Tíminn - 20.12.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.12.1964, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 20. desember 1964 TÍMINN Svikin loforð. Hvaða loforð hefur ríkisstjórn in ekki svikið? Það væri fróð- legt að vita hvaða loforð það eru. — Tökum dæmið um dýr- tíðina. Þegar Hermann Jónas- son var stjórnarformaður í vinstri stjórninni hafði dýrtíð- in hækkað um 17 vísitölustig haustið 1958. Tvö stig þá eru sama og eitt stig samkv. núv. vísitölureikningi. Útsendarar Bjarna, íhaldskrata og félaga Einars Olgeirssonar komu því til leiðar að Alþýðusam- bandsþing neitaði vinstri stjórn- inni um frest til að semja um dýrtíðarmálin. í pésanum „Við reisn“ og víðar, segist Bjárni ætlá að stöðva dýrtíðina. Hún hækki um það bil um 3 stig, svo stöðvist allt verðlag. Hverj- ar hafa orðið efndirnar? Fram- færsluvísitalan sýnir 64 stiga hækkun, þ.e. 128 stiga hækk- un samkv. gamla mælikvarðan- un. Vísitala vöruverðs og þjón- nsta sýnir 100 stiga hækkun, eða 200 samkv. gamla mæli- kvarðanum. Dýrtíðin, þegar vinstri stjórn óbætanlegs tjóns fyrir þjóðina. [ Með því að það hefur skapað j óviðráðanlegan glundroða í j efnahagskerfinu. „Kommúnismi og vinstri hreyfing” Það vefst fyrir ýmsum hvers- vegna kommúnistar kjósa nú- verandi íhaldsstjórn þrátt fyrir! vaxandi glundroða og kjara-i skerðingu, framar vinstri stjórn ■ inni. Þeir, sem ekki hafa gert sér þetta ljóst, fá skýringuna í; nýútkominni bók Arnórs Hanni balssinar: „Kommúnismi og j vinstri hreyfing“. í bók þessari | er máski ekki margt nýtt fyrir Jóiatrjám skípað upp í'Reykjavík. in lét af völdum, var eins og gári á sléttum sjó, samanborið við holskeflur þær, sem núver- andi ríkisstjóm hefur látið ríða yfir þjóðina. Hve lengi fær þjóðarskút- an staðizt dýrtíðarholskeflur ríkisstjórnarinnar? Lengi getur vont versnað. f flestum lýðræðislöndum væri ríkisstjórn, sem svo hrapa- lega hefur mistekist, fyrir löngu búin að sjá sóma sinn í því að biðjast lausnar. En núverandi ríkisstjórn virðist meira í. ætt við hirðina á Fróðá en venju- lega menn. Maður hélt að svik- in í dýrtíðarmálunum væri há- markið. En ríkisstjórnin átti meira í pokahorninu. Þegar skattskráin birtist síðastlið- ið sumar, reis megn óánægju- alda. Blöð stjórnarflokkanna, sérstaklega AlþýðublaSið, kröfðust þess með hörðum orð- um, að leiðrétting væri gerð á sköttunum. Ríkisstjórnin sett- ist að samningaborðinu með fulltrúum opinberra starfs- manna og verkamanna og lét líklega, eins og Gissur í kirkj- unni forðum. Efndirnar birtust á Alþingi 15. þ.m. í frumvarpi til laga um 300 milljón króna skattahækk- un. Og nýja óðaverðbólguskriðu í ofanálag. Viðreisnin komin fyrir löngu í hund- ana. Einn af forvígismönnum Sjálfstæðisflókksins, sem hátíð- legast lofaði að stöðva dýrtíð- ina með einu pennastriki, and- varpaði, er hann sá hverju fram fór um efnahagsmálin: „Ef ekki tekst að stöðva dýrtíðina, er allt annað unnið fyrir gíg“. Hér rataðist þessum manni satt á munn og er varla þakkarvert, þótt það komi fyrir. En hann hefði getað bætt því við, að ef ekki tækist að stöðva dýrtíðina. væri allt viðreisnarbröltið til þá, sem þekkja starfsáðferðir kommúnista hér og erlendis. En bókin er að því leyti gagn- leg, að hún dregur fram með óteljandi tilvitnunum, sannanir fyrir því, svo að ekki verður á móti mælt, að Sameiningar- flokkur Alþýðu-Sosialista- flokkurinn (S.A.S.) er alls ekki umbótaflokkur, heldur fjar- stýrður flokkur, þ. e. hefur lát- ið stjórnast af rússneskum fyrir- skipunum. Ennfremur að Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirs- son