Alþýðublaðið - 23.02.1954, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 23.02.1954, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐSÐ þriðjiulagur 23. febrúar 1334 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgöarmaGur: Hantiibal Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sfmi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—Í0. Áskriftarverð 15,00 á mán, í lausasölu: 1,00. Fjármagn og frjálsar kosningar ÞINGMENN úr þremur flírfikum hafa flutt íillögu til þingsályktunar um takmörkun fjármagns í sambandi við kwsningar. Flutningsmenn til- lögunnar eru Gylfi J». Gíslason, Haraldur GaÖmumlsson, Eirík- ur Þorsteinsson og Gils Guð- mundsson. I tillögunni er skorað á rík- isstjórnina áð skipa fimm manna nefiid eftir tilnefningu þingflokkanna til þess að at- huga og gera tillögur um, hvort ekki sé rétt að taka í gildandi lög um kosningar til alþingis og sveitasíjórna ákvæði, er tak- marlti heimild stjórnmála- flokka til notkunar fjár í sam- bandi við kosningar og kosn- ingaundirbúning og skyldi þá til að gera opinbera grein fyrir, hversu miklu hver þeirra ver í þessu skyni. Tillögumenn ætlast til þess, að nefndin hafi lokið störfum svo snemma, að hægt sé að Ieggja tillögur hennar fyrii; næsta alþingi. I greinargerðinni segja fluin ingsmenn; „Nú, á tímum mikillar áróð- urstækni, hafa margs konav ó- heilbrigð skilyrði .skapazt til þess að reyna að hafa áhrif ú skoðanir kjúsenda og atkvæoi þeirra á kjordegi, e£ nægu fé er til þess varið. Það hefur til dæjnis færzt mjög í vöxt á sfð- ari árum, að stjórnmálaflokkai- noti bifreiðar i ríkum mæli til þess að fíytja kjósendur til kjörstaðar á kjördegi. Kveður nú orðið svo mikið að þessu, að ástæða er til að telja slíkt til óleyfilegs kosningaáróðurs. Á ýmsan annan hátt má og með beitingu fjárniagns leitast við að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga. En um það ætti ekki áð geta verið ágreiningur, að fé | það, sem stjórnmálaflo-kkar ! hafa yfir að ráða, á ekki að hafa álirif á vígstöðu þeirra í kosningum, og má engu ráða um niðurstöðu þeifra.“ Upplýst er, að í nágranna- löndum okkar hafa verið gerð' ar ráðstafanir til þess að tak- marka mjög heimiid stjórn- málaflokka til að verja fé i sambandi við kosningar og' skylda þá til að gera opinbera grein fyrir fjárreiðum sínum þar að Iútandi. Sérstaklega mun löggjöf Rreta um þessi efni vera ströng og ákveðin. Er þáð vilji tillögumfinna, að hér á landi verið undirbúin og sett löggjöf, er fari í sömu átt. Nokkur töf hefur orðið á því, að tillagan hafi komið til um- ræðu. Henni var útbýtt á al- þingi þann 13. febrúar, en nú 10 dögum síðar er hún ekki komin til fyrstu umræðu. Þetta þarf þó engan veginn að vera grunsamlegt. Og að óreyndu verður því ekki trúað, að mót- spyrna verði hörð gegn sam- þykkt tillögunnar, því að sann arlega er Jiotkun fjármagns í kosningum hér á landi, bæði vegna bílanotkunar, margvís- Iegrar gjafasíajísemi og jafn- vel vínnotkunar, komin langt út yfir ÖII sæmileg takmörk. Hér er því fyllsta þörf að stemma á að ósi, því áð vissu- lega eiga fjármagn og frjálsar kosningar ekki samlcið þar sem Iýðræði er í heiðri haft. Tillaga þessi hefur líka vakið mikla at- hygli um land al!t, og enx þegar farnar að berast fyrirspurnir úr ýmsum áttum um, hvað af- greiðslu hennar líði. ENGIN MÓTMÆLI hafa komið fram gegn þeirri skoð- un, sem Alþýðublaðið hélt fram fyrir nokkru, að eitt 18 000 tonna olíuskip gæti annað öll- um olíuflutningum til íslauds, þó að ólíuþörf varnarliðsins sé reiknuð með. Hér er um 200 þús. tonn &ð ræ'ða alls á ári, en slíkt skip getur farið 11—12 ferðir á ári milli Venezucla og Reykjavíknr. Það mundu allir fagna því, ef íslendingar gætu eignazt stórt olíuflutningaskip og orðið sjálfum sér nó^* á