Tíminn - 11.11.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1964, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. uóvember 1964 TÍMINN MINNING Lovísa og Lárus Fjeidsted í DAG verða kvödd hinztu kveðju frá Dómkirkjunni í Reykja- vik hjónin, Lárus Fjeldsted hæsta réttarlögmaður og kona hans frú Lovísa Ágústsdóttir, Fjeldsted. Þau létust hér í Reykjavík 7. þ. m. Frú Lovísa í Landspítalanum, nokkru fyrir dögun 7. nóv. Lárus um miðaftan þess sama dags. Þegar mér barst fregnin um lát frú Lovísu, brá mér, slík eru við- brögð flestra, sem spyrja lát góðs ■nnar, enda þótt hvíld sé kær þeim, kveður. Lg hafði að vísu vitað, að frú toovísa hafði um langt skeið átt ’dð vanheilsu að stríða, en hún Háði þá baráttu með þeirri hetju- Amd og slíkri rósemi hugans, að ftún í þessum efnum villti oft um fyrir jafnvel okkur, sem þekktum hana vel. Okkur fannst hún alltaf vera frískari en hún í raun og veru var Þess vegna virtist vina- hópnum, að þrátt fyrir háan ald- ur hennar væri enn nokkur spöl- ur til leiðarloka. Sú varð þó ekki raun á. Við and lát frú Lovísu Fjeldsted kvaddi göfug kona þennan heim. Ástvin- ir hennar og vinir misstu mikið, en þó að sjálfsögðu eiginmaður- inn mest, því ást og gagnkvæm móður minnar og naut ég þess .alla tíð. Ég var heimilismaður um all langt skeið á fallega heimilinu þeirra að Tjarnargötu 33. Heimilisbragurinn var eftir- minnilegur og lærdómsríkur. Hús- bóndinn glæsimenni, ekki ein- vörðungu að vallarsýn, heldui og í allri framkomu. Um hann mátti segja, að hann var hógvær og af hjarta lítillátur. Ég heyrði hann aldrei þá þrjá áratugi, sem ég þekkti hann, mæla styggðaryrði til nokkurs manns, heldur færði hann jafnan allt til betri vegar. Það var góður«.og gagnlegur skóli, sautján ára pilti, að umgangast Lárus Fjeldsted og heimili hans. Framkoma hans öll og viðbrögð voru vissulega til eftirbreytni. Fyrr í þessari grein er minnst á hjónaband frú Lovísu og Lár- usar. Það var vissulega einstakt í sinni röð. Það bar hæst sérstök umhyggja, er hjónin báru hvort fyrir öðru, eftirtektarverð virðing og hlýja í sérhverri setningu, sem sögð var. Frú Lovísa var vel menntuð gáfukona og með mikilli sæmd stjórnaði hún heimili þeirra hjóna í 52 ár. Hún var fædd 8. júní 1885 á viriðing ríkti í hjónabandi þeirra, enda fór svo að áður en dagur var liðinn, var Lárus Fjeldsted allur. Hann lézt að heimili eldri sonar síns og tengdadóttur rúm- um hálfum sólarhring eftir andlát konu sinnar. Lárus Fjeldsted hafði undanfar ið ekki getað sinnt málflutnings- störfum vegna vanheilsu. Sjöundi nóvember varð honum, hálf níræð- um, ofraun. Brottför Lárusar Fjeldsted kom flestum á óvart. Kapitulaskiptin, sem morgunfregnin flutti þennan nóvemberdag, virtist nægjanleg þessari fjölskyldu, þó ný þáttaskil væru ekki á næsta leiti. En á hinu mikla taflborði lífs og dauða er aldrei spurt um mannsins vilja. Fráfall Lárusar Fjeldsted kom, eins og fyrr segir óvænt — og skil ur eftir, eins og alltaf — undir slíkum kringumstæðum