Tíminn - 20.12.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.12.1964, Blaðsíða 14
14 TIMINN SUNNUDAGUR desember 1964 Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi: Bréf til Benjamíns sonar frá Gilsbakka, Axarfirði Kæri Benjamín. Hver skrattinn er nú á seyði, munt þú hugsa, er þú sérð þessa yfirskrift. Það lái ég þér heldur ekki. Svo fá hafa þau verið bréf- in, sem farið hafa á milli okkar um dagana. En ástæður eru til alls, og eins er með þetta. Oft hefur míg furðað á ýmsu, sem eftir þig hefur sézt á prenti. Sjálfur hef ég þó minnst af því lesið. Samt leynist engum, sem eitthvað blaðar í því, að skáld- fákur þinn er ofsa-fjörugur. Og hann hefur líka allan gang. En — hann er baldinn, enda skapiS gífurlegt. Þú virðist því sjaldan ná á honum fullum tökum. Og það er því furðulegra, þar sem þú ert af öllum hér talinn hreinasti snillingur að hafa rostann úr okk- ar jarðnesku reiðskjótum. Svo er hann líka hrekkjóttur og hefur það til að bíta og slá, án þess að þú ætlist til. Og það er versti gallinn. Alveg sérstaklega er þetta bagalegt fyrir þá, sem eru að bjarga frá glötun ýmsum fróðleik, sem liðni tíminn á í fórum sín- um, hvort heldur það eru lýsingar á mönnum eða atburðum. Og ástæðan er sú, að þá verða þær systurnar tvær, samvizka og sjálfs virðing, um fram allt að vera á verði og fylgjast vel með hvernig verkið er gert. Annars getur illa farið. Eg er aftur á móti anzi hræddur um það, að þessar vin- konur þínar séu oft heldur væru- kærar og hafi það jafnvel til að dotta, þegar verst gegnir. — „Hvað er maðurinn eiginlega að fara? Hann er orðinn kolvitlaus, alveg stjörnubrjálaður," — mun þér ef til vill verða á að segja,1 svona í hálfum hljóðum. En nú er líka mál til komið, að ég segi þér ástæðuna fyrir öllum þessum bægslagangi. Og hún er þá þessi: Fyrír nokkrum mánuðum sagði mér gamall maður, sem eitt sinn var í Öxarfirði og hefur unnað þeirri sveit ávallt síðan, að í „Sagnaþáttum" þínum, 3ja bindi, sem út kom árið 1961, væri kafli, sem þú nefndir: „Bændur og bú- skapur í Öxarfirði um síðustu alda mót.“ Og hann benti mér á, að þar væri málum meira en lítið blandað og það svo, að honum þótti nóg um. „Blessaður góði, það er engin ný bóla,“ varð mér að orði. En þar sem þú varst þarna að segja frá sveitungum okkar og hafðir sjálfur hvergi haft eins ná- in kynni af þeim, er þú lýsir og þar á ofan einstaka afstöðu að afla heimilda, þá varð ég talsvert forvitinn, fór á stúfana og fékk mér lánaðan pésann Við eetum nefnilega engu treyst eins og vel og eigin augum og — evrum Og — viti menn. Eg þurfti ekki lengi að lesa, til að sjá, að gamli sveitunginn okkar hafði haft lög að mæla. Það fyrsta, sem mér flaug í hug, að loknum lestri, var þetta: Hvað kom til að Benjamín hefur ekkí haft hér á sama hátt og við . endurminningar sínar. sem hann hefur oft yfirfarið að eigin sögn — og er þó aldrei ánægður með þær? Hefði hann endurlesið þessa ritgerð sína, sem áður er nefnd, og þótt ekki hefði verið nema einu sinni, þá hefði hann aldrei látíð prenta hana, eins og hún er. En snúum okkur að efn- inu. Þú segir á bls. 162,’í fyrr nefnd- um sagnaþáttum: „Þetta á aðeins að vera svipmynd, sem fróðlegt er að bera saman við búskapinn nú, eftir sextíu ár.