Tíminn - 26.11.1964, Qupperneq 8
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 1964
TIMINN
Fimmtugur:
Steingr. Sigursteinsson
Akureyri
Siemgrímur Sigursteinsson, bif-
eiðarstjdri á Akureyri, er fimm-
tugur í dag. Þótt nú sé ár og
dagur síðan við unnum saman í
Bakkaselsbrekkunni og leiðir
beggja hafi ekki legið saman
síðan nerna með höppum
og glöppum, þá er það
nú þannig.að gamlir félagar gleym
ast seint, og því seinna sem mað-
ur hitti þá fyrr á ævinni.
Steingrímur hefur verið bifreið-
arstjóri eins lengi og ég hef þekkt
hann. Hann átti fyrst vörubíla, en
hefur nú lengi ekið fólksbifreið
á Bifreiðarstöð Oddeyrar Eg
komst aldrei í þann flokk manna,
3em ók frá þeirri stöð, en sjálfsagt
hef jg komið þar oftar en á nokk-
urn annan stað á Akureyri, enda
var stöðin einskonar fundarstaður
kóngsins lausamanna rneðan hún
stóð við Ráðhústorgið, og varð oft
úr mikill* mannfagnaður. Og síðan
lúfreiðastöðvarnar fluttu frá torg-
inu hefur verið daufara yfir því.
En ég er að minnast þessa hér,
af því að Steingrímur er hluti af
þessum mannfagnaði, sem vísast
stendur enn. En burtséð frá
ánægjulegum skiptum manna með-
al í kringum bílastöðvarnar ber
þess ekki síður að geta hvernig
þeir fóru með bílana sína. Það hef
ur löngum verið sagt um bíla frá
Akureyri, að þeir væru betur hirtir
og betur með farnir en bílar frá
öðrum stöðum á landinu. Eg skal
ekki dæma um þetta. En hitt veit
ég, að hvergi umgangast menn
bíla af meiri alúð en þar, og þar er
Steingrímur framarlega í flokki.
Hann hefur alla tíð átt góða bíla
og átt þá lengi sér til gagns, vegna
þess hve hann hefur hirt vel um
þá. Einkum var þetta þýðingar-
nikið atriði, þegar fjallháum erfið
eikum var bundið að fá nýjan bíl
keyptan eftir réttum leiðum. Þeir,
sem urðu við það að búa, lærðu
strax að hirða vel um atvinnutæki
sitt, og þeir komust auðvitað betur
frá þessu, sem frá náttúrunnar
hendi var sýnt um þetta atriði.
Hin síðari ár hefur Steingrímur
fengið mikinn áhuga á dulrænum
fræðum og kynnzt þeim málum vel
enda er hann kvæntur Láru Ágústs
dóttur, miðli.
Eins og aðrir, sem hafa að at-
vinnu að aka bíl, hefur Steingrím-
ur orðið að komast leiðar sinnar í
misjafnri færð og ypndum yeðrum.
Á löngum akstuýsferlí. er vel slopþ
ið að hafa aldréi valdið slysi. Og
þegar þetta rifjast upp nú, við
þessi tímamót i lífi Steingríms, er
það ósk mín, að hann megi fram-
vegis aka heilum vagni heim, eins
og hann hefur gert s.l. 26 ár.
IGÞ
! HLJÓMLEIKASAL
Píanótónleikar Rögn-
valds Sigurjðnssonar
Það er nú orðinn langur tími
síðan Rögnvaldur Sigurjónsson
hefur haldið sjálfstæða píanótón-
leika hér í bæ. En þeim mun at-
hafnasamari hefur hann verið á
erlendum vettvangi. Nú fyrir
rúmu ári var hann í tónleikaferð
um Bandaríkín og Kanada og hélt
bar fjölda tónleika.
Tónleikar hans á vegum Tónlist-
arfélagsins þ. 23. nóv. s. 1. voru
því sannarlega orðnir tímabærir.
Frumflutningur ísl. píanóverka
er alltaf viðburður og var kynn-
ingu Rögnvaldar á píanó-tilbrigð-
um Páls ísólfssonar við tema eft-
ir ísólf Pálsson beðið með eftir-
væntingu. Stefið lætur vel í eyr-
um og lærist fljótt. Að vísu þræð-
ir Páll engar framandi götur, en
er sem fyrr sjálfum sér samkvæm
ur, er hann byggir utan um stef-
ið þau píanistiskt flóknu tilbrigði,
sem Rögnvaldur túlkaði með sín-
im persónulega myndugleik og
íegnfærðu öryggi. Verkið fól í sér
ígandi stemningu, og var mjög
igengilegt við fyrstu heyrn.
Fantasía í C moll eftir Mozart
er ein af perlum píanótónverka og
var það fyrsta verkið, sem Rögn-
valdur lék. Þar reynir mikið á
andlega hæfni túlkandans og náði
hann naumast beirri dýpt, sem
felst bak við hið slétta yfirborð.
