Tíminn - 22.12.1964, Blaðsíða 3
3
ÞRIÐJUDAGUR 22. (lescmbcr 1964
TÍIVaiNN
Þeir komast stundum
furðu fangt sem ekki
gleyma draumum sínum
„Það var ósjaldan að fólk sagði,
þegar það taldi upp b.öm foreldra
minna: Já, svo var það stúlkan,
sem dó. — En stúlkan dó aldeilis
ekki, það var ég, sem það átti
við“. Gunnfríður Jónsdóttir hló
dálítið biturlega, þegar hún sagði
þetta.
Nei, hún dó ekki, litla stúlkan
í Kirkjubæ í Húnavatnssýslu. Á
annan í jólum verður hún sjötíu
og fimm ára gömul. Kvöldstund-
in, sem við spjölluðum saman,
sagði hún fátt um höggmynda-
gerðina, sem kynnt hefur nafn
hennar innan lands og utan.
Henni varð tíðræddara um forfeö-
ur sína og formæður, hagleiks-
fólk og fróðleiksfúst, sem átti kost
fárra mennta annarra en þeirra,
sem brjóstvitið veitti þeim. Svo
hrutu fram minningar um nær
þrotlausa baráttu við vanheilsu
frá bernsku, margháttaða kröm,
sem þó náði aldrei að slæva lífs-
viljann, útþrána og tjáningarþörf-
ina.
„Móðir mín var hetja. Frosta-
veturinn mikla bar hún 16 ára
gömul 25 punda bagga á bakinu
yfir Siglufjarðarskarð. Þannig var
lífið hjá þeirri kynslóð og þannig
hélt það áfram um mína æsku-
daga. Lífsbaráttan var hörð og
Landnámskonan
engum þýddi að kvarta. Þegar ég
var átta ára var komið drep í
fótinn á mér út frá kuldapoll-
unum, sem vosið og kuldinn bak-
aði mér. Guðmundur Hannesson
læknir sem þá var á Akureyri
bjargaði mér frá því að missa fót-
inn. Ég fékk útvortis berkla og
hverja veikindalotuna af annarri,
en vann alltaf þegar ég gat á
fótum staðið.
Þegar ég var nítján ára, bað
ég frænda minn að sækja um vist
fyrir mig á kvennaskólanum á
Blónduósi, þó að ég ætti ekki eyr-
is virði. Þá reyndist Þórarinn á
Hjaltabakka mér vel, hann rukk-
aði mig ekki um skólagjaldið fyrr
en hann vissi, að ég var búin að
vinna fyrir því. Tveimur árum
seinna bað hann mig að sauma
fyrir sig föt á strák, sem hann
átti. Það þótti mér vænt um. Ég
vandaði mig og Þórarinn dáðist
að handbragðinu á fötunum.
Já, ég fór snemma að sauma
og áður en ég fékk nokkra til-
sögn. Þegar ég var fjórtán ára,
var mér gefið blússuefni. Þá sneið
ég fyrst og saumaði blússu á
brúðu og sýndi svo saumakonu á
næsta bæ og spurði, hvort hún
héldi ekki, að þetta gæti farið vel.
Eg varð að sjá þetta fyrir mér.
Þegar ég lá veik, þá voru mér
stundum gefnar mislitar pjötlur
að rísla mér við. Þær hengdi ég
utan á systur mínar til að sjá lita-
samræmið og til að sjá hvaða lit-
ir hæfa hverjum manni.
Þarna á veggnum hangir eina
I myndin, sem ég hef saumað, mitt
: fyrsta myndræna verk. Henni var
nú ekki hælt og ekki var tími til
að sinna slíku. Eiginlega langaði
1 mig alltaf til að mála, en þegar
ég kom til Stokkhólms, kviknaði
hjá mér löngunin til að móta
myndir.
