Alþýðublaðið - 09.02.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1955, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 19S5 4 1 S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s s s 5 s s s s s s s i s s s s Útgefandi: Alþýðuflokjturínn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi H'jálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 1,00. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s BARÐUR í NÁÐimi ÞJÓÐVILJINN þykir ekki alltaf sjálfum sér sam kvæmur í afstóðu og mál- flutningi. Þetta hefur sann azt einu sinnl enn undan- farna daga. Hann kann sér ekki hóf fyrir gleði sakir vegna þess að Bárður Dan- íe’sson var kosinn í bæjar- ráð á síðasta bæjarstjórnar- fundi af kommúnistalistan- um — en á hlutkesti. Þetta heitir vinslri sigur í Þjóð- viljanum, og þess er auðvit að sérstaklega getið, að kosnir hafi verið tveir bæj- arráðsmenn af C-listanum. Guðmundur Vigfússon og Bárður Daníelsson eru lagð ir að líku. Hér kveður við dálítið annan tón en í bæjar- stjórnarkosningunum fyr- ir rumu ári. Þá Ienti Bárð ur Daníelsson í klandri með þe-im afleiðingum, að hann vék úr kosningabar- áttunni og kvaðs t ekki skipta sér af opinberum málum fyrr en úr því hefði verið skorið, hvort sakargifíirnar á hendur honum væru sannar. Ekk ert blað fordæmdi þá Bárð Ðaníelsson jafn miskunn- arlaust og Þjóðviljinn. Kommúnistar íöldu eng- um blöðum um það að fletta, að Bárður væri vandræðamaður og gáfu meira að segja í skyn, að hann myndi bezt kominn í tugthúsinu. Þetta þarf naumast að rifja upp, því aÖ herferð Þjóðviljans gegn Bárði er vafalaust öllujn í fersku minni. Rannsókn lyktaði þannig, að Bárður slapp við tugt- húsið og taldi sér fært að hefja sförf í bæjarstjórn- inni. Þjóðviljinn tók- þeim úrslitum kuldalega og fannst lííið til um hrein- gerninguna á mannorði Bárðar Daníelssonar. Síð- an eru Iiðnir nokkrir mán uðir, og nú er Bárður kom inn í náðina hjá kommún istum. Þa'ð er víðar en í Rússlandi, sem pólitísk veðrabrigði gerast með skjótum og óvæntum hætti. Og hvers vegna er Bárð- ur Daníelsson kominn í náð ina hjá kommúnistum? Vegna þess að hann hefur þegið. bæjarráðssæti Alþýðu flokks'ns af ofsækjendum sínum, sem vildu hann í tugthúsið fyrir rúmu ári. Það er vinstri sigur og gleði legt tímanna tákn í íslenzk- um stjórnmálum að dómi Þjóðvdjans. Ritstjórar kom múnistablaðsins faðma og kyssa manninn, sem þeir hræktu á í síðusíu bæjar- stjórnarkosningum. Nú er Bárður Daníelsson sómi kommúnista, sverð og skjöldur sem sessunautur Guðmundar Vigfússonar í bæjarráði. Magnús Kjart- ansson lætur sennilega hjá líða að minnast á naglaverk smiðjuna í náinni framtíð! Og þessi fögnuður Þjóð- viljans stafar af því, að eini fulltrúi vinnustétt- anna í bæjarstjórninni skuli víkja úr bæjarráði fyrir verksmiðjueigandan- um og fyrrverandi tilvon andi tugtliúslimi að dómi Þjóðviljans, Bárði Daníels syni, manni, sem var óal- andi og óferjandi fyrir rúmu ári. Þeíta eru heil- indin á bak við málæði kommúnista um nauðsyn- ina á samvinnu verkalýðs flokkanna. Kommúnistar hafa ekki valið bæjarráðs mann úr hópi vinnandi stétta. Þeir eiga ekki. leng ur verkalýðsmann í bæj- arstjórn Reykjavíkur. En Alþýðuflokkurinn valdi fulltrúa alþýðustéttanna í efsta sæti bæjarstjórnar- listans og gerði hann að bæjarráðsmanni. Og nú finnst kommúuistum það dagrenning nýs og „ beíri > tíma, að hann hverfi úr bæjarráði til að Bárður Daníelsson fái þar sæti. Þjóðviljinn telur Bárð sannan vinstri mann af því að hann fékkst til að fara í' bæjarráð af kommúnistalist anum. Hér er ekki mínnzt á málefni, en hitt lagt til grundvallar, að metorða- girnd Bárðar rak hann til samvinnu við þá, sem hrak- yrtu hann og ofsóttu fyrir nokkrum mánuðum. Náðin ■hefur leyst vanþóknunina af hólmi, Afstaða Bárðar er skiljanleg. Hann v;ll allt til vinna að komast í bæjarráð. En ósköp eru kommúnistar lítilþægir að gleðjast úr hófi fram yfir því að hafa fengið enn eitt tækífæri til þess að verða að viðundri. Úthreiðið Alþýðuhlaðið -»« —1!