Tíminn - 22.12.1964, Page 11

Tíminn - 22.12.1964, Page 11
ÞREÐJTJDAGUR 22. desember 1964 TÍMINN 11 UPPREISNIN IÁ BOUNTY Charles Nordhoff og James N. Hall bili fengum við svo mikla ofbirtu í augun, að við gátum ekki opnað augun. Svo að við urðum af þeirri skemmtun að sjá heiðan himinninn. Við vorun nefnilega ekki nema örstutta stund undir heiðum himni. Edwards var viðstaddur, og bátsmaðurinn rak okkur strax inn í hinn nýja fanga- klefa okkar. Við klifruðum upp stigann og niður annan stiga og vorum loks komnir í hinn nýja bústað okkar. Þetta átti að vera bústaður okkar meðan við vorum um borð í Pandora. Þetta hér „fangelsið“, en við fangarnir kölluðum það alltaf „skrínið". Það var ellefu fet á lengd, þungar járnslár voru fyrir hlerunum og í veggjunum voru járnkrókar, sem hlekkirnir voru festir við. Við vorum nú bundnir, Stewart og Skinner framar, en við Coleman aft- ar. Með einum lykli var hægt að leysa alla fóthlekkina, og með öðrum lykli handjárnin. Bátsmaðurinn geymdi lykl- ana. Eins og áður gátum við staðið á fætur og gengið hálft skref í hverja átt. Gólfið var sjálft þilfarið. Þegar gott var veður, var hleraopið opnað, en járngrindurnar voru alltaf fyrir. Tveir varðmenn gengu alltaf fyrir á þakinu. Fótatak þeirra lér i eyrum okkar líkt og glamrið 1 hlekkjunum. Það var ástæðulaust að ímynda sér, að svo stórt fangelsi hefði aðeins verið byggt handa fjórum mönnum. Og þarna voru fótjárn handa þeim, sem seinna kynnu að koma. Ed- wards skipstjóri hafði sannarlega ástæðu til að ætla, að hann fyndi fleiri uppreisnarmenn. Þó þurfti hann varla að láta sér detta í hug, að hann næði Christian, eða þá, sem með honum fóru. En það var ekki vonlaust, að hann næði í þá, sem fóru með Resolution. Við urðum ekki lengi í vafa. Tveim dögum seinna var hlerinn opnaður og inn komu Morrison, Norman og Ellison. Þeir voru strax lagðir í bönd. Þetta hafði þó engum dottið í hug, Morrison og Norman höfðu ekki enn þá náð sér eftir að komast að raun um, að vera álitnir sjóræningjar. Ellison var sami æringinn og áður. Ævintýri voru honum eitt og allt, hvernig sem þau voru. Honum fannst það dásamlega skemmtilegt að vera hlekkjað- ur eins og villidýr og álitinn hættulegur uppreisnarmað- ur og sjóræningi. Sem betur fór, skildi hann ekki, hve alvarlegt ástandið var, og við reyndum ekki heldur að minna hann á það. Ryðmeistarinn bjó til handjárnin undir eftirliti Parkins. Ellison var aðeins drenghnokki, svo að Parkins lét hann sæta sömu aðferð og Stewart. Hann skipaði honum að leggj- ast niður á brjóst hans og reyndi að toga handjárnin fram af höndum hans. Stundarkorn þoldi Ellison þessa meðferð þegjandi. Svo sagði hann brosandi: — Hættið þessu, herra liðsforingi. Ég skal gjarnan gefa 58 yður handjárnin, ef þér viljið endilega eiga þau, en þér náið þeim aldrei á þennan hátt. Parkins svaraði þessu ekki með öðru en þvi að sleppa hlekkjunum snöggt, svo að Ellison datt og sló höfðinu í gólfið. Augu Parkins Ijómuðu af ánægju, þegar Ellison settist upp og neri höfuðið. Hann skipaði Ellison að rétta aftur fram hendurnar. En í þetta sinn var Ellison viðbú- inn. Þegar Parkins sleppti hlekkjunum, datt hann á öxlina, en kom ekki við með höfuðið. — Þarna lék ég á yður, sagði Ellison brosandi. Liðsforinginn stundi þungan — ekki vegna erfiðsins, held ur af reiði. Hann þoldi það ekki, að óbreyttur háseti, og auk þess uppreisnarmaður og sjóræningi, ávarpaði hann. — Leggizt niður, skipaði hann. Óttinn var ekki sýnilegur í augum Ellisons, en hann hlýddi þó. Hann rétti fram hendurnar og bjóst við því, að Parkins ætlaði að reyna hlekkina enn þá einu sinni. En í þess stað sparkaði Parkins í síðuna á honum. Það var grimmdarlega gert við varnarlausan mann. — Ég skal kenna yður, hvernig á að ávarpa liðsforingja, sagði hann, með sinni mjúku, blíðu rödd. Ryðmeistarinn var vottur að þessari grimmdarlegu meðferð. í hamingju bænum, liðsforingi, hrópaði hann. Það vildi svo til, að