Tíminn - 26.11.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 26.11.1964, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 1964 3 TÍMINN HEIMA OG HEIMAN Þráði konur en náði aldrei ástum þeirra Nýlega er útkomin í Sviss ein þeirra bóka, sem þar í lanúi þykja einna bezt úr garði gerðar mál- verkabók, og nefnist þessi , Lautr ec par Lautrec". saga í máli og myndum og fjallar um franska málarann Henri de Toulouse- Lautrec, einn hinna sérstseðu lista Jane Avril, eins og Toulouse-Lautrec málaSi hana á auglýsingaskiltið fram an á Rauðu mylluna og gerðl bana fraega á einni nóttu. manna Parísar á síðustu áratugum aldarinnar sem leið. í dag eru rétt hundrað ár síð- an hann fæddist. Foreldrar hans voru Alphonse de Toulouse Lautr- ec-Monfa greifi og kona hans, Adé le, sem var náfrænka manns síns. Greifinn var furðulegur maður í háttum. Helzta iðja hans var að stunda útreiðatúra. Oftast var hann einn á ferð, reið hvítri hryssu um hina víðáttumiklu skemmtigarða Parisar, áði annað veifið, sté af baki, mjólkaði mer ina og drakk mjólkina spenvolga. Þegar hann ferðaðist um sveit- ina utan við borgina, lét hann tam inn hauk sitja á hendi sér. gaf honum að éta hrátt kjöt af dýr- um, sem hann skaut á leiðinni. Þessi öfgafulli maður lifði í ljóma fortíðarinnar, hataði samtíðina og þó sér í lagi hina frægu mynd- list samtimans. En kona hans var alger andstæða manns síns. hæg- gerð, hógvær og trúhneigð. gáfuð og vel menntuð. En þau ósköp, sem áttu eftir að koma fram á syni þeirra, kenndi faðirinn hin- um nána blóðskyldleika mð kon- una. Sonurinn Henri iíktist m.iöe móð ur sinni. í bernsku var hann eðli legt fríkleiksbarn, vel gert til líkama og sálar. En þegar hann | var 14 ára, datt hann illa á gler- hálu hallargólfinu heima hjá sér og lærbrotnaði. Hann lá lengi og leggurinn greri illa. Hann staulað isl um á hækjum lengi á efti) og eitt sinn er hann ''ar á gangi með I móður sinni, skrikaði önnur hækj ! an og pilturinn féll enn, og í j þetta sinn brotnaði hinn tVlegg urinn. Næstu tvö árin lá Henri rúmfastur, og var nú sýnt, að fætur hans mundu ekki vaxa framar. Upp frá því var hann örkumla mað ur að þessu leyti. En að öðru leyti hélt hann áfram að þrosk- ast, svo að hann fullóx að ofgn, en var dvergvaxinn að neðanverðu. Snemma bar á myndlistarhæfi- leikum hjá drengnum. Eitt sinn er hann kom með móður sinni þar sem gestir rituðu nöfn sín ’ bók vildi Henri ekki láta sitt eftir liggja, þá þriggja ára. En einhver sagði við hann: „Þú kannt ekki að skrifa“, og hann svaraði: „Eg veit það, en ég kann að teikna naut.“ Hann átti við mikla móðurást að búa í æsku, og alla tíð var hann aðdáandi kvenna og vildi helzt vera í návist þeirra, enda þótt vansköpun hans gerði það að verkum, að hann næði aidrei ástum kvenna. Af því spratt böl- sýni hans. Við eina kunningjakonu sína, þá skemmtisöngkonu, sem hann átti eftir að gera fræga, Yvette, sagði hann: „Ef þú syng ur um gimdina, þá skilur fólkið þig. En ást, kæra Yvette mín, ást er ekki til.“ Um tvítugt settist hann að í hverfinu Montmartre, sem þá var raunar byggð utan við borgina og síðan varð frægt fyrir gleðistaði og listamennina, sem þar voru löngum. Þar ól Henri allan sinn aldur upp frá því, á veðreiðar- •völlum, gildaskálum og gleði- kvennahúsum, skoðaði lífið, gerði sig seinast í hel 37 ára gamall, rétt þegar 20. öldin var gehgin í garð. Konur voru ætíð mesta aðdá- unarefni hans. Ein fjölskylduhöll in var í Bordeaux, og þangað fór Henri einu sinni á ári, sjóleiðis. Árið 1896 var hann á leið þangað á skipi, og um borð kom hann auga á konu eina undurfagra, sem h'ann starði á öllum stundum, er hann sá sér færi, en hafði aldrei kjark til að ávarpa hana. Þegar hann kom í áfangastað, þver neitaði hann að fara í land. Skip ið hélt áfram, og þegar komið var til Lissabon, tókst einhverjum að stjaka honum í land, því skipið var á leið Afríku. Konan, sem heillaði Henri, var á leið til Afríku, og Lautrec sá hana aldrei framar. En hann tók ljósmynd af henni og síðar gerði hann eftir henni eina af sínum frægTi lító- grafíum, „Ókunni farþeginn í klefa 54.