Alþýðublaðið - 24.08.1954, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.08.1954, Blaðsíða 5
fí'riðjudaguí' 24. ágúst 1954 ALÞÝBUBLAÐIÐ Rabbað við Ágúst Jóseísson áttræðan Eg hefi haft tniklð ánægfy FYRST ÞÚ VILT endilega \ hripa eitthvaS af þessu niður, þá geturðu sagt það í lokin, að ég hafi haft mikla ánægju af lífinu, og hafi enn. Það á ! ég vitanlega í og með því að þakka, að ég hef eiginlega al- j drei kennt mér mems, — al- 1 drei kvellisjúkur verið, eins og þeir gömlu sögðu. Hitt hygg ég þó, að hafi ráðið þar meira um, að ég hef alltaf ver- ! ið léttur í lund, alltaf tamið mér glaðlyndi og bjartsýni. Og þá kemur það af sjálfu sér, að ilíiið verður manni til ánægju.“ ( I stað þess að ljúka þessu stutta viðtali á þeim orðum, by-rja ég það með þeim. Þau túlka lífsviðhorf manns. sera varð áttræður fyrir nokkrum dögum. Hann var þá staddur j umborð í e.s. Guílfossi, á leið 'heim úr ferðalagi um Þýzka- land og nokkurri dvöl í Dan- mörku. I upphari viðtalsins varð mér það á, að ég spurði hvört hann hefði farið utan til að leita sér heilsubótar. Hann starði á mig. ÁTTRÆÐIR FÉLAGAR Á ÆSKUSTÖBVUM Þessi áttræði unglingur er Agúst Jósefsson heilbrigðis- fulltrúi. Fæddur Akurnesing- ur, en fluttist kornungur til Keykjavíkur, og hefur síðan verið svo kunnur og ósvikinn Reykvíkingur, að eingöngu sögufróðir og þjóðliollir Skaga rner.n, eins og Ólafur Björns- son, vita hið sanna í málínu og halda því á loft. Og svo hann sjálfur. ..Það vill svo til, að við séra Jónmundur heit- jnn Halldórsson vorum fæddir á sama kotinu, Belgsstöð- um, hann -í júlí, ég í ág- úist. Við vorum oft að ráð- gera það í seinni tíð. að skreppa í stutta beimsókn á æskustöðvarnar, og í haust er leið segi ég við hann, að nú skyldum við gera alvöru úr þessu. Ekki gott að vita, hve- nær við hefðum báðir tíma og Ágúst Jósefsson. tækifæri til þess annars. Síð- an reistum við upp á Akranes, bjuggum þar í gistihúsi og skemmtum okkur þar konung- lega í nokkra daga, en þá skildu leiðir fyrir fullt og allt.“ EKKI UM ANNAÐ AÐ GERA EN PÚL OG ÞRÆLÐÓM Agúst Jósefsson varð áttræð ur þann 14. ágúst síðastliðinn. Teinréttur, léttur í spori og snar í snúningum. Hann var yngstur þriggja bræðra; er hann var á fimmta ári, drukknaði faðir þeirra í fiski- róðri, eldri bræðrunum var komið fyrir, en móðirin flutt- ist með Ágúst til Reykjavíkfir. ..Undir eins og maður gat eitt- hvað, varð maður að fara að vinna, og síðan var fyrir flesta ekki um annað að gera, en púl og þrældóm á eyrinni, upp skipun á fi'ski, kölum og salti. Viðurværið þætti víst heldur lélegt nú. Svo kom að því, að mig langaði tjl að nema ein- hverja iðn, enda vildi mamma ekki, að éa færi á sjóinn. Fyrir tilstyrk góðra manna knmst ég að sem nrentnemi í ,.ísafold“ árið 1905, og lauk þar námi. MINNINGARORÐ Guðmundur Bjarni Jónsson í DAG verður jarðsunginn frá Akraneskirkju Guðmundur Bjarni Jónsson, sem andaðist á Akranesi 18. þ. m. Guðmundur Bjarni, eins og hann var venjulega nefndur, var borinn og barnfæddur vestur í Arnarfirði. Voru for- eldr^r hans búandi hjón þar í íirðinum. Ólst hann upp með foreldrum sinum. Eigi naut Guðmundur Bjami skóla- menntunar í bernsku, fremur en jafnaldrar hans ílestir. En snemma hóf hann þar nám, sem jafnan hefur reynzt mörg um happadrjúgt og