Tíminn - 21.11.1964, Side 11
LAUGARDAGUR 21. nóveiaber 1964
tíminn
n
menn þörfnuðust þeirra sem handverksmanna. Smiðir eru
jafn nauðsynlegir á skipi og sjómenn.
Það var ekki nema eðlilegt, að uppreisnarmenn gættu var
úðar gagnvart þeim, sem eftir voru í skipinu og ekki höfðu
tekið þátt í uppreisninni. En samt sem áður sýndu flestir há-
setarnir okkur engan fjandskap..Churchill skipaði okkur að
standa uppi á þilfari, fyrir framan siglutré, þangað til Christ-
ian hefði ákveðið, hvað við okkur skyldi gera. Burkitt var lát-
inn laus. Hann og Thompson fóru nú að egna okkur og gera
gys að okkur, ennfremur McCoy og John Williams. Um
stund leit svo út, sem til tíðinda drægi á þilfarinu, og það er
ekki vafi á því, að uppreisnarmenn hefðu sigrað, ef í skærur
hefði slegizt. En sem betur fór, kom Christian öllu á réttan
kjöl. Hann kom á framþiljur og var mjög brúnaþungur.
— Gætið starfs yðar, Thompson, sagði hann skipandi.
— Burkitt, ef þér gætið yðar ekki, læt ég binda yður aftur.
— Ætlið þér að haga yður þannig? spurði Thompson. Það
verður ekkert af því, skal ég segja yður. Við höfum ekki
gert uppreisn í því skyni, að þér farið að leika Bligh skip-
stjóra.
— Nei, það var sannarlega ekki tilætlunin, sagði Willi-
ams, og það mun yður brátt verða ljóst.
Christian horfði á þá þegjandi stundarkorn, og það var
auðséð á honum, að hann var umhverfi sínu fullkomlega vax-
inn. Mótþróaseggirnir voru ekki sérlega upplitsdjarfir. Marg-
ir hásetanna voru á næstu grösum og meðal þeirra var
Alexander Smith. — Skipið öllum að koma á afturþiljur,
Smith, sagði Christian. Hann fór upp á stjórnpallinn og gekk
þar um gólf, meðan skipshöfnin safnaðist saman á afturþilj-
um. Svo sneri hann sér að skipverjum.
— Það er eitt, sem við verðum að ákveða strax, sagði
hann rólegur — og það er, hver á að verða skipstjóri á skip
inu. Ég hef náð skipinu á mitt vald með yðar aðstoð, og við
höfum losað okkur við harðstjóra þann, sem hefur hrjáð okk
ur og kvalið. En gerið ykkur hér eftir ljóst, hverhig ástandið
er. Við erum uppreisnarmenn. Ef eitthvert af skipum Hans
Hátignar nær okkur á sitt vald, verðum við allir drepnir. Og
það getur komið fyrir, máske fyrr en okkur grunar. Ef herra
Bligh verður svo heppinn að komast til Englands, verður
skip sent þegar í stað til þess að leita að okkur. Ef engar
fregnir verða komnar af Bounty eftir tvö ár, þá verður
samt sem áður sent skip af stað til þess að leita að okkur og
grennslast eftir orsök þess, að við komum ekki aftur. Við
erum ekki einasta uppreisnarmenn, við erum líka sjóræningj
ar, því að við höfum rænt einu af hinum vopnuðu skipum
Hans Hátignar. Við getum aldrei framar komið heim til Eng-
lands — nema þá sem fangar. Og þá eru örlög okkar útkljáð.
• Kyrrahafið er stórt, og það er svo lítið kannað, að við þurf-
32
um aidrei að láta taka okkur, nema við séum óvarkarir. Eins
og á stendur, er okkur nauðsynlegt að hafa foringja — for-
ingja, sem allir hlýða skilyrðislaust. Það ætti ekki að þurfa að
segja enskum sjómönnum það, að ómögulegt er að stjórna
skipi án aga, hvort sem um er að ræða sjóræningjaskip eða
annað. Ef ég á að stjórna Bounty, þá vil ég láta hlýða mér.
