Alþýðublaðið - 04.12.1954, Page 4

Alþýðublaðið - 04.12.1954, Page 4
alþyðublabsð Laugardagur 4. desember 1954 s s s s s s 'S s s s s ■s s -s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Útgefandi: Alþýðíiflo/{l{un'nn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. 'Frcttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðámenn: Bj'órgvin Guðmundsson og Loftur Gtíðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Asþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 1,00. McCARTH YISMINN ÖLDUNGADEILD Banda ii£kj ^þings hefur vítt 'Mc- Carthy fyrir óþinglega fram komu. Sú ráðstöfun kemur fáum á óvart. svo mjög sem 'baráttuaðferó';r McCarthys hafa verið gagnrýndar í heimalandi hans. Erlendis hefur þessi þingmaður senni Iega skaðað álit og heiður Bandaríkjanna meira en nokkur annar aðili. Öfga- fullur og hvatvíslegur vopnaburður er nú orðið al- mennt við hann kenndur vfðs vegar um heim. Sumum finnst, að Mc- Carthyisminn sé einkamál Bandaríkjamanna, en slíkt er misskilningur. Það er stað reynd, að hann hefur haft miikil og 'uggvænleg áihrif utan Bandaríkjanna og auk ið 'hættuna af öðrum óheilla öflum. Sjaidan er ein báran stök og svo er í þessu efni. Stórorðustu andstæðingar McCarthys hika sem. sé ekki við að beita sömu bar- áttuaðferðum og hann eða svipuðum. Er til dæmis oft erfitt að greina á milli, hvort kommúnisminn er undir álhrifum McCarthys eða McCartJhy undir áhrif- um kommúnismans. Og hvort tveggja íyrirbærið er náskylt ófreskju nazismans, sem féll í síðari heimsstyrj- öldinni, en heldur samt velli og segir til sín á ólík- legustu stöðum. Kommúnistar reyna mjög að nota McCarthyismann í áróðursskyni gegn Banda- ríkjunum. Þeir básúna áhrif hans, en hirða lítið um að skýra frá baráttu þeirra, sem segja honurn stríð á hendur og heyja það af framsýni og manndómi. Kommúnistar felia sig vel við McCartlhyismann í hjarta sínu af þvi að hann er íilvalin grýla. Þess vegna er diúp staðfest milli þeirra og hinna, sem vilja uppræta McCarthyismann af því að hann er lýðræðinu í heim- inum til tjóns og álitshnekk is, þó að tilgangurinn sé krossferð gegn kommúnism anum. Lýðræðið getur ckki beitt aðferðum McCarthy- ismans í baráttunni gegn einræðinu. Sá vopnaburð- ur sýnir minnimáttar- kcnnd. Lýðræðið veröur að sigra í krafti hugsjóna sinna og baratta þess að einkennast af siðferðilegri alvöru og ábyrgðartilfinn- ingu. Ella befur lýðræðið sýkzt af einræðinu, þó að hlutaðí^igandi aðilar neiti því af misskilningi eða forherðingu. Mælikvarði lýðræ'ðsins er ekki fyrst og fremst orðin. í»að, sem úr- slitum ræður, er sönnun- argildi verkanna, þegar þess er kostur að Iáta þau tala. Lýðræðið hefur frels- ið og siðgæðið unifram ein ræðið, og barátta þess á því að vera jákvæð en ekki neikvæð. McCarthyisminn er neikvæður, og þar af Ieiðandi skilgetið afkvæmi einræðisins. Undanfarið hefur verið nokkur ástæða íil að óttast, að McCarfhyisminn mótaði um of skoðanir og afstöðu valdlhafa Bandaríkjanna. Nú kemur í ljós, að liann er for- dæmdur af þeim mönnum, sem Bandaríkjaþjóðin hef- ur valið til forustu. Annað væri raunar ekki sæmandi þjóð