Tíminn - 21.11.1964, Qupperneq 12
LAUGARDAGUR 21. nóvember 1964
12
TMVIINN
MINNING
Steinunn Þorsteinsdóttir
húsfreyja, Kverná
í dag verður gerð frá Setbergs-
kirkju á Snæfellsnesi útför Stein
unnar Þorsteinsdóttur húsfreyju
að Kverná. Steinunn lézt í sjúkra-
húsinu í Stykkishólmi þann 15.
þ. m. Með henni er fallin í valinn
mikilhæf sæmdarkona, er skilaði
sínu dagsverki með prýði.
Steinunn Þorsteinsdóttir fædd-
ist að Kirkjufelli í Eyrarsveit 11.
jan. 1888, dóttir hjónanna Guð-
bjargar Oliversdóttur og Þorsteins
Bárðarsonar bónda og oddvita að
Gröf í Grundarfirði. Ólst hún upp
með foreldrum sínum til ellefu
ára aldurs, er hún missti föður
sinn, en var eftir það hjá móður
sinni, þar til hún iór að vinna fyr
ir sér í vist á heimilum í nágrenn
inu.
Árið 1911 verða þáttaskil í lífi
Steinunnar Þorsteinsdóttur því
þann 26. ágúst giftist hún Ás-
mundi Jóhannssyni á Kverná,
dugnaðar og myndarmanni. Bund-
uzt þau þá þeim böndum, er enzt
hefur þeim, þar til lífi hennar
lauk nú, eða í rúmlega 52 ár.
Verkefni það, sem Steinunn Þor-
steinsdóttir tókst á hendur e, hún
gerðist húsfreyja að Kverná, hefur
reynzt mikið.
Heimilið hefur verið fjölmennt.
Börn þeirra hjóna urðu 9 og af
þeim komust 8 yfir fermingarald-
ur.
Ásmundur lærði til skipstjórnar
1915 og fór með handfærabáta úr
fjarlægum verstöðum í fyrstu
á vélbát úr Grafarnesi eftir að
vélbátaútgerð hófst þaðan. Var
hann síðast með m.b.. Jóhann
Dagsson frá Grafarnesi 1945 auk
þess, sem hann tók þátt í sveitar
stjórn og fleiri tímafrekum
félgsmálum.
Það féli því oft í hlut Steinunn
ar húsfreyju, að vera bæði hús-
freyja og húsbóndi á heimilinu,
annast stjórn þess bæði utan og
innan, sjá um uppeldi barnanna og
annað sem til féll á hinu fjöl-
menna og gestrisna heimili.
Að öllum störfum sínum gekk
hún m'eð festu og ró. Heimili
þeirra var alla tíð myndarheimili
enda bæði hjónin mikið atorku-
fólk. Jörðina sína Kverná bættu
þau mjög, er hún nú að vera stór-
býli. Synir þeirra Jóhann og Þor-
steinn hafa staðið þar fyrii stór
um framförum nú síðustu árin,
en þeir eru þar nú bændur ásamt
Ásmundi. Eins og fyrr er frá skýrt
eignuðust þau Iýverná-hjónin 9
böm, af þeím dó éinn sonúrinn
Kristfinnur þriggja ára, og tveir
synir uppkomnir, Búi 17 ára og
Vilhjálmur fulltíða, en hann fórst
með m.s. Rafnkatli úr Garðinum,
sem fórst á öndverðum vetri 3 960,
frá konu og ungum börnum Var
af þeim báðum mikill mannskaði,
þar sem hvorutveggja voru atorku
menn. Ekki sízt var fráfali Vil-
hjálms harmdauði.
Börn þeirra, sem á lífi eru,
eru auk bændanna á Kverná Þor-
steins og Jóhannesar.Ásta, Hallfríð
ur, Kristrún og Friðrik sem öll
eru búsett í Reykjavík. Öl! eru
Kverná-systkinin dugnaðar og
myndarfólk.
Eins og að framan gr getið,
hafa þau Steinunn og Ásmundur
á Kvemá átt farsæla samleið í 52
ár, staðið hlið við hlið í önn dags-
ins og hvergi dregið af séi við
störfin. f heild hafa þau notið
mikillar hamingju í lífinu. Þau
hafa séð störf sín ná tilgangi og
geta glaðzt með velgengni og dugn
aði barna sinna og barnabarnanna.
