Tíminn - 06.11.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.11.1964, Blaðsíða 3
3 FÖSTUDAGUR 6. nóvember 1964 TÍMINN f SPEGLITÍMANS ÁRIÐ 1656 fórst hollenzkt skip, „Drekinn", í óviðri fyrir utan vesturströnd Ástralíu. — InnanborSs var gull, sem talið er vera tæplega 40 milljóna virðL Nokkrir af áhöfninni komust lífs af og þeir grófu gullið í sandinn. Enginn hefur séð það síðan. — Fyrir nokkr- um árum síðan veiktist gam- all Hollendingur í London, og maður nokkur, Frank Moore, tók hann að sér. Nokkru síðar dró Hollendingurinn gamalt og rifið kort úr fórum sínum og sagði Moore, að þessi uppdrátt ur sýndi, hvar milljónir í gulli væru faldar. Sagði hann Moore síðan söguna um „Drekann", og jafnframt, að kortið hefði gengið í arf í fjölskyldu þans í margar kynslóðir allt frá því það var teiknað af einum for- föður hans, scm lifði af skips- strandið. Rétt áður en gamli maðurinn lézt brenndi hann kortið, en þó ekki fyrr en Moore hafði kynnt sér það ná- ið. — Og nú hefur Moore sem er sextugur að aldri, ásamt syni sínum hafið leit að fjár- sjóði þessum. Hann segir, að fiársjóðurinn sé grafinn á stað nokkrum rétt fyrir utan Green Head, sem, er lítil höfn á vest- urströnd Ástralíu. Mikið hefur verið um sandfok þar síðan fjársjóðurinn var grafinn og heil sandfiöll myndast. En Moore setti það ekki fyrir sig, og nú er hann að grafa þar með nútíma tækjum, sprengi- efni og vatnsdælum. — Á MYNDUNUM t. v. sjáum við þá feðgana, en myndin til hægri er af holuimi, sem þeir eru bún ir að grafa. ★ HIÐ sígilda vandamál frægs fólks er að finna einhvern stað, þar sem það getur verið í friði fyrir ágangi aðdácnda. Þegar Brigitte Bardot og Bob Zaguri komust að því, að hljóðnema og segulbandi hafði verið kom- ið fyrir undir rúmi þeirra í hóteli einu, þá ruku þau út á sjó! Og nú hefur skipakóngur- inn Onassis og vinkona lians Callas gripið til svipaðra ráða. Onassis hefur nefnilega keypt heila eyju, sem ber nafnið Skorpion-eyjan, og er um 100 km. fyrir utan grísku strönd- ina. En lítið er þar af nútíma þægindum enn sem komið er, og hafa þau því látið sér nægja eins konar Robinson Crusoe- líf, og virðist þeim falla það vel. DEILURNAR við grísku hirðina hafa lítið minnkað að undanförnu, og segja t'réttir, að Konstantín konungur hafi neitað ósk Papandreou um að eiga fund með Pétri prins af Grikklandi og Danmörku og rcyna þannig að eyða deilun- um. Pétur prins er nú í Aþenu, en hann hefur sent konu sín-a til Hong Kong og mun hún dvelja þar í vetur. — Annað á- greiningsefni, og það sem er alvarlegra pólitískt séð, er, að Konstantín hefur n-eitað að fiarlægja Konstantín Dovas hershöfðingja frá hirðinni, en það var Dovas, sem á sínum tíma gerði hina misheppnuðu tilraun til þess að skíra gríska landherinn upp og kalla han-n „Hinn konunglega gríska land- her“. — Aðrar fréttir frá hirðinni herma að Michael prins af Grikklandi, sem er þriðii í röðinni af erfingjum krúnunnar, hafi afsalað sér öll- um slíkum réttindum. Michael, sem er 25 ára, tók þessa á- kvörðun vegna þess, að hann hefur í hyggju að kvæoast ó- konungborinni stúlku. Hún heitir Marina Karela, og er dóttir auðugs iðnrekanda í Grikklan-di. Er búizt við að brúðkaupið verði haldið mjög bráðlega. ★ YANI DUMAR, sem er 65 ára gamall, býr við strönd Bos porus. Þann 3. marz í ár fór hann að sofa eins og venjulega. En- næsta morgun vaknaði hann ekki eins og venjulega, heldur svaf allan daginn og næsta dag, og næstu viku og næstu mánuði. Allt var gert til þess að reyna að vekja hann, en árangurslaust, og hann fékk næringu í gegnum sprautur, m. a. vítamín. — En svo tók hann sig allt í einu til rúmu hálfu ári síðar og vakn- aði, og liélt þá, að hann hefði ekki sofið ncma venjulegan nætursvefn. Það kostaði mikið erfiði að sannfæra hann um sannleikann í málinu, og hann fór að trúa því sjálfur þegar hann leit í spegilinn og sá að hann hafði fengið rúmlega hálfs árs skegg! ★ LUDWIG ERHARD, kanslari Vestur-Þýzkalands, á