Tíminn - 20.12.1964, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 20. desember 1964
TIMINN
11
3 BÆKUR
FRÁ LEIFTRI
Todda frá Blágarði, eftir Margréti
Jónsdóttur. Útgefandi Prentsmiðj
an Leiftur.
Skáldkonan Margrét Jónsdóttir
er eigi aðeins einhver afkastamesti
barnabókahöfundur þjóðarinnar
heldur jafnframt einn sá allra
vinsælasti og hefur lengi verið
það. Hún hefur nú gefið út 16
frumsamdar bækur og 6 þýddar,
auk alls sem hún hefur ritað í
blöð og tímarit, og alltaf eru bæk-
ur hennar jafn eftirsótt lestrar-
efni, spennandi og hollur lestur í
senn.
Todda frá Blágarði, kom fyrst
út 1951, en nú í haust kom þessi
bók út í annað sinn, og fæst nú í
bókaverzlunum.
Alls urðu þær fjórar Toddubæk-
urnar eftir Margréti Jónsdóttur,
sem komu út á árunum 1951 til
1955. Prentsmiðjan Leiftur gefur
út Toddu frá Blágarði.
Svona rétt aðeins til upprifjun-
ar fyrir gamla vini Toddu litlu
og fyrir börn og unglinga, sem
nú munu lesa þessa bók í fyrsta
sinn, skal fram tekið að Todda
var fædd í Kaupmannahöfn faðir
hennar var danskur en móðirin
íslenzk, og er í Toddu frá Blágarði
sagt frá uppvexti hennar í Kaup-
mannahöfn og öllum þeim ævin-
týrum sem hún og leiksystkin
hennar lentu í þar í stórborginni.
Rósalín eftir Jóhönnu Spyri, 63
blaðsíður, útgefandi Prentsmiðjan
Leiftur.
Þessi saga mun fremur ætluð
börnum en fullorðnum. En þó á
hún fyrst og fremst að efni til
erindi til allra, sem bera mann-
legar tilfinningar í brjósti. Auk
þess hefur Freysteinn Gunnars-
son, fyrrum skólastjóri, þýtt hana
á snilldargott mál eins og vænta
mátti. Eftir Jóhönnu Spyri hefur
áður komið út á íslenzku bækurn-
ar Heiða litla og Smaladrengur-
inn.
Rósalin er óvenju hugnæm saga
af einmana, elskulegu barni og
gamalli, einstæðri móður, sem beð
ið hefur í mörg ár eftir týndum
syni sínum og aldrei látið af að
biðja fyrir honum.
Verða þær bænheyrðar, og þá
með hvaða hætti? Við því fást
svör í bókarlok.
Sagan af Rósalín er prýdd mörg
um ágætum teikningum.
Heillar mig Spánn eítir Frederik
Wislöff, þýðandi Benedikt Arn-
kelsson cand. theol. Útgefandi
Prentsmiðjan Leiftur h.f.
Það er ekki aðeins að Spánn
hafi heillað hinn sænska höfund
þessarar bókar heldur tekst hon-
Skrifað og skrafað
Framhald af 6. síðu.
tölum, að Framsóknarflokkn-
um hefur á seinni árum aukist
langmest fylgi. Sjálfstæðisflokk
urinn hefur unnið örlítið á.