“ Hræddur er ég um, að flestum finnist hér helzt til mögur eftirtekjan um „búskap í Öxarfirði, um aldamót- in síðustu. En víkjum að umsögn þinni um bændurna þar: Um Gunnar í Skógum ferð þú lofsamlegum orðum, eins og vera ber. Þú segír: „Gunnar var glæsi- menni, smiður góður og skrifari ágætur. Hann var fremur hægur maður í dagfari, gat verið mjög skemmtilegur og meinháðskur.“ Þetta síðasta „lofsyrði“ þitt kemur eins og skrattinn úr sauð- arleggnum. Sjálfur dvaldi ég eitt sinn nokkrar vikur á heimilí Gunnars, og tók vel eftir samræð- um hans við heimilisfólk og gesti, sem þar voru oft daglega á ferð og sumir næturlangt. Og ástæður voru margar. Ein var sú, að um árabil ólust upp í Skógum stór- glæsilegar stúlkur, sem allir höfðu gaman af að horfa á og spjalla við, og án. efa óskuðu margir þeirra heítt, að fá að. góma þær líka. Á meðal þeirra voru upp- rennandi forstjórar. prestar og fræðimenn, eins og þéi er vel kunnugt. Þar bar því margt á góma. Og enn minnist ég þess, hve Gunnar var þá oft kíminn og gamansamur, og hafði alltaf til- tækar ýmsar skrítlur og smápillur, sem hann fór ákaflega vel með. svona rétt til að krydda samræð- urnar. En að kalla hann „mein- háðskan," hygg ég að allir Öx- firðingar, nema þú, hefðu talið haugalýgi. j Um „Pál í Landí“ farast þér | orð á þessa leið: „Páll var maður j kátur og skemmtilegur, hestamað- [ ur góður og átti ætíð afbragðs reiðhesta. Vín notaði hann tals- vert, en í hófi þó, veitti gestum j sínum vel og átti ætíð a þeim ár-; um brennivínstunnu á stokknum j heima hjá sér. Var á henni krani og undir honum „lekabytta“. j Þurfti ekki annað en skrúfa frá krananum til að ná sér i vín i j flösku. Er hætt við að vínið hafi i viljað verða ódrjúgt, þegar svo auð | velt var að ná í það. Úr „leka- j byttunni" mátti hver fá sér bragð. sem vildi." , Ekki veit ég hvað hefur dreg- ið þig að þessari „lekabyttu" Benjamín. En saga þín um hana og „brennivínstunnuna á stokkn- um,“ er nefnilega uppspuni frá rótum. Hún er þitt eigið hugar- fóstur, eins og svo mörg önnur. En þessi tvö dæmi tók ég^aðeins til að sýna, hvað skáldfákurinn þinn er hrekkjóttur Þau dæmi eru býsna mörg í þessum eina þætti. Og þá er ég loks kominn að bréfs- efninu. Um ábúandann á Árholti, næst syðsta bæ í Öxarfirði. farast þér orð á þessa leið: „Þar bjó Tómas Jónsson og kona hans. Þorgerður Jónsdóttir. Hún andaðist stuttu eftir aldamct in, og var Tómas einbúi í kotinu eftir það til 1916. Þau voru barn- laus. Tómas var hinn mesti nirfill, samansaumaður „grútur,“ og spar- aði allt, sem sparað varð, jafnvel þvottavatnið a hendurnar, sem annað. Sem dæmi má tilfæra þessa sögu: Eitthvert sinn var konu hans gefin brók úr bezta vaðmáli, en karl tók brókina í sínar hendur og seldi hana, en sagði við kerlingu , sína, að hún gæti eins gengið brókarlaus hér eftir sem hingað til. — Jafnan hafði hann fátt fé og gaf því illa, þótt nóg væru heyin. Tómas var óheimskur og gat svarað vel fyrir sig, þegar því var að skipta. Sem dæmi má til- færa þessa sögu: Eitt sinn kom þjóðskáldið Guðmundur Friðjóns- son að Árholti og fann Tómas að máli. Hann hafði heyrt, að Tómas væri skrítinn karl og sérkennileg- ur og vildi gjarnan tala við hann um stund, því að skáld og rithöf- undar hafa oft gaman af að ræða við sérkennilega menn. Skáldið kom ekkert í bæinn, en ræddi við karlinn á hlaðinu. Barst talið brátt að skóginum i hlíðinni austur af bænum, sem skáldinu þótti ljót- ur. Þá segir skáldið: „Það er auð- séð, að hér hefur mannshöndin verið að verki. Skógurinn hlífðar- laust höggvinn og beittur — og því nær gjörey.