Tíminn - 26.11.1964, Qupperneq 14

Tíminn - 26.11.1964, Qupperneq 14
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 1964 14 TÍMINN Svar leikhússtjóra Reykjavík 25. nóv. 1964 Einn okkar heiðarlegustu leikdómara, Baldur Óskarsson, sendir mór bréf í Tímanum í dag vegna ummæla minna á umræðufundi um leitehúsmál á sunnudaginn og biður skjring ar, sem mér er skylt og nauð- syn að gefa um hæl. Hann segir sér hafa orðið dálítið hverft við, þegar honum var bent á, að sú aðdróttun hefði falizt í orðuim mínum, að ísle./kir leikdómarar væru að skrifa upp bókmenntalegar sicilgrein ingar erl. gagnrýnenda. Mér varð líka hverít við, pegar ég las í frásögn Vísis af þessum fundi, að ég hefði gefið í skyn, að leikdómarar fengju vizku sína að láni úr erlendum t.íma ritum. Til þess að hér fari ekkert á milli mála og annað sé lesið úr orðum mínum en í þeim felast, vil ég leyía mér að prenta þau hér orörétt „í þessu sambandi (þ.e. í sambandi við nýju íslenzku leik ritin) má minnast á gagmýn endur. Eg harma það stuncum, hversu hin bókmenntalega ana- lýsa þeirra er dýpri og hnit- miðaðri, þegar um erlendverk er að ræða, sem aðrir eru bún ir að fjalla um áður. En inn- lendu verkin er það þeirra að kryfja til botns, og þá er stund um gripið til þess gamla að endursegja efnið. Nú hefur margoft verið um það rætt, að leikhúsin þurfi að vinna miklu meir og lengur að hráum, frum sömdum verkum, en erlenaum, sem þegar er búið að sjóða í einhverju leikhúsinu ytra. Þetta er alveg hárrétt, en sann leikurinn er bara sá, að gagn- rýnendur verða líka að taka á honum stóra sínum, þegar ís- lenzku verkin koma á fram- færi. Þeir hafa líka ábyrgð og taka þátt í þróuninni. Eg vík að þessu hér, vegna þess að ég er ekki enn farinn að sjá bókmenntalega eða sviðsiega analýsu á Brunnum Kolskóg- um eftir Einar Pálsson og er þó búið að fjalla um ieixinn í tvígang. Eg álít að ekki sé hægt að afgreiða það leikrit með neinni fljótaskrift. Þaf er byggt upp sem sviðsvcrk og ekki skrifborðshugieiðingar, þar sem samleikur hinna ýmsu þátta sviðlistar fæðir af sér dramatíska gerandi leiksins og felur í sér hugsun hans engu síður en einstakar orðra-ður persónanna.“ Eg hélt satt að segja, að hér væri skýrt lýst, hvað fyrir mér vakir. Og hér finn ég sjalfur að minnsta kosti hvorki minnzt á ritstuld né erlend tímarit. Nú vildi ég sízt að öllu amast við því, að leikdómarar okkar kynni sér sem bezt þau erlendu verk, sem flutt eru og allt það, sem um þau hefur verið skrifað til skilningsauka, hvort sem þær túlkanir koima heim við' skoðun leikdómarans eða leikhússins, enda tek ég fiam á öðrum stað í þessari læðu minni, að af eigin reynsiu geti ég vitnað um það, að fátt þyki leikuruim og leikhúsfólki vænna um, en þegar leikdómar ar okkar fjalla um verk þess af skilningi á verkefninu En kjarni málsins var líkingin um þá gagnkvæmu ábyrgð, ef ég má svo að orði komast, sem leikhúsin og leikdómarar hafa gagnvart leikritahöfundunum og þar með áhrifa á þróun leikritunar okkar. í ís.enzku leikhúsunum verður að vinna þá frumvinnu að íslenzku leik- ritunum, sem búið er að vinna annars staðar, hvað snertir er lend leikhúsverk Hlutverk leikdómaranna er þarna hlið- stætt, að ég fæ séð, þeir þurfa að fjalla ítarlegar en ella um nýju íslenzku ieikritin, höíund um þeirra og öðrum, sem hug hafa á leikritasmíð til leiðbein- ingar. Erlendis er það t d ekki óaigengt að frægustu höfundar umbreyta leikritum sínum eft- ir að þau hafa hlotið