íhaldsins og- er harla stórtækt, enda Iigg ur mikið við. „Ópólitískur kjós andi“, sem sennilega er horgar stjórinn sjálfur, skrifar hug- vekju um að „andsíöðuflokkar Sjálfstæðismanna stefni að sundrung og glundroða í bæjar málirni Reykjavíkur“, en það er sama áróðursplatan og íhald ið hefur leikið við sérhverjar bæjarstjómarkosningar undan fama áratugi. Vizkuorð uglunn ar hans Velvakanda eru þessi: ,,Kraftaverkið er uppáhalds- ham trúarinnar.“ Enn fremur birtir blaðið geysistóra mynd í tilefni áramótanna. pún er af konu með hund í handi, og und ir myndinni standa þessi spak- legu orð: „Komfð er nýtt ár og við göngum vonglöð inn í óviss una, — sum með hund í handi!“ Þá birtir Morgunhlaðið og ýmislegt af því, sem erlendir spámenn segja urn árið 1954, en boðskapur þeirra er m. a. sá, að Malenkov verði steypt af stóli, bardagar í Kóreu blossi upp á ný, deila hefjist með Sov étríkjunum og Kína, hertoginn af Windsor skilji við konu sína og Churchill segi af sér eða deyi. Og ísland gleymist svo sem ekki í spádómum þessum. Franskt blað spáir því, að mik- ið eldgos verði á íslandi, þar sem Hekla rjúfi þögnina. Auðvitað má alltaf búast við eldgosi í fiallalandi eins og því, sem vi'ð íslendingar hyggjum. Franski spádómurinn um Heklugosið kann því að rætast. Híns vegar er meiri ástæða til að búast við öðru gosi, sem mun eiga sér stað niðri á lág- Iendinu, en Morgunblaðið forð ast að nefna það einu orði. Hér er átt við pólitískt gos bæjax-- stjórnarkosninganna í höfuð- staðnum. Þær munu verða gos, sem feykir burt meirihluta í- haldsins í bæjarstjórn Reykja- víkur. Æíli franski spámaður- inn hafi ekki sé'ð þetta fyrir, þevar hann þóttist sjá eldgosið á Islandi, en ályktun hans stafi af því, að Hekla ínun öllu kunn ara fyrirbæri erlendis en bæj- arstjórnaríhaldið? Það er eðlilegt, að Morgun- blaðinu komi kraftaverk í hug, þegar skriffinnar þess hyggja að bæjarstjórnarkosningunum, sem fara i hönd. fhaldið er von- laust um að halda meirihluta sínum í bæjarstjórninni, ncma kraftaverk skeði. Forustumenn íhaldsins hér í bænum gera 'sér öðrum fremur þá stað- reynd ljósa. Þess vegna Ieynir sér ekki óttinn hjá íhaldsleið- toganum, sem skrifar í Morg- unblaðið í gær undir hinu seinheppilega dulnefni „ópóli- tískur kjósandi“. Úrslit bæjar- stjórnarkosninganna munu verða það gos, að Reykjavík hristi af sér meirihluta íhalds- ins. En þetta er svo sem ekki sambærilegur viðburður því, að Hekla gjósi. Tilhugsunin um Heklugos er öllum íslendingum áhyggjuefni. En tilliugsunin um pólitíska gosið í Reykjavík í janúarlok gleður alla aðra en forustumenn íhaldsins. Það er ekki lægilegur náttúrxj.viðburð ur heldur þjóðfélagsleg nauð- syn. Aróður íhaldsins um sundr-i ung og glundroða- eftir ósigur þess missir marks. Stjórn íhalds ins á Reykjavík einkennist ein mitt af glundroða, og sannar- lega var ekki einingunni fyrir að fara í borgarastyrjöld próf- kosningaririnar í Sjálfstæ’ðis- flokknum. Það er vonlaust verk fyrir Morgunblaðið að ætla að telja Reykvíkingum trú um, að höfuðstaðurinn kollvarpist, ef íhaldið missir völd sín og áhrif. Reykvíkingar geta sann- arlega komizt af án íhaldsins, enda brýn nauðsyn að losna við ofstjórn þess; og óstjóírn, eyðslu og spillingu. Morgun- blaðið er líka svo úrræðalaust í vörn sinni fyrir bæjarstjórn- aríhaldið, að það grípur til þess ráðs að benda á, að stjórnin á Reykjavík muni þó skárri en stjórnarfarið í Rússlandi! Það eru