Tíminn - 11.11.1964, Síða 15

Tíminn - 11.11.1964, Síða 15
ButiViKUDAGUR 11. nóvember 1964 il-«r TÍMINN 15 MINNING Framhald af 8. síðu. Reykjavík. Einn son, Andrés, misstu þau 14 ára gamlan. Það var árið 1927. Ung mættust þau, Lovísa og Lár us Fjeldsted, og felldu hugi sam- an. Ferðin var hafin, ein sam- felld brúðkaupsferð. Svo merk var hún og litrík för þeirra, að aldrei gleymist hún þeim, er þekktu. Að leiðarlokum er þeim inni- lega þakkað og þess beðið, að landið okkar eignist jafnan fólk, sem minnir á þau að manndómi og fyrirmennsku. Jón Kjartansson. Frá Alþingí Framhald af 7. síðu. gert hefði verið við búnaðarsam- tökin í landinu og gengi það frv. mjög í sömu stefnu og þetta frv. og mundi gera það með öllu ó- þarft. Ágúst Þorvaldsson minnti á, að þetta frv. hefði verið flutt í fyrra en ekki fengið afgreiðslu. Það væri mikil pnægja fyrir Framsókn armenn og þeir litu á það sem sigur, ef ríkisstjórnin leggði nú fram frumvarp er gengi í sömu stefnu og ekki skemmra en Fram- sóknarmenn hafa lagt til og mun ekki standa á Framsóknarmönn- um að veita slíku frv. lið, enda piátti ekki seinna vera a'ð ríkis- stjórnin gerði nú bragarbót og bætti fyrir þær syndir, sem hún hefur drýgt gagnvart landbúnaðin- um þau 4 ár, sem jarðræktarvisi- talan hefur verið föst, en þannig hafa millj ónatugir raunverulega verið hafðar af bændum. B.S-R.B. Framhald af 16. síðu. kjarasamningi fyrir 7. desember n. k. Og þar sem Kjararáði ber lögum samkvæmt að semja um launakjör allra ríkisstarfsmanna, er þeim ríkisstarfsmönnum, sem ekki eru í B.S.R.B. bent á, að unnt er að koma tillögum á fram færi við skrifstofu bandalagsins, Bræðraborgarstíg 9, fyrir sama tíma. IANGUR ’ramhald al 2. síðu. ikka gegn hinum fyrirhugaða rnorkuflota Atlantshafsbanda- KJÖRDÆMISÞING Framhald af 16. síðu. Páll Lýðsson. Miklar umræður urðu um nefndarálitin og þau síð an samþykkt samhljóða. Voru þar margar gangmerkar ályktan ir. Því næst fóru fram kosningar. Formaður sambandsins, Sigurfinn ur Sigurðsson, Selfossi, var endur kjörinn. Ásamt formanni, sem kosinn er árlega, skipa formenn allra flokksfélaganna í kjördæm- inu stjórn sambandsins. Þá voru kjörnir miðstjórnar- menn. kjördæmisins, en þeir eru þessir: — Guðmundur Guðmunds son, Efri-Brú, Sigurður Tómasson, Barkarstöðum, Sigurgeir Kristjáns son, Vestmannaeyjum, Siggeir Lár usson, Kirkjubæ, Matthías Ingi bergsson, Selfossi, Hermann Ein arsson, Vestmannaeyjum, og Ein- ar Benediktsson, Hvolsvelli. Að lokinni kosningu flutti Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokks- ins, mjög snjalla ræðu um stjóm málaviðhorfið og' framtíðarupp- byggingu atvinnulífsins. Var ræð unni mjög vel tekið. PRAVDA Framhald al 2. síðu. dag, að utanríkisráðherra A. Þýzka lands, Gothar Bolz hafi í dag átt viðræður við" utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Andrej Gromyko. Aðalmálgagn sovézka kommúnista flokksins, Pravda, segir i dag í leiðara, að enn ríki mikill mein- ingarmunur á milli kommúnista- leiðtoganna. Blaðið segir flesta kommúnistaflokkanna þeirrar skoð unar, að tími sé til kominn að halda alþjóðlega ráðstefnu til sam ræmingar flokkanna. Blaðið gaf samt ekki upplýsingar um það, hvaða flokkar séu andvígir þessu, en vestrænir stjórnmálasérfræðing ar eru ekki í neinum vafa um það, að þar sé kínverski kommúnista- flokkurinn í fararbroddi. Pravda tilkynnti ekki neinar breytingar á stjórnmálastefnu Sov étríkjanna og viðurkenndi heldur ekki neinar skoðanir kínverska kommúnistaflokksins. Blaðið sagði, að samvinna kommúnistaflokkanna ætti að byggjast á samræmingu á áhugamálum hvers lands og á- hugamálum alþjóðasambandsins. Litið er á þetta sem áskorun á Kínverja um að gefa sig í ýmsum atriðum, vegna hinnar albjóðlegu samvinnu. Stjórnmálamenn í Moskvu eru þeirrar skoðunar, að kínver.c’>: forsætisráðherrann, Chou En-lai muni dveljast lengur í Kreml en hinir leiðtogar komm- únistaríkjanna. Sumir