sína fyrstu eldskírn og leikdómarar hafa fjallað þar um. Og því miður er það svo margt í okk ar ungu leikritum, að verkin fara ekki víðar og því fialla ekki aðrir um þau en ieikdóm arar okkar, og það var þetta hlutverk þeirra ,sem ég viidi minna á með orðum mínum. Og hvað snertir Brunna Kol- skóga, þá tók ég þá sem dæmi vegna þess að þar er hin bók- menntalega analýsa ekki ein- hlít. Baldur Óskarsson tekur einmitt til vinsamlegrar athug unar þessa skoðun mína og það er ég honum þakklátur fvrir. Leikhýsin hafa kannski ekki alltaf ítaðið í stöðu sinni, hvað þetta atriði snertir, og hafa teik dómarar bent á það, en þá langaði mig einmitt til að vekja máls á því, hvort rækilegri sam- vinna beggja aðila um þetta mál, sé ekki heillavænlegust og jákvæðust. Með þökk fyrir birtinguna. Sveinn Einarsson fæti fyrir þessi sjálfsögðu mál. Þetta var ekki málefnaleg af- staða. Þetta er aðferð hrossa- prangarans. Hún vakti tortryggni og auðveld aði síður ' en svo samstarf, það hefði verið meira traustvekjandi, ef minnihlutinn hefði sagt: Við látum málefnin ráða, hvað sem líður þátttöku okkar í sambands stjórn eða uppfyllingu á öðrum hjartans óskum okkar. En slík var afstaða minnihluta- forkólfanna ekki, Meirihlutavilji þingsins skykh í engu ná fram að ganga, nema Óskar Hallgrímsson, Guðjón í Iðju og Jón Sigurðsson kæmust í miðstjórn með samn- ingamakki gegn vilja meirihlutans. — Þetta var afstaða þeirra, sem sjálfir skreyta sig nafninu „lýð- ræðissinnar". Á liðnu kjörtímabili stóð bar- átta millí stefnu Alþýðusambands- ins í launa- og kjaramálum og stjórnarstefnunnar, sem ekki fer á milli mála, að er óhagstæð launa stéttunum. Þessi stjórnarstefna er enn óbreytt. Kosningar til Alþýðu sambandsþings snejuist um bað. hvort verkafólk vildi, að baráttu yrði áfram haldið gegn kjaraskerð- ingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Sá vilji reyndist ótvíræður samkvæmt úrslitum kosninganna. Meirihlut- inn á Alþýðusambandsþingi reynd ist 42—50 atkvæði. Hann er því miklu ríflegri en sá meirihluti, sem hæstvirt ríkisstjórn styðst víð til að koma fram „viðreisnar- stefnu“ sinni í þjóðfélaginu. Lýðræðisleg niðurstaða Al- þýðusambandskosninganna var því þessi á mæltu máli: Haldið svo fram stefnunni. Og það verður gerf. Hið nán- asta samstarf verður haft við alla forustumenn verkalýðsfélaga um kaupgjalds- og kjaramálin, svo sem gert var á seinasta kjörtíma- bili. Barizt verður gegn hvers konar tilraunum ríkisvaldsins til að skerða kjör launastéttanna og að ganga á rétt þeirra, hvort sem þáð verður reýnt með gerðardöm’ um, gengislækkúnum, skattaráni eða þvingunarlöggjöf í einhverri mynd. En hins Vegar stendur ríkís- stjórninni áfram til boða samstarf um stöðvun verðbólgu og dýrtíð- ar, svo og um hvers konar laga- setningu til lausnar hagsmuna- málum alþýðustéttanna. Þannig standa mál í meginat- riðum að loknu Alþýðusambands- þingi. Hannibal Valdimarsson. Isafirði til Reykjavíkur. Blaðið átti tal við hann, skömmu eftir að hann lenti hér í Reykjavík. Hann sagðist ekki hafa séð ljósin, en það væri ekki fyllilega að marka. Vegna veðurskilyrða hefði hann orðið að halda sig strangt við fluglínuna milli ísafjarðar og Reykjavíkur og verið i 7000 feta hæð er hann flaug fram hjá Þing eyri og hefði verið mistur svo hátt uppi. STOFNA SAMBAND Framhald af bls. 1. f iskim j öls verksmið j ur, f ry stihús, skreiðar- og saltfiskverkendur, síldarsaltendur o. fl. Stéttarsam- bandinu er ekki stefnt