hafa ráðið og ráða þessari stefnu flokksins. Móti vinstri sam- vinnu. Eitt af því, sem Arnór fær- ir skýrar sannanir að í bók sinni, er að S.A.S. vilji í raun og veru aldrei einlægt samstarf um umbótamálin með vinstri flokkum. Þetta skilja því miður ekki allir, en er þó ofur skilj- anlegt þeim, sem þekkja eðli kommúnismans og takmark. Því meiri umbætur sem verða í þjóðfélögunum, því bet- ur sem fólkinu líður, því minna sem siðspillt íhald ræður, því minni jarðvegur fyrir komm- únisnia. Af þessum ástæðum er enginn jarðvegur fyrir komm- únisma í Skandínavíu og víðar, þar sem vinstri menn hafa ráð- ið ríkjum um lengri tíma. Kommúnistar hafa hvergi eflst, nema þar sem íhaldið hefur ráðið ríkjum nógu lengi og plægt jarðveginn fyrir sáðkorn þeirra. Kommúnismi er skilget- ið afkvæmi íhaldsins. Allt þetta vita kommúnistar manna bezt. Þess vegna er einlægt umbóta- starf vinstri manna eitur í þeirra beinum. Hvar værum við staddir ef við hefð- um ekki kommún- ísta”? Þessi fleigu orð sagði einn af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins fyrir nokkrum árum. Og hann vissi vel hvað hann var að segja. Hvar væri íhaldið á íslandi statt, ef ekki væru kommúnistarnir. Það eitt er víst, að þeir væru ekki í valda- stólunum. Þessi aðstoð og hjálp komm- únistanna við íhaldið hefur gerst með ýmsum hætti. í fyrsta lagi hefur íhaldinu tek- ist að nota kommúnistana sem grýlu á íslenzka kjósendur. Ef þið kjósið okkur ekki, ef við höfum ekki völdin, tekur grýla ykkur. Þetta einfalda vopn hef- ur íhaldið notað árum saman með góðum árangri. — Þetta er ástæðan til þess að Morgun- blaðið skrifar svo mikið um kommúnista og Rússland sem raun ber vitni. — Nýr rússneskur sendiherra á íslandi á að hafa spurt, eftir að hafa látið þýða fvrir sig Morg- unblaðið nokkra daga: „Hefur ísland' sagt Rússum stríð á hendur. Ég hef aldrei vitað til þess að blað nokkurra þjóða skrifuðu á friðartímum svo mik ið um kommúnisma og Rúss- land, eins og Morgunblaðið ger- ir“. Sem von var vissi sendi- herrann ekki að þetta var til innanlandsnotkunar og ekki al- varlega meint. — í annan stað hafa kommúnist- ar stutt íhaldið með því að kljúfa Alþýðuflokkinn hvað eft ir annað og gera með því ýmsa vinstri menn óvirka með því að fá þá í bandalög. Með svikasamningum náðu kommúnistar í Héðinn Valdi- marsson og Sigfús Sigurhjart- arson og með þeim stóran hluta af Alþýðuflokknum. — Þeir náðu með sömu aðferðum í Finnboga R. Valdimarsson og stóran hóp með honum. Þeir náðu í Hannibal Valdimarsson, Alfreð Gíslason og Gils Guð- mundsson og fylgismenn þeirra. Allir þessir menn, ásamt fylgis- mönnum þeirra, hafa verið glat aðir vinstri hreyfingunni um leið og þeir stigu inn fyrir þröskuld fangabúðanna hjá Brynjólfi og Einari. Hvernig er unnt að styrkja Sjálfstæðisflokk inn betur en með því að gera ágæta vinstri menn óvirka og koma í veg fyrir að heilsteypt vinstri hreyfing komist á með öllum vinstrisinnuðum mönn- um. — Tilgangurinn. Tilgangurinn með þessum bandalagssamningum við vinstri menn er einmitt gerð- ur til þess að veikja þá. Og skýringin liggur ljóst fyrir eft- ir lestur bókar Arnórs. Hann sannar með tilvitnunum að í raun og veru fyrirlíta kommún- istar ekkert mejr en allar vinstri umbótahreyfingar, sem þeir með réttu telja að tefji för þeirra að settu marki. Hann sýnir fram á, að bandalög- in hafa og annan tilgang. Þau séu meðfram gerð til þess að villa á sér heimildir, til þess að halda kjósendum í þeirri trú: „að flokkurinn væri það sem hann var ekki: lýðræðissinnað- ur fjöldaflokkur.