Tíminn - 26.11.1964, Qupperneq 5

Tíminn - 26.11.1964, Qupperneq 5
FIMiVITUDAGUR 26. nóvember 1964 Útaefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Bencdiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorstejnsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skriístofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Akvegur til Austfjarða um Suðuriand Þingmenn Framsóknarflokksins á Suðurlandi og Aust- urlandi hafa flutt í sameinuðu þingi tillögu þess efnis, að ríkisstjórnin láti athuga möguleika til að gera akveg um Skaftafellssýslur með það fyrir augum,að akvegasamband verði um Suðurland milli Reykjavíkur og Austfjarða- Aðalflutningsmaður þessarar tillögu, Óskar Jónsson hefur gert ítarlega grein fyrir henni í umræðunum á Alþingi. Nú mun láta nærri, að ekki sé eftir nema 100 km vegalengd til þess að akfært verði milli Austfjarða og R'eykjavíkur um Suðurland. Á næstu árum er gert ráð fyrir vegaframkvæmdum á þessum slóðum, svo að þá verður Skeiðarársandur einn eftir, eða 30 km vegalengd- Það, sem fyrst og fremst þarf að athuga, er það, hvernig sigrast megi á þeim farartálma. Það hefði mikla þýðingu fyrir Austurland að komast þannig í nýtt akvegasamband við höfuðborgina. Fyrir Skaftafellssýslur væri það mikill ávinningur, ef um þær lægi fjölfarin þjóðleið. Þá er vafalaust, að þessi leið yrði fjölfarin og vinsæl ferðamannaleið og myndi geta átt þátt í því að fjölga komum erleifdra ferðamanna til lands- ins. Það er þannig rík ástæða til þess,að það sé rannsakað til hlítar, hvort ekki sé auðið með vel viðráðanlegum hætti að opna akvegasamband milli Reykjavíkur og Aust fjarða um Suðurland. Hvað gera þeir? Hannes á horninu (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson) ræðir enn um skattamálin í pistli sínum, er birtist í Alþýðublað- inu í gær. Honum farast m. a. orð á þessa leið: „Ekkert, sem gerzt hefur síðastliðin tíu ár hefur haft eins mikil áhrif á almenning og útkoma skatts- og útsvars- skrárinnar síðast. Tíðindin, sem hún flutti mönnum, ollu allt að því taugaáfalli fyrir þúsundir heimila. Ástæðan var sú, að hækkunin varð svo mikil og kom algerlega að óvörum. Menn urðu „sjokkeraðir“. — Menn skulu ekki halda að heimilin hafi læknazt af þessu taugaáfalli. Það á eftir að hafa sín áhrif á stjórnmálin langt inn í framtíð- ina“. Hér talar þessi gamli baráttumaður Alþýðuflokksins í sama anda og þeir Héðinn Valdimarsson, Jón Baldvins- son og Sigurjón Á. Ólafsson myndu hafa gert- En hvað gera núverandi leiðtogar Alþýðuflokksins? Hvernig stuðn- ing veita þeir frumvörpunum, sem komin eru fram á Al- þingi um lækkun skattaálaganna á þessu ári? Það veltur á beim, hvort réttmæt lækkun fæst fram eða ekki Talað tveim tungum thaldsblöðin tala nú tveim tungum, eins og oft er háttur þeirra- Önnur tungan vítir Hannibal Valdimarsson harð- [ega fyrir samstarf við kommúnista, því að öll mök við þá séu óverjandi. Hin tungan áfellist Framsóknarmenn fyrir það.að þeir hafi komið í veg fyrir, að stjórnarflokkarnir !:æmust í stjórn með kommúnistum í verkalýðssamtök anum, því að samvinna við kommúnista þar sé þjóðnauð- synleg! Helzt virðist mega skilja þetta þannig, að stjórnar- 'i">karnir eigi að hafa einkarétt á samvinnu við komm- inista. TÍMINN Sigurður Jónasson: Ölafur Friðriksson Um þátt hans í sjálfstæðísbaráttunni o. fl. Ólafur Friðriksson var fædd ur árið 1886, varð gagníræðing ur frá Akureyrarskóla árið 1903, en fór utan til langdvalar í Dan mörku árið 1908. Árið 1914 fluttist hann svo hingað til lands aftur, fyrst til Akureyrar, en þar var faðir hans Friðrik Möller póstmeistari. Á Akureyri stofn aði Ólafur jafnaðarmannafélag og kom hreyfingu á pólitíska starfsemi verkamanna þar. Til Reykjavíkur fluttist Ólafur svo á sama ári, 1914, og dvaldist þar æ síðan að undanteknum ferðum til útlanda. Hann gerðist brátt ritstjóri vikublaðsins Dagsbrún, en verkamenn stóðu að út- gáfu þess, boðaði ákaft trú sína á jafnaðarstefnuna og tók virk an þátt í skipulagningu og efl- ingu verkalýðsfélaganna eink- um sjómannafélags Reykjavík- ur. Á árinu 1916 átti þetta félag í hörðu verkfalli og var Ólafur þar einn af aðalforingjunum, en þetta verkfall kom af stað mik- illi ólgu í Reykjavík og vfðar hér á landi. _ Það er að vísu ekki rétt að Ólafur hafi fyrstu boðað jafn- aðarstefnu hér á landi eins og sagt hefur verið um nani: í minningagreinum. Þorsteinn Erl- ingsson skáld t.d. hafði boðað jafnaðarste,fnuna .