því sviði seni öðrum. Lægi auðvitað bein ast við, að ríkið sjálft, er nú kaupir inn allar olíur, sem not- aðar eru hér á landi, keypti eða léti byggja slikt skip. Skipaút- gerð ríkisins annast nú rekstur oliuflutninp.askipsins Þvrils milli innlendra hafna með á gætum árangri. Ilefur sú út gerð lækksð olíuflutningstaxt- ann og skilar þó jafnframt álit- legum gró'ða. Hitt er fráleitt að kaupa inn tvö skip fyrir hundruð millj- óna, ef ekki þarf nema eitt, að- eins vegna þess að Eimskip, Ol- íuverzlun íslands og Shell geta ekki sætt sig við að SÍS og Ol- íufélagið fái slíkt skip, nema þau fái annað í viðbót, þó að bæði skorti þá verkefni. En svona em hinar pólitískUj hailamælingar stjórnarflokk- anna skynsamlegar í mörgum tilfellum. Ekki hefur heldur heyrzt orð um það, hvort útilokað sé, að Islaud geti beint olíukaupum sínum til útibúa olíuhringanna í Evrópu, eins og Danir hafa þegar gert. En ef horfið væri að því.ráði, þyrfti ekki einu sinni eitt 18 þús. tonna skip til að anna öll- um olíuflutningum okkar. — Mundi þá sennilega vera heppi- legra a'ð kaupa tvö smærri skip og láta annað flytja benzín og steinolíu, en hitt aðrar olíur. Þögnin gæti þýtt það, að héð- an af verði ekki aftur snúið í þessu máli. - ÍJthreiÖið AlþýðublaöiÖ - Ráostafanir oeon monrinqarleQri einangrun - ÞVÍ ER OFT haldið fram, að Island sé komið í þjóð- braut, og sannarlega er það rétt, að land okkar er orðið helzti áningarstaðurinn á norðurleiðinni milli gamla og nýja heimsins með kost- um þess og göllum. Hins veg ar lítur út fyrir, að sam- skipti okkar við Evrópu ætli að verða ólíkt minni en við Ameríku. Þetta á ekki sízt við í menningarmálum. Raunar er samneyti okkar við Ameríkumenn að flestu leyti annars eðlis en menn- ingarlegt, en þó leitar æ stærri hópur íslenzkra menntamanna vestur um haf til framhaldsnáms. Hins vegar rnunu þeir 'hlutfalls- lega færri, sem ieita sömu erinda suður til Evrópu. HLUTVERK HÁSKÓLANS. Vissulega er hætta á því, að íslendingar einangrist um of menningarlega, þó að ís- land sé fjölsóttur áningar- staður flugvéla og skipa, sem eru í förum austur og vestur. Okkur ber skylda til að hyggja að þessari hættu. Háskóli íslands ætti öllum öðrum stofnunum fremur að hlutast til um menningarleg samskipti okkar við aðrar þjóðir og þá ekki sízt hin rót grónu menningarríki í Ev- rópu og frændur okkar þar. — Forráðamenn háskólans hafa ekki gert nógu mikið að þessuhingað til. Raunar hafa þeir afsökun fámennis okkar og fátæktar, en við nyagum ekki horfa í þann kostnað, sem þessu fylgjr, jþví aðhann er.smámunir *í samþandi við ýmsa aði*a eyðslu íslendinga og reynist ósköp léttvægur. þegar litið er á hitt. sem vinnst við það að i’júfa menn ingarlega einangrun þjóðar- innar. EINKENNILEG TREGDA Erlendir háskóiar fa ár- lega ýmsa fræ'ga menn í heimsókn til að flytja fvrir- lestra um margs konar efni. Slí-kt er hins vegar sjaldgæft á íslandi. Það verður að telj ast alger undantekning, ef frægir útlendir mennta- menn, vísindafrömuðir eða aðrir frægðarmenr. koma hingað til. að kynna íslend- ingum áhugamál sín og hugð arefni. Einstaklingar hlutuð ust til um það fyrir skömmu að fá Sir Edmund Hillary hingað til að segja frá Ever- estleíðangrinum. Koma hans vakti geysilega athygli. En Háskóli íslands virðist ein- kennilega tregur ti-J þess að hafa forustu um slíkar heim sóknar frægra og mikilhæfra útlendinga. Á því þarf að verða breyting. HÁSKÓLA- FYRIRLESTRARNIE í þessu sambandi er held- ur ekki úr vegi að geta þess, að háskólafyrlrlestrar er- lendu sendikennaranna hér eru ótrúlega fásóttir. Auðvit að stafar það af hneykslan- legu tómlæti Reykvíkinga, sem láta þessi menningar- legu tækifæri fram hjá sér fara, en sækjast hins vegar eftir öðrum og óhollum skemmtunum. En sökin er ekki