Alþýðublaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagiir 8. janúar 1953 S S s % \ s s s s s I s s Útgefandi: Alþýðuflo\J{urinn. Ritstjórí: Helgi Seemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjdlmarsson. Elaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðsluámi: 4900. A1 þýðupren tsm iðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15,00 a mánttði. í lausasölu 1,00. Hœgri og vinstri ÞJÓÐVILJINN hélt því fram á dögunum. að miklar deilur væru uppi í Alþýðu- ftokknum milli hægri og vinstri manna og bar hástöf um á móti því, sem sagt hef ur verið í Alþýðublaðinu, að sú skilgre'.ning sé ærið fljótfærnisleg. Ilingað til hefur þó verið talið, að menn gkiptust til hægri og vinstri eítir póþtískum fræðikenningum, en nú kemur Þjóðviljinn og segir, að mælikvarðí á vinstri menn í Alþýðuflokknum sé samstarfsvilji við kommún- ista. Þessa n.ðurstöðu er fróðlegt að virða fyrir sér frá fleiri en einum sjónar- hól. Ef Alþýðuflokksmenn, sem ekki vilja samstarf við kommunista, eru undan- tekningarlaust hægri sinn- aðir, þá fclýtur sama að gilda um kommún:stav sem ekki vilja samstarf við Al- þýðuflokkinn. Væri fróð- legt. ef Þjóðviljinn vildi ræða það viðhorf, hvort heldur er á grundvélli póli- tískrar fræðiskýringar eða með hliðsjón af dægurbar- áttimni. Fijótíærnisleg á- lyktun hans um Alþýðu- •flokkinn hlýtur að vekja noldtrar sp-urningar. Voru kommúnistar að þokast til hægri, þegar þeir klufu sig út úr Alþýðuflokknum og sundruðu samtökum ís- lenzkrar aiþýðu’’ Athæfi þeirra hafði þær afleiðing- ar, að íhaldinu óx ásmegin um völd og áhrif, þrátt fyr ir minnkandi fylgi kjósenda eins og reynslan hefur sýnt og sannað. Hafa valdhafarn ir í Rússlandi mótað hægr? stefnu með baráttu sinni gegn jafnaðarmönnúm og þeim fyrirmælum til útibúa slnna að líta á alþýðuflokk ana sem höfuðandstæðinga? Voru Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson að stað setja sig til hægri, þegar þeir fylgdu þessu pólitíska valdboði frá Moskvu í ís- Ienzkri stjórnmálabaráttu? Skýring Þióðviljans bendir til þess, að Magnús Kjart- ansson og Sigurður. Guð- mundisson muni’ k.omnir á þá skoðun. Sé það hægri mennska í Alþýðuflokknum að vilja ekki samstarf við kommúnista, þá hlýtur það á sama hátt að vera hægri mennska af kommúnistum að vilja ekki samstarf við jafnaðarmenn! Erfiðlei'karnir á sam- vinnu jafnaðarmanna og kommúnista eru ekki ís- lenzkt fyrirbæri. Þeir ein kenna stjórnmálin um ger- völl Vesturlönd. Ástæðan er sú, að milli jafnaðar- manna og kommúnista er álíka djúp staðfest og milli jafnaðarmanna og. kapítal- ista, þó að ágreiningurinn sé ólíks eðlis. Jiínaðarmenn vllja reka allt annan þjóð- arbúskap en kapíta'listar og geta því ekki unnið með þeim, þó að afstaðan tií þingræðis og kosningafvrir- komulags sé í meginatrið- um. hin sama. Jafnaðar- menn hafa hins vegar al.lt aðra afstöðu til þingræðis og kosningafyrirkomulags en kommúnistar og geta því ekki unnið með þeim, þó að kenningar beggja um þjóð- arbúskap.'nn séu flestar af sömu rótum runnar. Þetta er ennfermur hægt að skil- greina á þann bátt, að jafn aðarmenn sén mun lýðræð- issinnaðri en bæði kommún istar og kapítalistar. Og þá er kom'.