Park- ins stóð nálægt Morrison. Hann hóf upp hlekkjaða hönd- ina og sló Parkins svo að hann reikaði í áttina til mín. Ég gat komið á hann öðru höggi, svo að hann féll við. Höfuð hans lenti á einum járnboltanum. Parkins stóð hægt á fætur og horfði á okkur þegjandi. Loks sneri hann sér að ryðmeist- aranum: — Þér megið fara, Jackson, sagði hann. — Ég veit, hvern ig á að temja þessa pilta. Ryðmeistarinn gekk upp stigann, og Parkins horfði á Ellison, sem lá á grúfu og þrýsti höndunum að síðunum. — Fyrirlitlegu þorparar, sagði hann, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Ég gæti látið hýða ykkur til bana fyrir þetta, en ég vil ekki neita mér um að fá að sjá ykkur dingla — munið það! Hann klifraði upp stigann, og hlerinn var opnaður fyrir honum. Hefði ryðmeistarinn ekki verið vitni að meðferð þeirri, sem Ellison sætti, er ég sannfærður um, að okkur hefði verið refsað fyrir framkomu okkar. En Parkins var þer- sýnilega hræddur um, að sannleikurinn kæmi í ljós, ef hann kærði fyrir skipstjóranum. Að minnsta kosti var okk- ur ekki refsað, og við sáum ekki liðsforingjann í nokkra daga. Ellison fann til mikilla þrauta, en lífsfjör hans var svo mikið, að hann náði sér mjög fljótt. Strax þegar liðsforinginn var farinn, skýrði Morrison okkur frá því, hvernig skútan hefði verið tekin. Þeir höfðu komið við á Papora, til þess að taka Mc Intosh, Hilbrandt og Millward. Þar ætluðu þeir enn fremur að salta niður nokkrar tunnur af svínakjöti. Þeir höfðu dvalið þarna í nokkra daga við þetta starf. Síðasta morguninn, sem þeir ætluðu að dvelja á Tahiti, höfðu þeir tekið sér ferð á hendur langt inn í Papuadalinn til þess að útvega sér birgðir. Morrison, Ellison og Norman urðu eftir við skonnortuna. Um hádegið fréttist um sveit- ina, að skip væri komið til Matavai. Áður en nokkuð væri hægt að gera, var komið þangað skipsbátur fullur af hermönnum. • • NYR HIMINN - NY JORÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 68 vitleitni gamla mannsins að vett- ugi. En Harry hafði haft sínar per- sónulegu ástæður til að koma hingað í dag, því að áður en setzt var undir borð, mælti hann lágt við lækninn: — Mig hefði gjarna langað til að tala einslega við yður. Og þar sem Viktor kom sér ómögulega að því að bjóða hon- urh heim að Mánaskini, vegna hinnar hrokafullu framgöngu Nan aine, svaraði hann: — Komið upp í viðtalsstofu mína hvenær sem yður sýnist. En Harry anzaði því til þegar f stað að hann felldi sig alls ekki vió að taka tímann frá sjúkling- um hans, og bætti við, að þetta væri algert einkamál. Hvð í ósköp unum gat Harry viljað honum? Hann gat ekki slitið hugann frá því meðan á máltíð stóð. Kóletta sat við hlið unnusta síns og virtist annars hugar, sagði varla orð og borðaði í minnsta lagi. Hann gerði sér far um að koma henni í betra skap, spaug- aði við hana og reyndi að koma henni til að hlæja. En hvað eftir annað féll hún í djúpar hugsanir. Viktor grunaði, að hún hefði frétt af heimsókn Nanine til Fagraness, það var nú aðalumræðuefni bæj- arbúa, enda hafði Nanaine sýnt mikla atorku við að utbreiða orð- róminn meðal almennings. Hann hafði getað sagt Kólettu sannleik- ann, en myndi það bæta nokkuð hugarástand hennar? Hinsvegar var það Féfé Lar- ouche, sem réðist að matnum eins og soltinn hvolpur. Henni hafði tekizt að ná sæti við hina hlið læknisins og masaði óaflátanlega: — Ó, veiztu það, Vik frændi ég held ég gæti bara elskað hér- aðið við Panamaskurðinn Þú mátt ekki segja mömmu það, en ég las það í bók, að hvíta þræla- salan sé aldeilis ægileg þar suður frá. Þessi stúlka — sko í bókinni, á ég við — hún var deyfð með einhverju og . . . Nokkru síðar hrökk hann við er hann heyrði hana spyrja: — Segðu mér ann- ars, Vik frændi, hefur þú lært þessar frjálsu ástir af fólkinu í Panama? Það hlýtur að vera dá- samlegur staður. Loks var ábæt- irinn borinn inn og svart kaffi fært gestum. Þar með var hinn langdregni miðdegisverður á