Tíminn - 11.11.1964, Síða 2

Tíminn - 11.11.1964, Síða 2
TÍMINN MIBVIKUDAGUR 11. nóvember 1964 1 'ÍIÐJUDAGUR, 10. nóv. r-'TR—London. Opinber tilkynn ? C hefur nú verið gefin út um h'?! í London, a ð sovézki r% escostarfsmaðurinn Vladimir ■ nomarev hafi fehigið hæli Iit sem pólitískur flóttamaður. momarev hvarf fyrir liálfum i um niámuði en hann * ,-faði við kennslumáladeild íesco í París. T TB—Saigon. Mikil flóð eru r i í miðhluta S/Vietnam og ' "a margir iátið iífið af völd ' n þeirra. Rúmlega 10,000 r anns eru nú á fiótta frá flóða « æðunum, en fjöldi þorpa og i' eja er á kafi í vatni. Banda- ilsku hersveitirnar í S.-Viet- ■ im eru önnum bafnar við í,'örgunar- og hjálparstarfsemi, *m alvarlegast er ástamdið í Thu Yen, þorpi sem er 350 Lm. fyrir norðan Saigon. TB—London. Alþjóðahreyf- :ig soSialista í London til- kynnti í dag, að nokkrir leið- togar sosialistiskra flokka nuundu hittast í Salzburg hinn 10. janúar n.k. XTB—Hong Kong. Alþýðulýð veldið Kína tilkynnti í dag, að það hefði ákveðið, að styrkja hersvéitir sínar, þar sem það væri mikilvægara en gerð nýrrar kjamorkusprengju. Her- insi mundi verja landið gegn árásum heimsvaldasinna. NTB—Khartouin. Miklar óeirð ir voru í dag í Khartoum, höfuð borg Sudan. Þar orsakaði frétta tilkynning, þar sem sagt var, að l'iðsforingjar í hernum hefðu ætlað áð gera uppreisn gegn stjórninmi. Stjórnin hefur borið frétt þessa til baka, þó að hún hafi handtekið sjö unga liðs- foringja, en allt kemur fyrir ekki. Mikið ber á andúð gegn Nasser og Arabíu-smveld'inu hjá óeirðarmönnum. NTB—Washington. Harold Wilson, forsætisráðherra Bret (( lands, fer í tveggja daga opin- bera heimsókn til Washington 7. — 8. desember. Mun hanm tala við Jhonson forseta, U Thant og Pearson, forsætisráð- herra Kanada. Sagt er líklega, að Wilson haldi tii Rússlands, er hann kemur frá USA og þaðan til París. ViBræðum Adenauers við de Gaulle er lokið, og hér kveður franski forsætisráðherrann, Louis Joxe, hann á flugvellinum. ÁRA NGURSSENNA Ð VÆNTA NTB-París, 10. nóv. Fyrrum forsætisi áðherra V.- Þýzkalands, Konrad Adenauer, flaug í dag hemileiðis frá París að iokinni tveggja daga heimsakn. Hann sagði blaðamönnum á flug vellin'um í París, að hann væri mjög ánægður með dvöl sína í borginni og mcð einkasamtöl sín við De Gaulle. Það var mjög gott, að ég skyldi koma hingað, sagði gamli maðurinn, ug árangurinn af samtölum inínum við De Gaulle mun koma í ljós á næstu mánuð- um. Hið formlega tilefni Parísar heimsókuar Adenauers var, að hann var gerður heiðursmeðlimur frönsku stjómvísindaakademíunn- ar. Á mánudaginn talaði Adenau- er einslega við De Gaulle í klukku tíma, en síðan bauð De Gaulle hon um til hádegisverðar í Elysee-.iöll inni. í dag talaði Adenauer aftur í klukkutíma við De Gaulle og það að eigin ósk. Hinn nýi V,- þýzki forsætisráðheira Ludwig Er- hard hafði falið Adenauer, að reyna að brúa bil það, er myndast hefur á milli Frakklands og Þýzka lands nú að undanförnu. Eitt helzta ágreiningsatriðið er verð á korni innan ríkja Efnahagsbanda- lags Evrópu og svo mótstaða Framhald á 15. síðu. Pravda segir mein- ingarmuninn mikinn NTB-Moskva, 10. nóv. ALLT bendir nú til þess, að viðræður leiðtoga helztu kommún- istaflokka heimsins í Kreml hafi ekki borið eins góðan árangur og við var búizt. Sendinefndir erl. kommúnistaflokkanna halda nú heimleiðis hver á eftir annarrí og álitið er að viðræðum sé svo til lokið. Tass-fréttastofan tilkynnti í Framhald á 15. síðu. Harold Wilson 600 komu á starfsfræðsludaginn EJ-Reykjavík, 10. nóv. í FYRRADAG var efnt til | fyrsta starfsfræðsludagsins á Suð j urlandi, og hófst hann með hátíð-1 legri athöfn í Selfossbíói, en starfs j fræðslan var veitt á Selfossi,1 Stokkseyri, Eyrarbakka og Hvera- gerði. Á Selfossi var leiðbeint í um 1G0 starfsgreinum, skóla og stofnanir, og vildu flestir fræð- ast um flugmál, cða 180 af þeim um 600, sem notfærðu sér þessa fræðsiu. Valgarð Runólfsson, skó’astjóri í Hveragerði, setti starfsfræðslu- daginn í Selfossbíói og gat þess, að um 60—70 fagmenn frá Rvík leið- beindu á þessum degi auk heima-! manna. Ingólfur .Jónsson, ráðherra ræddi um þýðingu starfsfræðslunn ar, og Ólafur Gunnarsson, fj-amkv.