Tíminn - 21.11.1964, Síða 9

Tíminn - 21.11.1964, Síða 9
1 LAUGARDAGUR 21. nóvember 1964 TIMINN Álftamýri 50 — nýlegt sam- býlishús, dyrasími. Við einn hnappinn stendur skrifað Ingi- mar Erlendur. Að norðan sam- býlishús með líku sniði, og hinum megin, að sunnan. annað áþekkt hús. Þau standa þarna í röð, sam- býlishúsin við Álftamýri, jafn löng, jafn breið, jafn há, tákn jafnaðar á alla kanta. Sam- nefnd gata liggur fyrir austan, malbikuð. Að vestan Kringlu- mýrarbraut, einnig malbikuð. Miklabrautin þversker hana rétt hjá syðsta húsinu. Þar gríllir í Shell, bensín-olíur. Hér á miðbærinn að vera, miðstöð verzlunar og ' við- skipta, og athvarf lista, segir borgarstjórinn. Nú hringi ég í símann og spyr, hvort Ingimar sé heima. —% Nei, segir röddin. Ég sný frá og horfi á sam- býlíshúsið fyrir norðan, en þá marrar í glugga í húsinu, sem ég stend við. Skeggjað andlit kemur út um gluggann, og nú fer það að kalla: — Komdu upp, ég opna. — Þú ert ekki heima ,segi ég. — Jú, fyrir þig, segir and- litið og hverfur inn um glugg- ann. Ingimar Erlendur lá fyrir í rúminu, þegar ég kom inn tíl hans. — Ertu veikur, spyr ég. — Nei, ég var á fylliríi með Kristmanni. Við töluðum um laumukommúnista. — Hélt hann, að þú værir laumukommúnisti? — Ekki lét hann svoleiðis, en ég veít það ekki með vissu. Hann gaf mér bók, sjáðu, Krist mannskver. — Ég ætlaði að tala við þig um aðra bók, bók sem kemur út eftir nýár. Ingimar Erlendur Sigurðs- son reis upp í rúminu. — Á nú að fara að taka mig, á ég að vera fórnardýrið, ha? Ég kinkaði kolli. Hann lét sig falla aftur nið- ur á koddann. — Þetta er undarlegt, sagði hann eftir stundarkorn. Mikið finnst mér undarlegt, að það skuli eiga að gera þetta á mér og það skuli ekki vera ég, sem á að gera það — á öðrum. — Mér þykir fyrir því, sagði ég, en hlutverkaskipti virðast ekki koma til greina. — Bíddu, sagði hann og lagði höndina á brjóstið. — Ég er að hlusta, hvort þetta kemur illa við mig. Nei ég held ekki. Ég skal hringja, þegar ég er búinn að reka út þessa timburmenn. Annars skal ég koma, eða komdu á morgun. Nei, ég hef ekki síma. Það er það minnsta, sem mað- ur getur gert til að hafa frið . . . — ... Það gengur stundum illa, sagði hann daginn eftir. — Maður verður að loka sig inni, og það dugar ekki til. Það má ekki skrifa bækur, Þetta er bannvara. Ef þú ætlar að semja bók, þá koma vinir þínir, ættingjar og allir sem þú hefur kynnzt við og banna þér að skrifa. Það á að nota þíg, og það er ekki hægt, ef þú ert að skrifa bækur. Svo er grátið yfir þér, ellegar þú ert barinn, og svo missirðu vinina, ef þetta dugar ekki. — Þó vona ég, að mínir vinir komi aftur. Ingimar gekk um gólf með dóttur sína litla á handleggn- um. — Að lokum er það ein persóna, sem ræður því, hvort þú skrífar bók, hélt hann áfram — konan þín. Konum- ar ráða þessu alveg — og út- gefandinn. — Þú átt fallega dóttur, sagði ég. — Og fleiri en þessa, sagði hann. Ég hef eignast tómar dætur. Einhvers staðar las ég, að orustuflugmenn gerðu það líka, þeir sem fljúga þotum. Kannske hef ég einhvern tíma farið of hátt. — Kannski í síðustu bók? — Og kannski fyrr. Það er styrjöld að skrifa bók, heims- styrjöld sálarinnar. Maður verður að berjast, hátt og lágt. — Er stríðinu lokíð? — Ég veit það ekki. Ég er hræddur um, að því sé ekki lokið fyrr en bókin kemur út. — Og hvenær kemur hún út? — í februar. Það var ég, sem dró þetta á langinn. Ég vildi berjast lengur, en nú veit ég að friðurinn kemur í febrúar. — Ertu viss um, að friður ríki þá? — Já, sagði Ingímar, já, — mig varðar ekkert um bók, sem er komin út. Hún deyr eins og þú veizt, þegar hún kemur á prent. Um leið og færð prófarkirnar, þá veiztu að hún er dáin. Síðar færðu andúð á henni. Þú villt ekki taka bókina í hendurnar, þér leiðist, ef þú ert beðinn að lesa upp úr henni, en þú ert til neyddur. Þú verður að vera kurteís við bókina eins og konu, sem þú ert skilinn við. Það dugar ekki að segja —7 ég vil ekki sjá þig, því einu sinni var hún hluti af þér sjálf um. — Varðar þig ekkert um söluna? — Jú, það er líka satt. Auð- vitað varðar mann um söluna. Maður vill ekki að útgefand- inn tapi, og hún hefur þýð- ingu fyrir mann sjálfann. Mað ur getur ekki leitt það hjá sér. — Það er ekki nóg að vera rit- höfundur. Þú verður að stunda kaupskap, verzla með gáfur þínar og tilfinningar, Þú. yerð- ur að seljast. Og um leið veiztu, ,að þú mátt ekki gefa . eftir fyrir þessu sjónarmiði. Þú veizt, að hagsmunirn- ir vinna gegn þér og þú mátt aldrei gefa