Tíminn - 26.11.1964, Síða 7

Tíminn - 26.11.1964, Síða 7
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 1964 7 Hannibal Valtíimarsson: Það hefur lengstum gengið illa — það gengur enn illa — og það mun löngum takast illa að láta Ijúgvitnum bera saman. Þannig hefur farið fyrir mál- gögnum stjórnarflokkanna að af- loknu Alþýðusambandsþingi. Morgunblaðið segir, að Hannibal hafi hlofið hina herfilegustu út- reið á Alþýðusambandsþingi, Vís- ir segir, að Hannibal hafi kúskað Eðvarð Sigurðsson og kommún- ísta, og í þriðja lagi syngja Ál- þýðublaðið, Vísir og Morgunblaðið í kór, að Framsókn hafi ráðið úr- slitum meginmála á Alþýðusam- bandsþingi og komið í veg fyrir samstarf og einingu. Svona fer þeim, sem fram ganga undir gunnfána lyginnar, og er þeim engum of gott. Morgunblaðið fékk lánað hand rit að setningarræðu minni, og er því staðið að því að fara vísvit- andi með ósannindi um þessi mál. Ummæli mín í þingsetningar ræðunni voru á þessa leið: „Verði enn undan því vikizt að tryggja sambandinu fjárhagslegan starfsgrundvöll, ekkert aðhafzt til að gera sambandsþingin að við- ráðanlegri og starfhæfri stofnun, og engar lagfæringar gerðar á verstu skipulagsannmörkum Al- þýðusambandsins, hef ég afráðið að biðjast undan endurkjöri sem forseti sambandsins. Mig langar nefnilega ekkert til að Alþýðusam bandið grotni niður í starfsleysi undir minni stjórn og verði van- skilastofnun, sem enginn geti átt örugg skipti við. Þá er hin skipulagslega ríngul- reið, sem við nú búum við, verka- lýðssamtökunum í senn til tjóns og vanza. Það liggja lagabreytingar fyrir þinginu. Laganefnd verður því kosin, og vil ég treysta því, að hún taki hlutverk sitt alvarlega, og að henni auðníst að ljúka miklu og heilladrjúgu starfi“. Af þessari tilvitnun i þingseth- ingarræðu mína, má öllum ljóst vera, að ég lagði höfuðáherzlu á, að fjárhagsgrundvöllur Alþýðu- sambandsins yrði gerður traustari. Nú var hann vissulega gerður það. Áður var skatturinn til sam- bandsins 1/5 af daglaunum verka- manns í Reykjavík. Á þínginu var hanr ákveðinn 1/4. Hann hækkaði Hannibal Valdimarsson úr kr. 52 á mann í kr. 68, eða um 16 krónur af sambandsmeðlim. Þetta fullyrða fylgjendur stjóru arflokkanna að hækki árstekjur sambandsins um 700.000 krónur. — Að vísu er þaá ofreiknað, en að óbreyttu kaupi gæti það gefið hálfa milljón á ári. Þetta gerir mögulegt að reka Al- þýðusambandið í líku formi og nú er gert, en þó mundi því enn verða fjár vant til erlndreksturs og fræðslustarfsemi á svo víðtæk- an hátt, sem æskilegt væri. En þótt Morgunblaðið segi í leið ara, að ég hafi rótzt eftir vegtyll- unum, hygg ég samt, að það sé sæmilega vottfast, að ég baðst ein- dregið undan endurkjöri. — Varð mér þar enn síður undankomu auðið, er ljóst varð, að minnihlut- inn á þinginu bar engar óskir fram um annan forseta og lét mig þannig verða sjálfkjörinn. Þá vil ég víkja nokkrum orðum að skipulagsmálunum og meðferð þeirra á þinginu. Rétt er, að ég lét í setningar- ræðu minni í ljós ákveðnar hug- myndir um, hvernig ráða mætti bót á þeim skipulagsglundroða, sem nú ríkir í Alþýðusambandinu. Beinar tillögur um gagngerar skipulagsbreytingar bar ég engar fram, en hét á skipulags- og laga- nefnd að kryfja þessi vandamál til mergjar. Og hvað gerðist í þeirri góðu nefnd? Þar voru skipulagsmálin vand- lega rædd og kom þar, að sam- komulag virtist fáanlegt um lausn í aðalatriðum samkvæmt hugmynd um mínum. Voru þá tveir nefnd- armenn til þess valdir að koma hugmyndunum á blað í tillögu- formi. (Óskar Hallgrímsson og Snorri Jónsson). Þetta tókst án ágreinings. Taldi ég þá, að vel horfði um skipulagsbreytingar, enda var ekki vitað, að nein skilyrði fylgdu. En við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að Óskar Hallgrímsson setti það að ófrávíkjanlegu skilyrði fyr- .ir þessari lausn skipulagsmálsins, að minni lilutinn á þinginu fengi fjóra menn í níu manna miðstjórn. Könnun leiddi í ljós, að meiri hluti þingsins var með öllu ófáan- legur til að kaupa lausn