ð að þeirri stað- reynd, að komnrúnistar eru að ýmsu leyti skyldari kapí talistum en jafnaðarmönn- um af því að allir einræðis sinnar éru raunverulega hægr: menn samkvæmt póli tískum fræðikenningum. Þjóðviljinn gerir þannig flokki sínum vafasaman greiða með því að. fjölyrða gáleysislega um hægri og vinstri menn í Alþýðu- flokknum. Hann gefur ó beinlínis Brynjóifi og Ein- ari þann vitnisburð, að þeir hafi verið og séu hægri menn í íslenzkum stjóm- málum. Maður skyldi þó ætla. að sá syndabaggi værí nægilega þungur þessum leiðtogum íslenzkra komm- únista, að þeir hafa með verkum sínum verið þörf- ustu þjónar íhaldsins.. Nú bætist það við, að Þjóðvilj- inn virðist gefa í skyn, að ódyggð þeirra eigi upptök sín í hjartanu. Rögnvaidur Möller: í DAG, laugardaginn 8. janú ar 1955. minnast Ólafsfirðingar 60 ára skólahalds, þótt heldur meira en 60 ár séu liðin frá : byrjun þess. Það er ekki ætl- j un mín að rita hér ýtarlega sögu skóLans í Ólafsfirði, held ur stikla á stóru og þá geta að nokkru þeirra manna, sem þar koma mest við sögu. Ems verður hér mest rært um kaup túnsskólann, en l'arskólanum sleppt að mestu. Ólafsfjörður er lítill fjörður, sem skerst inn á milli fjall- anna vestanvert við mynni Eyjafjarðar. Hér hófst byggð þegar á landnámsöid og hefur haldizt svo að mestu síðan, þrátt fyrir harðræði útkjálk- ans og örðugleika á ýmsum sviðuxn. Hér hefur búið þra.ut seigt og nægjusamt fólk, hér hefur það háð sína lífsbaráttu, átt sín áhugamál og barizt fyr ir þeim og sigrað. Fyrir 60 árum fámennt byggðarlag, torfbæir, þar sem kennsla fór fram í þröngum baðstofum. Nú snotur kaupstaður, góð húsakynni og glæsilegt skóla- hús. FARKENNSLA HAI IN Ekki gat hjá þvi farið að | þegar barnaskólahald byrjaði, j á Akureyri (1871) og Siglu- firði (1883), vaknaði áhugi hjá fólki í sveitunum við Eyja- fjörð um að koma á fót barna fræðslu hjá sér. Þannig fór það hér í Ólafsfirði. Þrátt fyr ir hárðindin. sem hér voru á árunum 1880—90, voru hér uppi raddir um að reyna bæri að veita börnum meiri fræðslu en heimilin gátu lát:ð í té. Þar kom, haustið 1893, að tveir helztu menn sveitarinnar, séra Emil Guðmundsson, sóknar- prestur á Kvíabekk. og Ás- grímur Guðmundsson. bóndi og oddviti á Þórodds'stöðum, boðuðu til funaar í því skyr.i að koma á farkennslu í sveit- inn: næsta vetur, og var það samþykkt í einu hljóði. Einnig var samþykkt, að kennsla færi fram á fimm bæjum í sve't- inni og börn af næstu bæjum gengju til skólans eítir hentug Ijeikum!. Kennairl var ráð'nm Gísli Gestsson, ættaður úr Svarfaðardai, gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1891. Hóf hann kennslu snemma á árinu 1894 og kenndi í þrjá mánuði og svlpaðan tíma eftir áramót 1895, en gaf svo ekki kost á sér lengur. Veturinn 1896 kenndi hér Hartmann Ásgríms son (gagnfijæðingur 1895). Hann var hér aðeins þennan eina vetur, gerðist siðar (1898) kaupmaður í Kolkuósi og bjó þar til æviloka. Eftir þetta fé.ll kennsla nið ur í sveitinni til ársins 1909 og stafaði það af því, að vegna fáteektair jfólkijns sá hreppvs- nefndin sér ekki fært að kosta skólahald á tveimur stöðum. en að sjálfsögðu var börnum úr framsveit og Kleifum heim ilt að nota kauptúnsskólann eftir föngiun. Á árunum 1909 — 21 var kennt á Kvíabekk 1—3 mánuði á hverjum vetri. en frá 1921—39 á ýmsum stöð um í sveitinni og á Kleifum. 