Tíminn - 22.12.1964, Síða 1

Tíminn - 22.12.1964, Síða 1
JÓLIN 1964 JÓLIN nálgast á heimilum og í kirkjum og í mönnunum sjálfum og börnin burfa ekki að bíða nema í tvo daga enn eftir bví að hinu langa tímabili tilhlökkunar Ijúki. Þannig hefur þetta gengið til ár eftir ár í kristnum heimi. Og þótt mörgum finnist, að mammon mætti vera minna dýrkaður vikurnar fyrir jólin, er það samt staðreynd, að hin verald- legu umsvif áður en hátíðin gengur í garð, beinast mest að bví að gera sér og sínum ánægjulega hátíð. Börn og full- orðnir gleðjast yfir gjöfum, stórum og smáum og gjafirnar hjálpa til að gera jólin að eftirminnilegustu hátíðinni. Um helgina minntust prestarnir þess í ræðum sínum, að jólin væru að koma, og messurnar báru keim þess, að stutt er eftir til hátíðarinnar. Og þar sem því varð komið við, voru börn og unglingar kvaddir til þátttöku. Myndin hér að ofan var tekin í Neskirkju síðdegis á sunnudaginn, þar sem bræðrafélag og starfsfólk Neskirkju bauð til jólasöngva. Stúlkurnar í hvítu kyrtlunum eru úr 1. bekk Hagaskóla. Þær sungu jólasöngva í kirkjunni. í kynningu segir rétti- lega um jólasöngvana, að þeir eigi að vera til að kynna fyrir safnaðarfólki jólasálma og jólalög. Jafnframt er haft í huga, að vekja áhugann hjá safnaðarbörnunum. Þau eiga betra með að læra jólasöngvana og skilyrðin aukast fyrir hinum almenna safnaðarsöng á jólahátíðinni sjálfri, bæði í kirkj- um og heimilum fólksins. Og það má til sanns vegar færa, að nú er tíð til að æfa sönginn. Jólin hófust með söng og söngnum eru þau tengd frá upphafi vega. Herskarar sungu þegar frelsari mann- kynsins fæddist. (Tímamynd GE)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.