í mjög skelegg um blaðagreinum og hann og ’önnúr góðskáld vor höíðu með ágætum ljóðum vakið marga ís- iendinga til hugsunar um nauð- syn bættra kjara almennings og réttlátra þjóðfélagshátta hér á iandi. En með starfsemi sinni fyrir verkalýðshreyfinguna hér á landi og skrifum sínum, fyrst í Dagsbrún og síðar i Alþýðu blaðinu sem kom út sem dag- blað 1919 og sem Ólafur var aðalstofnandi og aðalritstjóri að, var Ólafur vafalaust fyrsti merk isberinn í stríði því, sem þá var að hefjast milli stéttanna á íslandi. Ekki skorti hann vilja og hug rekki og lét enga mótspyrnu buga sig, þótt sannarlega skorti ekki á, að þeir, sem börðust fyr- ir rétti almennings á þeim átum fengju að heyra sitt af hverju oæði í blöðum andstæðinga, á fundum og jafnvel á götunni. Fljótlega eftir að ég kom heim frá námi í Danmörku árið 1918, kynntist ég Ólafi. Eg aðhylltist þá þegar frjálsl. vinstri stefnu og lýðræðisjafnaðarstefnu, en á þessum tveim stefnum var þá ekki gerður mikill greinarmun ur nér á landi. Enda þótt ég hafi aldrei aðhyllzt svokallaðan Marxisma að minnsta kosti ekki að öllu leyti, gekk ég strax ár- ið 1918 í Alþýðuflokkinn sem það pólitíska heimili, er ég taldi þá helzt hæfa mér. Þá var mjög ’nnilegt samband á milli A1 býðuflokksins og samvinnu- nanna og minnist ég þess, að ég hitti fyrst þáverandi aðalfor ingja samvinnumanna á heimili Ólafs, en þeir voru þá að bera saman ráð sín um sameiginlegt framboð flokkanna 1 Reykjánes kiördæmi Fljótlega tókst góð samvinna með okkur Ólafi bæði í félög um flokksins og við Alþýðu- olaðið en par var eg um nokkun skeið einn af aðstoðarmönnum hans við ritstjórn blaðsins. Nokk ur ágreiningur varð um tíma á milli Ólafs og fylgjenda hans og þeirra ieiðtoga flokksins, er ég íylgdi að málum um leiðir og jafnvel um markmið, og urðu átökin stundum nokkuð hörð. Síðar urðum við Ólafur um 6 ára skeið samstarfsmenn í bæj arstjórn Reykjavíkur og var þá allt milli okkar í sátt og sam- lyndi. En hvað, sem var um all- an ágreining og meiningarmun, held ég, að öllum, sem kynntust Ólafi hafi verið hlýtt til l.ans og erfitt var að komast hjá því að virða hinn mikla áhuga hans og einlægan umbótavilja. Það átti fyrir Ólafi að liggja að hafa á örlagastundu viss áhrif á þróun sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga. Snemma á árinu 1918 var Jón Magnússon, sem þa var forsætis ráðherra íslands staddur I Kaup mannahöfn, kominn þangað til fundar við konung og aðra danska ráðamenn. í Danmörku vai þá við völd stjórn róttækra vinstrimanna (sem voru að vísu ekki mjög róttækir, en vildu með r afn- inu skilja sig frá hinum svo kallaða vinstri flokki, sem var aðallega t'lokkur íhaldssamra bænda.) Zahle, hinn ágætasti maður. var forsætisráðherra og i stjcrn hans sátu margir merk tr menn svo sem P Munch sagn fræðingur, Eward Brandes (bróðir Georgs) og Ove Rode. Foringi lýðræðisiafnaðarmanna (sósíaldemokrata) Thorvald Stauning átti einnig sæti í stjórn inni, en án sérstakrar stjóvnar- deildar (udan porteföje). Enda þótt íslenzka stjórnar- skráin frá 1915, væri varla 3ja ára gömul, voru margir góðir ís- lendingar áhugasamir um að fá ný og betri lög um sambandið milli íslands og Danmerkur. Hvort, sem það nú var til þess að þóknast íslendingum eða hvernig sem á því stóð, mun Zahle-stjórnin á þessu tímabili hafa verið orðin miklu fúsari en áður til viðræðna um ný sambandslög. Mun Zahle hafa látið Jón Magnússon vita að danska stjórnin væn tilleiðanleg ef íslendingar óskuðu þess, að stinga upp á því við danska þitigið. að send yrði samninga nefnd til íslands, til samninga við íslendinga um nýja stopan á sambandi íslands og Danmerk ur. Þess hefur verið getið til, að Danir hafi viljað að öll deilu mál þeirra og íslendinga væru útkljáð þegar styrjöldinni lyki. Það var þá sýnilegt, að Þjóð- verjar myndu tapa stríðinu. Að því loknu gerðu Danir sér von um að endurheimta Suður-Jót- land sem Þjóðverjar tóku af þeim í stríðinu 1864. Hafa Danir ef til vill ekki óskað, að hægt væb að benda á, að þeir sætu yfir rétti íslendinga. En Zahle-stjórnin þurfíi að taka varlega á málum. Danir voru þá fyrir rúmu ári búnir að selja Bandaríkjum Norður- Ameríku Vestur-Indísku eyjarn Framhaid á bls. 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.