eftir fyrir þeim. — Hvar er þetta stór bók? — Ég veit það ekki með vissu, en hún gæti komizt yfir fjögur hundruð blaðsíður. Það er ekki búið að setja hana. — Um hvað fjallar hún? — Ungan mann, sem leitar að tilgangi. — Og finnur hann? — Já, en ekki fyrr en hann er búinn að „brjóta allar brýr“, standast allar tilraunir til að breyta honum. Það er nefni- lega reynt að breyta þessum manni, slípa af honum brún- firnar og gera hann ávalan smástein, eins og flesta menn. — Þú villt ekki, að menn séu ávalir? — Nei, ég vil heldur þeir séu eins og stjörnurnar, geisl- arnir standa út frá þeim eins og spjót. En mannfélagið er hrúga af steinum. Þeir eru sett ir í grýlupott, og þar snúast þeir í straumi og slípast þang- að til þeir verða ávalir. Þá er þeim kastað upp á bakkann, og þá loks mega þeir fara að skoða heiminn, eftir að skyn- færin eru sorfin af þeim. — Hver var tilgangurinn. sem maðurinn fann? — Hann sjálfur. Hann varð- veitti sjálfan sig. — Má spyrja, hvað á bókin að heita? — Já, það má spyrja að þvi, en það er ekki ákveðið .Mér hefur dottið í hug að kalla hana Augun í múrnum. Augun tákna mennina og múrinn um- hverfið, þessa borg. Hvernig finnst þér þetta nafn? —BÓ. BRÉF TIL BLAÐSINS Eru sjálfsmorð hlægileg? Það verður, held ég, varla h.iá því komizt, að minnast lítillega á þáttinn „Vel mælt“, sem fluttur var í útvarpið 8. nóv. s. 1. Ekki ætla ég þó að tala um vitleysuna og bjánaskapinn, eins og þegar reynt var að gera einhvern eins'k- is verðan brandara úr Ijóðlínu Hannesar: Nú birtir í býlunum lágu . . hvort sem nokkrir bílar hefðu verið til á íslandi í þá daga. Nei, um þetta ætla ég ekki að ræða, af því að mér dettur ekki í hug að gera þá kröfu ti! þess lýðs, sem hafður er til þess að hlægja að þeim félögum, að hann kunni að gera mun á i og y Það er annað, sem ég ætla að tala um hér, óg það er þetta: Frá því var sagt í þessum þætti, að einhver útleridur maðui hefði nýlega verið dæmdur til refsingar fyrir það að fyrirfara sér Píðan sagði einhver „snillingur" frá því, að sér væri að vísu kunnugt um það, að í sumum lönduip væri það refsivert að fremja sjálfsmo-ð, en þó vissi hann ekki hvort það m lægi nokkurs staðar við því dauða- refsing. Þetta vakti mikinn fögnuð og hlátur áheyrenda. En var þetla nú svo ákaflega fyndið? Eru s.iálfs morð hlægileg? Það hefur hingað til ekki þótt neitt sérlega hlæsi- legt, þegar menn deyja úr berkl- um eða krabbameini, og því síð- ur ætti það að vekja hlátur eða kátínu, þegar dauðann ber að með þeim hætti, sem ömurlegastur hef ur verið talinn og átakanlegastur. Flestum sæmilegum mönnum blöskraði sú óhæfa, þegar hlegið var og skopazt að því í þættinum „Hver talar“ í fyrravetur, hvern- ig farið hafði verið að því að lífláta einhvern mann í einhverju landi austan járntjalds fyrir ein- hverjum árum. Þó munu flestir hlustendur hafa hugsað sem svo þá, að hér væri einungis um að ræða pólitískan áróður, og nú á dögum þykja flestir hlutir leyfi- legir, þegar um er að ræða að koma höggi á pólitískan andstæð- ing. En eftir að riafa hlustað á þáttinn „Vel mælt“. sunnuö 8 nóv. 1964, getur maður farið að draga það í efa, að hneykslið í fyrravetur hafi verið af pólitískum toga spunnið. Það virðist aðeins vera óviðráðanleg ástríða hjá „snillingum" Sveins Ásgeirssonar " 'rr hláturslýði hans, að skopazt að þeim hlutum, sem venjulegu fólki þykja hryllilegir. En hvað um það. Hvort sem ástæðan fyrir ó- hæfunni er áróðursofstæki, mann hatur almennt eða bara algeng heimska og skilningsleysi má það öllum ljóst vera, að það fólk, sem er svo óskaplega á sig komið andlega, að það hefur gert mis- munandi aftökuaðferðir og sjálfs morð að hlátursefni í útvarpinu, það á að taka sér eitthvað annað fyrir hendur, en að reyna að vera opinber „skemmtikraftur“ í sið- aðra manna samfélagi. Það skal tekið fram, að ég dreg hér ekki glögga markalínu á milli „snillinganna" og þess lýðs, sem smalað er saman til þess að hlægja að þeim og klappa. Þar virðist ekki ganga hnífurinn á milli Að minnsta kosti hafa „snillingarnir" ekki enn sagt þá fjarstæðu eða óþverra, að ekki hafi þótt sjálf- sagt að hlægja — ug það hátt En til hvers er ég að skrifa þess ar línur? Er það ekki fyrirfram vonlaust, að eiga orðastað við fólk, sem statt er á þessari „bylgjulengd"? Ef til vill. Þó finnst mér ekki nema rétt að vekja atbygli á því, að þat sé þó eitthvað til, sem beif” því gamaldags nafni: veisæn'1 Vals. Ingimar Erlendur Sigurðssor

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.