skipulags- málsins þessu verði. Enda sögðu menn: Sé þessi lausn skipulagsmálsins rétt, ef Alþýðuflokksmenn og íhaldsmenn fá sæti í miðstjórh, þá er hún einnig rétt, þótt þeir eigi þar ekki sæti. Og til góðra verka á ekki að þurfa að kaupa neinn. Nú þótti rétt að sannprófa, hvort minnihlutinn gengi gegn tillögu þeirri, sem samkomulag varð um í skipulags- og laganefnd. Þess vegna tók meirihlutinn til- löguna upp og gerði hana að sinni. Og viti menn, — nú taldi minni hlutinn þetta afleita tillögu og felldi hana í kraftí þess, að hann réð yfir meira ®n einum þriðja atkvæða. Þannig strandaði lausn skipu- lagsmálsins ekki á kjarkleysi Hannibals Valdimarssonar og held ur ekki á sundrungarfýsn Fram- sóknarmanna. Það strandaði á því, að ofstækis menn leiddu minnihlutann til að ganga gegn eigin tillögum. Vandamál NATO Framhaldsaðalfundur Varð- bergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, verður haldinn n. k. fimmtudagskvöld, 26. nóv. að Hótel Sögu og hefst kl. 20,30. Auk aðalfundarstarfa mun Benedikt Gröndal, ritstjóri, flytja þar erindí um „Vandamál Atlants- hafsbandalagsins“. en hann er ný- kominn af fundi þingmannasam- taka bandalagsins, þar sem bau voru mjög til umræðu. Aðalfundur Varðbergs var hald inn mánudaginn 26. október s. 1. Á fundinum var flutt skýrsla frá- farandi stjórnar félagsins á s. 1. starfsári, rætt um framtíðarstarf- semi þess, kjörin ný stjórn félags ins og sýnd kvikmyndin „Saga Berlínar". Fundarstjóri var kjörinn Björg- vin Guðmundsson fréttastjóri og fundarritari var Gunnar Hólm- steinsson viðskiptafræðingur. Formaður félagsins, Björgvin Vilmundarson viðskiptafræðingur fluttí skýrslu stjórnar um starf- semi félagsins á s. 1. ári. Kom þar fram, að starfsemi þess hafði verið mjög mikil og m. a. fólgin í ýmiss konar fundahöldum, kvik- myndasýningum, útgáfustarfsemi og kynnisferðum félagsmanna. Við umræðurnar um skýrslu stjórnar skýrði Ólafur Egílsson lögfræðingur m. a. frá kynnisferð félagsins fyrir skömmu til varnar stöðva í Noregi og Þýzkalandi. í stjórn Varðbergs fyrir næsta starfsár voru kjörnir þessir menn: Frá ungum jafnaðarmönnum: Ásgeir Jóhannesson innkaupa- stjóri, Eyjólfur Sigurðsson prent- smiðjustjóri og Karl Steinar Guðnason kennari. Frá ungum ^ramsóknarmönn- um: Ásgeir Sigurðsson rafvirki. Gunnar Hólmsteinsson viðskipta- fræðingur og Jón Abraham Ólafs- son fulltrúi yfirsakadómara. Frá ungum Sjálfstæðismönnum: Hilmar Björgvinsson stud. jur., Hörður Einarsson stud. jur., og Hörður Sigurgestsson stud. oecon. f varastjórn félagsins hlutu kosn ingu: Frá ungum jafnaðarmönnum: Georg Tryggvason og Ólafur Stef ánsson stud. jur. Frá ungum Framsóknarmönn- um: Dagur Þorleifsson blaðamað- ur og Valur Arnþórsson. Frá ungum Sjálfstæðismönnum: Gunnar Gunnarsson stud. oecon., og Ragnar Kjartansson framkvstj. Á fyrsta fundi sínum skipti stjórnin þannig með sér verkum: Formaður félagsins var kjörinn Hörður Einarsson, 1. varaformað- ur Jón Abraham Ólafsson og 2. varaformaður Ásgeir Jóhannesson. Ritari félagsins var kjörinn Gunn- ar Hólmsteinsson og gjaldkeri Karl Steinar Guðnason. (Fréttatilkynning frá Varðberg) Meirihlutinn rauð samkomu- lagslausn um málið, en hafnaði hrossakaupum. Framkvæmd þess átti að vera í höndum 12 manna nefndar, þar sem meirihluti og minnihluti þings hefðu algert jafnræði. Samkvæmt tillögum meirihlut- ans skyldi stjórnlagaþing taka við afgreiðslu málsins af 12 manna nefndinni og leiða það til lykta á kjörtímabilinu, innan tveggja ára. En þessu var hafnað, og það ber að liarma. Núverandi sambandsstjórn mun ekki gefast upp í skipulagsmál- inu. Hún mun vinna að málinu milli þinga. Hún veit, að hún hef- ur meirihlutavilja að baki sér. Og ég vil segja, að einn þýðingar- mesti árangur þessa Alþýðusam- bandsþings er brátt fyrir allt sá, að við umræður og nefndarstarf hefur skipulagsmálið skýrzt til niuna og nálgast viðunandi úr- lausn, sé því ekki ruglað saman við önnur óskyld mál. Hún var ekki traustvekjandi sú afstaða minnihlutans á