Alþýðublaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. janúar 1055 ALÞÝÐUBLAÐKÐ 5 NÚ HEFUR að nokkru ver- ið gerð grein fyrir einkennum spámannanna. Skal þá næst snúið sér að skáldunum. Innra líf skálda og hugar- Iieimur er næsta athyglisvert rannsóknarefni, og girnilegt til samanburðar Við spámenn ina og sálarlíf þe'rra. Það er vel. að ekki er skort ur á játningum og sálarlífslýs ingum frá fyrstu hendi. Hafa ýms skáld gert glögga grein fyrir sálarlífl sínu og hugar- ástandi öllu; þegar andinn var yfir þeim eða öðrum orðum sagt, er þau unnu að skáldrit- um sínum. Systir Friedrich Nietzsche liefur greint frá r.æsta merki- legum v.mmælum bróður síns um það, hversu ritið ,,Also spraoh Zarathu=tra“ varð til og þar með gefið verðmæta lýsingu á skáldlegum inn- blæstri hans meðan á samn- íngu verksins stóð. Er skáldið gekk um í fjalllendi nokkru, streymdu hugsanir og hug- myndir til hans svo ört og á- kaft, að hann hafði naumast við að rita bær niður í mlnnis- bók sína. Innblæstrmum sjálf um lýsir hann á þessa leið: „Væri nokkuð eft:r af hjátrú til hjá mér, þá vaeri ómögulegt að álykta öðruvísi, en að mað ur væri holdgun (inkarnation). talfæri, verkfæri æðri máttar- valda. Þessari revnslu verður ekk: lýst betur á annan hátt en sem opinberun. Allt í einu verður eitthvað sýnilegt, og heyranlegt m.eð ólýsanlegum skýrleik en jafnframt næm- leik, eitthvað, er snertir og hrær'r viðkvæmustu strengi sálarlífsins. Eitt.hvað verður heyranlegt, — án þess að hlust að hafi verið. eitthvað er feng ið að gjöf, — án þess að vitað verði. hver hafi geíið. Hugs- unum slær niður eins og eld ingu, hiklaust og án þess að hjá verði komizt. Um val er ekki að ræða. F.eynslan hið innra hefur diúptæk áhrif á líkamslífið, hún brýzt fram í skjálfta. já í gráti. Allt verður þetta án þess að undanbrögð- um verði komið við. og bað er framandl vald. sem býður og drottnar. Orð og hrynjandi Séra Guðmundur Sveinsson: Síðarí grein Johann Wolfgang Goetho. koma sjálfkr.afa án umhugsun ar. I sköpunarstarfi sínu kenn ir skáldið til guðdómlegs mátt ar“. Lýsing Nietzsche er óvenju lega ítarleg. En að'rlr vitms- burðir benda í lika átt. Skáldið Franz Grillparzier hefur 'lýst því, er hann samdi leikinn Die Ahnfrau. Er skáldiö hafð. ort 3 eða 10 vísur gekk hann til sængur.' Hann varð þá gripinn af órólelk miklum og sótthita. AUa nóttina bylti bann sér í rúminu. Hann reis loks á fæt ur og hugði sig vera altekinn af. þungbærum sjúkdómi. Þá varð honum litið á blöðin, sem hann hafði ritað á kvöldið áð- ur. Og um leið losnaði allt úr læðingi. Hugsanir og vísuorð urðu t.l eíns og af sjálfu sér. Hann skrifaði og skrifaði, og hafði. lokið við sorgarleik.nn að hálfum mánuði liðnum. Aristoteles gerði gre.r.ar- mun á skáldum, er ortu Ijóð sín með heilabi-otum og um- hugsun. og hinum. er yrkja í hrifningarástandi sjálfsgleym- is'.ns. Svipaðan greinarmun gerðu sum arabísku fornskáldin á verkum sjálfra sín. Töldu þeir sum ljóð sin vera orðin til vegna eigln hug'eiðinga og hugarstarfs, önnur væru frá öndum (djinnum) runnin, hvísluð í eyra. Þannig kemst eitt skáldanna að orði: „Vissulega mælti ég fram ljóð er mannshuga voru. Vlssulega kvað ég Ijóð, hvísluð í eyra. — Og annað skáld orti: „Þessu lik. ég kvæði kvað mörg, • er maður gat ei hugsað upp“. Ævisöguritari einn kemst svo að orði um Alschylos, að hann hafi ritað harmleiki sína í einskonar vimu. Stundum gerist það, þegar innbiásturlnn hefur náð há- marki sínu, að persónuleiki þess, sem er á yaldi hans, virð ist breytast. verður annar en fyrr, og gerist þá hl.