gegn nein- um öðrum samtökum innan fisk- iðnaðarfns, heldur er verkefni þess að gæta hagsmuna aðila sinna í þjóðfélaginu, og vinna að skipu lagningu fiskiðnaðarins í landinu. Fimmtíu aðilar höfðu undirrit- að stofnyfirlýsingu fyrfr stofnfund inn í dag, en þar var mættur fjöldi fulltrúa. Stjórn samtakanna er skipuð níu mönnum og níu til vara. Varðskip raeð siasaðan mann til Patreksfjarðar MB—Reykjavík, 25. nóv. Varðskip kom í dag til Patreks fjarðar með slasaðan háseta af togaranum Agli Skallagrímssyni. Keðja slóst í hendi mannsins fyrir nokkrum dögum og mun í fvrstu álitið að meiðslin væru ekki al- varleg, en í dag var ákveðið að flytja manninn til lands, sem fyrr segir. Héraðslæknirinn á Patreks- firði sagði blaðinu í kvöld að handarbein væri brotið, en líðan mannsins væri nú góð eftir at- vikum. SÍLDIN LÍTIL Framhald af bls 16. — Já, nokkrir bátar, sem voru að koma að austan, urðu varir | við síld út af Ingólfshöfða seintj í nótt, en gátu ekki veitt neitt þá. Þeir munu aftur á móti reyna í nótt — sagði Jakob að lokum. i Þakkað fvrir svar Sveini Einarssyni leikhús- . stjóra þakka ég svar , sem birt- | ist hér á síðunni, og fagna því, ' að hann lagði ekki þá meiningu í orð sín, sem vikið var at í fyrirspurn minni. Lesendur geta nú sjálfir myndað sér skoð un um, hvernig eðlilegt sé að túlka þann kafla úr ræðu leik- hússtjórans, sem hann birtir hér orðrétt, en persónulega dreg ég ekki i efa, að skvring- ar hans á viðátíunni séu rétt- ar. Hins vegar er ég ekki sam- mála öllu því, sem leibhús- stjórinn víkur að í grein sinni, en mun ekki fara nánar út í þau atriði, þar sem ég spurði aðeins um eitt. Uppástungu leikhússtjórans um nánara samstarf leikhúsa og leikdóm- ara ber að fagna Baldur Óskarsson ÍÞROTTIK Framhald af 12 síðu. þings — jafntefli 1—1, 11. Umf.; Keflavíkur Ums. Kjalarnesþings 3—0. í úrslitakeppni í knattspyrnu á landsrhótinu skal telja 2 stig fyrir unninn leik, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tapaðan leik. Verði lið jöfn að stigum, ákveðst röð til landsmótsstiga skv. fjölda fenginna og skoraðra marka í úr- slitakeppm. Náist eigi úrslit á þann hát, ræður fjöldi fenginna og skoraðra marka í undankeppni (fyrri og síðari umferð) úrslitum. (Ffá landmótsnefnd.) Frá flíijmgj Framhald aí 7 síðu. krónur — og er þó sennilega fremur of lítið en of mikið — ef við fáum menn í miðstjórn. En takist ekki samningar um það, skulum víð neyta allrar að- stöðu minnihlutans til að bregða ÞINGEYRARVÖLLUR Framhald af bls. 16. uppsett á flugvelli, en búast má við að kostnaður hafi farið eitt- hvað lítíllega fram úr áætlun. Kerfi þetta var sett hér upp í byrjun mánaðarins, en enn þá hef- ur það ekki verið þrautreynt, þar eð flugvélar hafa ekki lent hér eftir dimmumótin síðan, en áætlun er hingað tvisvar í viku. Hins veg- ar sjást ljós þessi mjög vel að í myrkri, til dæmis sáust þau ágæt lega frá bænum á Mýrum, sem er handan fjarðaríns, þótt skyggni væri mjög slæmt, kvöld eitt fyrir skömmu, þegar á beim var kveikt í tilraunaskyni, og einnig hátt of- ar úr fjalli. Ef ljós þessi .'eynast eins vel og vonir standa til, hafa þau geysi lega þýðingu fyrir allt flug til lít- illa flugvalla, svo fremi veðurskii yrði séu góð á hverjum tíma. Guðbjörn Chsrlesson, flugmaður Vestanflugs, flaug yfir Þingeyri eftir dimmumótin í dag á leið frá VATNIÐ Framhald aí bls. 1. tanka við sumarbústaði, er víða mjög ábótavant og ef til; dæmis það óhapp kæmi fyriri að olíubíll ylti á þessu svæði' og olían flóði út, yrði það hrein asti voði. Svo ég vitni aftur til Svíþjóðar, þá eru þar mjög víðtæk iög í gildi urh verndun grunnvatns, en ég veit ekki til að hliðstæð lög séu til hér- i lendis, þó ég vilji.ekki alveg fullyrða um það, en alla vega | er þá mjög nauðsynlegt að þeim sé framfylgt út í yztu æs- ar, því það gildir hér sem víð- ar, að það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dott- ið ofan í.