Alþýðu- sambandsþingi að segja sem svo: Við skulum hækka skattinn í 95 M'-amHain » 14 síðu ★ Ólafur Björnsson hafði í sameinuðu þingi í gær framsögu fyrir þingsályktunartillögu sinni um aðstoð íslands við van- þróuð ríki. Fjallar tillagan um að ríkisstjórnin láti athuga með livaða hætti fsland gæti helzt veitt þróunarríkjunum aðstoð til að stuðla að efnahagslegum framförum í þessum löndum. ★ Einar Olgeirsson sagði tillöguna mjög færa og taldi. að aðstoðin ætti einkum að vera á sviði menntunarmála og t.d. væri athugandi að bjóða stúdentum frá þessum Iöndum til náms við háskólann og ennfremur aðra til að kynna sér sjávarútveg okkar og fiskiðnað. ★ Ingvar Gíslason sagði, að hér væri hreyft athyglisverðu máli, sem ekki hefði verið rætt á Alþingi fyr, en væri alls staðar ofarlega á baugi, þar sem um alþjóðamál væri rætt. Kannski væri skiljanlegt að fslendingar hefðu verið seinir á sér í þessum efnum, þar sem sannleikurinn væri sá, að fslendingar eru lítt aflögufærir, hvað snertir tæknimenntað fólk og fjármagn. Hér á landi er mikill skortur á tæknimenntuðu fólki og fiármagni og allar rannsóknarstofnanir hér á landi líða fyrir skort á menntuð um mönnum og fjármagni til starfsseminnar og geta aðeins sinnt um helming þeirra verkefna, sem þær þurfa að leysa vegiva þessa. Þessa hlið málanna þyrfti að atliuga vandlega áður en stigin væru stór spor í þá átt, sem tillagan kveður á um. Orða- Iag hennar sé hógvært og kvaðst Ingvar geta fellt sig við hana, en frekar kosið að milliþinganefnd allra þingflokka athugaði mál- ið gaumgæfilega áður en ákvarðanir væru teknar. ★ Reifaði Ingvar síðan ástandið í vanþrúuðu löndunum, það væri misslæmt, en fyrst og fremst væri vandamáiið það, að efla núverandi atvinnuvegi þar svo að þjóðirnar gætu brauðfætt sig á afurðum eigin lands. f löndum sem undanfarin ár hafa fengið milljónir dollara og rúblna í efnahagsaðstoð dæi fólk í hrönn- um á götum borganna, vegna þess að með efnahagsaðstoð stór- veldanna hefur verið farið víða aftan að hlutunum og hún hefur ekki orðið til þess að bæta úr grundvallarþörfum lítilmagnans í þessum löndum. Ef fsland að athuguðu máli treystir sér til að rétta þessum ríkjum hjálparhönd þá þurfum við fyrst að kynna okkur sem bezt þessi mál af eigin raun en lesa ekki um þau af annarra bókum eða í gegnum annarra gler. ★ Hannibal Valdimarsson hafði framsögu fyrir þingsálykt- unartillögu þeirri, sem hann flytur ásamt Sigurvin Einarssyni um héraðsskóla að Reykhólum á Barðaströnd. Sagði Hannibal. að 15 ár væru nú liðin síðan reistur hefði verið héraðsskóli og vegna þesa væri ástand víða mjög slæmt og ungmenni þyrftu í hrönnum að leita langt frá héimkynnum sínum til náms og við það bættist svo, að ekki væri liægt að framfylgja gildandi lög- um um branafræðslu í sveitum landsins. Áður hefur verið birt ítarleg greinargerð, sem fylgir þessari tillögu þeirra Hannibals og Sigurvins. ★ Gísli Guðmundsson mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um aflatryggyngasjóð sjávarútvegsins, en tillögu þessa flytur hann ásamt fleiri þingmönnum Framsóknar- flokksins. Kveður tillagan á um það, að milliþinganefnd skip- uð fulltrúum allra þingflokka, endurskoði lögin með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengin er síðan lögin tóku gildi. Þegar Iögin voru sett skorti reynslu, en það er vandasamt verk að bæta upp aflabrest setja viðhlítandi ákvæði um það, hvernig hann skuli bættur og hven^er, þannig að starfssemin nái að fullu tilætluðum árangri. Nú er orðið tímabært að fulltrúar Alþingis setjist niður að nýju og kanni þessi mál og hvort ekki sé rétt að breyta einu og öðru í þessum lögum, enda eru komnar fram ýmsar athugasemdir, sem réttmætar sýnast. Minnti Gísli á nokk- ur atriði í því sambandi, sem nefndin þyrfti sérstaklega að at- huga, en anuars væri ekki í tillögunni kveðið á um neina sér- staka þætti, er störf nefndarinnar ættu að beinast að, heldur yrði þar um heildarendurskoðun að ræða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.