halda því fram, að hann verði í Moskvu 2 daga í viðbót. Þetta hefur vakið þá spurningu, hvort Kínverjar og Rússar muqi gera aðra samningatilraun. Samkv. sovézkum heimildum, rær kín- verski forsætisráðherrann að því öllum árum, að fá meiri viður- kenningu en Kreml hefur hingað til viljað láta í té. Óstaðfestar fréttir herma, að Ohou hafi í dag rætt lengi við sovézka leiðtoga og á þeim fundi átti pólski komm- únistaleiðtoginn Gomulka einnig að vera, en pólska sendinefndin hélt heimleiðis síðdegis í dag. — Gomulka hefur kornið fram sem nokkurs konar sáttasemjari milli stórveldanna tveggja. Vestrænir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar, að Rússarnir hafi síðustu dagana látið í ljós stefnu, sem í öllum aðalatriðum sé sú sama og áður en Krústjoff fór frá. Brottvikning Krústjoffs hefur ekki breytt stjórnmálastefnu landsins, en hann gefur möguleik ann á samvinnu milli Peking og Moskvu. Álitið er, að nú standi á Kína að taka ákvörðun. Peking þurfi annað hvort að samþykkja tillögu Moskvu um alþjóðaráð- stefnu eða koma með gagntillögu. Þar sem troll úr þessu efni eru svo létt mundu togaramir geta notað miklu stærra troll, en nú tíðkast við veiðarnar, en tilraun ir með þetta efni hafa ekki verið gerðar hérlendis af opinberum aðilum, þótt sjómenn ljúki upp einum munní mn ágæti þess. Fréttamenn Tímans fóru niður að höfn í dag til að reyna að finna að máli einhvern skipstjón armann, sem hefði reynt hið nýja gam. Aðeins einn togari var inni, var það Fylkir, sem fer á morg un út á veiðar eftir viðgerð ytra. Fyrsti stýrimaður, Brynjólfur Halldórsson, sagði okkur, að þeir væru famir að nota nýja garnið og var mjög hrifinn af því. Hann kvað það taka mikið fram öðrum gerfiefnum, sem notuð hafa verið í troll, vera sterkara og auð- velt að bæta með því. Þá kvaðst hann ekki vera í vafa um að það væri fisknara, en eldrí gerðir. HAFNARFJÖRÐUR Framhald af 1. síðu. ljós, að bifreið hafði ekið á fullorðna konu rétt hjá biðskýl inu við Ásgarð, sem er við Hafnarfjarðarveginn í Garða- hreppi. Konan var á leið yfir götuna, þegar bifreið fór þarna um á leið til Hafnarfjarðar. Lenti konan á hægra frambretti bílsins og kastaðist áfram eftir götunni. Hún var með lífsmarki þegar sjúkrabíllinn kom, en i hafði slasazt mjög mi'kið, og i var ekið með hana á Slysavarð I stofuna. Lézt hún skömmu síð-! ar. | Rannsókn þessara tveggja j dauðaslysa er enn þá á frum-1 stigi, og er því ekki hægt að greina nánar frá þeim né birta nöfn hinna látnu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnai í Hafnarfirði er Ásgarðsskýlið einn mesti sylsastaðurinn í um- dæminu og þyrfti þar lagfær- ingar við. BOTNVöRPUR Framhald af 16. síðu mjög létt og þar eð það tekur enga bleytu í sig í sjónum þyngist það ekkert er því er kastað. Þetta hefur í för með sér að það er hægt að nota, þar sem illgerlegt var að nota hamptroll. Það ligg ur ekki eins í botni og er svo miklu sterkara að það hefur ver ið notað, þar sem ógerlegt hefur verið að toga, eða að minnsta kosti verið míkið rifrildi. Framhald af 1. síðu. lægri og ávalari. Að sunnan- verðu við syðri akreinina var í gær hár moldarbakki og þverhníptur og höfðu krakkar verið að leika sér að því að stökkva fram af honum og nið ur í moldarbing fyrir neðan. Verkstjóri vinnuflokksins, sem þarna er við malbikun gerði tvær tilraunir í dag til þess að reka krakkana í burtu, enda mun honum hafa fundizt stað- urinn í hæsta máta ótryggileg ur leikvangur. Þegar verka- mennirnir fóru í kaffi var enginn krakki að leik við mold arbakkann. En þegar þeir komu aftur hálftíma síðar, sáu þeir, að bakkínn var hruninn niður á syðri akbrautina. Eftir stutta stund ákvað verk stjórinn að láta moka mold- inni burt, sem hafði hrunið á brautina. Lét hann ýtuskóflu hefja þetta verk. Þegar fyrsta skóflan hafið verið tekin, komu drengirnir í Ijós í miðjum moldarbingnum, og var það híð fyrsta