- stjóri dagsins, skýrði fyrirkomu- lag^ hans. Á Selfossi var ieiðbeint í um 160 starfsgreinum, skóla og stofn- anir, og notfærðu um 600 ungl- ingar sér þá fræðslu, en alls munu um 7000 unglingar í unglinga og framhaldsskólum á Suðurlandi. Áhugi á starfsgreinum var mis- jafn. Flestir vildu fræðast um Það var oft þröngt á þingi á sýn- ingu Samvinnuskólans, þar sem þessi mynd var tekin af áhugasömum gestum. (Tímamynd, KJ). flugmál, eða 180, þar af 91 um flugfreyjustarfið. Af öðrum starfs greinum, skólum og stofnunum má nefna: — Hjúkrunarstörf 55, fóstrustörf 41, íþróttakennslu 67, hárgreiðslu 62, tækninám 34, loft skeytanám 36, þar af rúmlega helmingurinn stúlkur, lögreglu- störf 42, blaðamennsku 44, um störf hjá Landsíma íslands 82, leiklistarnám 42, og um bænda- skóla 28. Samvinnuskólinn að Bifröst var kynntur með litkvikmynd og myndasýningu frá starfi skóians og sáu um 350 unglingar þá sýningu. Margar fræðslusýningar voru í sambandi við starfsfræðsludaginn, og sagði framkvæmdastjóri hans, Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, að dagurinn hefði yfirleitt tekizt mjög vel. Fyrirlestrar um torfhús FB-Reykjavík, 10. nóv. Stúdentaráð Háskóla íslands hef ur nú ákveðið að fá nokkra menn til fyrirlestrahalds fyrir stúdenta og alla aðra, sem áhuga kunna að hafa á efnum þeim, sem rætt verður um. Þrír fyrirlesarar hafa verið fengnir, þeir Hörður Ágústs son listmálari, sem talar um þró un íslenzkra torfhúsa, Sveínn Ein arsson, leikhússtjóri, talar um leiklist og leiklistarsögu og að lokum dr. Tómas Helgason lækn- ir, sem talar um geðsjúkdóma. í lögum stúdentaráðs segir m. a. að því beri „að stuðla að vöku þjóðarinnar í menningarmálum m. a. með fyrirlestrahaldi." Hefur því verið ákveðið að gera til- raun með slíkt fyrirlestrahald. Reynt verður að hafa fjölbreytni sem mesta í fyrirlestrahaldinu, og fyrirlesarar munu ekki taka strangfræðilega á viðfangsefnium sinum heldur leggja áherzlu á, að sem flestir geti haft gagn og ánægju af þeim. Fyrirlesarinn, sem ríður á vað ið er Hörður Ágústsson listmál- ari, og flytur hann fyrsta fyrir- lestur sinn á fimmtudaginn kl. 21 í I. kennslustofu Háskólans. Ræðir hann um þróun íslenzku torfhúsbyggínganna frá land- námsöld og fram á 20. öld. Annar fyrirlestur Harðar verður 19. nóv. á sama tíma og stað og er um uppbyggingu og gerð húsanna á íslenzkum bónda bæjum og fjallar Hörður síðan nánar um hvert einstakt hús. Þriðji fyrirlesturinn er 26. nóv. og er hann um þróun íslenzkra torfkirkna. Með fyrirlestrunum sýnir Hörður litskuggamyndir og einnig svarthvítar myndir og teikningar. Síðustu fjögur árin hefur Hörð ur unnið að rannsóknum á bygg ingum íslenzkum úr torfi og gert það með styrk frá Vísindasjóði, en rannsóknirnar ná fram að þeim tíma er timbur kemur til sög- unnar sem byggingarefni. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestr- unum. Skagafjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Skagfirðinga verður haldinn á Sauðárkróki laugardaginn 21. nóv. og hefst kl. 2 e. h. Á fundinum mæta alþin^ismennirnir Björn Pálsson og Olafur Jóhannesson og Jón Kjartansson, forstjóri. Um kvöldið verður skemmtisamkoma á vegum Félags ungra Framsóknar manna í Skagafirði, sem hefst kl. 8.30. Þar flytur ræðu Steingrím ur Hermannsson, framkvæmdastj. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.