Lincolns og Roosevelts, en þessi heillaþróun í amer- ískum stjórnmálum ætti vissulega að verða fagn- aðarefni öllum frjálshuga lýðræðissinnum, sem óska frelsinu og siðgæðinu sigurs í heiminum. Til þess eru vítin að varast þau, og Bandaríkin munu njóta vax andi virðingar og álits, ef McCarbhyisminn víkir fyr- ir sterkri og göfgandi lýð- ræðisstefnu. Fæst á flesímn veitlngastoðum bæjarins, — Kaupið biaðið um ieið og þér fáið yður morgunkaffið. ÁlþýðisblaðilS Iíver er maðurinn? STÚDENTAFÉLAGIÐ var heppið í 'vali, þegar það fékk Þórarinn Björnsson skólameist ara á Akureyri til að koma hingað suður og flytja aðalræð una á árslhátið þess í tilefni fyrsta desember. Itæðan vakti mikla athygli, enda afburða- snjöll og ótvíræð sönnun um menntun og menningu skóla- meistara. Alþýðublaðið átti þess ekki kost að kcma henni á framfæri við lesendur sína vegna þrengsla. en vill nota tækifær.ið til nokkurrar kynn- ingar á höfundinum, ævi hans og störfum. UPPRUNI OG NÁM. Þórarinn Björnsscn er Norð ur-tÞingeyingur að ætt og upp- runa. Hann fæddist að Víkinga vatni í Kelduhverfi 19. desem- ber 1905. Fóreldrar hans voru hjónin að Víkingavatni, Björn Þórarinsson og Guðtún Hall- grímsdóttir, bæði af góðu bergi brotin og gátu sér orðs- tír meðal samferðamanpa. Þór- arinn vandist í æsku öllum ís- lenzkum sveitastörfum, en þótti snemma námfús og bók- hneigður og var settur til mennta. Hann lauk gagnfræða prófi á Akureyri vorið 1924 og var í hópi fyrstu nemenda gagnfræðaskólans þar, sem námu allan skólalærdóm til stúdentsprófs á Akureyri, þó að ekki Ihefði skólinn þá enn leyfi til að útskrifa stúdenta. Þórarinn lauk því stúdents- prcfi frá Menntaskélanum í Reykjavík árið 1927.' Hann reyndist fráfoær námsmaður í skóla. jafnvígur á allar náms- greinar að kalla, on samt stóð í FÓTSPOR SÆMUNDAR. Sama árið og Þórarinn Björnsson varð stúdent sigldi hann til fram'haldsnáms og lagði leið sína til Frakklands. Fetaði hann í fótspor Sæmund ar fróða og nam, við Svarta- skóla, en þá sem nú var sjald- gæft, að íslenzkir námsmenn leituðu þangað þekkingar og menntunar. Þórarinn lauk prófi (licencier és lettres) við Sorbonneiháskólann 1932, en aðalnámsgreinar hans þar höfðu verið franska, latína og uppeldisfræði. Sorbonne þyk- ir í fremstu röð háskóla Norð- urálfunnar og Frakkar mikil og skemmtileg menningarþjóð. Er því vel farið, að ungir ís- lendingar ausi af þeim þekk- ingalrbjrúnniii, (enda heíur vel gefizt þangað að leita. Mennt- un Þórarins Björnssonar, á- hugamál og menning ber þess vitni, að hann hafi gert góða ferð til Parísar, og svo er einn ig um ýmsa fleiri. FRÁBÆR KENNARI. Heimkominn gerðist Þórar- inn kennari við Menntaskól- ann á Akureyri 1. janúar 1933. Hann varð skólameistari 1948, þegar 'Sigurðlur heitinn Guð- mundsson hætti, því starfi eft- ir langan og merkan starfsdag, en áður hafðí Þórarinn oft gegnt skólameistarastörfum í fjarveru fyrirrennara síns og vinar. Aðalkennslugreinar hans við skólann hafa verið franska og latína, en stundum hefur hann kennt fleira, t. d. Þórarinn Björnsson. íslenzkan stíl. enda er hann málsnjall maður og ritfær með hugur hans einkum til forn- mennta og heimspeki. 