Tíminn - 22.12.1964, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. desember 1964
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Hitstjórar: l-órnnnn
Þórarinsson (ábl Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur Lddu
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti - Af
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar sknistofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán innanlands — I
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Stjórnín vill ekki
draga úr bruðlinu
Það er stundum sagt um nýríka menn, að þeir gæti
sér ekki hófs í meðferð fjármuna. Þetta er vafalaust rétt
um marga þeirra, en síður en svo um þá alla- Nógu margir
þeirra hafa samt orðið til þess að fara þannig með fjár-
muni, að framangreindur orðrómur hefur myndazt um
þá.
Fjármálastjórn núv. ríkisstjórnar mun ekki verða til
þess að veikja þennan orðróm. Núverandi ríkisstjórn
svipar að því leyti til nýríks manns, að hún hefur fengið
mikið fé milli handa, — miklu meira fé en fyrri ríkis-
stjórnir. Hún hefur nefnilega kappkostað að hafa skatt-
ana svo háa, að umframtekjur yrðu jafnan miklar. Þess
vegna hefur hún haft miklu meira fé til umráða en nauð-
synlegt var til að mæta útgjöldum fjárlaganna- Þessar
umframtekjur voru t.d. árið 1962 303 millj. kr. og 1963
323 millj. kr. Þessum umframtekjum hefur hún ráðstafað
á flestan hátt eins og nýríkur maður, sem kann allt annað
betur en hóflega meðferð fjármuna.
Ríkisreikningar undanfarinna ára sýna, að margir þeir
útgjaldaliðir, sem heyra beint undir ríkisstjórnina, hafa
vaxið langt úr hófi fram og stundum margfalt meira en
svarar kauphækkununum ,sem orðið hafa hjá opinberum
starfsmönnum. Sumir þeir útgjaldaliðir hafa vaxið hvað
mest, þar sem fjármálaráðherrann hefur verið að fram-
kvæma svonefnda hagsýslu, og má þar t.d- benda á kostn-
að við skattaálagningu og skattheimtu. Hann hefur
aukizt um hvorki meira né minna en 250% síðan 1958,
og sést þó ekki neinn árangur í bættu eftirliti og inn-
heimtu, heldur játa sum stjórnarblöðin, að skattsvik hafi
farið stórum vaxandi.
Lítið betra verður uppi á teningnum, þegar athugaður
er kostnaður við sjálfa ríkisstjórnina, stjórnarráðið og
utanríkisþjónustuna. Þessi kostnaður varð samkv. ríkis-
reikningi 1958 27 millj. kr., en er áætlaður í fjárlaga-
frumvarpinu 1965 74 millj. Það vantar því ekki mikið
á, að han hafi þrefaldazt, þar sem búast má við samkvæmt
venju, að hann verði meiri 1 reynd en fjárlög gera ráð
fyrir.
Sá kostnaður ráðuneytanna, sem mest hefur vaxið, er
utanfarar- og veizlukostnaður. Hann er færður á svo-
nefndan „annan kostnað” ráðuneytanna, og hefur sá
útgjaldaliður hvorki meira né minna en fimmfaldazt
síðan 1958, ef miðað er við fjárlagafrumvarpið 1958. Þó
er mikið af þessum kostnaði fært á aðra grein fjárlaganna
(óviss útgjöld) og hefur því ferða og veizlukostnaðurinn
aukist raunverulega stórum meira en þetta.
Þannig mætti rekja þetta áfram. En af því, sem hér er
rakið, er það ljóst, að hvers konar rekstrarkostnaður hef-
ur aukizt úr hófi fram, og vafalaust hefði aukningin
verið minni, ef stjórnin hefði haft þrengri fjárráð. Hinar
miklu umframtekjur hafa gert hana ógætnari og aðhalds-
minni en ella.
Hyggilegra hefði vissulega verið nú að draga úr um-
framtekjunum, og auka sparnað og aðhald í ríkisrekstr-
inum Slíku er hins vegar ekki að heilsa. þvert á móti
leggur stjórnin á stórfellda nýja skatta til þess að geta
haldið bruðlinu áfram-
Er slík stjórn ekki of dýr fyrir almenning á íslandi?
____TÍMINN_________________________
Póiitískt siðgæöi krefst þess að
fíkisstjórnin segi þegar af sér
Ræða Ingvars Gíslasonar alþm. við 1. umr. í neðri deilri um
hækkun söluskattsins
Hr. forseti.