“ Þetta hefur þeim tekist að verulegu leyti. Fylgishrun kommúnistanna hef ur að vísu verið mikið. En þeim hefur lánast að dylja þetta að verulegu leyti, með því að láta bandalög við vinstri menn fylla í skörðin. Um leið hafa þeir náð þeim árangri, sem þeir telja ekki minna virði, að sundra vinstri mönnum. Er nokkur furða þótt íhalds- maður segði fagnandi: Hvar værum við staddir, ef við hefð- um ekki kommúnistana. Albvðuflokkurinn. Þá er það enginn smágreiði sem kommúnistar hafa gert íhaldinu með því að hreinsa burt úr forystuliði Alþýðu- flokksins alla vinstri sinnaða menn. Þannig hefur forystulið flokksins verið gert hæft til þess að þjóna íhaldinu svo sem raun ber vitni. Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn eru nú sem einn flokkur. . Eina málið, sem Alþýðuflokk urinn reynir að byggja á sjálf- stæða tilveru, eru tryggingarn- ar, sem hann fékk lögfestar á sinni tíð með Framsóknar- flokknum. Lagfæringar þær, sem á tryggingunum hafa ver- ið gerðar af núverandi stjórn, eru flestar til þess að samræma i þær þeirri dýrtíð, sem stjóm- j arstefnan hefur valdið. Ef þess- ar breytingar hefðu ekki verið gerðar mundi það hafa jafn- gilt því, að tryggingarnar hefðu verið afnumdar að hálfu leyti — og hundruð gamalmenna hefðu, vegna óðadýrtíðar, kom- i izt á vonarvöl. Það mun og fágætt að trygg- i ingar, þar sem þeim hefur ver- ið ákomið, séu afnumdar af íhaldsstjórnum. Vinstri hreyfing. Arnóri Hanpibalssyni finnst þröngt um vinstri hreyfingu hér á landi. Þetta þarf engann að furða þegar gætt er þeirra staðreynda, sem hér hafa verið raktar. Hvað eftir annað hafa ágætir vinstri menn lent í kongulóar- vef kommúnista og gerst óvirk- ir. En heill vinstri flokkur, Al- þýðufl., hefur verið dreginn af foringjaliði flokksins yfir í dilka Sjálfstæðisflokksins og stóðmarkaður með marki hans. Arnór er ungur maður og heldur að ráðið yið þessu sé, að stofna nýjan flokk vinstri manna. — Þetta hefur verið reynt — sbr. síðast Þjóðvamar- flokkinn — - og hefur mistek- izt. r Abending Jóns Skaftasonar. Jón Skaftason alþingismaður hefur nýlega ritað tvær grein- ar í Tímann um nauðsyn þess að koma á tveggja flokka kerfi hér á landi. Hann dregur að því skýr rök, að þetta sé leið- in til þess að koma hér á heil- brigðari stjórnarháttum og kom ast út úr núverandi glundroða. — Til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfa vinstri sinn- aðir jafnaðarmenn að losa um flokksböndin og vinstri menn í Alþýðubandalaginu og Sosia- listaflokknum þurfa að slíta tengslin við Moskvu-kommúnist ana. Þessir menn þurfa að taka upp samræður um samstarf við Framsóknarflokkinn. Vitan lega ber þessum mönnum margt í milli. En þeir eiga fleira sameiginlegt. Án þess að þetta gerist, með þessum hætti, er fyrirsjáanlegt að þess er langt að bíða að vinstri hreyfing nái meirihlutavaldi hér á landi. Lærdómurinn frá Norfíurlöndum. Víðast á Norðurlöndum hafa vinstri menn (jafnaðar- menn, sem hafa |agt þjóðnýt- inguna til hliðar) ráðið ríkjum um áratugi. Andstæðingarnir hafa verið sundraðir í marga flokka, sem hafa átt í baráttu sín á milli. Þess vegna hafa þess ir flokkar lengi verið í minni- hluta á þingi, þótt þeir hafi haft eins mikið — jafnvel stund um meira — fylgi með þjóð- inni. Sundrung leiðir víðast til ósigurs. samstarf til sigurs. Að stofna enn einn nýj- an flokk. er að bæta gráu ofan á syart. aðeins til þess að auka sundrungu. Jón Skaftason skýr- ir það með óvéfenffiani°gum Framhald á 11. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.