Hér mun ekkert óréttlæri eiga sér stað. ÉG mun ekki hegna
neinum að ástæðulausu, en ég vil ekki heldur. að mér sé
sýndur neinn mótþrói.
Það er sjálfsagt, að þið fáið að ákveða sjálfir, hver á að
verða skipstjóri á Bounty. Ef meirihluti ykkar vill hafa ein-
hvern annan skipstjóra en mig, þá segið bara til. Þá skal ég
víkja fyrir honum. En ef þið viljið, að ég sé skipstjóri, þá
munið, hvað ég hef sagt. Ég krefst skilyrðislausrar hlýðni.
Churchill tók fyrstur til máls: — Jæja, piltar, hverju svar
ið þið svo?
— Ég greiði atkvæði með herra Christian, hrópaði Smith.
Allir voru á sama máli og Smith, nema Thompson og
Williams, en þegar Christian krafðist þess, að þeir greiddu
atkvæði, greiddu þeir líka atkvæði með Christian.
— Það er annað, sem við verðum að ákveða, hélt Christian
áfram. — Meðal okkar eru nokkrir menn, sem ekki tóku
þátt í uppreisninni. Þeir hefðu farið með Bligh, ef þeir hefðu
komizt í bátinn . . .
— Bindið þá, hrópaði Mills — þeir gera okkur einhvern
óskunda, ef þeir geta.
— Hér verður enginn bundinn, nema ástæða sé til, svar-
aði Christian. — Það er ekki hægt að ásaka þessa menn
fyrir það, þó að þeir tækju ekki þátt í uppreisninni með okk-
ur. Þeir tóku þá ákvörðun, sem þeim fannst réttmæt, og það
er virðingarvert, en ég mun áreiðanlega geta haldið þeim í
skefjum, ef þeir reynast svikulir. Nú verða þeir sjálfir að
ákveða, hvarnig þeir vilja láta fara með sig.
Því næst kallaði hann á okkur, einn af öðrum, byrjaði á
Young, og spurði, hvort hann mætti búast við því, að við
ynnum störf okkar á skipinu, svo lengi, sem við teldumst til
skipshafnarinnar. Young ákvað strax að hlýta sömu örlögum
og uppreisnarmenn.
— Tilviljunin hefur ákvarðað þetta mál, að því er mér við-
víkur, herra Christian, sagði hann. — Þar með vil ég ekki
segja það, að ég hefði hjálpað yður til þess að taka skipið, ef
ég hefði verið vakandi, þegar uppreisnin var gerð. En nú,
þegar þér hafið tekið skipið, er ég ánægður. Mig langar ekki
sérlega mikið til þess að sjá England aftur. Þér getið farið
hvert sem þér viljið^-r-og treyst því, að ég. verði með yður
Meðal hinna hlutlausu var'þann einn um 'þessa ákvörðun.
Við hinir lofuðum því að hlýða skipunum, og hjálpá til við
starfið um borð að öðru leyti og að hafa engin brögð í tafli,
svo lengi, sem við værum um borð í Bounty. Það var það
eina, sem við gátum gert. Christian bannaði okkur að flýja,
og ég hygg, að hann hafi búizt við, að við gerðum það strax
og við fengjum færi á því.
— Það er gott, sagði hann, þegar hann hafði hlustað á
okkur. — Ég bið ekki um meira en þetta. En þið skiljið það,
að ég verð að gera öryggisráðptafanir gegn því, að ég og
menn mínir verði teknir. Og enn fremur verð ég að tilkynna
ykkur, að við verðum fyrst að hugsa um okkur og því næst
ykkur. Þið getið ekki búizt við því, að ég hagi mér öðruvísi.
