Tíminn - 16.12.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.12.1964, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGTJR 16. desember 1964 TÍMINN 15 VERDISKIPTI ER HAFI SJÁLFS- STJÓRN í SÉRMÁLU Eins og áður hefuir verið skýrt frá í blaðinu, hafa þeir Karl Krist- jánsson og Gísli Guðmundsson flutt tillögu til þingsályktunar um skiptingu landsins í fylki, er hafi sjálfsstjórn í sérmálum. Hér fer á eftir tillagan og greinargerðin, sem henni fylgir: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að skipa á árinu 1965 i tíu manna nefnd til þess að at- j huga og rannsaka, hvort ekki sé j rétt að skipta landinu í fylki með sjálfstjóm í sérmálum. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu, að þetta sé rétt, skal hún gera til- Iögur um fylkjaskipunina. f fylkjunum verði fylkisþing og fylkisstjórar, er fari með sér mál fylkjanna og taki þar með við nökkru af störfum Alþingis og ríkisstjóramar, enda verði í til lögunum ýtarlega um það fjallað, hver sérmálin skuli vera og eftir Ihvaða reglum fylkin skuli fá ríkis fé til ráðstöfunar. Fjórir nefndarmennirnir skulu skipaðir eftir tilnefningu þing- flokkanna, einn frá hverjum flokki. Aðrir fjórir skulu skipaðir sam kvæmt tilnefningu landsfjórðung anna, einn frá hverjum fjórðungi. í þeim landsfjórðungum, sem hafa Fjórðungssambönd og fjórð- ungsþing skulu pienn þessir til- nefndir af fjórðungsþingunum, en annars af sýslunefndum og bæjar- stjórnum sameiginlega í fjórðungi hverjum. Reykjavík tekur ekki þátt í til nefningunni með sínum landsfjórð ungi, en borgarstjórnin tilnefnir einn fulltrúa af hennar hálfu. Félagsmálaráðuneytið skipar tí- unda manninn í nefndina, án til nefningar, og er hann formaður. Nefndin skili áliti og tillögum svo fljótt sem henni er unnt. Kostnaður við störf nefndarinn ar greiðist úr ríkissjóði. í greinargerð segir: » Á næsta ári eru 1000 ár liðin síðan hin forna skipting landsins í landsfjórðunga var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxar- á. Sú skipan hélzt um aldir, og enn er allríkt í hugum manna að vilja lita á landsfjórðungana sem einhvers konar sjálfstæðar heild- ir, þótt nú í seinni tíð hafi fólksfjöldahlutföllin mjög rask azt milli fjórðunganna og am stjórnarfarslegar heildir hafi ekki verið að ræða. Strsumurinn til Reykja- vékur. Öllum hugsandi mönnum um \ framtíðarhag þjóðarinnar er orðið | það mikið áhyggjuefni, hve þung; ur, áhrifanukill oa óheillavæn- : legvr sá straumui er. sc-m ner, íofkið til bú'etu í hofuðborg lands ins og hennar grsnn-l Irá rtðrum landsvæðurn. Sú búscturöskun er blóðtaka og máttariöiaun íyrir bá landshluta, er fólkið missa, en Reykjavík ekki ávinningur að' Þingsályktunartillaga þeirra Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar sama skapi, nema síður sé. Margt hjálpaðist að við að efla þennan örlagaríka straum. Sam dráttur valdsins er ein af höfuð- ástæðunum. Allt ríkisvaldið er að heita má staðsett í Reykjavík. íslendingabók segir frá því, að hinn málsnjalli Breiðfirðingur Þórður gellir hafi beitt sér fyrir sikptingu landsins í fjórðunga. Þar stendur skráð í því sambandi: „Þá taldi Þórður gellir tölu um at Lögbergi, hve illa mönnum gegndi at fara í ókunn þing at sækja of víg eða harma sína, ok taldi, hvat honum varð fyrir, áður hann mætti því máli til laga koma, ok kvað ýmissa vandræði mundu verða, ef eigi réðusk bæt ur á.