Tíminn - 26.11.1964, Síða 1

Tíminn - 26.11.1964, Síða 1
241. tbl. — Fimmtudagur 26. nóvember 1964 — 48. árg. MB-Reykjavík, 25. nóvember Það er ti) nóg neyzluvatn fyrir Reykjavík »g þéttbýlið kringum hana um fyrirsjáan lega framtíð — en það vofir stórkostleg sipillingarhætta yfir þessum dýrmætu náttúrugjöf um, ef ekk: verður gripið til róttækra ráðstafana þeim til verndar, sagði Jón Jónsson jarðfræðin.gur hjá Jarðborun- um ríkisins í viðtali við blaðið í dag. Þetta kom fram í frásögn jarðíræðingsins af borunum eftir köldu vatni á vegum jarð- borananna. Hann kvað Jarð- Doranir ríkisins hafa borað eftir köldu vatni fyrir Vatns- veitu Reykjavíkur með ágætum árangri. má í því sambandi minna á holu, sem kom í góðar þarfir þegar vatnsskortur varð í Reykjavík í haust. en þá var dælt úr henni 60 sekúndulítr- um „Það er nóg neyzluvatn á sprungusvæðinu hér fyrir of- an borgina, fyrir Reykjavík og þéttbýlið í nágrenni hennar um fyrirsjáanlega framtíð“ sagði Jón, „en spursmálið er um að~varðveita það. Sumarbú- staðabyggingar eru nú að skríða inn á þetta land. og a m.k þar sem ég er kunnugast ur þ.e. í Svíþjóð, eru þessar byggingar taldar einhverjar al- hættulegustu byggingar. sem ti) eru, fyrir grunnvatnið Kemur þar aðallega tvennt til í fyrsta lagi það, að bygging- ar þessar eru óvandaðar og frárennsli frá þeim er vfirleitt ábótavant. í öðru lagi er svo hættan af olíunni og það er mesta hætta, sem vofir yfir neyzluvatnssvæði. Það er næst- um ótrúlegt. hve olía getur spillt neyzluvatni. Til dæmis er talið. að einn lítri af olíu sem fer niður á neyzluvatns- svæði, geti eyðilegt eina millj- ón lítra af vatni. Frágangi olíu- Framhald á 14. siðu. Lak Danska r\ ,, I raounevtio! Olíugeymir við sumarbústað — Einn lítri af olíu getur eyðilagt milljón litra neyzluvatns. (Tímamynd — KJ) Aðils-Kaupmannahöfn. MB-Reykjavík, 25. nóv. Berlingske Aftenavis fullyrðir í dag, að það hafi komizt yfir óska- Iista yfir þau handrit, sem íslend- ingar vilji fá úr dönskum söfnum. Segir blaðið, að á þessum lista séu alls 2120 íslenzk handrit, eða 260 fleiri, en voru á lista þeim, er blaðið birti á sínum tíma yfir þau handrit, sem það sagði Dani hafa boðizt til að afhenda íslend-ingum. Blaðið segir, að þessi íslenzki óskalisti hafi "erið lagður fram á löngum fundi í íslenzka sendi ráðinu, 19. aprí) 1961, en þann fund sájtu íslenzku prófessorarnir Einar Ól. Sveinsson og Sigurður Nordal og Danirnir Palle Birke- lund landsbókavörður og prófessor Peter Skautrup. Palle Birkilund fullyrti fyrir stuttu í BT, að þessi listi væri til, en þegar blaðið spurði menntamálaráðherrann K. B. Andersen um bennan lista, svar aði hann því til, að hann vissí ekki um tilveru hans. Berlingske Aftenavis fullyrðir að þessi listi sé til og hann sé um 100 vélritaðar blaðsíður. Á honum séu talin upp 2120 handrit á ís- lenzku, þar af séu 1969 rit úr Árna- safni en 151 úr Konunglegu bók- hlöðunni. Séu á þessum lista 260 handritum fleiri en voru á þeim lista, er blaðið hafði áður birt yf ir þau handrit, sem Danir byðust til að afhenda fslendingum. Þau hafi verið 1860, þar af 1730 úr Árnasafni en 130 úr Konunglegu bókhlöðunní. Blaðið BT íullyrti s. i. laugar dag og mánudag, að þessi óska- listi væri til. Gætir sem fyrr lít- illar hlýju í íslendinga garð greinum blaðsins og segii þar, að íslendingar hafi heimtað öll þau handrit, sem hafi verið skrifuð með.íslenzkri hendi, en blaðið seg ir, að þau séu svo mörg sem raun beri vitni, eingöngu vegna þess, að þá hafi mikið verið um það, að íslenzkir skrifarar hafi verið ráðnir í vinnu, rétt eins og vélrit- unarstúlkur séu ráðnar nú til dags:! Framh. á bls. 14. Hannibal Valdimarsson, for- seti ASÍ svarar árasum stiórnarblaðanna og a ðir stöðu verkalýðsins að loknu þingi Alþýðusambandsins, sjá bls. 7. Verið að stofna Stéttar samband fiskiðnaðarins Sigurður Jónasson skriiar í dag um brautryðiandann, Ólaf Friðriksson. Grein Sigurðar er á bls. §. KJ-Reykjavík, 25 nóv. í dag var haldinn að Hótel Sögu stofnfundur Stéttarsambands fisk- iðnaðarins, og voni til fundarins mættir fulltrúar víðs vegar að af landinu og frá hinum ýmsu grein- um fiskiðnaðarins. Heildarsamtök fyrir allar grein ar fiskiðnaðarins hafa ekki veríð til fram að þessu, en Stéttasam- band fiskiðnaðarins er hliðstætt Landssambandi íslenzkra iðnaðar manna hvað skipulag snertir Stéttarsamband fiskiðnaðaríns mun hafa ínnan sinna i/ébanda al) ar greinar fiskiðnaðarins, svo sem Framh. á bls. 14 Myndin var tekin i dag á stofnfundi Stéttarsambands fislciðnaðarins i Hótel Sögu (Ljósmynd K.j.) -V i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.