“ j Við spurðum Jón, hvar þetta ' sprungusvæði væri, landfræði- lega. Hann kvað það ganga frá SV-enda Elliðavatns og suð- vestur eftir, skammt vestan við Kaldársel, þar hverfur það undir yngri hraun en kemur aftur fram vestan í Sveifluhálsi og vestan við Viðhraun. Norð- ur úr Elliðavatni heldur sprungusvæðið áfram. Vestasta meginsprungan myndar hjall- ann milli Elliðavatns og Rauða- vatns Frá Bullaugum gengur sprungan- yfir Grafarholt og svo yfir vestanvert Úlfarsfell. Jón kvaðst hafa rætt þetta mál nokkuð á þingi norrænna vatnafræðmga í sumar og þá hafa lagt fram kort, sem hann hefur undanfarin ár unnið að á vegum Vatnsveitu Reykja- víkur, en Vatnsveitustjóri, Þór- oddur Sigurðsson, hefði jafnan fylgzt með mikilli athygli með þessu vandamáli. STANLEYVILLE Framhaia ai z síðu. sókn í Iran, en sneru heimleiðis þegar í morgun. Paola prinsessa reyndi að hugga belgísku flétta- mennina, sem komu með vélinni. Það leið yfir eina unga konu, er hún steig á flugvöllinn, en eigin maður hennar og þrjú börn voru s'kotin í Stanleyville. 14 ára gömul skólastúlka, sem hafði verið í haldi í mánuð, sagði, að ekki hefði verið farið illa með sig og skólasystur sínar, en kenn urunum, nunnunum og prestinum var misþyrmt. Ungum verkfiæð- ingi, konu hans og dóttur var dag lega í þrjá mánuði hótað öllu illu, jafnvel slátrun og áti. Öllum bar saman nm að síðustu fjórir dag arnir hefðu verið vestir. HANDRITIN Framhald af bls. 1. Hér heima hljóta menn óneitan- lega að velta því fyrir sér, hvern- ig á því stendur, að þessir listar eru birtir á þennan hátt. ef þeir eru til, en á því hefur raunar ekki fengizt nein staðfesting. Hljóta menn að draga þá ályktun að freklegt trúnaðarbrot hafi ver íð framið í dönsku ráðuneyti, til þess að leggja æsingamönnum, er berjast gegn íslendingum í þessu máli, vopn i hendur. Virðast ein- hverjir starfsmenn þar með því merki brenndir. að ekki sé rétt fyrir íslenzka embættismenn að eiga við þá neina samninga, sem einhver trúnaður eigi að vera bund inn við, þar eð beir virðast ekki hika við að bregðast honum, ef þeir geta liðsinnt æsingamönnum, sem eru óvinveittir okkur. GAGNRYNA Framnam u z síðu. og sú, sem fórst, lenti fyrir nefnd- ina á vellinum Barkákra-flugvöllurinn er her- flugvöllur, en er til afnota fyrir farþegaflugvélar. Öll nauðsynleg lendingartæki, sem eru á öðrum flugvöllum, eru ekki á þessum velli. Formaður nefndarinnar sagði á blaðamannafundi í gær- kvöldi, að engin ástæða væri til að ætla, að nauðsynlegar lend- ingarráðstafanir hafi ekki verið gerðar á flugvellinum, ekki fyrr en annað hefði verið sannað. Alls hafa 50 manns verið yfirheyrðir í sambandi við slysið, en í því fór- ust 31 maður. Slæmt skyggni var, er þetta gerðist. Kópavogur HjóIbarðaverkstæSið Aifsbólsvegj 45- Opif) aiia daga frá kiukkao 9—23. Ti! sölu Stigin Singer saumavél, í fyrsta flokks ásigkomu- lagi. sem ný, er til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar í síma 13720 j eftir kl. 5.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.