sem hér, sorg og söknuð En^u að síður finnst mörgum. sem til þekktu, eðlilegt og samkvæmt öllu lífi Fjeldsted hjónanna, hjónabandi þeirra og haming.iu, að einmitt svona skyldi endirinn verða Þau voru svo nátengd hvort öðru — svo mikið fyrir hvort ann- að — að jafnvel dauðanum tókst ekki að aðskilja þau. Þegar Fjeldsted-hjónin eru kvödd hinztu kveðju þá þakka margir þeim vináttu og tryggð. I 30 ár nákvæmlega hefur hús öessara góðu hjóna staðið mé) og nínu fólki opið sem sannk2llað vinaheimili. Dyr þeirra voru fyrst opnaðar fyrir mér haustið 1934, þegar ég fór í skóla hér í Reykja- vík. Frú Lovísa var góð vinkona Raufarhöfn, dóttir hjónanna Ág- ústar, kaupmanns, Þorsteinssonar, og Katrínar Þorsteinsdóttur, Ág- úst dvaldist á Raufarhöfn sem verzlunarstjóri og eftir það nokk- ur ár á Siglufirði, við sömu störf. Síðan fluttist Ágúst með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur, þar sem hann rak verzlun um árabil. Frú Lovísa lauk námi frá Kvenna skólanum á Akureyri 1903 og prófi frá Verzlunarskólanum í Reykja- j vík 1907, en jafnframt námi stund | aði hún skrifstofustörf í Keykja- I vík. Á árunum frá 1907 til 1912 | starfaði hún á skrifstofu Heild- verzlunar Garðars Gíslasonai m. a. í Skotlandi um 2ja ára skeið. Hinn 20. september 1912 giftist 1 hún Lárusi Fjeldsted, yfirréttar- ! málaflutningsmanni. i Lárus Fjeldsted var fæddur 7. ! september 1879 að Hvítái-völlum | í Borgarfirði. Foreldrar hans voru 1 Andrés Fjeldstel, óðalsbóndi þar og kona hans Sesselja Kristjáns- i dóttir frá Vallarkoti. Sigurðsson- ar. Lárus Fjeldsted varð stúdení ár ið 1900. Hann tók embættispróf í lögfræði frá Kaupmannahafr.arhá skóla 1908. Hann var settur sýslu maður í Gullbringu- og Kjósai sýslu og bæjarfógeti í Hafnaifirði á ár- unum 1908—1909. Eftir það rak nann málafiutn- ingsskrifstofu i Reykjavík. Yfirrétt armálaflutningsmaður -arð hann 1908. Auk mikilla starfa og um- sýslu sem málaflutningsmanns- starfið kallaði á, gegndi Lárus Fjeldsted ýmsum störfum öðrum Hann ^at m. a. > bankaráði Út- vegsbankans og stjórn Sjóvátrygg ingafélags íslands tneira en þrjá áratugi. Hann var heiðursfélagi í Lögmannafélagi íslands og hann var sæmdur fjölda heiðursmerkja, íslenzkra og erlendra. Fjeldsted-hjónin eignuðust fjög ur börn, og eru þrjú þeirra í lífi: Katrín, búsett í Ameríku, Ágúst hæstaréttarlögmaður og Lárus, stórkaupmaður, báðir búsettir í Framhald á 15. síðu Nokkrir lciSangursmanna viS þyrluna. Ovenjulegir fíutningar á lifandi laxi úr Þverá - Fluttur með þyrlu úr Þverá við Tvídægru ti! Norðt. Nýlega áttu sér stað ó- venjulegir flutningar í Borgarfirði, er lifandi lax var fluttur með þyrlu frá efsta hluta Þverár inn við Tvídægru til Norðtungu. Þyrlan flutti 16 leiðangursmenn, að meðtöldum flugmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, til þess- arar laxatöku inn á öræfin, en meðal þeirra voru Haukur Þor- leifsson, aðalbókari, og fr-lagar hans í Fiskiræktarfélagi Langár, Pétur Snæland, Hafsteinn Sigurðs son, Jósef Reynis