Því næst útnefndi hann yfirmenn sína. Young varð stýri-
maður, Stewart annar stýrimaður, ég undirbátsstjóri, Morri
EFTIR ARTHEMISE GOERTZ
43
um til þess, að vinna móti málinu.
Ég bað Olympe að bera klæði á
vopn hennar. Lýsti því fyrir henni
hve mikill hagnaður væri að því
fyrir sögunarverksmiðju mína.
Hún afsagði að gera neitt. Ég
þrábað hana. Þá fór hún
að gráta og sakaði mig um að
vinna að þessu til hagsbóta fyrir
Eagranes. Loks missti ég þolin-
mæðina og viðurkenndi það. Ég
sagðist einnig vilja gera það fyrir
Fagranes.
Vesalings, aumingja Júlíen.
— Ég sagði Olympe eins og var
Ég geta ekki slitið mig frá Fagra-
nesi. Ég geri mér ferð þangað
við hvert minnsta tækifæri. Ég
ge* aðeins horft á Palmýru, talað
rð hana. verið í návist hennar.
Hún gefur mér aldrei undir fót-
inn, ekki minnstu vitund. Öðru
nær. Hún er vingjarnleg, en óvinn
andi. Hún elskar engan annan en
föður Mirjam. Ég fullvissaði
Olympe um, að ekkert væri milli
okkar annað en þetta, sem ég ræð
ekki við. En hún vill ekki trúa
mér.
— Nei, sagði Viktor. Og bætti
við með sjálfum sér: Hún ætlar
sér ekki að trúa þér. Hún ætlar
sér að gera harmleik úr þessu:
Eftir að ég hef gefið þér beztu ár
ævi minnar, sem trúföst eigin-
kona og ástrík móðir . . . og svo
framvegis.
Júlíen hélt áfram: — Mér er
ekki Ijóst sjálfum. hvernig það
atvikaðist. En ég er veíkur maður.
gjörningum háður. Ég vaki, sef,
anda eingöngu fyrir Palmýru. Það
breytir engu, þótt ég viti, að
þetta er vonlaust . . .
Hann þagnaði andartak, svo
hélt hann áfram, eins og hann
yrði að úthella hjarta sínu.
— Það væri kannski, ef Olympe
væri öðruvisi . . . þú ert læknír.
Þú skilur það. Hún er ein þeirra
kvenna, sem aldrei hafa fundið
neina fullnægju í samlífi hjóna-
bandsins. Það er hugsunarháttur
hennar sem gerir, þú skilur.
Hún skoðar hina líkamlágu ást
sem illa nauðsyn frá karlmanns-
ins hálfu og finnst hún vera písl-
arvottur, sem verður að gegna
skyldu sínni. Henni finnst það
syndsamlegt og skammarlegt að
njótast — ég veit ekki hvort ég
hef gert þér það Ijóst sem . . .?
— Jú, Viktor kinkaði kolli.
— Ég skil við'hvað þú átt.
Júlíen virtist nokkuð rórra, er
hann hafði létt á huga sínum.
— Hún hefur gert mig útlægan
úr svefnherbergi okkar. Framveg
is verð ég að sofa í hægri álm-
unni en hún í hínum enda húss-
ins.
Þetta var hið venjulega fyrir-
komulag hjá hjónum sem orðin
voru sundurþykk. Út á við var
aldrei minnst á skilnað. Almenn-
ingur vissi ekki um neitt ósam-
komulag. Maður og kona féllust
á að búa undii sama þaki, en sitt
í hvoru herbergi.
19. KAFLI
Nanaine hélt á bréfi í hendinni.
þegar hún mætti til morgunverð-
ar næsta mánudag.
— Alcide frændi þinn vill tala
við þig á miðvikudaginn, skilaði
hún til Viktors.
— Það þykir mér leiðinlegt. Ég
get ekki talað við Alcide frænda
minn á miðvikudaginn. Sá dagur
hentar mér ekki.