1940 var byggt lítið skólahús við Hringverskot og kennt þar og á Kleifum til vorsins 1950 að skólahald hætti í framsveit inni. Eftir það ha'fði sveitar- kennarinn aðsetur á Kleifum til vorsins 1954. Nú er ekkert skólahald í sveitinni eða á Kleifum, öll börn sækja kaup- s'íaðarskölarr’: VIÐHORFSBREYTING Árið 1897 settist að hér í Ólafsfirði Páll Bergsson frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Þessi maður setti ásamt konu sinnl Svanhiloji Jörundsdótt- ur sinn svip á menn ngar- og framfax^sögu Ólafsfjarðax Grímur Grímsson. næstu 19 ár. Páll var gagnfræð ingur frá Möðruvöllum 1883. Um tíldrögin að flutningi Páls til Ólafsfjarðar og dvöl hans hér tek ég mér það Bessaleyfi að taka upp kafla úr blaða- grein eftir hann, en þar mun ekkert ofmælt: Ég lenti, einn af mörg um. þar sem umbóta var mest þörf, við störf að útvegs- og verzlunarmálum. Viidi byrja á verzlun og smáútgerð í fæð ingarsveit minni, Sv.arfaðar- dal. en var bægi bnríji ekki sjálfs mín vegna, heldur af þeirrf hættu, er af því gæti leitt, að sveitaverzlun væri stofnuð, þá var tal-.ð hættu- Iegt að gera mönnum of auð veld kaup á vörum. Þá flutti ég til Ólafsfjarðar 1897 og byrjaði þar útgerð og verzlun.. Þótti þetta dirfska hin mesta af efnatausum skóla dreng og Ólafsfjörður þá álit- inn sú mssta harðinda^veit, sem ekki væri lifvænlegt í, og var þá fyrir nokkrum árum nærri því að fara í eyðl af harðrétti og úrræðaleysi, En tOraun 'þesri heppnaðlst vej. Ég starfaði þar nokkuð að verzlun, en einkum að útgerð auk þess sem ég var hlaðinn ofhlaðinn af sveitarstjórnar- málum. Eftir fá ár varð Ólafsfiörð- ur- ein fcezta útgerðarstöð í EyjaíjarSarsýslu, einkum eft- ir að vélbátaútvegur byrjaði 1905, o g símalína var lögð þangað 1908 (tveimur árum fyrr er Siglufjörður fékk síma). Þegar ég fluttist frá Ólafs- íirði 1916, höfðu á þessum 19 árum tífaldazt innansveitar- e'.gnir, en útfluttar ársafurðir þrítugfaldazt . .(Lesb. Morg unblaðsins 23: tbl. 1943). Enginn vafi er á því, að dugn aður og hagsýni Páls Bergsson ar var mikil lyftistöng fyrir Ólafsfjörð, enda er þeirra hjóna jafnan minnzt. með hlý- hug og þakklæti. PÁLL OG SKÓLAMÁLIN Afskipti Páls af skólamálum Ólafsfjarðar hófust þegar haustið 1897. Hann bafði mik inn áhuga á bví að stofna hér fastan barnaskóla, en hér var við ramman reip að draga, því að fátækt var hér mikil, og svo sú trú hjá sumum, að bóka lærdómur væri ekki til nota. Páll gaf þó kost á sér sem kenn ari, og auk þess lánaði hann eina stofu af sínu litla hús- næði til skólahalds, Na/.t hann í þessu sem öðru aðstoðar sinn ar ágætu konu, sem jafnan var honum samhent í framfara- málum og skörungur míikill. Kenndi Páll svo þarna í húsi sínu veturna 1897—98 og 1898 —99 3—4 mánuði alls. Ásamt séra Emil Guðmundssyni kom Páll því til leiðar, að sumarið 1899 var reist fyrsta skólahús ið í kauptúninu, var það ein kennslustofa, en 1905 var önn ur kennslustofa byggð við það, og þá einnig bætt við öðrum kennara. Veturna 1900 og 1901 eftir áramót kenndi hér Jón Bergs- son bróðir Páls, gagnfræðing ,ur 1899. Hann kenndi hér einn ig 1903—06 og 1913—15. 1902 kenndi hér Gísli Jóhannesson, gagnfræðingur 1900, var hann fyrsti maður héðan. sem stipid aði nám í Möðruvallaskóla. ÞÁTTUR GRÍMS GRÍMSSONAS Þegar Jón Bergsson flutti héðan 1906, vantaði hingað kennara eða skólastjóra. Féll það í hlut Páls Bergssonar sem hreppsnefndaroddvita að sjá um útvegun hans. (Það var í verkahring oddvita á þessum tíma eða þa-r til fræðslulögin gengu í, gildi 1907. Páll var svo formaður skólar.e.fndar 1908— 16). Til starfans réðist Grímur Grímsson, sem síðah var hér skólastjóri í 28 ár. Ég vil minn ast Gríms hér með nokkrum orðum, þótt þau verði fátæk- Iegri en skyldi. Grímur Grímsson var fædd Framhald á 7. siðu. Næsta námskeið í kjólasniði hefst miðvikudaginn 12. janúar. SIGRÚN Á. SIGURÐARDÓTTIR Drápuhlíð 48 : (áður Grettisgötu 6) Sími 82178.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.