Eg efast um, a3 háttvirtir al-
þingismenn hafi áður orðið slegn
ir slíkri undrun eins og nú, þeg
ar frumvarp um söluskattshækk
un var lagt fram hér fyrir nokkr-
| um dögum. Þetta frumvarp kom
svo á óvart, að ég veit ekki til
að nokkrum þingmanni, hvort
sem var í liði stjórnar- eða stjórn
arandstöðu, hafi dottið annað eins
í hug. Um þetta hefur aldrei ver
ið rætt í fjárveitinganefnd, og
er ég sannfærður um, að engum
fjárveitinganefndarmanni úr
hópi stjómarsinna var kunnugt
um, hvað var að gerast, fyrr en
hríðin var skollin á. Þaðan af
síður virtust blöð ríkisstjórnarinn
ar hafa leitt hugann að þessu,
því að ekki minnist ég þess, að
þau hafi rætt eða boðað fyrir-
fram nauðsyn þess að stórhækka
skattaálögur með skyndiráðstöf
unum milli fjárlagaumræðna í
önnum og umróti síðustu daga
þingsins fyrir jól.
Hér er um svo fáheyrð vinnu
brögð að ræða, að þau eiga sér
nálega engin dæmi.
Þessi vinnubrögð eru svo víta
verð, að ef hér á landí ríkti vénju
legt pólitískt siðgæði, þá hefði
ríkisstjórnin hlotið að ségja af
sér. Hún hefði orðið að gera
það vegna þess fyrst og fremst,
að fylgismenn hennar í þinginu
hefðu neytt hana til þess.
En hér á landi ríkir ekki póli-
tískt siðgæði.
Það verður að segja hlutina
eins og þeir eru, að ríkisstjórn
in hefur ekkert aðhald af flokks
mönnum sínum á Alþingi. Hún
virðist geta komizt upp með
hvað sem henni sýnist.
Sannleikurinn er sá, að nú-
verandi ríkisstjórn lafir í völd
um sínum af þeirri einu náð, sem
þinglið hennar veitir henni, en
úti á meðal þióðarinnar á ríkis
stjórnin engu trausti að fagna,
heldur sætir hún algerri fyrir-
litningu alls þorra manna í land-
inu.
Sú fyrirlitning er fullkomlega
réttlætanleg.
Núverandi stjórnarflokkar hafa
hangið í völdum síðastliðin sex
ár, og þó að ekki hafi alltaf veriíí
vakurt riðið í íslenzkri pólitík
undanfarna áratugi, þá hefur þá
fyrst keyrt um þvert bak á
stiórnarferli núverandi stiórnar
flokka. Ferill ríkisstjórnar Bjarna
Benediktssonar er með þeim
endemum, að þar stendur ekki
steinn yfir steini.
Engin ríkisstjórn hefur setzt að
völdum með meira yfirlæti held
ur en núverandi ríkisstjórn. Hún
iézt hafa ráð við hverjum vanda.
Hún ætlaði að stjórna svo, að
skipti sköpum í íslenzku efna-
hagslífi.
Haftakerfi skyldi afnumið.
Uppbóta- og styrkjastefnan var
fordæmd.
Kaupgjald skyldu leyst með
frjálsu samkomulagi.
Og umfram allt skyldi verð-
gildi krónunnar verndað og verð
bólgan stöðvuð.
En hvað hefur gerzt þessi sex
ár, sem ríkisstjórnin hefur ver-
ið við völdin?
Er styrkja- og uppbótakerfið
úr sögunni?
Nei, síður en svo. Allt, sem
ríkisstjórnin hafði um það að
segja í upphafi hefur reynzt
blekking. enda mestanpart byggt
á furðáíegiim misskilningi á ís-
lenzku efnahagslífi. Það er hægt
að fordæma styrkja- og uppbóta
kerfið, og það er hægt að finna
því flest til foráttu. En ísl. stjórn
málaforingjar ættu að hætta að
heimska sig á að fullyrða, að
það sé auðvelt að komast út ur
því. Það er nefnilega ekki auð-
velt. Enda hefur hæstvirtri ríkis
stjórn algerlega mistekizt það.
Og hefur ríkisstiórnin staðið
við það fyrirheit að láta laun-
þega og vinnuveitendur friálsa í
samningum um kaup og kjör?
Nei, sannarlega ekki. Það er
eitt þeirra stefnuskráratriða, sem
hún hefur brotið hvað frekleg-
ast.
Og hvað um verndun gjald-
miðilsins? Ekki annað en það,
að ríkisstjórnin hefur tvívegis
með beinum aðgerðum fellt
gengi krónunnar og auk þess
rýrt gjaldmiðilinn í verði með
fleiri aðgerðum.