Margar formæður mínar saum-
uðu snilldarvel og karlmennirn-
ir voru smiðir, jafnt á málma sem
tré. Handverkið er eðlilegur und
anfari listarinnar, bæði hjá ætt-
um og einstaklingum. Margir ágæt
ir listamenn hafa byrjað sem
handverksmenn og fengið við það
nauðsynlega þjálfun handarinnar.
■ Ég var ákveðin í að sjá heiminn
! og fyrst datt mér í hug að strjúka
í með kolaskipi frá Akureyri til
| Noregs og bað aðra stúlku að ráð
' ast í það með mér. En hún kom
! vitinu fyrir mig, að það væri held-
| ur ógætilega farið. Eg lærði kjóla
; saum, var fjögur ár í Reykjavík
og fór svo til Stokkhólms árið
1919, auðvitað sama sem peninga-
laus. Þar saumaði ég fyrir efna-
fjölskyldur og fékk brátt hærra
kaup, en venjulegt var að greiða
saumakonum, eða sex krónur á
dag, auk uppihalds. Sumar frúnn
ar, sem ég saumaði fyrir, urðu
tryggðavinir mínir og sýndu mér
marga vinsemd.
í Stokkhólmi fór ég strax að
kynna mér söfn og skoða lista-
verk allra helztu listamanna, sem
þar sýndu, en þangað komu oft
sýningar á verkum frægra lista-
manna úr ýmsum löndum. En
ekki var nein aðstaða til að reyna
þá sjálf við listsköpun, síður en
svo. í Stokkhólmi var ég fimm
ár, fór þaðan til Kaupmanna-
hafnar, Berlínar og Parísar. Fað-
ir minn kenndi okkur dönsku
heima og það voru engin vand-
ræði að komast niður í norður-
landamálunum og tiltölulega auð-
velt líka með þýzkuna. En það
vandaðist málið þegar til Frakk-
lands kom. Samt fannst mér
strax og ég steig út úr leistinni
í París, að ég væri komin til
fólks, sem mér félli betur en
Norðurlandabúar. Ég fór þrjár
vikur í frönskutíma og svo reyndi
maður að bjarga sér.
Þegar ég var sextán ára, þá
lánaði kona á Blönduósi mér bók
um uppgröft fornmenja í Pompei
og rétt eftir að ég var búin að
lesa hana, mætti ég manni á
Blönduósi, sem spurði hvert ég
ætlaði nú að fara. Til Róma-
borgar, sagði ég. Það dróst reynd-
ar nokkuð lengi, að ég kæmist
þangað, en mikið var ég hrifin
af Rómaborg og gaman er að
skoða hausana af Rómverjum hin
um fornu og sjá svo sömu and-
litin og manngerðirnar ganga ljós
lifandi á strætunum. Þjóðirnar
breytast ekki í einu vetfangi.
Gunnfríður Jónsdóttir
Ég er hrifin af hinni fornu,
rómversku list, en hrifnari þó af
þeirri egypzku og á grunni hinn-
ar fornu listar vil ég byggja.
Það þótti brjálæði þegar ég
fór að móta myndir og lengi
var sú viðleitni mín barin niður.
En ég hef aldrei þólað kúgun
og að lokum brauzt þessi sköp-
unarþrá mín út. Ég var orðin
rösklega 41 árs þegar ég mótaði
mína fyrstu 'mynd — og fékk
skammir fyrir. En eftir 1940 hef-
ur höggmyndalistin verið mitt
aðalstarf, þó að ég hafi orðið að
vinna fyrir lífinu með saumaskap
jafnhliða.
Ég skapaði mér snemma þá
lífsskoðun, að fyrst ég komst
lífs af úr öllum mínum veikind-
um, þá hlyti mér raunverulega
að vera allt fært, sem ég ætlaði
mér. Baráttan hefur oft verið
hörð, en ég bjóst aldrei við
öðru“.
í nýútkominni ljóðabók
eftir myndlistarmenn eru
Pramh. á 7. síðu.
Múlatti.