ðstætt fvr irbairi og alkunnugt er frá spámönnunum. Skáldið þekkir ekki sjálfan sig lengur. Því finnst einhver annar, eða eitt Romahi Rolland. hvert annað v'áld stjórna penna sínum. Grillparzer skrifar: „Þú kallar mig skáld, ég er það ei, Ég annan fínn, er ritar mitt líf“. (Du nennst mlch Dichter ich bin es nieeht! Ein. anderer sitzt. ich fiihl’s, und schreibt mcin Leben.) Eltthvað líkt þessu er Jón- asi Hallgrímssyni 1 hug, er hann segir á einum stað: Skáld er ég ei, en huldu- konan kallar“. \;S Skáldinu finnst annarlegt vald ” ' . segja því fyrir verkum. Þessi tilfinning, að einhver annar sé nálægur, er mjög út- breidd og algeng meðal skáld- anna. Nietzsche talar um Jónas Hallgrímsson. ,,æðri máttarvöld". Hann segir frá bví í bréfi til Georgs Brand es, að sér hafi virzt sem hver éinasta setning hafi verið hrópuð í eyra sér. Sama hugs- un liggur vafalaust að baki þess ari ljóðlínu úr Ijóðum Svea eftir Tegnér, þótt sjá megi á henni greinileg áhr'f frá gríska skáldinu Pindar: Guðdómur hrífur mig, Guð er í Ijóði. (En gudom fat'ar mig. Det bor en gud ■ sángen). Alfred de Mu.sset segii’: Menn vinna ei, þeir hlusta. Það er sem ókunnur gestur hvísli í eyra. Hliðstæð tilfin.nl rigunni, aS „ókunnur gestur“ =é nærri, er sú kennd skáldsins. að það verður sjálft svo undur lítiJ- mótlegt og einskis megnugt andspæn'.s furðum og dásemd um hrifningaraugnabliksins. Skáldið glevmir sjálfu sér og sambandið milli þess og ljóðs ins verður óraunvaruíegt. Ljóð ið er því allt að því framandi. eitthvað sem borizt hefur ti.1 þess annars staðar frá. Skáld'Ið getur hlegið eða grátið vfir ljóði sínu, eins og annar vseri höfundur þess. Þao getur dáð það og heillazt af því, eins og tllkoma þess ætti ekki sky'jt við skáldlð. Hann er ekki höf- undurinn, heldur hefur þaS borizt upp í hendur honum. Því hefur slegið niður í huga skáldsins elns og eldingunni Matthías Jochumsson. , slær niður, án þess að mann- legur vilji fái þar nokkru um ráðið. Rússneiki rithöfundur- j Inn Gogol hefur skrifað: „Dá- samlegt verk nær broska í sál ■ minni. Augu mín. vætast tár- ! um af þakklæti. Hér birtist I (Frh. á 7. síðu.) M inningarorð: Þórari ÞEGAR ég síðast átti tal við Þórarinn heitinn Guð- tnundsson, á Hafnarfjarðar- Spítala, fáum dögum áður en hann dó, var honum tvennt efst í huga, minningarnar frá æskudögum og unglingsárun- Eim og þær breytingar, er síð- an hafa orðið á aðbúð manna S>g lífskjörum, og sá þáttur, Bem Alþýðuflokkurinn hefur Btt í þeirri breytingu. — Hon. aim var ljóst að hverju fór með ihann sjálfan og virtist sætta Sig fullkomlega við það. Hain Jiét í Ijós ánægju sína yfir því, að hafa fengið að lifa þessa breyt.jngu og yfir að hafa feng áð að leggja þar sitt lóð í vog- arskálina. Hann sagði mér og frá því, h\"e þakklátur hann yæri konu