«— KM——- ««—-.lilmm VÉLSKIPIÐ ,.ÁSTRALIA“ átti langa leið fyrir höndum, þegar það lét úr höfn í Fen eyjum. För þess var heitið til Me'bourne og Sidney í Ástra liu. með 849 farþega af átján þjóðernum, sem hugðust, eins og þúsundir annarra, er áður höfðu haldið þessa ieið, frelsta hamingjunnar í þessari fjar lægu heimsálfu, sem nú hefur tekið við af Ameríku sem heimsálfa hinna gullnu tæki færa. Meðal farþega voru allmarg ar ítalskar konur, sem voru á .leið til eiginmanna sinna, er þær höfðu raunar aldrei séð, þar sem hjónavígslan hafð; ver ið framkvæmd með aðstoð stað gengils. Aðrar voru á leið til eiginmanns og fjölskyldu, sem þær höfðu ekki séð um margra ára bil. Og þarna var. talað á frönsku, þýzku, hebresku, rúss nesku, hollenzku, grísku og ótal fleiri tungum. Það hlýtur að hafa verið mun auðveldara að átta .sig á tungutaki þeirra í Babe1sturninum forðum, en um borð í þessu skipi. Síðan 1947 hefur því sem næst ein milljón manna haldið t-1 Ástraliu í hamingjuleit. Hjá mörgum þeirra hófst ferðin á ,pví. að þeir urðu að skríða undir gaddavírsgirðingar fangabúða eða laumast að næt urþeli yfir lokuð landamæri, þar eð þe'.r höfðu verið sviptir frelsi og mannrétti)idum í sínu eigin landi. En meira en helm ingur þessa útflytjendafjölda hefur þó verið Breiar í leit að jarðnæðl, sólskini og nægreg um mat. INNFLYTJENDiTM VEL TEKIÐ. Þáð er stórfenglegt að at huga hvernig þjóðin hefur nú um síðir hafizt handa um -að notfæra sér náítúruauðæfi síns geysivíðlenda en strjál býla lands. Þó er enn athyglis verðara hvernig þjóðin hefur gert allt til þess aö búa sem bezt í haginn fyrir jnnflytjend urna, og það á örskömmum tíma. Ástralíubúar hafa í raun og veru unnlð hið merkilega mannúðarstarf. er þeir hafa veitt strandmönnum úr brot sjóum styrjaldarinnar öruggt hæli og búið þeim tækifæri til að gerast dugandi borgarar. Fyrst í stað reyndist þetta ekki auðvelt <verk. Ástralska þjóðin hafði búið við einangr un um alllangt skeið, og veitt ist örðugt að átta sig á öllum þeim ólíku tungum, þjóðern- um og manngerðum, sem nú tóku að nema. þar land í stór úm stíl. En hin vaxandí vel megun landsins sýnir og. sann ar, að innflytjendurnir hafa orðið bjóðarhe'.ldinni ávinn ingur fjárhagslega og menning arlega. FJÖLÞÆTT STARF INNFLYTJENDA. Fyrsti óbóleikari symfoníu hljómsveltarinnar í Victöríu er til dæmis ungur landflótta Tékki. Átján ítalskir verka menn vinna að kvarznámi inni á öræfum Nýj-a Suður Wales. Landflótta vísindamaður frá Vínarborg heldur fyrlrlestra um lífræna efnafræði við há skólann í Tasmaníu. Tveir ung verskir skíðagarpar hafa reist vetrargistihús fyrir íþrótta menn í áströlsku báfjöllunum. Þriðji Ungverjinn, Colman Vadasz, hefur fundið upp ör uggt ráð til að koma í veg fyr r „Vesturheimm- er herlegt land“ var sungið um alda mótin síðustu. Nú hefur Ástralía tekið við hlutverki Vesturheims sem innflytj endaland; m. a. hefur fjöldi innflytjenda fluízt þangað eftir heimsstyrjöklina. ir skriðuhlaup, sem lögðu í eyði þúsundir bændabýla í hæðardrögunum umhyerfis Adelaide í Suður Ástralíu. Garðyrkjumaður frá Ho’landi hóf túllpanarækt, sem gekk svo vel, að nú hefur hann feng ið þrjár fjölskyldur að heiman sér til aðstoðar, svo að hann geti fullnægt eftirspurninni. Ungur Þjóðverji hélt til Ástra líu, og hafði ekkert p.nnað með ferðis en fötin, sem hann stóð í. Nú er hann orðinn eigandi að nýlenduvöruverzlun og veit ingahúsi. ' , Þess má finna ótal dæmi, að fátækir innfly tjendur hafi komizt t!l efna og álits. Marg- ir þeirra höfðu orð ð að bola hungur, áhyggjur og ofsóknir, áður en þeir komust til Ástra líu, og flestir þeirra komust þangað aðe'n.s fyrir það að astra’ska .stjórnin greíddi ferða kostnað þeirra að mestu eða öllu leyti. Er