Alþýðublaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 4
XLÞYDUBLADID Í»rl8judaguí' 25. maí 1S54 Útgefandi: AlþýðuflokkurlotQ. Ritstjóri og ábyrgöarmiBisr: Hundbcl Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sœmundssox. Fréttcstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðatoema: Loftur Gað- mundsson og Björgvin Gnðmandsson. Auglýsingastióri: Imnn Möller, Ritstjórnarsímar 4901 og 4902. Auglýsings- «ími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hrg. 8—10. ÁskriftarverS 15,00 á mán. 1 lausasölu: 1,00. McCarfhy-isminn fil umræð FYRIR nokkrum dögrnn birti, Tíminn fregn frá norræna ! Maðamannamótinu, sem þá stóð yfir í Kaupmannahöfn. — I fregninni var skyrt frá nokkr um atriðum ár framsöguræðu Per Monsens, fonnanns norska Maðamannasamibandisinis. Er svo að sjá sem McCarthyisminn og ábyrgð bláðanna á sannleiks gildi frétta sinna hafi verið til uinræðu. Tíminn hafði eftirfar aiidi ummæli eftir Per Monsen: „Mc Carthy öldungardeildár þingma'ðiur mundi aldrei hafa náð isvo langt, sem raun hefur ©rði® á, ef blöð Bandaríkjanna hefða ekki hmgðizt skyldu sinni. Amerísk blöð sjá fyrst og fremst „gott efni“ í kommún- Isfaveiðum og ákæram Mc Cart hys,“ sagði Monsen cnnfrem- ur, „og slá þeim síðan upp með stórum fyrirsöghum á forsiðum. felaSanna undir yfirskini blut- lægni og hluÉley'sis. Ef blöðin hefðu flett ofan af ö 1 d u n gi> vde 11 d nTj'i i n gi n n n n\- lumt og SAGT SANNLEIKANN um starfsaðferðir hans, tnyndi það hafa forðað bæði Bandaríkjun- um og okkur frá margskonar vandræðum.“ Þetta eru ummæli merks Maðamanns, og munu flestir/ blaðamenn lýðfrjálsra landa vera honum sammála í einu og öllu. Það, sem gerzt hefur í Ame- ríku er þetta: Að blöð Republik ana, þ. e. fhaldsmanna í Banda- ríkjunum, hafa sífellt verið að birta æsifregnir af störfum rannsóknarnefndar Mc Carthys • öídungaírd(eilda^í»ingmanns. )— ' Fréttimar vora alltaf um það, að demókratar í þýðingarmikl- um stöðum væra annaðhvort ‘ kommúnistar eða aðstoðarmenn þeirra. Þannig hafa blöð Repú- blikana hváð eftir annað haldið feví fram, að Roosevelt forseti hafi ekkent verið annað en kommúnisti. A sama hátt var • líka reynt að koma kommúnista ' Stimpli á Traman forseta, og ‘ hví haldið fram, að hann hefði haldið verndarhendi yfir fjölda embættismanna, sem verið ' hefðu kommúnistar eða njósn- arar fyrir þá. Nú iseinast hafði Mc Carthy f jölda manna í æðstu stöðvum hersins fyrir sökum om kommimisma, en með því > tiltæki virðist hann hafa ispennt bcgann heldur hátt, því að • eins og stendur á Mc Carthy mjög í vök að verjast, og hafa 1 tugir þúsunda kjósenda í kjör- Ræða Asgeirs Asgeirssonar forsefa Islands: dæmi hans krafizt þess, að hann veri|l sviptur þingmennsku vegna þessa ofsóknaræðis, sem varpar skugga á Bandaríkin út um allan heim. En einmitt þegar Mc Carthy- isminn er á fallanda fæti í ÁmerÍku, er Iiann alvarlega að skjóta upp kolljnum hér á landi. Að vísu hefur Morgun- blaðið lengi stundað þá iðju, að beita andstæðinga sína konuhúnistabrigzlum, og reyna að tortryggja frá.. sem föðurlandssvikara og eríndreka erlends stórveldis. En nú hefur Morgunblaðinu borizt liðssíyrkur. Flugvállar- blaðið, sem Moggi viðurkenn- ír „að styðji J-á utanríkisstefnu, sem mörkuð var, er sjálfstæ'ðis menn fóru með þau mál“, hef- ur hafið svæsna árás á sjálfan utanríkisráðherrann, dr. Krist- in Guðmundsson, og sakar Fi«gv;ilfarbíað.ið utanríkisráði- herrann um, að senda njósnara inn í herstöð Atlantshafsbanda lagsins og fleira af slíku tagi. Orðrétt voru ásakanir hlaðs- ins á ráðherrann og ráðuneyti hans. á þessa leið: „A íslandi eru þeir (þ. e. kommúnistar) studdir við iðju sína af stjórnarvöldum lands inis, með því að ráðuneyti utanríkis. og varnarmálanna, sendir njósnara sem launaða starfsmenn inn í hersíöð j Atlantshafsbandalagsins, held j ur þar pólitískum Mífiskildi , sínum yfir þeim og stofnar j samtökum frjálsra þjóða £ ó- j fyrirsjáanlega hættu.