— Mér þætti gaman að vita.
hvers vegna ekki. Þú sem hefur
ekkert við bundið. Ekkert sem
þörf er á.
— Ég þarf að bíða eftir erfiðri
fæðingu. Ég get elcki farið héðan,
fyrr en sjúklingur minn hefur lok-
ið þvi af.
— Ó. Það birti yfir svip hennar.
— Mínerva de Gerbeau Vignaud?
— Nei. Frú Gaspard, kona
mosatökumannsins.
— Aldrei hef ég nú heyrt ann-
að eins. hrópaði hún með hyl-
djúpri fyrirlitningu í rómnum.
— Má ég spyrja, hvort þú ætlir
að stofna frama þínum í tvísýnu,
fyrir það eitt, að mosatökumanns
kerling ætlar að fara að ala barn?
— Ég ætla að tefla heimsókn
minni í tvísýnu ekki frama mín-
um.
- Við skulum ekki þrátta um
það. Iívenær væntir þessi kona
sín?
— Það getiu orðið hvenæi sem
er.
— Gott. Fyrst þú gerir henni
þann greiða að setja yfir henni,
vonast ég til þess, að hún geri
mér þann greiða aftur á móti, að
eignast barn sitt fyrir miðvikudag.
Ég ætla að skrifa frænda þínum,
að hann megi búast við þér.
— Ekki get ég ábyrgst það.
— Meðan þú ert í New Orleans,
hélt hún áfram án þess. að gefa
gaum að síðastá tilsvari hans, er
bezt að þú leggir drög fyrir að iáta
opna fjölskyldugröfina. Þú segir,
að Súlíma sé orðin svo iangt
leidd, — og við látum greftra
hana þar.
— Já,. Um þetta gátu þau að
minnsta kosti orðið á einu máli.
— Ég er nýbúinn að vitja hennar.
Það er aðeins um nokkra daga að
ræða.
Súlíma hafði þjónað duRocher
fólkinu i um það bil hálfa öld
og átti nú að fá sómasamlega
útför, sem dyggu hjúi sæmdi.
Kolagerðarmanninum hafði ekki
versnað í handleggnum, en hon-
um hafði ekki batnað heldur. Allt
af rann vilsa úr sárinu þrátt fyr-
ir nákvæmustu varúðarráðstafan-
ir læknisins. Hann úðaði karból-
vatni um herbergið í hvert sinn,
er hann gerði að sárinu og eyddi
heílum skukkustundum við sótt-
hreinsun og gerilsneyðingu. Hann
var farinn að líta á Philo Fanchon
eins og orrustu, sem hann varð að
vinna, og þennan morgun olli það
honum áhyggjum. hversu lítið
hefði áunnist.
Á heimleið nam hann staðar við
víkina til að ræða við Mirjam.
Hún kom á móti honum með hund
inn á undan sér.
— Hafið þér haft mikiö að
gera?
— Já, hvernig vitið þér það?
— Þér hafið ekið svo hratt upp
á síðkastið. Eg kannast við hljóð-
ið í vagninum yðar á veginum.
Og ég þekki hófatak Rougettes.
— Hvernig gengur starfið hjá
yður?
— Það gengur ágætlega. Ég
þarf ekkert að.flýta mér.
— Yður dvaldist þó lengi fram
eftir á laugardaginn.
Narcisse hafði gleymt að sækja
mig. Hann staðnæmdist á leiðinni
tíl að heimsækja Bíbí hjá frú
Vigée. Og begar hann loksins kom,
var hann með ýmsar skrítiiega
afsakanir. Hann er ástfanginn.
Hún leit til hans. — Var Leon
mjög illa farinn?
— Ekki verr en hann hafði til
unnið.
— Á ég að segja yður sannleik-
ann?
- Já.
— Ég sigaði hundinum á hann.
Ég kæri mig ekki um að neinn
kyssi mig. Það hefur enginn gert