sinni og íjölskyldu ffyrir sambúðina við pau, og fyrir það ástríki ig þá umönn- iun, er þau hefðu sýnt honum, en fyrst og síðast vildi hann þó H,■gi t t - , \ * —t....4 Þórarinn Kr. Guðmundsson. ekki ta-Ia um sjálfan sig og þá sem honum voru kærir, heldur um áframhald á þeirri starf- semi, sem honum var hugfólgn ust og sem hann imi langan aldur hafði helgað krafta sína, og hvernig bezt yrrði að því unnið að .auka hana og efla. Um langa ævi hafði þetta verið hans hugðarefni, og iseinuslu stundirnar vék það heldur ekki úr huga hans. — Þannig var Þórarinn Guð- mundsson. Þórarinn Kristinn Guðmunds son, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur í Garði í ( Gullbringusýsiu, 2. ágúst ^ 1884. Foreldrar hans voru j Guðmundur Jónsson. og Guð- j ný Katrín Hansdóttir, er þar j bjuggu. Ólst hann upp hjá ( þeim til fimm ára aldurs, en þá urðu pau að slíta samvist. um fyrir fátæktar salcir, og fjölskyldan sundraðist sitt í hverja áttina. Mun hann þá ekki alltaf hafa ált sjö dagana sæla, er hann varð að fara ým- issa á milli næstu þrjú árin. En þegar hann var átta ára varð hér breyting á og til batnaðar. Fór hann þá til dval- ar til Sigurðar Jónssonar, hi'eppstjóra á Þórarinsstöðum víið Seyðisfjörð og ólst (þar upp til 25 ára aldurs. Lét hann oft af því, að mikill hefði verið munurinn fyrir sig að komast á það myndarheimili frá því sem var næstu árin á undan. Á Þórarinsstöðum vann Þórarinn alla algenga vinnu og stundaði einnig sjóróðra bæði sem formaður og vélstjóri Til Hafnarfjarðar flutti hann 1909 og bjó þar æ síðan, að húsinu í Hafnarfirði 29. f. m. Á Þórarinsstöðum kynn.tist hann Borghidi Níelsdótíur frá Hafnarfirði og kvæntist henni árið 1909. Hefur hún verið honum ómetanlega góður lífs- förunautur síðan. ' Eignuðust þau tvo syni. Dó annar ungur, en hinn er Níelsi verkstjóri hér £ HafnarfirðL Tvö systurbörn Þórarins ólu , , , , ,i þau emnig upp og forst í olJu undanteknum þremur arum, ... , , ’ við við þau sem væru þau er hann stundaði buskap að !. . . , .. „ , . ,, , . ,‘þeirra eigin born. o-.i--«. . Garðahreppi. I Eins og sést af framánrituðu hefur æviferill Þórarins ekki Selsgarði í Garðahreppi. í Hafnarfirði stundaði hann mest sjómennsku bæði á vél. bátum og togurum, og var þá,verið margbrotinn og ekki frá_ einnig oft á togurum, sem j brngðinn starfsferli margxa gengu frá Reykjavík. Eftir J samtiðarmania í alþýðustétt. fimmtugt hætti Þórarinn* að , En l>ar með er ekki saSan söSð stunda sjómennsku, og vann | eii °& ekkl eiriu sinni hálfsögð. ýmiss störf í landi. Hann braut' Þórarins verður fyrst og þá óræktarland til ræktunar ú-emst getið, og lengst mínnzt og stundaði garðrækt í allstór-, Ú'rir félagsmálastörf sín. Hanu um stíl. Hann var um nokkurt,hafði kYnnzi aístöðu hins is- árabil umsjónarmaður Al-.ienzka þjóðfélags til þeirm þýðuhússins, og ýmislegt ann- sem minni mát,ar voru °S Ht- að tók hann sér fyrir hendur. Jils umkomnir eins og hún var Síðustu árin var hann heilsu- ’síðasta aratu§ f-vrri aldar> °S veill og gekk aldrei heill til (kann var aila ævi sina Þar 1 skógar. Hann andaðist í sjúkra [ Framhald á 7. síðuu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.