— Sónata Beethovens op. 109, sem
er eín af þeim „stóru“, var ris-
mikil og skýrt uppdregin. í flutn-
ingi verka Debussy á Rögnvaldur
ulltaf eitthvað nýtt í fórum sin-
um. Leikur hans í þrem prelúdí-
um var jafn leiftrandi í túlkun
sem tækni.
Fis dur impromtu eftir Chopin
inniheldur sérstæða, dularfulla
eíginleika, sem Rögnvaldur töfr-
aði fram látlaust en þó innilega.
H moll Scherzo eftir sama höf.
var flutt í þeim hraða að vafi
leikur á, hvort verkið þoli slíkt
að jafnaði. í höndum píanóleikar-
ans var það honum eðlilegt og
óneitanlega hressandi, þótt slíkt
„yfirnáttúrulegt“ tempo henti
sannarlega ekki öllum.
í heild voru tónleikar þessir
vel undirbúnir og vandlega að
öllu unnið. Sem píanóleikari er
Rögnvaldur stór í sniðum og leik
ur hans býr nú sem fyrr yfir
þrótti og þeim óþrjótandi kjarki,
sem þarf til að glíma við hvaða
verkefni sem er.
Unnur Arnórsdóttir.
Zfíerida
LC OffiNiS ■
gHa ssaJJj 'SLAHo
" - tLC/riSUNO
bahama Sj
iSLAHOS f
^*\lONS
Aislano
vc \
^ceaw. S
Canibbccirv tcSca,
m
™°‘*^*baCru7^f*Z
Síðari grein ,lóns
H. Magnússonar
um Kúbu og
Kastró.
-------©
Kúbanskir flótta-
menn á Miami
JHM-Miami, Flórida.
Hér í Miamiborg búa nú um
150.000 kúbanskir flóttamenn,
sem allir hafa flúið Kastrósæl-
una á Kúbu. Meir en hálf millj
ón manna hafa flúið Kúbu síð
an Kastró tók par við völdum,
og þar af eru nú um 300 000
þeirra hér í Bandaríkjurium
Stöðugt bætast við nýir flótta-
menn, en samt ekki í eins stór
um hópum og áður, enda er
ekki eins auðvelt að komast í
burtu og áður var
Kúbanska flóttafólkið var
lengi vel heldur óvelkomið hing
að til Miami. Þetta fólk var etkki
óvelkomið vegna þess að ÍM-
unum væri illa við það, neld-
ur vegna þess að það var eng
inn viðbúinn hér, er flóttamenn
ina byrjaði að drífa að Miami
er friðsæl og sólrík ferða-
mannaborg, sem vaknaði allt í
einu upp við það að þusundir
flóttamanna streymdu inr í
borgina með skipum og flugvél
um. Kúbumenn völdu Miami
vegna þes hve nálæg hún er
Kúbu, fyrir utan þá staðreynd
að flestir vildu komast til
Bandaríkjanna, eins og margir
aðrir flóttamenn hafa áður ósk-
að eftir.
Fyrst í stað komu aðeins fyrr
verandi stuðningsmenn Bat-
ista, sem voru að flýja aftöku
sveitir Kastrós. Fljótlega fór
svo að bera á miðstéttarfólki,
sem misst hafði trúna á bylt-
inguna og Fidel, þar á meðal
voru verzlunarmenn, læknar,
iðnfræðingar. verkfræðingai o
fl. Þar næst hvrjaði alþýða
manna að streyma að og par á
meðal voru verkamenn, bænd
ur, fiskimenn, iandbúnaðar
verkafólk og aðrir lágiauna-
menn. Þessi síðasti hópu> er
lang fjölmennastur og stóðugt
bætast nýir við, sem komið hafa
á stolnum bátum, eða promm
um eða heimatilbúnum Oeyt-
um.
Fréttamaður blaðsins hefur
kynnt sér flóttamannavanaamál
ið hér í Miami og rætt v.ð all
marga kúbanska flóttamenn,
sem búa hér í borg. Flest er
þetta fólk vongott um, að einn
góðan veðurdag verði Kaftró
steypt af stóli og að það geti
„snúið heim á ný.“ Þo má
finna margt ungt fólk, sem iært
hefur ensku, og kann jrð'1' svo
vel við sig hór að par 'úll
helzt hvergi annars staðar vgira.
í rauninni er ekki lengur nægt
að tala um flóttamannavsnda
mál, þar sem Dæði lands'.tenn
og aðkomumenn virðast vera
búnir að aðlaga sig furðaniega
vel hvor öðrum.
Flest fól'k hér t Miami er
farið að líta á Kúbumenn, sem
sjálfsagðan „part‘‘ af borgar-
lífinu.
Fyrst í stað var við mörg
vandamál að stríða: i) fáir
flóttamenn kunnu ensku: 2)
hér voru engin skilyrði til að
tak'a við öllu þessu fólk’. 3)
erfitt var að finna húnæði og
vinnu fyrir hina nýju borg-
ara: 4) iðn- og tæknimenntað
fólk gat ekki fengið viðurkenn
J6 ingu á réttindum sínum, nema
að tak'a próf hér og þá var
enskan þrándur í götu, eins
urðu menntamenri að ætta sig
við sömu skilyrði.