“ Sagan endurtekur sig. Segja má, að saga sú, sem Þórður talar um, endurtaki sig á 20. öldinni, þótt ástæður hafi breytzt og menn þurfi ekki leng ur að mæla eftir frændur sína, er vegnir hafi verið, sem í forn öld. Mönnum reynst langsótt og oft ekki harmlaust að leita sam- félagsréttar síns og nauðsynlegr ar og réttmætrar aðstoðar til vald- stöðva ríkisins í höfuðborginni, eins og nú verður að gera í allt of mörgum efnum. Þetta færist ört í aukana eftir því, sem þjóðfélag ið þróast til fjölþættra samfélags og framkvæmdavald ríkisins nær til fleiri málaflokka. Það getur verið örðugt að koma á framfæri hjá opinberum stofn- unum og embættismönnum ríkis ins í Reykjavík sérsjónarmiðum landshlutanna og þeirra, sem eiga heima fjarri höfuðborginni. Ná- kunnugleiki valdhafanna nær eðli legða alls ékki til þeirra. Á þá löngum við, þó að í lýðræðis landi sé, gamli málshátturinn: „Það er löng leiðin til keisarans“. Samþjöppun valdsins. Annað er þó ekki síður um- hugsunarvert í þessu sambandi. Samanþjöppun þjóðfólagsvaldsins og framkvæmdastofnana þess í Reykjavík dregur til sín eins og segull fólk, sem nútíminn þarfn ast alltaf meir og meir: sérfræð- inga og kunnáttumenn, sem mennt un hafa hlotið til starfs, svo og marga aðra, sem af einni eða annarri ástæðu telja sig hafa skilyrði til forustu eða einhvers konar frama í félagsmálum, við- skiptum, atvinnulífi, lærdómslist um og vísindum. En að sama skapi vex hættan á því, að fólk skorti í þessum efnum annars staðar í land inu. Dæmi um þetta eru deginum ljósari. Sóu athugaðar húsetubreytingar innan þióðfélagsins síðustu ái, virðist giögglega mega sjá, að valdasetrin og þjónustustöðvarn Karl Kristjánsson ar umhverfis þau hafi einnig haft 'mikii aðdráftaráhrif á almenn- ing. Fleira virðist þurfa til að koma en aukin framleiðsla og hráefnisöflun. Fólk fer t. d. gjarn an að sunnan í síldarvinnu um veiðitímann norður og austur, en tekur sér fátt bólfestu þama, þó að vel veiðist. Það er nauðsynlegt að efla at vinnulíf allra landshluta. En það eitt virðist þó ekki vera nóg til byggðajafnvægis, og tekst varla, nema eflt sé stjórnarfarslegt vald landshlutanna um leið. Það þarf að gefa landshlutunum rétt til verulegrar heimastjórnar í ýms- um sérmálum, sem þeim „gegnir illa at fara í ókunn þing at sækja” dreifa að nokkru til landshlutanna hinu mikla miðstöðvarvaldi, sem setzt er upp í höfuðborginni, án þess að hún þarfnist bess, óski eftir því eða hafi af því velfarnað. Vert er að athuga vel og ræki- lega, hvort endurtekningu sög- unnar frá fornöld á vandræðun- um, sem Þórður gellir talaði um, sé ekki ráðlegt að mæta með end urtekningu í höfuðatriðum á úr- ræðunum, sem þá var til gripið. 1000 ára afmæli fjórö- ungsskiptanna Flutningsmenn þessarar tillögu telja rétt, að Alþingi kjósi nefnd til þess að athuga sérstaklega, hvort ekki sé vænlegast, eins og nú standa sakir, að dreifa valdinu með því að skipta landinu í nokk ur fylki, er hafi sjálfstjórn í sér stökum, tilgreindum málum, fylk isþing og fylkisstjóra, — og fer ekki illa á, að sú athugun sé gerð 1965, þegar fjórðungaskipt in, gömlu eiga sitt 1000 ára af- mæli. Flutningsmenn vitna til sögu íslands um fornu fjórð- ungaskiptin, af því að sagan er jafnan lærdómsrík, þótt að sjálf- sögðu sé hún ekki óyggjandi fyr Gísli Guðmundsson irmynd, af því að tímar breytast qg menn og þjóðir með. Fyrirmyndir frá Noregi Hins vegar er einnig auðvelt í þessu sambandi að taka dæmi sem fyrirmyndir úr nútímanum frá ná skyldum þjóðum okkar íslending um. í Noregi eru 20 fylki starfandi, sem ná yfir allan Noreg saman lögð, og Svíar skipta sínu landi í 25 lén (Stokkhóltnur þá meðtal inn), sem eru hliðstæð fylkjun- um í Noregi. Talið er, að þessar þjóðir telji þessa skipan gefast vel og séu ánægðar með hana. Er