Tíminn - 22.12.1964, Qupperneq 12
\2___________________
cBraHaœsEsæes:^mmmaaasm
TVÆR NÝJAR
E;ækurhafa komið úf
allra síðustu dagana
Furðulond
frímerkjanna
eftir lærðasta frímerkjasérfræð
ing þjóðarinnar. Sig. Þorsteins-
son, fróðleg bók og skemmtileg
nxeð mörgum myndum.
mUB SSGURDSSQK
Vitnað í ummæli viturra manna
um margvísleg efni. Þarna má
finna hentugar tilvitnanir við
ræðugerð eða samnínga rit-
gerða. Pétur Sigurðsson hefir
dregið sarnan efni í þessa bók
um langan tíma, og aðeins birt
úrval úr stóru safni.
Dálefösla
Huglækniogar
Segullækningar
Hér er fjallað um efni sem
möigum er hugleikið. Höfund-
urinn Sigurður Herlufsen, hefir
viðað að sér gögnum, sem marg
ir munu telja nýstárleg.
Bókaverzlun
ÍSAFOLDAR
75 ára í
Þorkell er fæddur að Hróðnýjar
stöðum 22. desember 1889. For-
eldrar hans, þau hjónin Ingiríður
Hansdóttir og Einar Þorkelsson,
bjuggu alla sína búskapartíð á
Hróðnýjarstöðum, en þau voru
bæði ættuð úr Hörðudal, og af
dugmiklu bændafólki þaðan kornin.
Þorkell er næst elztur 9 systkina
og eru þau öll á lífi. Einar faðir
þeirra dó 7.2. 1958, og vantaði
þá rúma 2 mánuði til að ná 100
ára aldri. Hann var beinn í baki til
hinztu stundar og gekk til sláttar
og hirti sauðfé sitt þar til síðasta
árið, sem hann lifði.
Þorkell vandist ungur vinnu og
fór hann í Hjarðarholtsskóla til
séra Ólafs, og síðar til búnaðar-
fræðslu. Hann kvæntist árið 1917
Guðrúnu Valgerði Tómasdóttur
frá Kollsá í Hrútafirði. Þau hófu
búskap að Hróðnýjarstöðum árið
1917, en fluttu að Kollsá árið 1927.
Þremur árum síðar dó Guðrún.
Dóttir þeirra, Valdís Guðrún er
gift Haraldi Guðmundssyni, nú
bifreiðarstjóra hjá forsætisráð-
herra.
Árið 1937 flutti Þorkell aftur
að Hróðnýjarstöðum, og hefur
hann búið þar síðan. Seinni kona
hans er Hrefna Jóhannesdóttir
frá Hrafnadal í Hrútafirði. Dætur
þeirra eru tvíburasysturnar Ema
Inga, gift Haraldi Árnasyni, bók-
ara hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar
Búðardal, og Hugrún Björk, gift
Jökli Sigurðssyni, íþróttakennara
á Eiðum.
Þorkell er maður bjartur yfir-
litum, sviphreinn, broshýr, viðfelld
inn og skemmtilegur í framkomu,
félagslyndur, vinfastur og vinmarg
ur, fórnfús og drengur góður.
Hann ber þess engan vott, að hann
hafi lagt að baki þrjá aldarfjórð-
unga, en svo segja kirkjubækur
að sé.
Hróðnýjarstaðir eru við fjalls-
rætur skammt frá Ljárskógum í
Laxárdal. Norðannæðingar eru þar
oft svalir, en grös heiðanna eru
kjarnmikil og dilkarnir vænir.
Þorkell hefur meira en nokkur
annar maður stundað fjallaferðir.
Fyrir utan smalamennsku frá unga
aldri hefur hann verið grenja-
skytta í meira en hálfa öld, en
ÞRIÐJUDAGUR 22. desember 1964
RÆÐA INGVARS
Framnaid aí ö siðu
ber þetta frumvarp fram, að
ekki sé hægt að ná endum sam
an á fjárlagafruinvarpinu án
skattahækkunar. Miðað við
reynslu síðustu ára er þetta al
gerlega rangt.
Það er hægt að afgreiða halla
laus fjárlög án skattahækkunar,
og það er skylda Alþingis að
sjá um, að svo verði.
Umframtekjur ríkissjóðs hafa
skipt hundruðum milljóna und-
anfarin ár.
Það er stefna ríkisstjórnarinn-
ar að innheimta árlega sem mest
af sköttum til þess að hafa um-
framtekjurnar sem allra hæstar.
Stefna ríkisstjórnarinnar í
skattamálum hefur alltaf verið
ofsköttunarstefna, og hún held-
ur fast við þá stefnu sína, þrátt
fyrir gefin loforð um skattalækk
anir. Skattahækkunarfrumvarpið,
sem hér liggur fyrir, sannar
þetta bezt.