því sizt að undra, þótt þeir, sem eitt'hvað mhnn tak er í, séu þjóðinni þakklátir, og leitist við að sýna það með því að gerast nýtir borgarar. BYRJUNARÖRÐUG LEIKAR. En örðugleikarnir reyndust margvíslegir til að byrja með. í byrjun heimsstyrjaMarinnar voru 98% hvítra manna í Ástralíu af brezkum ættum, og það var þeirra mesta stolt. Þeir þóttust sjálfum sér nógir á allan hátt. Þeir fóru fæstir að heiman, unz flugsamgöng ur hófust við aðrar heimsálf ur, og fáir gerðust beldur til að heimsækja þá, enda tekur ,sjóferðin frá Evrópu og þang að mánaðartíma minnst. Ástralíubúar urðu þó að síð ustu að viðurkenna þörfina fyr ir nýtt blóð, og að hagur þjóð arinnar væri undi.r því. kom inn, að land þeirra byggðist. íbúarnir voru aðeitis 7—8 mill jónir. og þar af bjuggu sex milljónlr í stórborgunum. Sid ney, Me’bourne, Adelaide, Perth og Brisbane og næsta nágrenni þeirra. Að öðru leyti va]r bið geysivfða ,landflæm('. ónumið að mestu. Því var það, að -stjórnarvöldin tóku þá ákvörðun árið 1947. að hefja þegar móttöku innflytjenda í stórum stíl, bæði frá Stóra Bretlandi og á vegum alþjóð legu flóttamannasfcofnunarinn ar. 1949 voru innílytjendurnir orðnir 160 þúsund á ári, en samkvæmt áætlun stjórnarvald anna á íbúatala landsins að hafa náð tíu milljónum árið 1960. SKORTUR VINNUAFLS. Innflytjendur, sem ástralska ríkið borgaði fargjaldið fyrir, voru skuldbundnir t.l að vinna um tveggja ára skeið við það starf, sem stjórnin fékk þeim, en gíðan gátu þeir valið um starf að eigin vild. Flestum var þes'sum innflytj endum fengin eríiðisvinna, skógarhögg, byggingavlnna eða handlangarastörf í stálverk smiðjum, g’ergerðarhúsum og við tígulsteinabrennslu. Einnig var mikil þörf fyrir ófaglærða verkamenn við samgöngur og flutninga;, við byggingar á nýj um verksmiðjum og orkuver um. Konurnar unnu í sjúkra húsu.m, veitingahúsum og við ýmsan iðnað. í Ástralíu hefur ríkt mikill skortur á vinnuafli. Til dæmis v-ar ekk; unnt að framleiða það magn af öli, sem þióðin þurfti með. Fyrir fimm árum síðan var ekki unnt að framleiða múr stein og gler, sem mest burfti til bygginga. Innf'.ytjendurnir hófust handa um að faæta úr þessum skorti. Læknar meðal flóttama.nna unnu að skógar höggi, á meðan þelr biðu eftir leyfi til að mega stunda lækn ingastörf. Garðyrkjumaðurinn var ef til vill prófessor í jurta fræði. — Innflytjendurn- 'r tóku öllum útistörfum með bökkum í þessu só'ríka landi, þar sem nóg var um mat og launin há. Þeim var fyrir mestu, að börn þeirra gátu fengið næga mjólk, og að þeir þurftu sjálfir hvorki að óttast leynilögrtglu né’ ofsóknir. BREYTT VIÐHORF. Að sjálfsögðu var þetla ekki allt óblandin ánægja, að minnsta kosti ekki fyrst í st&ð — og er það raunar ekki enn. Því var það, að stjórnarvöld i® hófu, árið 1950, skipulagðan áróður fyrir bættu samkomu lagi með iinnflytjeridunum og íbúum landsins. Var skorað á almenning, að veita innflytj endunum hjálp og aðstoð, og bar þessi starfsemi brátt góð an árangúr. Sjötíu af . staffs mönnum ástralska flugfélags ins unnu að því í íómstundúm sínum að byggja hús handa fátækri ekkju, sem flutzt hafði tH landsins, ásamt tveim börn Framhald a. 3 síðu. Flokksstarfið SPILAKVÖLD ALÞÝÐU- FLOKKSFÉLAGANNA í REYKJAVÍK Alþýðuflokksfólk er m'.nnt á spilakvöldið í kvöld kl. 8 í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Flokksfólki er heimilt að taka með sér gesti og beðið um að hafa með sér spil. Byrjað verður að spila nákvæmlega kl. 8.30. KVENFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSINS í REYKJAVÍK heldur kvöldvöku fyrir. full- orðið fólk þriðjudaginn 15. febr. n.k. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. iSkemmtunin hefst með sam eiginlegri kaffidrygg'ju. íSkemmtiatriði eru mörg og góð, m. a. söngur, kveðskapur o. m. fl. Skemmtunin verður ókey.p- is. ■ -

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.