í ýmsum erfiðleikum heima fyrir, en á eimi sviði hefur hann þó sleg- ið öll met. Það hefur nefni- lega komið í ljós, að póstkort með mynd af honum á, seliast eins og heitar lummur í Vest- ur-Þýzkalandi, og eru það aðal- lega erlendir ferðamenn sem kaupa þau. HVENÆR skyldu þeir tímar koma, að slík kvenlögregla gangi um götur borgarinnar og líti eftir stöðumælunum9 Þess verður líklega langt að bíða, þar sem slíkur búningur myndi 60 jfjifrfcVií * p. Vnb - , vafalaust auka að mun slysa- hætiuna. Þessi heitir Gabriella Lewis, 19 ára, og hún er lög- regluskvísa í kvikmyndinni „Gonka go Beat“, sem er fram leidd af Shepperton Studios. SIGRI á Ólympíuleikumxm í Tokíó ylgir ávallt fögnuður. Og þessar ungu stúlkur hafa sérstaka ánægju til þess að fagna sigri Ann Parker, sem vann 800 metra hlaupið, því að Ann er íþrótta- kennari þeirra. Stúlkurnar nema við Coombe County Secondary School og bera hér stóra rnynd af Ann, sem tekin var strax að sigri hennar loknum og send rfmleiðis tÐ Bretlands. Á VÍÐAVANGI „íhald og gróðalýður,# „f öllum ríkjum er til óþjóð- hollur gróðalýður, sem hefur það sem æðsta mark sitt I líf- iuu að skara eld að sinni köku og kæra sig kollóttan, hvernig það geríst. Þessi gróðalýður hefur hér á íslandi átt sitt sverð og sinn skjöld, þar sem er Sjálfstæðisflokkurinn. . . . Og þeim mun rækilegar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðizt yfirlýstri stefnu sinni, þeim mii'n betur hefur hann fylgt fram þeirri duldu fyrir- ætlun sinni að búa sem bezt í haginn fyrir braskarana. Gróðastéttin teygir loppu sína upp á hvert matborð og nælir sér í hluta af því, sem fram er reitt. Hún leggur skatt á hverja flík, sem þjóðin klæð- ist. Hún treður vasana fulla í sambauidi við hverja húsbygg- ingu. Hún læðist að sjómannin- um og hhifsar til sín hluta af afla hans hér innanlands og af gjaldeyrinum fyrir framleiðslu hans uta<n lands. Hún hefur tögl og hagldir í bönkunum. Og sé þetta allt ekki nóg, þá á hún umboðsmenn í ráðherrastólum“. „Þetta þarf að breytast" „Það er þetta, sem er að ís- Ienzku þjóðlífi. Þetta er það, sem þarf að breytast. íslenzkur almenningur verður að skilj'a, að áhrifum Sjálfstæðisfloksins á íslenzk þjóðmál verður að Ijúka. . . . Hann er búinn að sýna það, að hann getur ekki stjórnað landinu. Það er kom- inn tím'i til þess að slá úr hendi gróðalýðsins sverð hans og kljúfa skjöld hans“. Hver er víkingurinn? Hvar skyldu þessi myndar- legu orð standa? Hver er vík- ingurinn, sem svo skelegglega ræðst fram gegn spillinguimi? Hver svo ágætur málsvari hinna arðrændu? Hann heitir Gylfi Þ. Gíslas-on, menntamála- ráðherra. Þetta var herhvöt hans fyrir átta árum, og síðan hefur hamn barizt hinni góðu baráttu, munu menn ætla. Og árangurinn getur varla Ieynt sér. Er hann ekki búinn að leggja að velli hinn „óþjóðlega gróðalýð“. Loppa gróðastéttar- irnar teyigist varla upp á mat- borð manna lengur. Hún tekur varla skatt af hverri flík eða treður vasa fulla af hverri hús- byggingu. Tögl og hagldir henn ar í bönkum eru líklega trosn- uð orðin, og fráleitt á hún um- boðsmenn í ráðherrastólum. Á- hrifum Sjálfstæðisfklosins er víst Iokið í íslenzkum þjóðmál- um, og þessi skjöldur o>g sverð braskaranna löngu klofin og á eld kastað, enda hefur víking- urinn, sem þetta mælti fyrir átta árum, verið mikill ráða- maður í þjóðfélaginu. En hvað sem þessu Iíður, geta menn orðið sammála um, að enginn hafi lýst ferli við- reisnarstjórnarinnar betur en Gylfi í þessum orðum: „Og þeim minn rækilegar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur brugðizt yfirlýstri stefnu sinni, þeim mun betur hefur hann fylgt fram þeirri duldu fyrirætlun sinni að búa sem bezt í haginn fyrir braskarana“ Allir vita, að hin yfirlýsta „við- reisnarstefna“ er fokin út í veður og vind, en hin „dulda fyrirætlun“ hefur heppnazt. Það ar það, m íhaldið í við, þegar þeS Mgfr, >3 tífireisnin - hafl tekízt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.