Þau hafa einnig staðið hlið við
hlið þegar sorgin hefur sótt þau
heim við fráfall sonanna þriggja.
Þrekið og manndómurinn, sem ein
kennt hefur þau í lífinu dugði
þeim þá einnig. Mest mun raunin
hafa reynzt þeim, þegar Vilhiálm-
ur var burtu kallaður svo óvænt
og skjótt. Yfir það sár mun ekki
hafa gróið að fullu, énda þá þrek
ið farið að ,láta á sjá vegna aldurs
þeirra.
Eg dvaldi á heimili þeirra Stein-
unnar og Ásmundar á Kverná
hluta úr vetri vegna skólagöngu,
veturinn áður en ég fermdist. Þá
var forskóli ennþá í Eyrarsveit
Síðan var mér sérstaklega hlýtt til
þeirra Kverná-hjóna, og hafðí ég
þar jafnan viðkomu, er ég var
á ferð þar vestra. Voru már þær
stundir er ég dvaldi þar jafnan
ánægjulegar. Minnistæðust er mér
þó Steinunn er ég heimsótti hana
skömmu eftir fráfall Vilhjálms.
Mér fannst yfirbragðið bjartara
og hreinna en fyrr, gráu hárunum
hafði að vísu fjölgað, en æðru-
leysið festan og róin var sú sarna.
Umhyggjan snerist um ungu
tengdadótturina og föðurlausu
sonarbörnin,
Síðast kom ég að Kverná í
október s.l., þá fyrst fannst mér
húsfreyjunni brugðið, þreytan
leyndi sér ekki þótt gestrisnin og
alúðin væri slík, er ég hafði áður
vanizt.
Eg enda þessar línur með því
að flytja aldurhnignum eigin-
manni Steinunnar, börnum tengda-
og barnabörnum hennar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Yfir minningu Steinunnar á
Kverná mun alltaf verða bjart
í huga samferðafólks.
Halldór E. Sigurðsson
TILBOÐ OSKAST
í nokkrar fólksþifreiðir, er verða sýöndar í Rauð-
arárportinu, mánudaginn 23. nóvember kl- 1—3
e.h.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 s.d.
sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Látið nkkur stilla og herða
upp nýju bifreiðina. Fylgíst
vel tneð bifreiðinni.
BÍLASKOOUN
Sbúlagötu 32 sírni 13-10«
TRAKTOR
Viljum taka lítinn traktor með ámoksturstæki á
leigu til áramóta-
Upplýsingar í síma 16357 og 3 2676.
RYÐVORN
Grensásvegi ISsimi 19-9-45
Látið ekki dragast að rvð-
verja >2 nljóðeinangra blf-
reiðina með
Tectyl
Tilkynning
TIL KAUPMANNA
Athygli er vakin á ákvæðum 152. gr. Brunamála-
samþykktar fyrir Reykjavík um sölu á skoteldum.
H12. grein:
„Sala skotelda er bundin leyfi slökkviliðs-
stjóra, er ákveður, hve miklar birgðir megi
vera á hverjum stað og hvernig þeim skuli
komið fyrir“.
Þeir kaupmenn, sem ætla að selja skotelda, verða
að hafa til þess skriflegt leyfi slökkviliðsstjóra, og
vera við því búnir að sýna eftirlitsmönnum
slökkviliðsins eða lögreglunni það, ef þess er
óskað.
Reykjavík, 20. nóvember 1964.
Slökkviliðsst jórí.
Kynningar-
og sölusýning
Kynningar og sölusýning á málverkaeftirprentun-
um eftir fræga listamenn í Lækjargötu 10 A.
Opið kl. 2—6 e.h.
BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR
HRÆRIVÉLAR
M.400 W Mótor
Verð aðeins kr.
LÍTIÐ í BRAUN 3,6500°
hilluna hjá okkur
SMYRILL
Laugavegi 170
Sími 12260
BAZAR
Hjúkrunarfélag íslands hefir BAZAR og kaffisölu
í Lídó næstkomandi sunnudag 22. nóvember kl.
Í4. j'
Margt góðra muna.
STJÓRNIN.
S t ú I k u r
Óskum að ráða stúlkur í bókbandsvinnu.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Prentsmiðjan Edda h.f.
RAKVÉLAR
4 gerðir — Verð Q Q [) 11 f)
við allra hæfi. D II ll I