Og er búið að stöðva verð-
bólgu og dýrtíð?
f því efni hafa orð og efndir
stangast hvað mest á, þannig að
verðbólguvöxturinn hefur aldrei
verið ægilegri en þessi 5—6 ár,
sem núverandi ríkisstjórn hefur
setið að völdurn.
Og ríkisstjórnin kann þar eng
in ráð við, þegar á hefur reynt.
Má þar m. a. vitna til ræðu hæst
virts forsætisráðherra fyrir nokkr
um dögum hér á háttvirtu al-
þingi, þegar hann var að velta
vöngum yfir verðbólgunni og
játaði, að hann kynni engin ráð
við henni og vissi ekkert, hvað
hann ætti að gera í þeim efnum.
Að sjálfsögðu var þessi hrein
skilni hæstvirts forsætisráðherra
mjög virðingarverð út af fyrir
sig, en það veit ég, að hann skil-
ur sjálfur manna bezt, að þegar
svo er komið, að æðsti stjórn-
málaforingi landsins og sá, sem
hefur forsæti í ríkisstjórninni,
játar í eyru alþjóðar, að hann
kunni engin ráð í stærsta efna
hagsböli þjóðarinnar, þá á hann
að víkia úr forsætisráðherrastóln
um.
Bjarni Benediktsson myndi
ekki minnka við það að segia af
sér ráðherradómi eins og nú er
komið málum fyrir honum og
stiórn hans. Það er sjálfsögð
skylda hans að fara frá völd-
um. Ef hann gerir sér þess ekki
grein sjálfur, þá ættu flokks-
menn hans að leiða honum það
fyrir sjónir, svo að endir verði
bundinn á það vesaldarkák, sem
nú viðgengst í stjórn landsins.
Því fyrr sem það gerist því betra.
En eins og ég sagði í upphafi
raeðu minnar, þá er venjulegt
pólitískt siðgæði ekki til í þessu
landi, og meðan svo er, þá geri
ég mér ekki háar hugmyndir um,
að ríkisstjórnin hafi þá reisn
og myndarskap að segja af sér
og leggja málin undir dóm kjós-
enda, sem væri þó hið cina
rétta.
Það er að mínu viti alveg aug-
ljóst, að ríkisstjórnin á sér ekk
ert annað markmið en að lafa í
völd'um með öllum mögulegum
og ómögulegum ráðum, og þeg-
ar svo er komið, þá á ríkisstjórn
in einskis manns virðingu, sem
varla er von. Slík ríkisstjórn er
bæði þjóðarógæfa og þjóðar-
smán.
Eg segi fyrir mig, að ég gæli
unnt hæstvirtum forsætisráð-
herra og samráðherrum hans
betra hlutskiptis en þess að
koðna niður í valdabrölti og póli
tísku siðleysi. Eg vil benda á
það í fullri vinsemd, að íslenzk
þjóð hefur ekki efni á því að
sóa þannig mannsefnum, okkur
er nauðsyn að einbeita kröftum
okkar og nota þá til góðra hluta,
og einkum að virða heiðarlegt
framferði í pólitík sem öðru.
En ég kalla það m. a. óheiðar
Ieika í pólitík og pólitískt sið
Ieysi að viðurkenna ekki ósigur
sinn.
Núverandi ríkisstjórn hefur
beðið ósigur, hæstvirtur forsætis
ráðherra hefur beðið persónuleg
an ósigur. Trausti almennings
hafa þeir glatað, og virðingu al-
mennings hljóta þeir að glata,
þegar þeir negla sig fasta við
ráðherrastólana, eins og nú
er komið.
Söluskattshækkunin er einhver
ósvífnasta tillaga, sem um get-
ur í sögu Alþingis um langt
skeið.
Skattar hafa farið síhækkandi
á þessu ári, og jafnvel blöð rík-
isstjórnarinnair hafa kveðið fast
að orði um nauðsyn skattalækk
unar, og almenningur hefur trú
að því, að það væri ætlun ríkis-
stjórnarinnar að létta skattabyrð
ar. Almenningur hefur haft fulla
ástæðu til þess að álíta, að svo
yrði. Sízt af öllu átti fólk von
á skattahækkun eftir þær um-
ræður, sem orðið liafa um skatta
mál í sumar og haust. Þess
vegna kemur söluskattshækkunin
nú eins og hnefahögg í andlit
þjóðarinnar, hvers einasta manns,
hvar í flokki sem hann stendur.
Forsendurnar fyrir söluskatts-
hækkuninni eru ekkert annað
en blekking. Því er haldið fram
af hæstvirtri ríkisstjóm, sem
Framhald á 12. síðu.
T753