Tilgangurinn með þessu frum
varpi er ekki sá að afla nauð-
synlegra tekna til þess að mæta
óhjákvæmilegum útgjöldum.
Tilgangurinn er einfaldlega sá
að fá mörg hundruð milliónir í
öruggar umframtekjur.
Það þýðir ekkert fyrir hæst-
hætti því starfi fyrir tveim árum.
En hugurinn hvarflar til heiða,
þar sem ilmur blómanna og fjalla-
i loftið tæra heilluðu, er hann beið
I spenntur eftir því að sigra í við-
ureigninni við „lágfótu“. Þessar
minningar eru sá „arineldur”, sem
yljar og lýsir í skammdegi vetrar-
ins.
Þorkell hefur verið bóndi í nær-
fellt hálfa öld. Hann hefur kynnzt
þeim stórstígu framförum, sem
valdið hafa byltingu í lífi og lifn-
aðarháttum íslenzku þjóðarinnar.
Hann hefur fundið muninn á því
að standa við slátt myrkranna á
milli og hins að láta vélaaflið inna
af hendi margra manna starf við
heyskap, ræktun m.m. Þorkell er
ungur í anda. Hann getur glaðzt
með glöðum og tileinkað sér nýj-
ungar fordómalaust. Þau hjónin á
Hróðnýjarstöðum eru mjög
skemmtileg heim að sækja, gest-
j risin og alúðieg.
! Á þessum merku tímamótum
óska ég afmælisbarninu til ham-
• ingju með daginn og framtíðina,
j en jafnframt þakka ég skemmtileg
; kynni. Eiginkonu og dætrum óska
! ég til hamingju með daginn, og
i að þær megi lengi njóta hins glað-
; væra öldungs.
Ásgeir Bjarnason.
j virta ríkisstjórn að blekkja einn
! eða neinn í sambandi við þennan
; tilgang sinn. Það liggnr alveg
i lióst fyrir, að hverju stefnt er.
! Ríkisstjórnin er að svíkja sín
i eigin loforð um skattalækkanir.
i Hún er að ganga á orð og eiða,
• sem hún hefur svarið frammi fyr
! ir alþjóð.
Sú ríkisstjórn, sem nú situr við
völd á íslandi, á völd sín ein-
göngu undir þessum þjóðar-
ósóma, sem þolir pólitískum for
ingium að gera hverja óhæfuna á
fætur annarri án þess að þeir
þurfi að svara til saka í flokki
sínum,
Mín persónulega skoðun er
sú, að ástæða hefði verið til
þess að flytja formlegt van-
traust á ríkisstiómina og ræða
það í útvarpsumræðum tvö
kvöld sem venja býður.
En vantrauststiUaga, sem að
eins nýtur stuðnings stiórnarand
stöðuflokkanna, er þó ekki mik
ils virði í sjálfu sér, því að rík-
isstjórn, hversu aum sem hún
er, stendur allt slíkt af sér.
Hið eina vantraust, sem nokk
urs er vert, er fólgið í því, að
óbreyttir liðsmenn í stjómar-
flokkunum og þá einkum í
þingflokkunum, rísi upp gegn
ofurvaldi forystumanna sinna
og setji þeim stólinn fyrir dyrn
ar.
f sambandi váð það mál, sem
liggur fyrir, var gullið tækifæri
tU þess að láta að sér kveða
að þessu leyti, en því miður
sjást þess ekki merki, að svo
ætli að verða.
Eg harma það mjög, því að
af því má glögglega sjá, hversu
fátækir íslenzkir stjómmála-
menn eru að siðferðisþreki og
sönnum pólitískum manndómi.
Ingvar Gíslason.
Þess vegna er ekki einasta rétt
að feUa þetta fmmvarp, heldur
ætti ríkisstjómin sjálf að falla á
málinu.
En — því miður er hætt við,
að enn einu sinni bresti það
póltíska siðferoisþrek, sem vant-
ar á íslandi í dag.
En ef slíkt siðferðisþrek væri
fyrir hendi, þá hlyti þessi rík
isstjóm að kolfalla á verkum sín
um, ellegar þá, að sjálfstæðis-
menn skiptu um forystu í flokki
sínum, sem einnig er á sinn hátt
leið út úr þeirri kreppu, sem
ríkir í íslenzkum stjórnmálum.
En hér á landi viðgengst sá
ósiður, sem þykir óhæfa í öðrum
lýðræðislöndum, að pólitískir
foringjar streitast við að sitja
löngu eftir að þeir eru fallnir
að virðingu og trausti og sökkva
sífellt dýpra og dýpra, sjálfum
sér til hneisu og öllum iandslýð
til ömunar og óþurftar.
