Alþýðublaðið - 07.05.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1954, Blaðsíða 4
 ALÞVÐUBLAÐIÐ Föstudagur 7. maí 1954» Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgtamtítaR Hxntiibcl Valdimcrssaa MeSritstjóri: Helgi Sæmusdssos. Fréttastióri: Sigvaldi Hjálmarsson. BlaSamenn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjórl: Smma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- dmi: 4906. Afgreiöslusími: 4900. Alþýöuprentsmiðjan, Hv|. 8—10, Áskriftarverö 15,00 á mán. í lausasölu: I.ÖO. Hvemig hefði það ávarp orðið? FRÁ í*VÍ var skýrt hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum, að fulltrúi Sjálfstæðisfiokksins í 1. maí-nefnd hefði verið bú- inni að undirrita 1. maí-ávarp- ið, en síðan hefði hann gengið frá undirskrift sinni og þurrk- að' uúdirskrift sína út, til þess knúinn af þólitískúm húsbænd um sínum í Sjálfstæðisfiokkn- uni. Út af þessum upplýsingum Alþýðnblaðsins er skemmti- lega vitlaus grein í Morgun- fola'ðinu í gær. Nú hefði verið eðlilegast, að Morgunblaðið héfði lýst þessar upplýsingar Alþýðublaðsins ó- sannar, ef þær væru ekki sann leikanum samkvæmar. En það ber Mogga-tetur ekki við. Hann emjar mikið og ámát- Iega um kúgun í sambandi við þetta. Þess vegna leyfist oss að spyrja: Var fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins fyrst kúgaður af kommúnistum til að skrifá undir — og síðan af Sjálfstæð- isflokknum til a‘ð sfriká riáfnið út? Ef sagan er svona ljót, ligg- ur við, að mcnn komist við. En hafi maðurinn liins vegar skrifað undir af frjálsum vilja, er ekki svo undarlegt, að þess væri óskað, að efnið í ræðu Sjálfstæðisflokksfulltrú- ans yrði í anda ávarpsins, enda þá ckki svo útlátamikið. Sagan um, að kommúnisíar hafi einir ráðið efni og orða- lagi ávarpsins, er sannast að segja ekki trúleg. I»eir voru þó ekki í hreinum meirihluta í nefndinni. Hins vegar hefur sjálfsagt enginn cinri flokkur ífengið a'ð hafa ávarnið aíger- lega eftír eigin höfði. Auðvit- að verða menn að sætta sig við málamiðlun, þegar margir með ólíkar skoðanir eiga hlut að slíku plaggi. En vafalaust hefði það orðið skrítíð 1. maí- ávarn, sem í einu og öllii hefði erðið Sjálfátæ'ðisflokknum áð skani. ÓTíkIegt má telja að þar hefði verið fast að orði kvéðið mm kjarabætur verkalýðnum til handa. Geta menn t. d. hugs að sér, að har hefði verið kraf- izt sömu launa fyrir konur og : karla, — en það mál hefur , Sjálfstæðisflokkurinn drenið á tveimur þingum? — Ólíklegt verður það a'ð teljast. Mundi í eslíku ávarni hafa verið krafizt bættra kiara og lögfesting á 12 stunda hvíld togarasiómanna? Mundi bar hafa verið krafizt 1 lausnar á vandamálam togara- liðanna? — Áreiðanlega ekki. Eða hefði þar verið heimtað þriggja vikna orlof fyrir verka fóík? Að minnsta kosti var það máí ekki baráttumál Sjálfstæð isflokksins á síðastliðnum vetri. Þannig mætti lengi telja hvert málið á fætur öðru. Þa'ð er nefnilega ömurleg saga, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem tekur þátt í að stjórna AI- þýðusambandi íslands, virðist Iíta á það sem sína helztu skyldu og köllun í samstarfinu að drepa hvert það verkalýðs- mál, sem á alþingi er flutt. Á slíkur flokkur að njóta trausts verkalýðsins, á slíkur flokkur að taka þátt í stjórn heildarsamtakanna, á slíkur flokkur að ráða efni og orða- lagi í ávarpinu 1. maí og móta þannig baráttukröfur dagsins? — Nei, auðvitað ekki. Við höfum reynsluna af þess um, flokki. Við hann hefur öll verkalý’ðsbarátta frá fyrstu tið vcrið háð. f hvert skipti sem verkalýðurinn á sjó eða landi hefur lagt út í baráttu fyrir bættum kjörum, hefur Verið Sjálfstæðisflokknum að 'mæta. Þá hafa atvinnurekendasam- tökin og flokksapparat Sjálf- stæðisflokksins beitt alefli gegn verkalýðssamt.