1 afbrigðum. Kippir honum þar í kynið til Björns föður síns, sem var orðlagður gáfumaður og þó einkum til þess tekið, j hversu fagurt og kjarnmikið mál hann talaði, en því hefur , Ólafur Jóh. Sigurðsson lýst eftirminnilega í blaðagrein. J Allir, sem til 'þekkja, Ijúka upp , einum munni um, að Þórar- J inn Björnsson sé frábær kenn ari og kennsla hans I senn líf- ' ræn og nákvæm, en þeir eru , tveir meginkostir hvers góðs fræðara. Skólastjórnin hefur einnig farið Þórarni prýðilega úr hendi, enda er hann hvers manns hugljúfi og Ihonum (mjög sýnt um að umgangast æskufólk. Kvæntur er Þórarinn Mar- gréti Eiríksdóttur píanóleikara Hjartarsonar rafvírkjameist- ara, og eiga þau hjón tvö börn, dóttur og son. Heimili þeirra . er annálað fyrir fegurð og gest risni. JOHANN KRISTÓFER. Eins og fyrr greinir er Þór- rinn Björnsson óvenjulega ritsnjall maður, fjölfróður og sannmenntaður. Hann hefur oft flutt gagnmerk erindi í Menntaskólanum á Akureyri og stundum látið ti! sín. heyra j sem fyrirlesari í ríkisútvarp- inu, en þó allt of sjaldan. Eigi að síður er hann kunnastur sem ritihöfundur fyrir þýðingu sína á skáldsögunm Jóhann Kristófer eftir franska stór- skáldáð og nóbelsverðlaunarit- höfundinn Romain Rolland. Enn eru aðeins koniin út af þýðingunni fjögur bindi í tveimur bókum, en alls er skáldsaga þessi tíu bindi og lætur nærri, að út séu komniv á íslenzku tveir fimmtu hlut- ar þýðingarinnar. Þessi fjög- ur bindi, sem út eru komin, nefnast í þýðingunni Dagrenn- ing, Morgunn, Unglingsár og Uppreisnin. Kom fyrri bókin ú,t 1947 en hin síðari 1950 og er Heimskringla útgefandi. Þýðingin hefur hlotið einróma viðurkenningu, enda óefað eitt mesta afrek íslenzkra þýðenda fyrr og síðar. Þórarinn Björns son þýðir Jóhann Kristófer að sjálfsögðu úr frummálinu, og' ber kunnáttumönnum saman um, að hann túlki snilldarlega stíl og málblæ höfundarins. Jafnframt er þýðingin á svo fögru og biæbrigðaríku ís- lenzku máli, að því er líkast- sem frumsamið væri og af sniöllum meistara. Er vonandi, að Þórarni vinnist fljótlega tími til að ljúka þýðingu þess- ari, því að Jóhann Kristófer ber að telja meðal öndvegis- verka heimsbókmenntanna bessarar aldar. Skáldsagan kom út á frummálinu í tíu bindum. á árunum 1904—1912, en höfundurinn hlaut nóbels- verðlaunin 1915. STORSNJOLL RÆÐA. Þórarinn Björnsson er hæg- látur maður og hlédrægur, en hefur eigi að síður skemmti- lega sjálfstæðar skcðanir um menn og málefni, fvlgist vel með atburðum heima og er- lendis og lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandí. Þetta kom skýrt í ljós, er hann kvaddi sér hljóðs á árdhátíð stúdentafélagsins og flutti mál sitt í áhevrn þjóðarinnar. Ræð an var snjöll og efnísrík og bar vit.ni um fjöllhæfar gáfur og vfðtæka menntun Þórarins Björnssonar. Hann gerði siálf- um sér og stofnun sinni sóma með foví að þekkjast fooð stúd- entafélagsins um. að koma og tala. BRIDGE S, — H 9, 6 T. K, 10, 4 L. 8 Spaði er tromp Suður spilar út og norður og suður eiga að fá 5 slagi. Lausn í mæsta laugardagsblaði. : ; S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.