Tíminn - 17.01.1965, Blaðsíða 8
i iaftteflBðgsSMBaasaEágifc
TIMINN
SUNNUDAGUR 17. janúar 1965
««■
^ ^ ^
Starfsmenn Landssmiðjunnar voru 10
fyrsta árið, en eru nú 150. Á fyrsta
strafsári var auglýsingakostnaður
fyrirtækisins 26 krónur og 55 aurar
enásíðast liðnu ári var fjórðungi
milljónar varið til auglýsinga.
☆ ☆ ☆
„GrillíS" í byggingu.
l.andssmiðjan á 35 ára af-
mæli í dag. í tilefni þess kom
fréttamaður blaðsins að máli
við þrjá ráðamenn smiðjunn-
ar. Guðlaug Hjörleifsson for-
stjóra, skrifstofustjórann, Böðv
ar Eggertsson og Þorvald
Brynjólfsson yfirverkstjóra,
og bað þá að segja sögu fyr-
irtækisins að nokkru.
Landssmiðjan var stofnuð
til að annast viðgerðir fyrir
ríkisfyrirtæki, og hefur þjónað
þeim tilgangi öll sín ár þótt
verkefnin séu nú stórum fjöi-
breyttari en þegar smiðjan tók
til starfa í skúr við Skúla-
götu, næst fyrir austan Ný-
borg. En skúrinn er enn við
lýði og notaður í þágu smiðj-
unnar. Smiðirnir sem tóku
þar til starfa árið 1930 voru
9 eða 10 talsins, meðal þeirra
tveir sem stafrfað hafa óslitið
hjá Landssmiðjunni til þessa
dags, Þorvaldur Brynjólfsson
yfirverkstjóri og Björn Jóns-
son verkstjóri í vélvirkjadeild
Fyrsti forstjóri Landssmiðj
unnar var Ásgeir Sigurðsson
látinn nú fyrir skömmu
Hann gegndi forstjórastörfum
til 1946, en bá tók við Ólf
ur Sigurðsson skipaverkfræð-
ingur og gegndi til 1951. Þriðii
forstjórinn var Jóhannes
Zoega núverandi hitaveitu
stjóri, en Guðlaugur Hjör
leifsson tók við af honum 1
apríl 1962.
Á s. 1. ári voru starfsmenn
smiðjunnar 15 sinnum fleiri
en í byrjun, eða 150 talsins.
og voru þó enn fleiri á fyrsta
áratugnum eftir stríð. Þá
komst fjölc^i starfsmanna upp
í 250. Á þessu tímabili Voru
fiskiskip smíðuð í Landssmið.j-
unni, og var það orsök þess,
að starfsmenn voru 100 fleiri
en nú. Fyrsta skipið, eikar
bátur, var smíðaður fyrir stríð
og eftir stríð voru 8 eikar
bátar smíðaðir. Þessar ný
smíðár lögðust niðu. 1955. —
í sambandi við smíði stálskipa
má geta þess, að Landssmiðj-
an smíðaði allar innréttingar
í varðskipið Albert og annað-
ist frágáng þein-a og niðúr
setningu véla, en Stáiámiðjan
smíðaði skipsskrokkinn
Nýsmíðar fyrir fiskiðnað-
inn hófust fyrir alvöru upp úr
1950, en þær eru sívaxandi.
Hefur Landssmiðjan nú smíð-
að og sett niður vélar og tæki
í um það bil 20 fiskimjöls-
verksmiðjur, þar af eina í
Færeyjum. Tvær síldarverk
smiðjur hefur smiðjan byggt
að öllu leyti, og smíðað og
sett niður vélar og tæki í ná-
lega 10 aðrar.
Landssmiðjan hefur reist
fjölda olíugeyma víðsvegar á
landinu svo og mörg stál-
grindahús. Eitt af síðustu verk
efnum hennar var stækkun
toppstöðvarhússins við Elliða
ár, og auk þess má nefna
stálgrindaina á 8. hæð („grill-
Trausti ÍS 54, 40 lesta elkarbátur, smíðaður hjá Landssmiðjunni
eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Kefiavík.
ið“) í Hótel Sögu. Ennfremur
má geta þess að Landssmiðj-
an byggði hringsvið Þjóðleik-
hússins og annan sviðsbúnað
í turni.
Þá má nefna margvíslegan
búnað í sambandi við vatns-
virkjanir og skerf Landssmiðj-
unnar til landbúnaðar: súg-
þurrkunarkerfi sem skipta
hundruðum. Þá hefur smiðjan
flutt inn og sett saman fleiri
.ftíj^Ukjlyintl.ur i sílda.ryerkjmiðiu ríkisins á Siglufirði.
ara
hundruð dísilrafstöðvar fyrir
sveitabæi.
Landssmiðjan hefur umboð
fyrir nokkur erlend fyrirtæki,
þar á meðal tvo heimskunna
sænska framleiðendur, Atfa
Laval a. b. og Atlas Copco
í Stokkhólmi. Alfa Laval skil-
vindur eru í flestum síldai--
verksmiðjum hérlendis. Atlas
Copco framleiðir allskonar
loftverkfæri.
Smiðjan skiptist nú í 6 deild
ir: Plötusmiðja-eldsmiðja (55
starfsmenn), vélvirkjun (40
starfsmenn), trésmiðja (10
starfsmenn), rafvirkjun (4
starfsmenn), málmsteypa og
lager (10 starfsmenn) og
renniverkstæði (12 starfs-
menn). 20 manns vinna á
skrifetofu og teiknistofu; verkr
fræðingur er einn og tækni-
menntaðir tveir.
Hinn upphaflegi tilgangui
smiðjunnar var eins og fyrr
segir að annast viðgerðir fyr
ir ríkisfyrirtæki, og er það
einn veigamesti þátturinn i
starfsemi hennar enn þann
dag i dag, en smiðjan annast
allar viðgerðir fyrir Skipaút-
gerð ríkisins og Landhelgis-
gæzluna auk slíkra verkefna
hjá Eimskipafélagi íslands
og fjölda annarra skipaeig-
enda. Og þess má að lokum
geta i þessu stutta ágripi, að
Landssmiðjan borgar skatta
eins og hlutafélög þótt hún
sé ríkisfyrirtæki, en greiðir
stað útsvars 'andsútsvar sem
er 1V2 % af brúttóveltu.
Brúttóvelta smiðjunnai var
52 milljónir á árinu sem leið.
en var fyrir 20 árum aðeins
3,3 milljónir. Til samanburðai
má einnig geta þess, að iaun
skrifstofufólks voru kr. 12.175
árið 1930, en voru á s. 1. ári
130 sinnum meiri krónu
tölu. Landssmiðjar, varð
26 krónum og 55 aurum 111
auglýsinga á fyrsta starfsán
en á s. 1. ári tæpum ^fjórðuna'
milljónarr„r.. -BÓ.