gifturnikið til þroska og manndóms nám starfs og elju. Löngum er það vitað um Vestfirðinga, að þeir stunda jöfnum höndum sjósókn. og landfeúnað. Hefur margur dug andi máður sótt við þau sam- oiginlegu störf þrótt og dug. Kom þá og tiðum í Ijós, hvað í hverjum og einum hjó, því að sterkir þurftu þeir stofnar að vera, er deila þurftu' þárinig síorfsorkunni. Guðmundur Bjarni Jónsson. Guðmundur Bjarni sýndi snémma, að hann var í hópi þeirra*djörfustu og dugmestu. Hann varð ágætur ejósóknari, athugull og gæíinn. Hlaut hann og brátt viðurkenningu, því að hann varð fljótt stýri- maður á seglskútum þar Framhald á 7. síðu. he Þegar ég var á 21. ári eða fyr- ir réttum 60 árum síðan, hleypti ég heimdraganum, fór til Danmerkur og lagði stund á prentverk í Kaup- mannahöfn um tíu ára skeið. Þar kvæntist. ég. og þar eru börn mín fædd. Þar kynntist ég jafnaðarmannasteínunni, en prentarastéttin stóö þar fram- arlega i fylkingu og margir af foriijstumönnum baráttunnar voru einmitt úr þeirri stétt. síðan fluttist ég heim aftur, stundaði prentverkið samfleytt til 1918, en þá gerðist ég heil- brigffsf'ulltrúi hér í þæ, og gegndi því starfi til 1951. er embætti borgarlæknis var stof að. Og nú er ée sem sagt á eít- irlaunum . . .“ VERKALÝÐSBARÁTTAN Talið berzt að verkalýðsbar- áttunni hér heima, en Ágúst tók mikinn og virkan þátt í henni. efiir að hann kom heim úr Hafnardvöiinni. Hóf hann meðal annars í félagi við Pét- ur G. Guðmundsson útgáfu íyrsta málgagns verkalýðs- hrevfingarinnar. ,.A]fevðublaðs ins“ .eamla, árið 1906. En vegna fiárskorts. — os skilnings- skorts þeirra. sem barizt var fyrir, — urðu þeir að hætta við útgáfu þess eftir skamma hríð. í samtökuni premara gafst Ágústj hins vegar tækifæri til að vinna að þessum málum; auk þess átti hann drjúgan þátt að stofnun ,,Dagsbrúnar“ þótt ekki sé hann skráður stofnfélagi, og s'arfaði þar lengi og vel. í báðum þessum félögum og fleirum gegndi hann mörgum og margvísleg- um trúnaðarstörfum. Sæti átti hann í bæjarstjórn sem full- trúi verkalýðssamtakanna og Alþýðuflokksins frá 1916—34, en vildi ekki vera í framboði lengur, enda þá orðinn sextug ur og tekinn að þreytast á ,sí- felldum funda- og nefndastörf- um. Var og heilbrigðisfulltrúa- starf þá orðið ærið verk ein- um manni. því að bærinn fór síva^andi. En Ágúst Jósefsson fylgdist samt með verkalýðs- baráttu.nni af iafn vökulum á- huva. o<z perir bað enn. eins og með öllu því, sem gerist. ÆSKUNNAR MAÐUR ,,Eg hef alltaf verið æskunn- ar maður,“ segir hann, „alltaf staðið með unga fólkinu, og geri það enn. Unga íólkið er i sjálfu sér alltaf jaín gott, og framtíðin er alltaf þess, Það verður ef til vill að reka sig á til þess að það átti sig á hlut- unum, en það er lifsms lögmál. Það urðum við lika að gera. Við urðum að afla okkar þroska fyrir harða lífsbaráttu, íengum ekkert ókeypis, ekki einu sinni barnaskólakennslu. Nú er öll menntun iögð upp í hendurnar á unga íólkinu, — það er dálítið örinur aðstaða, og spurning hvort hún er ekki að einhverju leyti of auðveld.