“ | Þegar Fíugvalf arhlaðið liafði varpað þessarj sprengju gegn ráðherranum, spurði Tíminn, hvort forvígismenn Sjálfstæð- isflokltsíns legðu blessun sína yfir þessi skrif. í fyrstu þagði Moggi, en í fyrradag lagði hann blessun sína yfir árás FíugvalL | arblaðsins. ! Hefur Tíminn nú slegið þvl föstu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið upp starfsaðferðir Mc Cartþys, og telur það vera sóma fyrir rain sóknarflokk- Inn, að verða fyrir slíkum ©f- sóknum. Hlýtur eitthvað sögu- legt að gerast á næstunni í viðureign stjórnarflokkarma út af þessum málum. Verður sjálf sagt að bíða átekta um það, þar til utanríkisráðiherrann kemur heim, en hann hefur verið erlendis, mc-ðan þessir at burðír gerast. Trausfir Góðir íslendiTigar! Ég hef orðið við beiðni stjórnar áburðarverksmiðj. unnar um að leggja horn- stein hennar, og er því lok- ið. ...Traustir sbulu horn- steiinar hárra sala,“ kvað Jónas, og er það öllum vit- að, að unddrstöðuna þarf vel að vanda. En hér er „horn- steinninn" lagður síðastur, og virðist mér það jafnvel vel til fallið, þegar urn er að ræða fyrirtæki, þar sem ríckkur vafi get.ur legið á um það, hvernig tii tekst um fyrirkomulag og afköst. TÁKN OG VÍGSLA Lagning „hornsteins" er nú orðið nánast tákn og vígsla. Og sú vígsla fer nú íram þegar sýnt er, að allt hið margþætta kerfi starfar á þann hátt, sem fyrinhugað var, tefknað og útrsiknað- Það sýr.ir og sannar, að traustur grundvöllur hefur verið iagður. Það ber vott um „hornrétt11 starf meistar anna. og þá er full ástæða til, að fagna og leggja hinn táknlega hornstein. Svo hefðj Njáll gert, sem fyrstur hér á landi bar skarn á hóla. .Og táknlegt er það einníg, að þessa athöfn ber upp á sjálfan gróandann, því að hin hfeilaga vígsla fer fram þar sem bóndinn dreífir á- burðinum yfir jörðina og hin skapandi öíl taka til starfa. .NÝR KAFLI HAFINN Allur iðnaður og iðja hef- eina ur farið stórlega vaxandi í landinu hina síðustu ára- tugi. en hér er í fyrst.a sinn stpfrað til stóriðju. Hér hefst nýr kafli í iðnsögu landsins, Því fö-anum vér öll af heilum huea. Og þó er ekki svq ýkialamgt síðan að „stórjðja" hafði ekki á sér sem bezt orð. Það stafaði frá upphafstímum véiaaldarinn- ar, þecfar starf?menn’>nir voru réítlsusir hrælar fiár- rnasT-'i'ns. En vaýánái rnann fjöMí reis upp og sagði við bsnman 1"ug?i.ma’’hát+: ,.Þú hiéitir G:litru'tt!“ Osr nú dreg ur entT’nn í efa, að .-átv'nnu- vegirrir s'éu mannsins vegna Því asttim vér i ein- lægni ' fagn-að hir.u fyrsta spori út á brautir st6r:ðj- unnar. Orkan er tíl hér í landinu. jöíunafl. Vandinn er sá einn að finna því hæfi leg verkefni. GUFUNES RREYTT UM SVIF Vér erurn fámenn þjóð, og völdum ekbi hinitm stærs-tu verkefnum;, nema allir leggi saroan. „Sterkur fór um veg, þá var st.éini þungum iokuð leið fyrir; ráo at hann kunn, þó ríkur sé. og hefðu þrír um þokað,“ Það eru samtök allrar þjoðarinnar, sem hafa þokað þessu verk- smiðjumáii áfram þangað „þar sem nú stöndum vér ‘. Sá sem ekki hefur komið hér tvö síðustu árin, mun varla þekkja Gufunesið aft- ur fyrir sama stað. Slík af- köst í byggingariðnaði hafa ekki þekkzt áður, hér á 1 and-i. FYRIR EINA OG ALLAR Að vísu er forsagan löng og margir ágætir forustu- menn, sem ég skal hvorki nefna né gera upp á milli, en það eru einhuga samtök þjóðarirmar á a!