sem vitað var um, í hvert óefni var komið. Það skal tek- ið fram, að ýtuskóflan mun hvorugan drenginn hafa skað- að. Verkamennimir brugðu skjótt við og náðu drengjun- um úr moldinni. Þeir voru báðir meðvitundarlausir, en annar þeirra virtist sýnu lengra leiddur. Voru strax hafn ar öndunaræfingar með blást- ursaðferðinni á þeim, en tveir verkamannanna kunnu þá að- ferð. Annar drengjanna komst fljótlega til meðvitundar, en hinn mun hafa verið látinn, þeg ar hann náðist úr moldinni. Sá sem lét lífið þarna hét Birgir Magnússon, til heimilis að Heið argerði 124, en hinn heitir Guð mundur Eggertsson, Heiðar- gerði 76, báðir átta ára að aldri. Þeir voru báðir klæddir í úlpur með hetturnar bundn- ar yfir höfuðið. Guðmundur liggur nú í sjúkrahúsi, höfuð kúpubrotinn og meíra slasað- ur, en hann gat þó sagt deili á sér og félaga sínum. Rann- sóknarlögreglan tilkynnti síð- an feðrum drengjanna um slys- ið. Jafnframt hóf hún rannsókn á slysinu og teknar voru skýrsl ur af verkamönnunum í gær. Þegar drengirnir fundust þarna, vissi enginn hvort að- eins um þá tvo var að ræða í moldarbingnum. Var bingurinn því allur grafinn upp af ýtu skóflunni og verkamönnunum Eftir þessi tvö slys verður ekki annað séð, en lögreglan og verktakar verði a?t taka hönd- um saman um ráðstafanir til að tryggja það, að svona lagað endurtaki sig ekki. Þetta er með öllu óverjandi ástand, og hart að nauðsynlegar lagfæring ar skuli þegar hafa kostað eins mikið og raun ber vitni ura, Siml 11544. SÝNINGAR FALLA NIÐUR í DAG. KO.RAMOiCSBÍ.D Siml 41985 fslenzkur texti. Ungir læknar (Young Doctors). Víðfræg og snilldarvel gerð og lelkin, ný, amerísk stórmynd með ísienzkum texta Sýnd kl. 7 og 9. Bítlarnir Sýnd kl. 5. IÆJÁKBI Slm 50184 Það var einu sinni himinsæng Þýzk verðlaunamynd eftir skáld sögu Berdoffs, Can Can und Grosser Zaphenstreieh. Aðalhlutverk: THOMAS FRITSCH og DALIAH LAVI Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. LAUGARAS Simar í 20 75 ag 8 81 50 Á heitu sumri eftir Tennessee WiJIiams. Ný amerisk kvikmynd i Utum og cinemaskope, með islenzkum texta. Sýnd kl. 5 og 9. Siml 22140 A þrælamarkaði (Walk like a Dragon) Afar spennandi, amerisk mynd, er fjallar m. a. um hvíta þræla- sölu. Aðalhlutverk: JACK LORD NOBU McCARTHY Bönnuð börnum. Sýnd kl 5, 7 og 9. Slm: 11384 Káfa frænkan Bráðskemmtileg ný þýzk gam- anmynd Sýnd kl. 5. GAMLA BÍO Simi 11475 Prinsinn og betlarinn (The Prince and tt.6 Pauper) Walt Dlsney-kvikmyud af skáld sögu Mark Twain. Sýnd kl. b, 1 og 9. BQ Opið alla daga Sími — 20-600 clb ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Forsetaefnið Sýning í kvöld kl. 20. Kröfuhafar Sýning á Litla sviðinu (Lindar- bæ) fimmtudag kl. 20. Kraftaverkið Sýning föstudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 tU 20. Sími 1-1200. ÍUJKFÉIA6) ^REYIQAyÍKD^ Vanja frændi Sýning i kvöld kl. 20,30. Sunnudagur í New York 82. sýning fimmtudagskvöld kl. 20,30. Brunnir Kolskógar og Saga úr dýragarðinum Sýning laugardagskvöld kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan 1 Iðnc er opin frá kl. 14. simi 13191. Slmi 50249. Dáið jþér Brams Amerisk stórmynd með INGRID BERGMAtJ, YVES MONTAND ANTHONY PERKINS íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Rauða reikistjarnan Sýnd' kl. 7. HAFNARBÍÖ Siml 16444. Sá síðasti á listanum Mjög sérstæð sakamálamynd. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kL 5, 7 og 9 T ónabíó Slmt 11182 Mondo Cane no. 2. Heimsfræg og snUldarlega vel gerð, ný ítölsk stórmynd i Ut- um. islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum Slmi 18916 Margt gerisi í Monte Cario Afar skemmtileg og spennandi ný, ítölskfrönsk kvikmynd með ensku taU. SILVANA MANGANO VITTORIO GASSMAN Sýnd kl. 7 og 9. Síðasfi sjóræninginn Sýnd kl. 5. Auglýsing i Timanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allt land.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.