enda. Karlmenn leituðu út á sval- irnar á efri hæð, með vín sitt og vindla. Harry var ekki seinn á sér að ná í lækninn og draga hann með sér afsíðis. — Læknir, hóf hann þegar máls vafningalaust. — Ég elska ungfrú Mirjam og langar til að giftast henni, ef hún annars vill mig. Hann stóð á öndinni og orðin komu í belg og biðu. — íg reyni árangurslaust að herða mig upp í að bilja hennar. Ef þér aú kannski — ég veit að bæði hún og móðir hennar bera mikla virð- ingu fyrir yður — éf þér vilduð nú mæla með mér — það er . Viktor varð svo hissa, að hann kom ekki upp nokkru orði. — Ég skal reyna — það er að segja, ég kem nú svo sjaldan út til Fagraness. En það er sjálfsagt — ef tækifæri gefst .... — Þakka yður fyrir. Kærar þakkir. Harry greip hönd hans og þrýsti hana svo að brakaði í liðum. Viktor vissi naumast sitt rjúk- andi ráð, er hann sneri til hinna. Hann heyrði sjálfan sig segja: — Mirjam, það er nokkuð, sem ég þarf að tla um við yður . . . Mirjam, það er ungur maður . . . Guð minn góður. Hann kom sér af stað svo fljótt sem hann gat. Þegar hann var að fara, koim Júlíen til hans og mælti: — Nanaine ætlar að láta lesa erfðaskrána upp klukkan átta Ég hef allt tilbúið. Það þurfti að- eins að gera nokkrar smávægileg- ar breytingar. Hann hikaði við. — Það var sérstaklega ein .... Júlíen dró stólinn nær borðinu og skrúfaði upp í lampanum. Síð- an hagræddi hann nefklemimon- um og hóf síðan máls. — Erfðaskrá, gjörð af Michel Viktor Pierre Jean-Marie duRoch- er, sem kvæntur var sálugri No- élie Honorine Marie-Anne Lab- oisse. í nafni föður, sonar og heil- ags anda. Amen. Nanaine sat teinrétt í svarta hrosshárssófanum og veifaði blæ- væng sínum með ánægjusvip. Gamli læknirinn mókti 1 ruggu- 51 stólnum með spenntar greipar á hvíta vestinu. — Allir, sem þetta skjal lesa, skulu vita það eins vel og ég sjálfur, að ég, skilgetinn sonur sáluga Michels Viktors Pierre Jean-Marie duRocher, sonarsonur .... sonarsonarsonur . . . Þessi hégómlega ættfærsla hélt áfram í það óendanlega Gamli læknirinn var ljúflega svifinn inní svefninn löngu áður en þessi romsa var á enda —Fyrst lýsi ég því hér með yfir, að ég hef gert sundurliðaða skrá yfir allan húsbúnað og tel andvirði eigna minna nema .... Nú komu nokkrar blaðsiður, er báru það með sér, að hér var am að ræða upphæð, er nam þrjú hundruð og fimmtíu þúsund doll- urum. Þessum auðæfum hafði Nan aine veitt umsjá, eftir að gamli maðurinn hafði tekið að gerast lítt til fjársýslu fær, og gert það röggsamlega. Nú voru lesnir upp nokkrir arfahlutar til vinnufólks ásamt ýmsum ættargripum. Viktor syni mínum gef ég gullúr mitt með festi, gullvindlahylki og all- an klæðnað er mér sjálfum til- heyrir, svo og allt mitt lín. Borð- búnað allan og hverskyns hús- muni í húsi mínu við Royal stræti læt ég ganga til systur minnar . . . Hér kinkaði Nanaine kolli með hægð. Loks var komið að hinum mik- ilvægasta stað í erfðaskránni, frá fjárhagslegu sjónarmiði séð. Júl- íen tók af sér nefklemmumar og þurrkaði þær vendilega. Lét þær á sig aftur og var í áberandi vand ræðum með að láta þær fara vel. Svo dró hann upp vasaklút og snýtti sér. Þá loksins laut hann aftur yfir skjalið. Það glampaði á skalla hans í skini lampans. — Fyrrnefndri systur minni eft irlæt ég sem merki um bróðurleg- an kærleika fjögur þúsund doll- ara. Skal sú upphæð greiðast henni þegar í stað, og tel ég hana nægilega háa, ef tekið er tillit til þeirra miklu fjármuna, sem þeg- ar eru í eigu hennar . . Aftur varð Júlíen að þurrka gleraugun og laga þau á sér. Hann var í hálfgerðum vandræð- um. — Að öllum eigum mínum öðr- um arfleiði ég einkason minn, Michel Viktor Pierre Jean-Marie duRocher, Júlíen r eskti sig, að því tilskildu . . . hélt hann áfram hægt og hikandi, að nefndur Mich el Viktor Pierre Jean Marie du- Rocher gangi að eiga Kólettu Marie-Louise Josephine Roussel, skilgetna dóttur ....

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.