aðeins hjá almenningi. Iiún hlýtur einnig að fær- ast á reikning háskólans. Forráðamenn hans van- rækja nauðsynlega fyrir- greiðslu í sambandi við há- skólafyrirlestra erlendu sendikennaranna. — Henni yrði við komið kostnaðar- laust i samvinnu við blöði'n. og utvarpið. En tómlætið ér of mikið í þessu eíni eins óg sumum öðrum. TUN GUMÁLÁNÁMIÐ Enn fremur er ástæða til að minnast á tungumála- kennslu erlendu sendikenn- aranna við háskólann. ís- lendingar leggja mikla stund á að nema útlend mál og verja ærnum fjármunum í því skyni. En það er eins og þeir viti ekki, að í háskólan- um gefst þeim kostur á að læra útlend mál hjá af- bragðs kennurum viðkom- andi nemendum að kostnað arlausu. Ástæðan er fyrir- greiðsluleysið og tómlætið. — Forráðamenn háskólans verða að hlutast til um að fræða Reykvíkinga um þessi kostakjör varðandi tungu- málanám. Þannig er hægt án f jármuna og teljandi fyr- irhafnar að verjast menn- ingarlegri einangrun þjóð- arinnar og opna henni sýn út í heim. ITér eru verkefni, sem Háskóli íslands á að láta til sín taka. Það er í senn skylda hans og sómi. Herjólfur. Hver er maðurinn ? Jóhannes Nordal hagfræðingur JÓHANNES NORDAL varð fyrir mánuði síðan doktor í hagfræði við Lundúnaháskóla og gat sér ágætan orðstír, enda mun hann í fremstu röð yngri fræðimanna okkar. Alþýðublað ið vill í tilefni þess segja les- endum sínum helztu deili á þessum rrnga og efnilega menntamanni, sem nú er flutt- ur heim að loknu námi sínu erlendis og tekinn við starfi sem hagfræðingur Landsbank- ans, en fyrirrennari Jóihannes- ar í þvú enibætti var Klemens Tryggvason hagstofustjóri. Af því starfi fer ekki miklum sög um lí hlöðum. eða á mannf und- um, en eigi að síður mun það ærið þýðingarmikið. UPPRUNI OG NÁM Jóhannes er tvímælalaust í tölu yngstu hérlendra manna, sem Ijúka doktorsprófi. Hann fæddist í 'Reykjavík 11. maí 1924 og er sonur Sigurðar Nor dals prófessors og sendiherra og konu hans, Ólafar Jónsdótt- ur, dóttur Jóns Jenssonar yfir- dómara, en ættir foreldra Jó- hannesar eru svo kunnar, að ástæðulaust mun að rekja þær hér. Jóhannes ber að sjálf sögðu nafn föðurafa síns, Jó- hannesar íshússtjóra Nordals. Hann settist í menntaskólann Dr. Jóhannes Nordal. í Reykjavík 1937 og varð stú- dent vorið 1943. Veturinn eft- ir fór Jóhannes Nordal til Eng lands og nam hagfræði við Lon don Schooi of Economics, sem er deild úr Lundúnaháskóla, en meðal kennara hans þar var hinn heimsfrægi brezki jafnað armaður, Harold heitinn Laski. Jóhannes tafðist um skeið frá námi, en laúk hagfræðiprófi vorið 1950. Hann þótti strax í menntaskóla frálbær námsmað ur, enda hefur menntaframi hans orðið skjótur og glæsileg- ur. Gáfur hans eru óvenjulega fjölhæfar og áhugamálin mörg, enda á Jóhannes til’ slíkra að telja í báðum ættum eiris og kunnugt er. DOKTORSRITGERÐIN. Skömmu eftir að Jóhannes Nordal hafði lo'kið hagfræði- prófi sínu í Lundúnum tók hann að vinna að doktorsrit- gerð sinni, en við hana lauk hann á síðast liðnu hausti. Fór vörn ritgerðarinnar fram við Lundúnaháskóla 14. desember og var doktorsgráðan (Doctor of Philosophy) veitt 20. janúar. Nefnist doktorsritgerðin á ensku Ghanges in Ieelandic So- cial Structure since the End. of the 18th Century with Special Reference to Social Mobility og fjallar um þjóðfélagsbreyt- ingar á íslandi frá því um 1800, stéttaskiptingu og breytingar á stéttum, uppruna manna í á- kveðnum stéttum og fleira. Hefur dr. Jóhannes í hyggju að gefa ritgerðina út í Bret- landi og ef til vill þýða hana á íslenzku og gefa hana út hér. Jóhannes er kvæntur Dóru Guðjónsdóttur pj'anóleikara, dóttur Guðjóns Ó. Guðjóns'son- ar bókaútgefanda og konu hans, Mörtu Magnúsdóttur, en Dóra var skólasystir bróður Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.