“ „Frægð mína á ég Lautrer að þakka", sagði Jane Avril, föl- leita rauðhærða dansmærin, sem engan átti að og var að brjótast áfram á eigin eyk og Lautrec varð eitt sinn starsýnt á þar sem hann sat yfir glasi sínu á þeim skemmti stað, sem átti eftir að verða fræg astur allra, Moulin Rouge (Rauða myllan). Litteikningin, sem hann dró upp af Jane Avril birtist fyrst á auglýsingu, sem hékk síðan lengi utan á Rauðu myllunni, gerði dansmeyjuna fræga samstundis. Þau urðu vinir upp frá því, leidd ust oft í mannfagnaði, en aldrei tókust samt með þeim ástir Allnáið samband var með Lautr ec og stúlku einni að nafni Suz skyssur af listaverkum og drakk,.,anBe, \Saldon, sem»sí8ar eignaðist IséH (jJSijiift; rrjánni, sjL ý.sonur; vafð síðar frægúr málari, Maurice Utrillo, og móðir hans varð raun ar líka kunnur málari sjálf En lengi hafði hún atvinnu af að sitja fyrir hjá málurum, sem nú eru í snililnga tölu, fyrst hjá Reno ir, þá Degast, og síðast hjá Lautrec en að því loknu íór hún'sjált að mála. Hún sat oft fyrir hjá Lautr Lautrec notaði hvert tækifæri til að draga athyglina frá hinu van- skapaða vaxtarlagi sínu. T. d. með því að klæðast hinum furðulegustu flíkum og í skrítileg gervi, ekkl sízt í návist kvenna, sem hann dáði. Hér á myndinni hefur hann klæðzt gervi veiðimanns, með velðihorn og hatt- hlémm á höfði. ec, og til að hneyklsa ráðskonu sína lét hann Suzanne einu sinni setjast alsbera að matborðinu hjá sér í gesta viðurvist. Suzanne var mjög fögur, en fegurð hennar dró Lautrec aldrei fram á myndum sínum af.henni. Á hóruhúsunum í París var Lautrec tíður gestur, hann kom þangað ekki aðeins sem skjndígest ur, heldur hélt hann þar stundum til dögum saman og fékk gist- ingu. Þar var ekki litið niður á hann, og þar fékk hann fyrirsæt- ur að sínu skapi. „Fyrirsætur eru ti'ramhaid á bls 13 Stuna f forustugrein Dags á Akur eyri segir 18. nóv s.l. „Á konungiim Mídans usu asnaeyru. Hann huldi þessd Iýti með höfuðfati. Hárskeri hams varð þó að vita um þetta, en af hárskeranum var tekið fullkomið þagnarheiti. Hársker inn var í eðli sínu trúr, en hon um varð ofraun að steinþegja yfiir þessu voðalega Ieyndar- máli. Hárskerinn fór þess vegna á afvikinn stað, gróf holu og hvíslaði í hana: Mídas konung ur hefur asmaeyru. Vindurinn heyrði leyndarmálið og hljóp með það út um allt. f sumar sem leið fór líkt fyr- ir einum ritstjóra Morgunblaðs ins, Sigurði A. Magnússyni, og hárskera Mídasar. Hann sagði það. sem á Morgunblaðsheim- ilinu mátti alls ekki segja. Hann sagði það heldur ekki í Morgunblaðinu sjálfu, en reik aði með það í Lesbókina. Hon um var ofraun að steinþegja. Hinn 9. ágúst sl. stundi hann því upp, að íslenzku þjóðfélagi miði nú með hverju ári „æ meir í átt til hreinræktaðs braskara þjóðfélags.“ Húfan, sem hylur eyrun Og enn segir í Degi: „Almennir borgarar sem stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn, ættu að veita þessari persónu- legu tjáningu Morgunblaðsrit stjórans athygli. Þeir Vilja að sjálfsögðu ekki frekar en aðr ir þjóðfélagsþegnar, að íslenzkt þjóðfélag verði „braskara þjóð- fél'ag“, en þeir hafa dyggilega stutt að því með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sú húfa, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur boirið, hefur hulið þeim eyru hans. Þeir hafa ekki gert sér þess grein, að innan hans eru höfuðbrask arar þjóðfélagsins. Ekki heldur komið auga á það, að þessi ár, sem Sjálfstæðisflokkurinn Lef- ur farið með stjórn landsins, hefnr braskið — „gróðasvindl- ið“ — aukizt og margfaldazt einmitt í skjóli hans og af hans völdum. Hin ofsalega verð- bólgualda stjórnarfars þessara ára ber braskarana á faldi sin um. Reykjavík ber þess Ijósan vott og Akureyri nokkurn. Stuna Sigurðar A. Magnús- 9onar ritstjóra 9. ágúst í sum ar var sprotttn af þjáningu ó- bærilegrar þagnar hárskerans um málefni húsbændanna. Hún var greinilegt aðvörunar merki innan úr húsinu, til þeirra, sem úti fyrir standa, og eru venjulega duldir þess þýð- ingarmesta sem innan veggj- anna gerist.“ Eitt af frægustu málverkum Lautrecs frá lóruhúsinu, þar sem hann var tíSastur gestur og gisti oft nótt eftir nótt. Fremst situr eftirlætisfyrirsætan hans , þvísa húsi, vændiskonan Mireille, með aðra höno undir kinn og hina á hnénu. Hún var honum góð, gaf honum blóm og ,,teygði úr sér eins og yndislegt dýr á legu- bekknum.'* Hverfisaotu 16 Simi 21355

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.