ökunum og Morgunblaðið beitt klóm og kjafti til að rógbera og níða menn og málefni verkalýðs- sámtakanna. Þetta er sagá, sém sífellt endurtekur sig. Um árajtugi hafa blarattu- menn verkalýðssamtakanna háft það að leiðarvísi, hvernig Mörgunbla'ðinu lægi or® til þeirra. Þégár Morgunblaðið ærist og tryllist og eys úr skál um réiði sihnar yfir eínhvern, veit hann fyrir víst, að hann er á réttri leið. En þegar Morg unblaðið gerir við mann gæl- ur, lofar ménn fyrir vitsmuni, gætni og sanngirni, þá hafa okkar gömlu baráttumenn jafn an staldrað við og spurt sjálfa síg: Hvaða bölvaða vitleysu hef ég nú gert? — Og þessi Ieiðarvísir hefur ávallt reynzt ówrigðwlik — 'Hann er því í fullu gildi enn í dag. Síríðandi verkalýðshreyfing hefur hvergi í veröldinni sam- starf og bræðralag við >lokk eða stéttarsamtök atvinnurek- enda. — OG VIÐ HVAÐ VÆRI ÞÁ LÍKÁ AÐ STRÍÐA, ef þessar andsíæ'ður gagn- stæðra havsmuna hefðu gengið undir jarðarmen? Ungir menn, sem íhaldið leggur undir vangann og Iofar á hvert reini, ætíu að hugsa sig um. Það hefur ekki alltaf vefið bczta raun í veröldinni, hegar blíðmæli og yfirborðs- á«tóð hafa verið innsigluð MEÐ KOSSI. Alþýlubligið vantar unglinga til að bera blaðið til kaupenda i KÓPAVOGSHREPPI Talið við afgreiðsluna. - Sími 4900 Guðrún Brunbor FYRIR nokkru br.rst mér í hendur bók nokkur, óvenju- lega vönduð og. giæsileg að ytra útliti. Ég hef nú lesið bók ina og komizt að rauri um, að efni hennar og meðferð þess er hinum glæsilega búningi fvlli lega samboðið. Þetta er bókin „Frumskógur og íshaf“, eftir norska vísindamannínn, ferða- langinn, kvikmyndahöfundinn. rithöfundinn og ævmtýramann inn Per Höst. Hjörtur Halldórs son menntaskólaker.nari hefur þýtt bókina, og er nafn hans trygging fyrir því, að ekki sé um neina, handahófsvinnu að ræða, enda er hún á góðu máli. Frú Guðrún Brunborg gefur bókina út af þeirn myndar- brag og stórhug, sem einkenn- ir þá góðú og miklu huesjóna- konu. Prentsmiðjan Oddi h.f. hefur annazt prentun, en Na- tionaltrykkeriet í Osló mun hafa amiazt prentim litmýnda þeirra, sem prýða bókina, og eru hinar fegurstu. Þá er og fjöldi annarra mynda í bók- inni, og eru myndirnar alls á annað hundrað. Svipur bókar- innar einkennist allur af meiri menningu og list heldur en tíð ast er um íslenzkar bækur, og hefur þó mörg vönduð bók komið hér út að undanförnu. Og efni það, sem bókin fjall- ar um, er og óvenjulega fræð- andi og skemmtilegt. Segir höf undur þar frá ferðum sínum norður í heimskautsísinn og um frumskóga Mið- og Suður- Ameríku, og dvÖl sinni þar meðal afskekktra Indíánakyn- flokka, sem þar búa, enn að mestu ósnortnir af hinni svo- nefndu heimsmenningu. Öllum þeim, sem ánægju og yridi hafa af ferðasögum og ævin- týrum djarfra manna, er kanna ókunnuga stigu, er þetta ák.iósanlég bóki Höfund- urinn kann ekki síður að segja frá með penna sínum en kvik- myndaiökuvélinni, frásögn hans er öll látlaus en fjörleg, og margir kaflar bókarinnar einkar skemmtilegir. Per Höst er hámenntaður vísindamaður, sem hefur lagt ffiörva hönd á maret og viða farið. Hann er fæddur í Osló 1907, nam náttúrufræði við há rkólann í Osló og valdi sér dýrafræði að sérgrein. Gerðist hann snemma mikilvirkur x fræðierein sinni, gaf út fjölda vísindaleera riteerða og vann að fiskirarnsóknum og athug- unum á lífi siávardvra. Lagði síðan einkum stund á fugla- og sn.pndvrarannsóknir og er veieamesta starf hans í sam- bandi við rannsókn á lífshátt- uni íshiafssela. Auk bess hefur hann haft með höndum mikl- ar rannsóknir á dýralífi norska hálendisins. Per Höst hefur ferðast víða um Norðursíshafið í sambandi við rannsóknir sínar. Um skeið var hann starfsmaður við Am- erican Museum of Natnral Wig tory í New York og um nokk- urt tímabil veitti hann for- st.