Tíminn - 21.11.1964, Page 13

Tíminn - 21.11.1964, Page 13
LAUGARDAGUR 21. nóvember 1964 TÍMINN ^ «*% 1 J Fréttabréf Framhald af 7. síðu. bezta, sem hér gerist. Grasspretta varð víða með ágætum, og yfir- leitt fneiri en menn höfðu gert sér vonir um. Kalsár undanfar- inna ára greru að miklum mun. Nýting heyja er einnig með bezta móti, enda höfum við ekki lengi fengið jafn sólríkt sumar. — Bændur eru því nú betur undir vetur búnir en þeir hafa verið síðustu árin. Haustveðráttan hefur einnig verið ágæt. Getur varla heitið að fest hafi snjó til þessa. Bændur hér líta nú bjartari augum fram á veg, en þeir hafa gert undanfarin ár, og vonast eftir að framhald verði á góðu árferði. — Fé fjölgar heldur, þó í litlum stíl sé. Fleiri lömb verða nú sett á í vetur en gert hefur verið undanfarin ár. Meiri ræktunarframkvæmdir eru nú hér í hreppnum en að undanförnu. í vor var töluvert um endur- ræktun gamalla túna. Kalshell- urnar tættar upp og sáð í þær á nýjan leik. Og í haust hefur nokk- urt land verið brotið til nýrækt- ar. Að þessu stuðlar tíðarfarið og vaxandi bjartsýni á að rofin verði þau höft, sem verið hafa á hækk- un jarðræktarstyrks, sem við- reisnin hefur viðhaldið þrátt fyrir tvöfaldan kostnað, eða meir, við þær framkvæmdir. Vonast bænd- ur eftir að jarðræktarlagafrum- varp það, sem landbúnaðarráð- herrann hefur geymt vandlega í skúffu sinni, verði nú dregið fram í dagsljósið. — í haust var héraðsráðunaut- urinn hjá okkur um tíma. Tók hann jarðvegssýnishorn úr túnum margra býla, sem svo verða rann- sökuð. Hefur þetta staðið til tvö s.l. ár, en orðið óframkvæman- legt vegna ótíðar og snjóa. Nú byggja bændur góðar vonir við að þeir fái út frá þessu hagnýt ar upplýsingar um notkun tilbú ins áburðar. Var þess löngu orð in full þörf, því ekki var ein- leikið hve grasspretta minnkaði þrátt fyrir aukinn áburð. Var það orðin örugg trú og nokkur vissa að kjarninn ætti hér beina eða óbeina sök á. Nú fæst vonandi úr því skorið og bætt. Slátrun. Hjá Kaupfélagi Strandamanna á Norðurfirði var í haust slátrað 3728 dilkum. Er það 256 dilkum færra en í fyrra Aftur varð vænleiki dilka nú mun meiri en í fyrra. Meðalþungi nú á slátursstaðnum var 14.70 kg. Er það 1,2 kg. meira en í fyrra Þrátt fyrir minni slátrun nú, verður kjötmagn einu tonni meira en í fyrra. — Mesta , meðalvigt varð nú hjá Hallbert Guðbrandssyni, Djúpuvík. Hanri lagði inn 17 dilka, sem lögðu sig að meðal- tali 17,15 kg. (Sjálfur varð ég að láta mér nægja að vera í öðru sæti með 17.00 kg. að meðalvigt). Vænar kindur: Þyngstan dilk á sláturstaðnum átti Benedikt Val- geirsson Árnesi. Var það tvílemb- ingshrútur, og skilaði hann 27,5 kg skrokk. Gimbrinni móti hrútn- um var einnig slátrað, hún lagðij sig með 22,5 kg. skrokk. Saman lagt vógu skrokkar þessara tví- lembinga 50 kg. Það er góður arður eftir eina á. Ærin. móðir þeirra er heimalningur. grákoll- ótt. og gengur að mestu í túni og ekki örgrannt um að hún fái aukabita úr búri húsmóðurinnar, enda iaunar hún það ríkulega. Ef hægt væri að láta ær skila því líkum arði, mætti hafa mun færri ær, en halda þó sömu tekjum. í sumar, 19. júlí, efndi Sjálf- stæðisflokkurinn tii útbreiðslu- og skemmtifundar hér að Árnesi. Trúboðar flokksins voru ekki valdir af verri endanum, sem sé beir Þorvaldur Garðar og Ingólf- ur Jónsson ráðherra. Skemmti- kraftar þeirra voru heldur ekki af lakara tagi: Ævar Kvaran, Guðmundur Guðjónsson söngvari og Sigurveig Hjaltesteð. — Sam- koma þessi var fjölsótt af innan- sveitarmönnum, sem ekki eiga á hverjum degi' völ slíkra skemmti- krafta og nutu þeir þess vel. — Um frammistöðu þeirra Garðars og Ingólfs, fór þó nokkuð á ann- an veg. Hefur mig lengi lángað að taka það til athugunar en ekki haft tök á því, og svo er enn. Ræða Ingólfs var einstök í sinni röð. Hún var byggð upp af gífurlegu