En smáflokkarnir hafa allir
minnkað. Kjósendur í landinu
eru því að marka stefnuna, þótt
forvígismenn vinstri manna ut
an Framsóknarflokksins stritist
á móti. Þessi þróun verður ekki
stöðvuð. Spurningin er aðeins
um það hvort vinstri menn ut-
an Framsóknarflokksins vilja
halda áfram að tefja þessa þró-
un, eða taka höndum saman
við Framsóknarflokkinn um að
efla hana og hraða henhi. Flest-
um mun virðast svo sem þetta
val ætti ekki að vera vanda-
samt. — Og er ekki mál til kom
ið að hef jast handa? —
um að heilla aðra svo með frá-
sögn sinni eða ferðasögu frá Spáni,
að bók þessi, sem er afar fróðleg,
er jafnframt hreinn skemmtilest-
ur, mögnuð frásögn af nútímalífi
og fomri frægð einnar stoltustu
og prúðustu þjóðar í heimi fyrr
og síðar, Spánverja. Fljótt á litið
skyldi maður ætla að ferðasaga
Svía frá Spáni ætti ekkert sér-
stakt erindi til íslands, en reynd-
in verður allt önnur við lestur-
inn. Það er mikill fengur að því
að fá þessa bók þýdda, enda er
þýðingin sérlega vönduð og efni
bókarinnar fyrir allan almenn-
ing jafnframt.og þá sem hafa sér-
stakan áhuga á sögu og menningu
Spánverja, eða á ferðabókum al-
mennt. í rauninni er erfitt að
segja um það hvort þessi bók er
fremur ferðasaga eða saga mikilla
viðburða og gamallar heimsmenn-
ingar Spánverja, svo vel tekst höf-
undi að tvinna saman nútímalíf
og forna frægð. Mikill fjöldi ljós-
mynda er í bókinni af Spánverj-
um í dag og fomum byggingum
og sögulegum minjum.
SÖLLSKATTSSVIK
Framhald af bls. i.
strangt eftirlit (t.d. svipað og
gerist í nágrannalöndum, þar sem
söluskattur er innheimtur), með
innheimtu hans er söluskattur
með öllu óhæfur, því að hvergi
er svikið meira undan skatti en í
sambandi við söluskatt, og það
hefur Gylfi Þ. Gíslasc/i staðfest
í umræðum á Alþingi. Samt láta
þingmenn Alfþýðuflokksins sig
hafa það að neita um aukið eftir-
lit með söluskattsskilunum.
F. í. B.
Framhaid af 24. síðu.
ráð fyrir, að félagið hafi bolmagn
til þess að leggja út í þessar fram
kvæmdir, þar eð þær munu verða
allfrjárfrekar. Verður því félags-
mönnum að fjölga töluvert, áður
en til þess kemur. Nú sem stendur
eru félagar á öllu landinu um 6000
en þyrftu að verða 10.000 til þess
að félagið styrktist nofckuð fjár-
hagslega!
BÓKMENNTIR
Framhald af 7. síðu.
stjúpföður og hálfsystkini. í stuttu
máli: f bréfum þessum kynnumst
vér skapgerð og áhugamálum mik-
ilhæfs manns og örlögum hans,
Ijúfum og sárum, unz saga hans
var öll.
Jón Guðnason.
Stjörnuspáin
Stjörnuspáin. Hvað boðar fæðing-
arstjarnan þín?
Hindurvitni, segja margir og
yppta öxlum þegar minnzt er á
stjömuspár og stjörnuspáfræði
nú á tímum. En undir niðri eru
þó flestir forvitnir og taka meira
mark á stjörnuspánni sinni en
þeir vilja viðurkenna opinberlega.
Mér barst hér á dögunum í
hendur bók, sem er nýkomin út
á íslenzku og nefnist Stjörauspá-
in. Hún er eftir einn mesta
stjörnuspámann vorra tíma, R.N.
Naylor, og eru þar 366 stjörnu
spár, eða fyrir alla daga ársins.
Þeir, sem fæddir eru á hlaupárs-
dag, fá meira að segja sína stjörnu
spá. Engum er gleymt.
Ég gerði það mest að gamni
mínu, en þó með leyndri forvitni,
að lesa upp í heyranda hljóði það
sem stendur við afmælisdaga allra
á heimilinu, en í stjörnuspánni fyr
ir hvern dag ársins er lýst skap-
gerð og eiginleikum þeirra, sem
fæddir eru þann og þann dag.