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
Ms. Hekla
Hekla fer vestur um land til
Akureyrar 1. janúar. Vörumót-
talca á þriðjudag og miðviku-
dag og mánud. 29. þ.m. til
Patreksfjarðar, Sveinseyrar,
Bíldudals, Þingeyrar; Flateyr-
ar, Suðureyrar, ísafjarðar,
Siglufjarðar og Akureyrar.
Farseðlar seldir á þriðjudag.
Ms. Esla
fer austur um land til Akur-
eyrar 1. janúar. Vörfumóttaka
á þriðjudag og miðvikudag og
mánud. 28. þ.m. til Fáskrúðs-
fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski-
fjarðar, Norðfjarðar, Seyðyis-
fjarðar, Raufarhafnar og Húsa-
víkur.
Farseðlar seldir á þriðjudag.
Ms. Her»nbrei«
fer austur um land til Kópa-
skers 4. janúar. Vörumóttaka
mánud. 26. þ.m. og þriðjud. 29
'p.m. til Hornafjarðar. Djúpa
vogs, Breiðdalsvíkur Stöðvar
fjarðar. Mjóafjarðar. Borgar
fjarðar. Vopnafjarðar. Bakka
fjarðar, Þórshafnar og Kópa
skers.
Farseðlar seldir 4. janúar.
Ms. Skfaldbreið
fer vestur um land til Akur-
eyrar 5. janúar. Vörumóttaka á
mánud. 28. þ.m. og þriðjud. 29.
þ.m. til áætlunarhafna við
Húnaflóa og Skagafjörð og
Ólafsfjarðar.
Farseðlar seldir 4. janúar.
Reykjavíkurmeistaramótið í
handíknattleik hélt áfram á
siunnudag og fóru þá meðal ann
ars fram tveir leikir í 2. deild.
Valur vann Þrótt í skemmti-
leguim lei'k með 20-19, en ÍR og
Keflavík gerðu jafntefli 25-25.
ÍR-ingar sigruðu írska liðið
Collegians í síðari leik fé-
laganna í Evrópukeppninni í
körfuknattleik með 63—43 og
heldur því áfram í keppninni
og leikur í 2. umferð við
franska liðið Lyon. ÍR sigraði
í fyrri leiknuim með 71-17 og
samanlagt því með 134-60, mik
ill yfirburðasigur. Síðari leik-
urinn var háður á laugardaginn
í Belfast.
Þórólfur Beck hlaut mjög
góða dóma á laugardaginn, þeg
ar félag hans, Glasigow Rangers,
sigraði Third Lanark á heima-
velli sínum 5-0 — fyrsti leikur-
inn, sem Þórólfur leikur á
Ibrox sem Rangers. Hann skor
aði eitt af mörkunum og átti
þátt í öðrum. Rangers er nú
komið í fimimta sæti í deildinni,
sjö stigum á eftir Hearts og
Kilmamoek, sem eru efst með
28 stig, en Rangers hefur leik
ið einum leik minna. Úrslit í
öðrum leikjum á Skotlandi urðu
þessi:
Aberdeen—Clyde 0-3
Celtic—Dunfermline 1-2
Dundee—Airdrie 4-0
Falkirk—Morton 0-2
Hibemian—Patrick 2-1
Kilmannock—Hearts 3:1
Motherwell—Dundee U. 1-1
St. Mirren.—St. Johnst. 1-0
Á Englandi urðu úrslit þessi
á laugardag:
Aston Villa—Arsenal 3-1
Bumley—Sheff. Utd. 3-1
Fulham—W.B.A. 3-1
Liverpool—Blackburn ' 3-2
Manch. Utd.—Leicester frestað
Nottm. For.—W Ham 3:2
Sheff. Wed.—Blackpool 4-1
Sunderland—Chelsea 3:2
Tottenham—Everton 2:2
Wolves—Leeds Utd. 0-1
Manch. Utd er efst í deild-
inni með 34 stig, en Leeds hef
ur sama stigafjölda en lakari
markatölu. Chelsea féll niður
í þriðja sæti með 33 stig eftir
tapið í Sunderland. Með Tott
enham lék nú í fyrsta sinn Gil-
zean, sem keyptur var frá
Dundee í vikunni fyrir 72.500
pund. Hann skoraði ekki í
fyrsta leik sínum, en þótti eiga
góðan leik. Úrslit í 2. deild.
y
Bury—Derby County 2-1
Cardiff—Plymouth 4-0
Charlton—Portsmouth 3-3
Coventry—Bolton 0-0
Crystal P.—Swansea 3-3
Leyton Or.—Swindon 0-3
Northamton— Manch. City 2:0
Norwich—Rotherham 3-0
Preston—Ipswich 4-1
Southampton—Newcastle 0-1
Newcastle og Northampton
eru efst með 32 stig.