sjálfshóli og einstæð- um ósannindum og fruntaskap í garð þeirra, sem þess áttu engan kost að svara fyrir sig, dauðir og lifandi. — Fer ég ekki út í að lýsa því náið hér. — Allt hafði hann gert til blessunar landi og búandi lýð, en þið andstæð- ingar hans allt til ills og bölv- unar . En mikið geta þessir skemmtikraftar sem þeir kaupa sér til fylgdar, verið meinlegir. Þegar Ingólfur var búinn að lýsa afrekum sínum og síns flokks, tók Ævar til við upplestur sinn. Og hvað haldið þið að maðurinn hafí valið sér að upplestrarefni? —Kvæði Davíðs Stefánssonar um Afríku-Kobba, þann erkiraupaira og lygalaup. Betra gat það varla verið, hvort sem hér réði tilvilj- un eða skop. Ingólfur lagði mikla áherzlu á að menn ihuguðu mál gaumgæfi- lega og tækju afstöðu út frá stað- reyndum. En staðreyndalausari ræðu eins og Ingólfur Jónsson. Enda er það svo, að flokksmenn hans hér í hreppnum mega ekki heyra hann nefndan. — Ef ein- hver byrjar á öfgafullum mál flutningi, eiga þeii (sjálfstæðis- menn) til að segja: „Blessaður hættu nú, farðu nú ekki að flytja ræðu eins og Ingálfur .Tónsson.“ Guðmundur P. Valgeirsson. I 'II'IHIIIWM íl'lnWI1 'hll n || |i|i i .. r\ ri^n SKARTGRIPIR trúlofunarhpingap Framhald af 5. síðu. mann, sem skýrði fyrir mér á einfaldan hátt ástæðuna fyrir þessum lífskjaramun. Rússar eru þjóð, sem hefir lengi mátt margt þola, sagði hann. Þeir eru vanir misjafnri meðferð og sætta sig við hana. Þannig er- um við ekki. Ungi maðurinn sagði enn- fremur, að Tallin hefði komizt hjá eyðileggingu í stríðinu, en auk þess lægi enn ein ástæða til mismunarins. „Við búum fast við vesturlönd og .það veld- ur öðrum og rýmri kröfum," sagði hann. Þegar búið er að- eins 100 kílómetra frá Helsing- fors, er auðvelt að horfa á vestrænt sjónvarp, og er raun- ar oft gert, var mér tjáð. Við Vzmorie-ströndina hjá Ríga, óma alls konar dægurlög í ferðatækjum með útdregnum loftnetum. Ég heyrði glymja í einu, sem stillt var á Voice of America, — en eigandinn steinsvaf hjá því. Rússneskur embættismaður i Moskvu gaf mér eina eftir- tektarverðustu skýringuna á lífskjaramuninum. Hann sagði, að auk annars lægju pólitískar ástæður til grundvallar fyrir meiri fjárfestingu í Eystra- saltsríkjunum en í Rússlandi. Ekki fór á milli mála, að þarna var átt við ráðstafanir til að draga úr óánægjunni, sem inn- limunin og þvinguð samyrkja olli í þessum löndum. E.A.BEBG SLÁTURHNIFAR • vandaðir Knifar i sérflokki Verkfærin sem endast BERG’s SPORJÁRN ífíi BERG’s BOLTAKLIPPUR ÁGÆTUR i;i;;;i eldhúshnifur BERG's KOMBINASJÓNS.TENGUR BAHCO framleiðsla PILTAR, EF plD EICIÐ UNNUSTUNA /f/ /Á ÞÁ Á ÉG HRING-ÁNA //?/ 7 A /fór/<97? /7s/7/é//76fcSOfJ_í S V ' \nC:---- BERG's ;;;$; bit.tengur mjuáím Þórður Sveinsson & Co hf. Sími 18700 Vesturbæjar-RADÍÓ Nesveg 31. — Sími 21377 Höfum opnað verzl- un og viðgerðar- verkstæði á út- varps- og sjónvarps- tækjum o. fl. Viðgerðarumboð fyrir: GENERAL ELECTRIC — ZENITH — SILVANIA — A.G.A. — FERGUSON — MONARK o.fl. Seljum og setjum upp sjónvarpsloftnet og allt til- heyrandi. Seljum: Útvarpstæki, plötuspilara, segulbönd, myndavélar, filmur og fl. Seljum einnig sjónvarpstæki. FERGUSON. Væntan- leg á næstunni SILVANIA og A G.A. Sýnishorn fyrirliggjandi. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. — Við kappkost- um að veita góða þjónustu. Vesturbæjar-RADÍO Nesveg 31- — Sími 21377 Innréttingar Smíðum eldhús og svefn- herbergisskápa. TRÉSiVIIÐJAN Miklubraut 13. i KAUPFELAG EYFIRÐINGA TIL JÓLANNA FLÓRU-GOSDRYKKIR Heildsölubirgðir hjá Sambandi íslenzkra Samvinnufélaga, Hringbraut 119, II. hæð, sími 3-53-18, Reyjavík, og lijá verksmiðjunni á Akureyri, sími 1700. FLÓRUVöRUR ER SÖLUVARA EFNAGERÐIN FLÓRA, AKUREYRI V V.. .b- . N<- A .■ r >4 v -" «. ■ ' • "• í T < //•#!.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.