ðilagður.“..Þá seg- ,ir Tómas: „Glöggt er gestsaugað, og því gleggra, sem það er heimskara. Þetta hefur nú ormur- inn gert.“ — Það var þessi umsögn þín, sem ég gat ekki þolað, um Tómas í Árholti — gamlan vin og ná- granna. Hann átti þó betra skíl- ið, en svona eftirmæli, fyrst far- ið var að hrófla við honum í gröf sinni eftir meira en 40 ár. Þessi vinnubrögð þín minntu mig áþreif anlega á sumar myndir svonefndra Þá notar þú þarna eiginleikann, sem felst í sögninni að spara, sem tákn um ókost, svo að af ber. Þarna fórst þú verst með sjálfan þig. Allir, sem þig þekkja bezt, vita vel, að báða kjörgripina, nýtni og sparsemi, fékkst þú í vöggugjöf og það í ríkum mæli. Mér varð því á að brosa, er þú komst með brókarsöguna. En — það, sem ég hugsaði, á ekki heima hér. Verst eru þó — enda óverj- andi — þessi ummæli þín, er þú lætur fjúka um Tómas: „Jafnan hefði hann fátt fé, gaf því illa, þótt nóg væru heyin.' Pessi síð- j ustu orð: ,,þótt nóg væru heyin,“ j er svo mikil fjarstæða, að furðu j gegnir. Þú slettir þeim á gamla ■ manninn — vitandi vits — í þeim eina tilgangi, að sverta hann sem : mest, með grugginu úr skjólunni j þinni. Þetta kalla ég að bíta og ; slá af ráðnum hug, og mun reyn- ast erfitt fyrir þig að þvo þá bletti af þér, þótt aldrei hafir „sparað vatnið." Ég fæ ekki held- . ur betur séð, Benjamín góður, en I skilningur þinn á lífsbaráttunni j um og fyrir aldamótin, eftir fyrr- nefndri umsögn þinni, og ýmsum fleiri, hafi stundum haft það til að laumast undir sængina til systr anna tveggja, sem ég áður nefndi. Um viðtökurnar þurfum við ekki að deila. Þær hafa bæði verið blíð- ar og ástúðlegar. Ég lái honum heldur ekkert — vesalingnum — eftir að hann komst einu sinni á það Það var ólíkt, eða þurfa að standa upp á endann í storm- um og húðarhrakviðri, a meðan þú sjálfur lézt „gamminn geisa.“ Nú er ætlun mín að bregða upp annarri mynd af Tómasi: Jökulsárbrú i Axarfiröi. „abstrakt“-málara. Ýmsir þeirra líkjast mest snjóskafli, sem orðið hefur fyrir því óláni, að fá nokkr- ar vel útilátnar skvettur úr skolp- fötu, sem orðið hefur þó að gutla rækilega, svo gruggið færi með. Það gerir óumdeilanlega mesta svipinn á „málverkið“ á sama hátt og orðin ,,nirfill“ og „grútur" á þá_ mynd, sem þú dregui upp af TÓMASI Þér fannst ekki nóg að nota bara annað naínið En — hvað kom til. að þú valdíi ekki heldur orðin „nískupungur" eða svíðingssál?“ Þau hafa þó oft dug- að þér vel. Annars væri það nógu gaman, að bú gerðir einhvern tíma ljósan muninn a merkingu þessara orða: „nirfill, grútur, nískupungur og svíðingssál." Það gæti verið fengur fyrir síðari tíma málskýrendur. Tómas á Árholti var fæddur 8. júlí, 1839 og skírður 14. sama mánaðar. Foreldrar hans, Jón Brynjólfsson og Rósa Tómasdótt- ir bjuggu á Gömlu-Hafursstöðum. Þau hjón munu hafa eignast 10 börn og var Tómas yngstur þeirra. Systkinin sex eða sjö, munu hafa komizt til fullorðinsára Afkom- endur þeirra eru nú