ekki sigurstranglegir menn. sem hafa slíka tiltíurði í frammi í baráttuuni. Þarsnig eru öll skrif Morg- unblaðsins í gær á sömu bók- ina lærð. Þau vitna um ótta íhaldsins við bæjarstjórnar- kosningarnar. Honum verður ékki drepið á dreif með því að hirfa franskan spádóm um hu"l;anle!rt Heklugos á þessu ári. Auðvitað bregður íhald- inu í brún við bá íi1v"i^=itn. að Hekla gjósi. En þgð jír samt sýnu hræddara við reykvíska kjósendur og gos bæjarstjórn- arkosninganna um næstu mán- aðamót. Sviðsmynd úr baJlettinum „Eg bið að heílsa.“ Karl ísfeld: Armann. Armann. Skemmfifund heldur.GIímufélagið'Ármann í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, '7. janúar kl. 9 síðd. Skemmtiatriði — Dans. Hljómsveit Aage Lorange leikur söngvari Ragnar Bjarnarson. Aðgöngumiðar seldir í Sjálfstæðishúsi-nu frá kl. 4 í dag og við innganginn. .... MEÐAN bjúghyrndur, vöku-' bleikur föstumáni — umkringd ur leifturblikandi stjö’rnum, sem svífa braut sína við söng hnattanna og ljóð eitífðarinnar — treður marvaðann í.firðblá- um, norðurljósakvikum himin- sæ, sem freyðir um hjarnbleika hnjúka Fjallsins eina og Heið-, arinnar há, tekur langþreyttur, ’ skammdegisfölur innisetumað- ur sér hraðfleyga hvíldarstund, stolna frá þreytandi starfi. Þessi föli næturmaður hefur ekki gefið sér tóm til annarra skemmtana meðan dagur var stytztur og kvöldin lengst, en að ganga .stöku sinnum á vit Thalíu og votta henm hollustu j sína í hinu glæsilega musteri hennar við skuggáhverfi höfuð borgarinnar neðanvert. En nú hallar har.n sér aftur á bak i stólnum, lokar augunum og ætl ar að hvíla sig stunáarkorn. en allt í einu ,fer oíi.iriítið l.ióð og Iag að dansa innan í höfðinu á honum og gerist svo áieiíið. að áður en hann vartr er hann far inn að hripa fáeinar hlykkjctt- ar línur á óstrikað b'Jað. j Þessar línur eru ofurlítið hróp innan úr annars harðlæsl um huga manns, sem hefur sagt sína síðustu setningu í atriði leiks, gengið af leik- sviði umsvifa dagsins og horfið að tjaldabaki til að fá næði i til að inna af hendi, . á sem j vanzaminnstan hátt og af því i meiri trúm.énnsku sem hæfi- leikarnir eru minni, . vanda- samt starf, sem falið hefur ver- io forsjá hans,. ekki þó sakir verðleika. heldur miklu fremur af atburði. | i Þetta er játning rnanhs, sem með kliðmjúkan lágfiðlukon- sert -Láyár í Aðaldal, leikinn á' dvmbaða • trengi 'a-skvikra hylja, bergmálandi í eyrunum, i Iét sig einu sinni dreyma um að j kveða sér hljóðs annað hvort af J söngpalli eða leiksviði, en gekk fermingarskó sína upp að jörk- um á brunasándi tilverunnar á þeim féskylfu árum, þegar dýr- ara var að lifa í Párís en deyja þar og meira en húsavegur milli Húsavíkur cg Milano. Þessa glæsilegu skýjaborg æskuáranna, skreytta flúruð- um pílárum með bliki stjarna., með háar turnspírur drifna" sólargulli og sönghvelfingar smelltar mánasilfri, ómandi af bel canto, kvaddi hann með því að syngja heilt sumar „Addio mia bella Kfapoli1' í vegavinnu uppi á reginheiði, af ótakmörk uðu trausti á þolinmæði og.lang lundargeð vinnufélaganna, og eftir að þeir höfðu dregið sig = S S GREIN þessi er erindi, S sem Karl ísfeld rithöfundur ^ S flutti í útvarpið rétt fyrir^ j áramótin, en tilefni þess er ^ ? ballett þjóðleikhússins „Ég >, bið að heilsa“. Yakti erindið^ ^mikia athyg-li, enda sérstættS ^ og persónubundið. Hefur höf S Sundurinn góðfúslega orðiðS S við þeim tilmælum Alþýðu- S S bíaðsíns að leyfa því að • S