Ennfremur er sagt fyrir um ásta-
mál og einkalíf þeirra í ýmsum
atriðum, varðað við ýmsu, getið
heilsufars, heillatalna, heilladaga
og þeirra lita, sem eiga við hvern
einstakan. Er skemmst af því að
,Magalenti‘ á Kefla
—
MB—Reykjavik 18. des. | nauðlenti á Keflavíkurflugvelli
Eins ihreyfils flugvél frá Flugsýn' klufckan rúmlega þrjú í dag. Lenti
Ur myndabók læknis
Hressilegt tungutak er fremur
sjaldgæft. Mörgum er það ekki
gefið, en aðrir rækta með sér
loðmulluna í því skyni sigla þægi-
lega fram hjá öllum skerjum,
styggja engan né móðga, baka
sér ekki óþægindi. Ég vil ekki
segja, að það væri æskilegt, að
allur skarinn, sem heldur sig á
þessum lygnu sundum milli lands
og skerja, hætti sér út í storm-
veður úthafsins. En það er hress-
andi í lognmollunni, og áreið-
anlega heilsusamlegt líka, að
heyra rödd, sem ekkert skefur
utan af því, er inni fyrir býr —
segir það tæpitungulaust, sem í
brjóstinu býr, og kærir sig ekki
hót um það, hvort einhver kunni
að fyrtast.
Þetta hvarflaði mér í hug, þeg-
ar ég var að blaða í bók Páls
V. G. Kolka, Úr myndabók læknis.
Ég efa það ekki, að stundum
j hafi blásið um hann naprir vind-
! ar fyrir þær sakir, að hann hef-
i ur lítt hirt um að sykra orð sín
í í ræðu og rituðu máli. Iðulega
jhefði það sjálfsagt verið nota-
legra fyrir hann að beita ioðn-
ara orðalagi og fara meira með
löndum. En það hefur ham, ekki
gert, og sé honum þökk fyrir
það Þá þökk á hann, hvort sem
menn eru samþykkir skoðunum
hans eða ekki. Það getur sem
sé stundum verið þarfaverk að
vera bermáll og vekja dálítinn
gust.
í myndabókinni hans kennir
margra grasa, enda er hún eins
konar sýnisbók. Þar eru minn-
ingar ýmsar frá fyrri dögum og
frásagnir af atvikum á læknis-
ferli hans, kvæði nokkur, þrjár
minningargreinar, kaflar úr út-
varpserindum, greinar um menn-
ingarsöguleg og trúarleg efni,
minni og tækifærisræður.
Allt er þetta með því djarf-
mannlega tungutaki, sem honum
er tamt, og ekki alls staðar tek-
ið mjúkum höndum á því, sem
honum er í nöp við. „Smáborg-
araleg kramarasjónarmið um
nokkurs konar tvöfalt bókhald,
debet og kredit, og einn alls-
herjar kreppulánasjóð, sem allir
gjaldþrotamenn eigi tilkall til,
eru sett í stað hins volduga
drama um framvindu lífsins",
segir hann til dæmis á einum
stað, þar sem hin svokölluðu ei-
lífðarmál ber á góma. Heigull-
inn, sem reynir að finna sér af-
sökun til þess að renna af hólmi,
hin blautgeðja kynslóð, sem er
ístöðulaus gagnvart eigin göllum
og umburðarlynd við spillinguna,
fær sannarlega allharðar ádrep-
ur. Vera kynni, að einhverjum,
sem er á öndverðum meiði, eða
þætti að sér stefnt, hitnaði í
hamsi við lesturinn, þótt gætinn
væri í orðum og dómum alla
jafna.
Og þann kost hefur þessi bók,
að hún er rituð af manni, sem
kann að halda á penna og beita
móðurmáli sínu, en á því svelli
eru allmargir þeirra, sem við rit-
mennsku eru riðnir, ekki allt of
sterkir. Bert sagt eru þar fleiri
báglega sendibréfsfærir en kerl-
ingarnar tíu, sem angra Sigurð A.