og Friðrik Þor- steinsson, húsgagnasmíðameistari, en auk þes voru með í förinni Magnús bóndi Kristjánsson form. Fiskiræktarfélags Þverár sem leiðsögumaður, og Stefán Jónsson frá Vatnsholti. Var laxinn tekinn með fyrirdrátt arnetum efst í Þverá, settur í þar til gerð vatnsker og fluttur lifandi til byggða í þyrlunni Er hér um að ræða sérstæða tilraun 1 laxaeldi, sem Fiskiræktsrfélag Langár er að gera. Tíminn náði tali af nokkrum þeim mönnum, sem að þessum flutningum stóðu, og sögðu þeir að hér væri um að ræða li? í samfelldu átaki, sem verið er að gera í fiskiræktarmálum Lang- ár. Fyrir þrem árum var gerður stór laxastigi í Skuggafossi, neðar- lega í Langá,, en upp þann foss hafði lax gengið en þá oft mikið skaddaður. Hefur stiginn gefið mjög góða raun og gengur nú lax inn óhindrað upp í ána. Um 15 km. ofar í ánni er Sveðjufoss. Upp hann hefur lax aldrei komizt enda er hann 14 metra hár. Ofan við þennan foss hafa á undanförnum árum verið settir nokkrir tugir þúsunda af sumaröldum aliseiðum af ýmsum stofnum í ána og samtímis hafnar framkvæmdir við að gera laxa- stiga í Sveðjufossi, og standa von ir til að honum verði lokið þegar fyrstu laxamir ganga úr sjó af þessum seiðum. Þegar lax kemst upp Sveðiufoss opnast stórt svæði til hrygningar fyrir laxinn í efri hluta árinnar. Éinnig er sá möguleiki fyrir hendi að opna laxinum leið upp í Langa vatn og árnar inn af því og er þá allt vatnasvæði Langár lax- gengt. Efri hluti Langár liggur all hátt yfir sjó eða um 200 metra og hafði því Fiskiræktarfélag Langár mikinn hug á því að ná í laxastofn, sem hrygndi -vo hátt, en það er einmitt í Þverá upp á svonefndum ,,Störum“, sem lax hrygnir i 400 metra hæð eða hærra en nokkur laxastofn á ís- landi svo kunnugt sé. Að fengnu leyfi Fiskiræktarfé- lags Þverár og Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra, sem sýndi málinu mikinn. velvilja, var ákveðið að reyna að flytja laxinn eða frjóvg uð hrogn úr honum til byggða. Var nú úr vöndu að ráða með flutninginn, því engum farartækj um er fær þessi leið. Að flytja laxinn lifandi eða hrogn úr hon um á hestum, sem er 6—7 klst. lestarferð reyndist miklum erfið- leikum bundið og stakk þá ein- hver upp á því að reyna að fá þyrlu til flutninganna, og fyrir sérstakan velvilja varnarliðsins varð þessi hugmynd að veruleika 16. þ. m. Gekk ádráttur og flutningur á laxinum að óskum, og má geta þess til gamans að þyrlan flaug þessa vegalengd, frá efsta hluta | Þverár til Norðtungu, á 10—15 1 mínútum. Verða nú hrogn kreist úr laxin um í haust, og seiðin alin upp í laxaeldistöðinni að Vatnsholti og þeim síðan sleppt í Langá haust- ið 1965. Má búast við því at lax af þessum seiðum gangi fullvaxinn úr sjó í Langá árin 1963—1970. Þeir félagar eru vongóðir um að tilraun þessi takist vel og tóku það sérstaklega fram, að án vel- vilja varnarliðsins, • varnarmála- ! nefndar og veiðimálastjóra hefði þetta ekki tekizt. Laxinn tekinn úr Þverá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.