Bandaríkjastjórn brást i'i.iög
skjótt við vandamálinu, og
eins ríkisstjórnin í Florída og
Miami auk þess sem uæði
félög og stofnanir buðu aðstoð
sína. Settar voru á stofn sér-
stakar stofnanir sem aðstoðuðu
aðkomumenn með öll möguleg
vandamál, svo sem vinnu og
húsnæðisleit. Sérstakir skólar
voru settir á fót til að kenna
fólkinu ensku. — Til að byrja
með kvörtuðu borgarbúar und
an flóttafólkinu og sögðu m. a.
að Kúbumenn væru háværir
jafnt að nóttu sem degi, jg að
þeir keyrðu bíla sem óðir væru,
og að þeir færu fram á íægri
laun heldur en íbúarnir sjálf-
ir, sem leiddi af sér atvuinu-
leysi. Sumar kvartanirnar
höfðu mikið til síns máls en
aðrar voru aðeins misskilning
ur sem skapaðist er tveir svo
gjörólíkir hópar komu sam-
an. Fyrst í stað urðu fiestir
Kúbumannanna að caka upp
venjulega verkamannavinnu og
það leiddi af sér að þeir voru
viljugir að vinna fyrir lægra
kaupi heldur en borgararnir
sjálfir. Þetta skapaði mikið
vandamál á meðal verkatólks
og í verkalýðsfélögum Enn
kemur það fyrir að atvinnuiaus
ir Kúbumenn undirbjóða vmnu
laun og taka vinnu frá öðrum.
en þó sjaldnar en aður.
Nú er búið að leysa flest vanda-
málÍH á þessu sviði og va. það
gert í fyrsta tagi með þvi að
hvetja flóttafólkið til að tlvtja
til annarra landshluta; op í
öðru lagi með þvi að I*nna
vinnu fyrir þá sem eftn aðu:
og í þriðja lagi vill nú t etta
fólkið fá hærri laun,. eins og
aðrir. til þess að geta i:fað
þokkalegu lífi.
Allir flóttamennimir eru á
sérstökum „pappírum" frá
Bandaríkjastjórn, sem veitir
þeim atvinnuleyfi og önnur
mannréttindi, nema hvað þeir
geta ekki kosið og ekki . :ðið
borgarar, nema að fara úr
landi til þess. Þetta stafai frá
því að allir þeir sem sækja um
innflytjendaleyfi hér í Ö.S.
verða að ganga frá umsóknum
sínum áður en þeir koma inn í
landið. Þannig að þeir sem eru
hér verða því að fara úr landi
til að geta fengið innflytjenda-
leyfi. Fæstir Kúbumenn hafa
efni á slíku, en þeir sem báfa
gert það, fara annað hvort til
Kanada eða Panama. Héi eru
því aðeins um 20 eða 30 þús-
und Kúbumenn sem hafa inn-
flytjendapappíra.
Hér á Miami eru starlandi
mörg félög, sem öll hafa eitt
markmið og það er að „fre;sá“
Kúbu frá Kastró og kommunist
um. Um tíma komst tala þess
ara hópa upp í þrjú hundruð,
en flestir þeiina voru smáir
hópar af flóttamönnu-m, sem
þjáðust af heimþrá og ættjarð
arást. í dag eru flokkarnir
færri, en fjölmennari og aiirifa
meiri. Stærstu hóparnir cru:
1) The Revolutionary Recovery
Movement, eða MRR, sem
stjórnað er af Manuel Artime:
2) Alpha 66 — Second Natíonal
Front of Escambray — People's
Revolutionary Movemeut, petta
voru þrjú samtök sem nu eru
sameinuð í eitt, og er stjornað
af Eloy Gutierrez Menoyo: 3)
Exile Referendum Commiitee,
eða RECE, er fjárhagslega stutt
af Bacardi-romm milljónamær-
ingnum José Bosch, en er
stjórnað af Erneido Olivia 4)
Junta Revolutionaria, eða
JURE, er stjórnað af Manolo
Ray; 5) The Christian Democrat
ic Movement, er stjórnað af
Laureno Batista; 6) Student
Revolutinary Directorate, er hef
ur engan einn foringja. Sumir
vinna þessir flokkar saman en
flestir fara þó sínar eigin göt
ur. og allir ætla þeir sér að
vera fyrstir til að „frelsa foður
landið"
í viðtali við einn af leiðtogum
Kúbumanna, sagði nann að
þessir byltingasinnuðu hopar
byggjust allir við því að fá
aukna aðstoð frá ýmsum S.
Ameríkuríkjum. t'rekar ei frá
Bandaríkjamönnum. Hann agði
að mörg ríki í ft-Ameríku væru
búin að sjá hættuna sem peim
F'-amhalr’ á bls. 13