sjálfsagt, að umrædd nefnd kynni sér ýtarlega fyrirkomulagið í Nor- egi og Svíþjóð og ef til vill víðar erlendis. Stundum heyrist sagt að af þvi að við íslendingar séum fámennari en flestar aðrar þjóðir, eigum við að geta komizt af með einfald- ara stjórnarkerfi en þær. En þau rök nægja ekki til mómæla, þeg- ar um þetta er að ræða, vegna þess að við búum í hlutfallslega stóru landi, sem okkur greinir nú orðið ekki á um að við verðum að leggja kapp á að halda öllu í byggð. Skilyrði landshlutanna eru sundurleit og hæfir ekki einn og sami stakkur. Verða iandshlutarn ir því, hvað sem fólksfjölda þjóð arinnar í heild liður, að fá vaid til að sníða sér sjálfir stakkana að talsverðu leyti. Til þess að þjóðfélag okkar nái að standa traustum fótum, þarf að grundvalla byggðajafnvægið með dreifingu valds í föstum, skipuleg um formum, er myndi undirstöð ur heimastjórnar í landshlutum (fylkjum) og safni um sig fólki, er hafi þar viðfangsefni fyrir hæfi leika sína og annað, er til nútíma lífsþarfa heyrir, svipað og á öðrum stöðum og myndi sterkar samtakaheildir, er verði í senn lið fylking og kjölfesta þjóðarskút- unnar. Fjóröungssamböndin Tilraunir hafa verið gerðar heima fyrir í sumum landsfjórð ungum í þessa átt með því að stofna svonefnd Fjórðungssamb- bönd. Þau hafa í mörg undanfar andi ár verið starfandi a. m. k. á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austurlandi. Þau eru greinilegur vottur þess, að fólkið í þessum landshlutum finnur til náttúrlegr ar samtakaþarfar sín á milli, og eru því tvímælalaus meðmæli með því, að lögleidd verði fylkjaskip- un. Fjórðungssamböndin hafa þó með starfsemi sinni undirbúið jarðveginn fyrir fylkjaskipun í landinu. Fyrri tillögur Fyrir hálfum öðrurn áratug eða svo báru Fjórðungssamböndin a Austur- og Norðurlandi fram rii- lögur um, að landinu yrði sikipt í fimm eða sex fylki, og gáfu út á prenti með skilmerkilegri grein argerð. (Fjórðungssambandið á Vestfjörðum var og meðmælt þeim tillögum). Tillögurnar virt- ust eiga mikinn hljómgrunn hjá almenningi víða um land, en á „hærri stöðum“ var þeim fálega tekið og goldin að mestu þögn við þeim. Einhverjir sögðu, að með fylkja skipun mundi verða aukning mannahalds við stjórnarstörf, sem þegar væri þó orðið um of. Þess um athugasemdum var svarað með því, að ef rétt væri á tekið, ætti að mega flytja starfsmenn frá ríkisstofnunum með verk- efnunum til fylkjanna, — og í öðru lagi, að fólki mundi hvort sem væri halda áfram að fjölga við opinber störf, þó að við sama skipulag sæti, og þá um leið vaxa ójafnvægið enn meir. Öfugþróunin heldur áfram Nú er einn og hálfur áratug ur liðinn. Öfugþróunin í byggða jafnvæginu hefur haldið áfram og stórlega aukizt. Starfsliði ríkisins hefur fjölgað, þó að vinnustöðum þess hafi ekki verið dreift um landið með fylkjaskipan. Sogkratt ur þéttbýlisins við Faxaflóa hefur dregið fólkið að sér til búsetu með sjálfvirkum hætti. Snotrar fjárveitingar aukreitis úr ríkis- kassa eða lánaútveganir til upp byggingar og útvegunar atvinnu tækja eða annað því um líkt á einstökum stöðum, sem eiga í vök að verjast, skal ekki meta lítils. En stundum er þetta samt eins og að sá í sand, sem fýkur, sé ekki meira gert. Það þarf að girða fyrir fokið með skjólgörðum. Slík ir skjólgarðar ættu valdastöðvar fylkjanna að geta orðið. Reynslan af þjóðfélagsþróun- inni, síðan Fjórðungssamböndin komu fram með tillögurnar um skiptingu landsins í fylki, mælir sterklega með bví, að fylkjaskip un verði upp tekin, að dómi okK Framhald á 22. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.