orðnii fjöl- margir. Hafa þar vaxið upp ýms- ir kjarnakvistir, sem borið hafa blaðríkár greinar og ilmsæt blóm, svo að jafnvel þú mundir ekki geta annað en undrast það og dáð ættir þú þess kost að kynnast þvi tii ’ hlítar Tómas giftist Þorgerði 5 nóvembei 1869 Tómas bjó fyrst a Grænum, en síðar á Árholti allan sinn búskap til 1916. Eftir að Þorgerður dó, bjó Tómas með ráðskonum, lengst Rósu, systurdóttur sinni, sem mun hafa verið þar 4-5 ár, og þá oftast með yngstu börn sín Frið- nýju og Ágúst. Síðustu árin í Ár- holti var hann einsetumaður. Tómas var meðalmaður á hæð, talsvert þrekinn og hafði góða burði. Hann fór sér jafnan hægt, tók öllu með ró, enda þolinmóð- ur og þrautseigur svo af bar. Til sannindamerkis um það, var sú í staðreynd, að hann lá tuttugu næt I ur úti um ævina, oftast í aftaka : stórhríðum, en sakaði ekkert. Hann bjó sig ætíð vel o'g settist fljótt að, teldi hann sig ekki vissan um að vera á réttri leið. Ef svo glórði eitthvað, þekkti hann sig strax, og hélt þá áfram. Hann upp j götvaði það, eins og margir á þeim árum — löngu á undan land könnuðinum heimsfræga, Vil- hjálmi Stefánssym, að hyggilegast var að grafa sig í fönn, áður en hann þreyttist eða svitnaði að ráði. Þar leið honum oftast sæmi- lega og stundum vel. Það bjarg- aði honum líka ætíð. Ávallt urðu þeir faðir minn og Tómas samferða í kaupstaðaferð- um og lengi vel til Húsavíkur. Á haustin lentu þeir stundum í stórviðrum. Eitt sinn urðu þeir að snúa við, með lestahestana í blindstórhríð, er þeir voru komn- ir suður hjá Höskuldsvatni, á leið- inni heim. yfir Reykjaheiði frá Húsavík. Sú leið var ávallt farin þegar fært var. Strax við Höskulds vatn voru þá komnir umbrota- skaflar og veður ört versnandi. Löng var þá leiðin og erfið kring um Tjörnes og yfir Jökulsá, með krapaförum og klakaskörum báð- um megin. Tómas var ósérhlífinn, athug- ull og æðrulaus á hverju sem gekk oft með gamanyrði á vörum og hnyttin tilsvör. Hann var góður nágranni, hjálpfús og laus við ágengni. Fór ávallt vel á milli föður míns og hans, og höfðu þeir þó mikið saman að sælda í fjárleit um, hestagöngum og ferðalögum. Var þó faðir minn það, sem kalla mátti hamhleypa, að hverju verki, ! sem hann gekk Sumarið 1898 fór Tómas út á Sléttu með hesta undir reiðingi, til að ná í lítinn bát, sem smíð- aður var af Jóni bónda á Ásmund- arstöðum. Gisti Tómas þá hjá systurdóttur sinni, Rósu, sem áð- ur er nefnd, en þá bjó með manni sínum, Sigurjóni á Grashóli. Þau áttu mörg ung börn. Tómas bnuð þeim að taka einn son þeirra í fóstur. Valdist til þess ellefu ára drengur, að nafni Parmes. Sýndi hann strax mestu stillingu og þrek til að niæta þeirri raun að þurfa að yfirgefa foreldra og systkini. Um haustið fór svo Jó- hanna, amma hans með hann til Tómasar. Nokkrum vikum síðar varð móðir hans, Rósa, fyrir þeirri miklu sorg að missa mann sinn úr lungnabólgu. Á Árholti var Parmes til 20 ára aldurs. í mörg ár var það vam Tómas- ar. þegar hann fór kaupstaðarferð á vorin að koma með heilan kassa af kandis, sem var mikli drýgri með kaffi en venjulegui toppa- sykur. Ég vai þessu vel xunnug- ur, því að Tómas var ákaflega barngóður Og eftír að ég gat bor- iö mig sæmilega um, kom það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.