koma erindinu á framfæri • S við lesendur sína. Ballettinn; S ,,Eg bið að' heilsa“ gengur ^ • enn í þjóðleikhúsinu og verð( ; ur sýndur í kvöl'd. s Karl Isleld. til hryggjar á kvöldin, taldi hann ekki eftir sér að kyrja Gralsönginn úr Parsifal: ,,í óra fjarska langt frá yðar leiðum, þar liggur borg, sem heitir Mon salvat“, pgfvarð það ekki til að auka vinsæídir hans á þeirri breiddargráðu sumarlangt. Og seinna, þegar námsfélagar hans fengu að drekka síg stóra á rík isins kostnað úti viö Eyrarsund, varð hann að sæta þeim' örlög um að drekka sig iítinn á eigin kostnað heima við Viðeyjar- sur.d. En til þess að reyna að hverfa ekki með öliu sönglaust af leiksviði lífsins, tók hann að lokum að bjástra .við það. sem var honum þó einna mest'um hönd: að raða saman orðum í bundinni og óbundinni ræðu. Því að iðkandi þeirrar listar getur siglt til' aðdrótta breið höf himna og heimá á d-rauma- fleyi hugahs, sem er sú ódýr- asta útgerð, sem -ti 1 er — og' hlaupið milli hnatta á dansandi bragafótum. Á dansandi bragafótum! Og hinn föli næturmaðúr, sem sit- ur hér undir bjúghyrndum, vökuibleikum föstumána, um- kringdum leifturblikandi stjörnum, sem svífa braut sína með dánsspori við söng hnatt- anna og ljóð éilífðarinnar, verð ur bess allt í éinu var, að ljóðið og lagið, sem áðan þvrluðust í dansi innan í höfðinu á honum, hefja dans sinn á ný og minna hann á, að hann sat í rökkur- byrjun. skammdegisdags eins fyrir tæpu ári síðan á þriðja bekk niðri í þjóðleikhú.sinu, horfði á listdan.s, saminn við eitt hugþekkasta Ijóð hjart- fólgnasta skáldsins okkar og fannst skyndilega ;sem hann sæi, í helrökkri hins íslenzka skammdegis, vorbooann ljúfa, þröstinn góða, koma svífandi, blikandi fjöðrum, um háar vegaleysur frá fjarlægu eldor- ado skrúðmikils listgróðurs með oíurlitla grein, með dýr- legri angan, í nefinu, til að gróð ursetja í gisnum og kræklótt- um. skógi íslenzkrar listmenn- ingar. Um leið fannst honum það undarleg örlagaglettni. að erlendir listamcnn skyldu loks ins verða til þess að kenna hon um. að skilja og meta það kvæði, sem hann lærði fyrst allra ljóða og verður, ef til víll, síðast eftir í huga hans, þegar öll önnur Ijóð eru gleymd. Kvæði Jónasar Hallgríms- sonar ,,Ég bið að heilsa“ er ort á síundu, sem engir fá að lifa, nema snillingar, og ef til vill ekki nema einu sinni á ævinni, þeirri stundu, þegar skáldið sér himnana opnazt, sezt við borð día og talar tungurn engla. Ljóð ir.u er andað af vöru.num fyrir- hafnarlaust, að því er virðist. Á þeirri stundu hefur hann ekki verið hrjáður þeirri örvænt- ingu, sem kemur manni til að stinga pennanum á kaf í vegg- inn, af því að ekkert orð kem- ur á pappírinn. Miklu freniur hefur hann verið snortínn þeirri tilfinningu, sem vekur manni löngun til að stíga dans- spor af gleði yfir því, að nú hafi maour , loksins komizt of- urlítið nálægt lifandi lind hinn ar eiiífu listar. Fullkomlega á- nægður er maður aldrei með eigin verk. Að minnsta kosti eru miklar líkur til, að þann dag, sem listamaðurtnri er full- komlega ánægður að morgni með árar.gur hin:s andlega erf- iðis næturinnar, hafi skáldið í honum orðið bráðkvatt kvöldið áður. Upphafstónar hins persónu- bundna og vel gerða tónverks Karls O. Runólfssonar komu fálmandi upp úr hljómsveitar- gröfinni, eins og leitandi manns barn í myrkri. Það voru flauru tónar, spyrjandi eirts og manns (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.