- En fyrr eða síðar kemur að skuidadögunum, og þá verður unga fólkið að taka a því, sem það á. til, og þá kemur dugur þess' fram. Og tæknin. það ástæðulaust að tala illa um (Frh. á 7. síðu.) Kerið í Grímsnesi. Rannsóknir Geirs Gígju á Kerinu í Grímsnesi GEI GÍGJA hefur unnið að rannsóknum á Ker.inu í Gríms nesi á undanföfnurn árum, og e.r þeim nú að verða lokið. Hann hefur mælt dýpi vatns- ins, tekið sýnishorn af botni þess, og athugað gróður þess og dýralíf. Enn fremur hefur hann mælt hitann í vatninu, með samanburði við lofthita. og fylgzt með yfirborðsbreyt- ingum vatnsins. Rannsóknir sínar á Kerinu hóf Geir vorið 1941. Það er einkum vegna athugana á yfir borðsbreytingum vatnsins, að rannsóknirnar hafa tekið svo langan tíma. Sum árin var vatnið athugað mánaðarlega, og stundum 'oftar, en að jafn- aði fóru rannsóknirnar þó ein- kum fram að sumrinu. Eitt ár féllu rannsóknirnar alveg nið- hitinn breytist hægar en loft- hitinn og tekur minni sveifl- um. MISMUNANDI DÝPI. Þegar Geir hóf rannsóknir sinar í Kerinu, setti hann þrjú mtrki mishátt fyrir ofan vatns yfirborð þess. og miðaði yfir- borðsbreytingarnar við þau. f hvert skipti sem athuganir fóru fram, var mæld fjarlægð- in frá vatnsyfirborðinu að næsta merki fyrir ofan það. A þeim 12 árum, sem þessar mælir.gar hafa verið gerðar, mældist vatnsyfirborðið lægst í ágúst 1942 ig okt. 1950, en hæst í aprjl 1948. Munurinn á lægsta og hæsta vatnsyfirborði er um 480 sm. Vatnið er því rniklu dýpra í einn tíma en annan. ur. í nokkur ár, einkum vetrar- mánuðina. önnuðust mæling- ar á breytingurn vatnsyfirborðs ins fyrir Geir. jreir Magnús Jóhannesson bóndi í Alviðru. og Benedikt Einarsson fyrrum bóndi í Miðengi. SPORÖSKJULAGIÐ. 1 ágúst mánuði 1943 mældi Geir dýpi vatnsins í Kerinu, og yfirborðslengd þess og breidd. Vatnið er hér um bil sporöskjulagað og snýr frá NA til SV. Mældist þaö l05 m. á lengd og 74 á breidd. Dýpið mældi Geir á 10 stöðum á tveim línum í kross þvert yfir vatnið. Mesta dýpi vatnsins var 975 em. skammt vestan við miðju þess, en vatnið fór mjög grvnnkandi til norðausturs. Leir var í botni vatnsins og hallaði honum ina að miðju þess. GRÓÐUR OG ÐÝRALÍF. Með botngreip var tekið sýn- ishorn af gróðri botnins og dýralífi. Norðaustast i vatninu en jþar er það grynnst, eru breiður af síkjamara. Á botni vatnsins fundust þráðormar, rykmýslirfur, vatnsbobbar og vatnaskeljar. En upp nm vatn voru svifplöntúr og svifdýr á sveimi, .brurmklukkur, horn- síli og sitthvað fleira af smá- dýrum. Hitamælingar fóru oft fram um leið og mæld- var hæð vfínsyfirfe )'Srfns, einkum á surorln.. Var þá mældur hiti í vatni og lofti samtímis. Sam- kvæmt mælingum þtssum er yfirfeorðshiti vatnsins í Kerinu 'frá 0 til 16 stig yfir árið. Um bávetur er yfifiboroshitinn oft- as’t 0 eða lítið þar yfir, en 12 til 16 stijS að sumrinu. Vatns- 1 Um leið og vatnið hækkar, síækkar yfirborð þess einnig nokkuð, vegna hallans á hlið- um gýgsins. Þegar Geir mæidi yfirborðs- hæð vatnsins í Kerinu nú fyrir nokkrum dögum, var yfirborð- ið 95 cm. lægra en er hann mældi dýpi vatnsins 1943. Sam , kvæmt því ætti mesta dýpi vatnsins í Kerinu nú, að vera uin 880 cm. En þegar mest er í Kerinu getur a'atnið í því orðið hálfur fjórtándi metri á dýpt. Þannig var það t. d. í apríl 1948. Breytingarnar á vfirborðshæð vatnsins og dýpi þess. ei?a m. a. rætur sínar að rekja tfl veðráttunnar, eirikum hita og úrkornu. Þeir, sem vflja fyígjast með því sem nýjast.er, AIJ' vðublaðið i e s a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.