öðu líffræðirannsóknastöð í Florida. Þeear styrjöldin brauzt út, gekk harm í norska flugiherinn, og starfaði fvrst og fremst að kvikmvndatöku, oe að stríði loknu eafst honum t.ækifæri til að notfæra sér þá revnslu og kunnáf.tu, er hann hsfði öðlazt í kvikmvndágerð. Fór hann leiðangursferðir í bví skvni um M:ð- og Suður- A,me’'íku, og tók þar kvik- myndir úr frumskógunum og * eflir Per Höst Guðrún Brunborg og Per flöst. af lifnaðarháttum Indíána, er gert hafa hann írægan víða rnu. heim. í fyrra gerðu þeir út íeiðangu^ til Galapagoseyja, hann og Thor Heyerdal, sem heimsfrægð hlaut fyrir Kon- tikileiðangur sinn og bók, sAa um hann. Tók Per Höst þar kvikmyndir af landslagi og dýralífi, og bíða þeir, sem séð hafa fyrri slíkar myndir Hösts, hennar með óþreyju. Snilld Per Höst í þeirri grein er íslendingum ekki með öllu ókunn, þár eð hann gerði kvik myndiha „Noregur í jitúm“, sem frú Brunborg sýndi ýíðs vegar hér á landi árið 1948. Meðal almenniífgs héfur Per Höst þó hlotið mésta frægð fyr ir bók bessa, en hún héfur þeg ar ver;ð gefin út í þrettá.n þjóðlöndum og þýdd á tólf tungumál. Þarf ekki að efa, að hún verði mikið keypt og les- in hér, — og víst er um það, að fallegri og heppilegri tæki- færisgjöf mun vandfundin í bókaverzlunum okkar, bæði íuilorðnum og ungum. Þess þarf varla að geta, að allur á- góði, sem af útgáfunni kann að verða. rennur í styrktar- sjóði þá, sem útgefandinn, frú Guðrún Bruriborg, hefur stofn að til hand.a íslenzkum stúd- entum, er nám stunda í Nor- egi. .•— en á bví sviði hefur hún lyft því Grettistaki, sem fáir munu eftir leika. Bókin er höfundinum til frægðar og hverjum bókayini til fróðleiks og augnavndis og útgáfa henn- ar öllum. sem þar hafa að únri- ið, til sóma. — eri þó fyrst og fremst úteefándjanum, sem ekk eft hefur til sparað, að hún mætti verða sem bezt úr garði gerð. L. Guðmundsson. Hvað viflu verða! Bók, gefin út að tilhluian Fræðsluráðs Reykja- víkur, eftir Ólaf Gumiarsson. .. Þessi litla bók er einkum ætluð unglingum, ,sem eru í þarin veginn að ljúka skólanámi, og háfa ekki ákveðið hvað gera skuli að ævistarfi. Störfin í þjóðfélaginu verða æ fleiri og mai'gbrotnari, og er því mikil þörf á því að unglingum gefist kostur á að afla sér sem mestrar fræðslu um þau. Aðrar mennmgarþjóðir hafa skipulagt víotæka starfsemi til þess að kynna unglingun> stvinnulífio og leiðbeina þeim um stöðuval. Við íslendingar erum enn éftirbátar á þessu sviði tíl að flytja unglingum nokkra fræðslu, sem að gagni megi koma í sambandi við eitt vandasamasta val ævinnar — val ævistarfs. • í bókinni er nokkur greín gerð fyrir 99 störfum í þjóð- félaginu, og fylgir fjöldi mynda til skýringar. Bókin kostar 15 krónur. Bókaverzlun Isafoldar Karlakórinn Fóstbrœður. Kvöldvaka ( K A B A R E T T ) í Sjálfstæðishúsiim í kvöld khikkan 9. D a íi s , — bráðsmellixir gamanþættir, cftir- hermur og söngur. Ef þið viljið skemmta ykkur virkilega vel, þá komið á kvöldvöku Fóstbræðra. Aðgöngurrrrsár seldir í Sjálfstæðisbúúnu í dag kl. 2. — Borð tekin frá um leið. — Sími 2339.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.