þingi, sem hafa reist þessa stofnun til hagíbóta fyrir landbúnað ög þióðar'heild. Það, sem hér ér unnið fyrir eina stétt, kem- ur öllum áð nótum. LJÓS HIN LOG.ASKÆRU ■ „Bera bý bagga skoplítinn hvert að h'úsi heim en það- an koma Ijós hin Iogaskæra á al-tari hins göfga guðs.“ Það finnst máske einhverj- um full hátíðlegt, að vitna í þetta undurfagra Ijóðalags- vers í sambandi við áburð- arverksinfðju, en Jónas orti það um atkvæðisréttinn og endurreisn alþingis, og það á við bæði samkvæmt efni og uppruna,- hvenær sem vér gleðjumst sameiginlega yíir alþjóðar átaki og af- r-eki. HÖFUÐSKEPNUR BEIZLAÐAR Áburð er ekki að foragta! Höfuðskepnurnar, vatn, loft og orka hafa hér verið beizi- aðar til þjónustu við mold- ina, gróandann, Búkollu og Ljómalind, landsins börn og íslenzka men-ningu. Eg árna áburðarverk- snxiðjunni allra heilia í starfi fyrir land og lýð. Islandsgíímao Armann m Amerísklr Barnahaffar Verzl. Eros, Hafnarsíræti Sími 3350. ÍSLANDSGLÍMAN var háð í 44. sinn á sunnudag í íþrótta húsinu að Hálogalandi og hófst kl. 4. Skráðir voru til leiks 11 keppendur, 7 úr Ungmennafé- lagii Reykjavíkur og 4 úr Ár- manni, en einn keppendanna, Ármenningurinn Ingólfur Guðnason, mætti ekki til leiks. Annar Ármenningur, Krist- mundur Guðmundsson, hætti seint í glímunni vegna meiðsla. Glíman fór ágætlega fram, og mun þetta vera bezta glímu- keppni, sem hér hefur sézt um nokkurra ára skeið. Glímu- stjóri var Guðmundur Ágústs- son, en yfirdóm.ari Kristmund- ur Sigurðsson og meðdómarar Grímur S. Norðdahl og Skúli Þorleifsson. Erlendur Ó. Pét- ursson, formaður KR, setti mót ið og sleit því, en Benedikt G. Waage, forsetl ÍSÍ, afhenti sig- urvegurunum verðlaun. ÁRMANN f SÉRFLOKKI Ármann J. Lárusson úr Ung- mennafélagi Reykjavíkur bar mjög af keppendunum. Hann lagði alla mótherja sína og hlaut 8 vinninga. Ármann hef- ur- aldrei glímt betur en í gær, glíma harís einkenndist að þessu sinni af hraða og snerpu og mikilli karlmennsku. Sér í lagi vakti athygli, h.versu Ár- mann er fjölhæfui- í vörnum og öruggur. Hann er áreiðan- leg.a orðinn einn snjallasti glímumaður okkar Islendinga, þó að miðað sé við gömlu kapp ana. j - Úrslit glímunnar urðu ann- ar,s þau, að Ármann J. Lárus- son úr XJMFR hlaut 8 vinninga eins og fyrr getur, Gísli Guð- mundsson úr Ármanni 7, Ánt- on Högnason úr Ármanni 6» Gunnar Ólafsson úr UMJ'R 5, Karl Stefánsson úr UMF-R 4, Guðmundur Jónsson úr UMFR 3, Erlendur Björnsson úr UMFR 2, Hannes Þorkeissoa úr UMFR 1 og Gunnar Guð- mundsson úr UMFR 0. Krist- mundur Guðmundsson úr Ár- manni hafði hl-otið 2 vínninga og fengið 5 byltur, þegar hann gekk úr glímunni. FRAMMISTAÐA KEPPENDA ’Gísl-i Guðmundsson glímdi af ágætum og er í augljósri framför. Hann er snarpur í sókn og verst frækilega, en fceitir stundum helzt til mikilli lei|c~ fimi. Gísli er fjölhæfur og skemmtilegur íþróttamaður og- hefur lagt mikla og góða stund á glímuna. Anton Högnason er þrautvanur glímumaður og not ar tækifæri til sigur-s flestum öðrum betur, en er niokkuð þungur og stundum skapríkur um of. En brögð han eru hrein og örugg, þegar hann vandar sig, og maðurinn gliminh í gömlum og góðum skilningi orðsins. Gunnar Ólafsson gat sér g'óðan orðstír, en er helzt t-il hæggerður og stundum: eins og óviðbúinn, þegar mikið er í Framhaid á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.