Magnússon. Bók Páls V. G. Kolka
má ekki einungis lesa til þess
að kynnast afdráttarlausum skoð-
unum og bermálum frásögnum,
heldur líka til þess að sjá fyr-
ir sér ófalsaða íslenzku, þrótt-
mikið mál og skörulegt.
J .H.
segja að í flestum tilfellum áttu
þessar mannlýsingar svo vel við
hvern og einn af mínu fólki að úti-
lokað er að um tilviljun sé að
ræða. Við héldum þá áfram og
leituðum uppi afmælisdaga og
stjömuspár frændfólks okkar og
kunningjafólks og það var ótrú-
legt hversu spárnar „pössuðu" oft
vel.
En jafnvel þótt þessar spár og
mannlýsingar væru ekki teknar
alltof alvarlega þá hitta lýsingarn-
ar svo oft í mark að hin bezta
heimilisskemmtun verður að upp
lestrinum. Og ekki nóg með það.
Þegar við höfum haft gesti und-
anfarið þá hefur Stjömuspáin
reynzt skemmtilegasti samkvæm-
isleikurinn. Og löngu eftir að
leiknum er lokið hefur maður það
á tilfinningunni að hér hafi mik-
il og leyndardómsfull alvara verið
á ferð, og sé stöðugt á ferð, að ör-
lög manna séu að mörgu leyti
ákveðin fyrirfram. Ég á hér ekki
við neinn „hokus pokus“ heldur
gömul reynsluvísindi sem nútíma-
vísindin hafa ekki gefið gaum
sem skyldi. Hvað ber framtíðin í
skauti sér?
Því svarar Stjömuspáin fyrir
sitt leyti.
Jón Guðmundsson.
Auglýsið í Tímanum
flugvélin „Magalendingu", það er
með hjólin uppi.
Þetta var flugvél af Navion-gerð
sem var að koma frá Reyfcjavík,
og voru þrír fanþagar með vélinni
aulk flugimannsins. Efcki er blaðinu
kunnugt um orsakir óhappsins, en
málið var í rannsókn, þegar blaðið
fór í prentun.
Furðu litlar skemmdir urðu á
vélinni, skrúfan irnun titthvað hafa
bognað. Vélin var nýkomin úr
klössun og var þetta fyrsta ferð
hennar að klössuninni lokinni.
Engin slys urðu á mönnum þeim,
sem í vélinni voru, og verður það
að teljast mikil mildi.
Málverkasýning í
Hafnarfirði
KB-Reykjavík 19. des.
Bjarni Jónsson listmálari opnar
í dag, laugardag, málverkasýningu
í Iðnskólanum í Hafnarfirði, og
mun hann sýna þar 32 myndir.
Þetta er þriðja sjálfstæða sýning
Bjarna, síðast sýndi hann í Lista-
mannaskálanum árið 1962, en auik
þess hefur hann tekið þátt í mörg
um samsýningum bæði heima og
erlendis. Sýningin verður opin
nofckuð fram yfir áramót.
Æðardúnsængur
nytsöm, vegleg
jólagjöf
Matrosföt -3—7 ára
Matroskjólar
Drengja jakkaföt
Drengjabuxur
frá 3 — 12 ára
bláar, gráar Terreline.
HVfTAR drengja nylon-
skyrtur, allar stærSir
kr- 175.00.
Drengja peysur
dvalon vestispeysur
ASANÍ
undirkjólar frá Nr. 38.
— 46.
Póstsendum
GLEÐILEG JÓL!
'/éti'Jit
Vesturg. 12 — Sími 13510
Starfsstúlkur óskast
Tvær starfsstúlkur vantar nú þegar að Vistheim-
ili ríkisins 1 Breiðuvík, V-Barðarstrandarsýslu.
Upplýsingar gefur forstöðumaður heimilisins, sími
um Patreksfjörð, og Skrifstofa ríkisspítalanna
sími 11765.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA