Alþýðublaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐID Fimmíudagur lö. mar/ lí)55, Utgefandi: Alþýðuflotyurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingasljóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. 'Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasöíu ljDO. S s s s s S s s s s s I s s s s s * s s s s s s s S s s s s 1 s s s S S i s s s $ s s s I s s Snúizt í hring RITSTJÓRI Alþýðublaðs- ins .hefur nokkuð komið við sögu í skrifum Þióðviljans um Alþýðuflokkinn undan- farið. Kommúnistablaðið hefur borið honum á brýn sviksemi og ódrengskap við fyrri félaga og utlistað fjálg lega ofsóknarhneigð hans og hvers konar illmennsku. Eigi alls fyrir löngu komst Þjóðviljinn me.ra að segja svo að orði, að Helgi Sæm- undsson væri enm efnileg- a.sti lærisveinn Göbbelsar heitins í fcaráttunni gegn kommúnismanum. Kveðjurnar haía þannig síð ur en svo verið frændaleg- ar. En í gær kveður allt í einu vlð nýjan tón í Þjóo- viljanum. Þar segir. að ..hægri klíkan í Alþýðu- flokknum" sjái slls staðar fjandmenn og svikava og nú sé komin röðin að Helga Sæmundssyni, hinum ný- dubbaða ritstjóra Albýðu- blaðsins. Síðan er því bætt við, að ritstjóri Alþýðu- blaðsins hafi ver.ð kallað- ur fyrir framkvæmdastjórn flokksins til að svara til saka, en ákæruatriðin séu aðallega tvenn. „í fyrsta lagi hafi Helgi verið alger- lega máttlaus í árásunum- á vinstri menn flokksins og hafi verið greinilegl að hug ur fylgdi ekki máli í skrif- um hans. í annan stað hafi Helgi vanrækt allt of mik- ið að svara ákærum Þjóð- viljans og verið cf deigur í baráttunni gegn kommún- ismanum“. Þess vegna sé nú röðin komin að Helga Sæmundssyni! Það er alhyglisverð sönn un um taugatruflun komm- únista að bera saman mynd skreyttu fréttina um rit- stjóra Alþýðublaðsins i gær og það, sem Þjóðviijinn hef ur skrifað um Helga Sæ- mundsson undanfarna daga. Kommúnistablaðið veit ekki sitt rjúkandi ráð af því að Alþýðublaðið skri.far um á- greimnginn í Alþýðuflokkn um að hætti siðmenntaðra blaða. Kommúnistum verð- ur hugsað til þess, hvernig málgögn þeirra hafa fjallað um slík mál, og ærast ýfir því, að Alþýðuflokkurinn skuli beita allt öðrum að- ferðum í málF.utningi og vinnubrögðum. Þess vegna snýst Þjóðviljinn í hring pg segir nú, að maðurinn, er stimplaður var fyrir nokkr- um dögum sem lærisveinn Göbbelsar, þyki allt of deig ur í ,.baráttunni gegn komm únismanum“! Væri ekki sæmra fyrir Þjóðviljann að gæta hófs í skrifum sínum um Alþýðu- flokkinn? Þá kæmist hann kannski hjá því að verða að athlægi. En honum er auð- vitað ekki of gott að iðka listir sínar, ef hann vill. Það verður hver og einn að þjóna sinni lund. Kaldhœðnisleg tillaga - - FYRIR tíu- árum var á- kveðið að reisa Kjarvalshús í Reykjavík. Það átti að verða heimili Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals og samastaður fyrir listatvierk hans. Hugmyndin vakti al- menna ánægju. Síðan hefur liðið hvert árið af öðru, og enn er ekki farið að leggja fyrsta steininn { grunninn að Kjarvalshúsinu. Fram- kvæmdin hefur gleymzt. Jóhannes Sveinsson Kjar val lifir fyrir list sína. Hann mun aldrei hafa innt eftir því, að hafizt yrði handa um að byggja húsið, sem við hann er kennt í pappírs gögnum, en vanrækt hefur verið að byrja að byggja. Hins vegar gefur hann hin- um mælsku en framtaks- lausu aðdáendum sínum skemmtilegt olnbogaskot í smágrein í Vísi í gær. Lista maðurinn ræðir þar um hætt una á því, að sum lislaverk Ásgríms Jónssonar l'ggi undir skemmdum, en Ás- grímur hefur sem kunnugt er gefið ríkinu listaverk sín. í greinarlokin ber svo Kjar- val fram kaldhæðnislega tillögu og segir: „Mér finnst Ásgrímur þyrfti að gefa þjóðinni hús eða listasaÆn fyrir þær myndir, sem eru enn óskemmdar sem hann hefur gefið ríkinu.“ Já, þeir taki til sín sneið- ina sem eiga. | Gerist áskrífendur blaðsins. S Talið við afgreiðslima. — Sími 4900 AlþýSublaðið TIGRISDYR AVERELL HARRIMAN, — en kosning hans sem ríkisstjóra í New York fylki, er talinn einhver mesti ósigur, sem re- publikanar ha,fa beðið síðan1 Eisenhower var kjörinn forseti Bandaríkjanna, —• hefur gert Carmlne G. De Sapio- að rit- ara sínum. Þarna er um vel launaða siöðu að ræða, — seytján þúsundir doiiara í árs- laun fyrir lítið starf. enda hef- ur jafnan verið litið á embætti þetta sem bitling. Auk hinna föstu launa er ritaranum á- kveðnar þrjár þúsundir dollara í risnufé. Sapio þessi er óþekktur mað ur í Evrópu, en í Bandaríkjun um vita menn betur deili á honum. Hann er nefnilega leið togi hinnar frægu demokrat- isku flokksdeildar, — Tamm- any Hall, — í New York, og með þessari embættisveitingu þykir ríkisstjórinn þafa viður- kennt, að hann eigi flokksdeild þessari kosningu sína að þakka. En um Averell Harriman er það að segja, að margir álíta, að ekki muni líða á löngu áð- ur en hann flytst í Hvítahúsið. Þetta vekur iþví meiri furðu sem ,,tigrisdýrið“, eins og and stæðingarnir nefndu Tammanv Hall, hefur lítið sem ekkert látið á sér bæra síðan a ríkis- stjórnartímabili A1 Smiths, og hefur um langt skeið orðið að láta sér nægja að vera gleymt og öllum bitlingum svipt. En nú er tígrisdýrið aft- ur komið á kreik, bústnara og sterkara en nokkru sinni fyrr, og öskrar nú sem mest það má, að það hafi tekið algerum sinnaskiptutm, og ástundi nú allan heiðarleika. Eir gott íil þess að vita, ef satt er, þar eð svo virðist sem bað sé nú orðið voldugt mjög í New York fylki, og fyllsta ástæða þl að ætla, að það muni aukast að völdum í Bandaríkjunyn á næstunni. MAÐURINN, SEM VANN KRAFTAVERK. Maðurinn, sem vakið hefur tígrisdýrið af blundi, hefur unnið þar . stjórnmálalegt kraftaverk. Þessi maður er Carmine Gerard De Sapio. Fvr ir það þrekvirki á hann sann- arlega skilið, þó að hann fái tuttugu þúsundir dollara í árs- laun. En um leið er hann skyndilega orðinn einn af aðal- mönnunum í demokrataflokkn um. og hann lætur áreiðanlega lil sín taka þegar flokksþingið kemur saman að ári, til þess að velja frambjóðanda sinn til forsetaembættisins. Eins og svo mai’gir af stjórn málamönnum New York borg- ar, er Sapio ítalskur að upp- runa. Hann er nú 46 ára að aldri, fæddur í Manhattan- hverfinu, en þar átti faðir hans litla verzlun, og þar býr Sapio yngri enn, ásamt konu sinni og dóttur. Stjórnmálafer- ill hans hefur til þessa verið mjög hversdagslegur, hann hef ur notað hverja lausa stund frá skyldustörfum til síarfs íþágu flokksins, unnið mikið að und- irbúningi kosninga og svo fram ■ vegis. Auk þess hefur hann haft náið samband við íbúa fátækrahverfanna og unnið mikið að líknarstarfsemi þeirra á meðal. Tvennt er það, sem hefur orðið lil þess, að honum hefur reynzt seingengin brautin til fjár og frama; það er föst venja, að írlendingar, en ekki TAMMANY HALL fé- lagsskapurinn í New York var bæði alræmdur og ill- rærndur fyr/r nokkrum ára /ugum síðan, vegna stjórn- málaafskip/a s/nna í Nevv York og New York fylk/. Nú læ/ur þess/ félagsskapur aftur /ii sín taka, en er nú sagður allur annar. Lam:re G. De Sapio. ítalir, silja að béztu réttunum á borði Tammanyfíokksdeildar innar, og .auk þess þjáðist hann mjög af sjóndepru, vegna þrá- látrar augnbóigu, sem bagar hann enn í dag. En enginn get- ur haldið íkorna á jörðunni til lengdar, segir í mák-hættinum, — og nú er Sapio á hraðri ferð upp trjáslofninn. Árið 1943 var hann orðinn fastur í sessi í Tammany Hall, og þegar stjórnmálaöngþveitið var sem mest árið 1949. og deildarforingjunum var stevpt hverjum á eftir öörum, bauðst honum tækifærið. Hann var kosinn leiðtogi deiidarinnar og' hefur værið það síðan. HVAÐ ER TAMMÁNY HALL? í raun réttri tók hann v:ð þrotabúi, þegar hann tók við sljórn Tammany Hall deildar- innar. Sú tíð var löngu Uðin, þegar gervöll New York skalf af ótta. í hvert skipti sem tígr- isdýrið urraði. Engum var, þella ljósara en honum siálf- um, og hann sór þess dýran e'ð, að þetta skyldi breylast. j Tammany hlaut nafn sitt eft ir frægum Indíánahöfðingja, | og var fyrst í stað eins konar | samkvæmis- og líknarfélag, en árið 1789 breytti húsgagna- bólstrari nokkur „St. Tamm- aný“ í félagsdedd demokrata- flokksins. Fyrst í s!að fengu aðeins innfæddir Bandaríkja- menn þar inngöngu, enda barð ist félagsskapurinn þá ákaft: gegn .innflytjendum. En svo veiltu forráðamennirnir því athygli. að þar á meðal var um álitlegan kjósendaflokk að ræða, væri vel að þeim farið, — og þá var gerbreylt um slefnu. DeHdarmeðlimirnir tóku að v^Ita innflytjendum margháttaða aðsloð, og innan skamms var deild'n orðin svp voldug, að hún gat beitt þeim ógnum og hernaðarverkum. sem varla finnast hliðstæð dæmi um annarsstaðar. Tammany var að vísu lýð- ræðislegur félagsskapur, en þróunin í innflytjendamálum New Yorkborgar réði því, a'ð smámsaman réðu írar þar lög- um og lofum. Leiðtogarnir hafa allir verið írskir, unz Sapio hefur nú brotið þá hefð. Þelta er allt golt og blessað, en hiit var lakara, að Tamm- any gerðist aðalþátttakandi í mestu stjórnmálaspillingu, sem um getur í sögunni. Samkvæmt kjörorðinu, „Sigurvegaranum. ber herfangið", var ekki aðeins framámönnum Tammanys komið í allar helztu ábyrgðar- stöður, heldur var 'oorgarsjóð- urinn einnig rændur fé svo milljónum dollara skipti, und- ir yfirskini ýmissa fram- kvæmda. Það kom fyrir, að kjósend- urnir hröktu tígrisdýrið á brott og það kom líka fyrir, að blöð- ;n tóku sig til og flettu ofan af öllum svikunum og brask- inu. Þá krafðist fóikið „hreins unar“ og iHoiðarle.ika, — en -,vo saknaði það þess, að nú væri ekki lengur líf í tuskun- um. og tígrisdýrið hófst aftur Lil valda, sterkara og gráðugra en nokkru sinni fyrr. Það er bví sízt að undra, þótt orðið „Tammany" yrði smám sam- an lákn pólitískrar spillingar af verstu tegund. Þánnig gekk þe'ta 111. unz bin mikla hugarfarsbreýting. í , bandarískum stjórnmálum átti ■ sér stað, uod úr kreppunni miklu. Tígrisdýrið skildi ekki neitt í neinu, og innan skamms féll það í gleymsku og' dá.. Nú kannast merin varla við nafn- ið. TÍGRISDÝRIÐ IIELDUR ! AFTUR Á KRF.IK. I Þannlg var joetta, þegar Sapio var kjörinn leiðtogi árið 1940. Honum skildist, að, það væri einkum tvennt, sem gera yrði, ætti lígrisdýrið að vakna aftur til valda og ábrífa. Hann varð að brjóta á bak aftur klíku þeirra írsk-bandarísku borgarstjórnarmálamanna, sem. fólkið hlaut að telja und'.rrót t stjórnmálaspillingar, að feng- jinni reynslu. Þetta nefur hon- um heppnazl, — og raunar verður ekki annað sagt, en að bandarísku írarnir hafi, þótt óbeinlínis sé, veitt honum bar aðstoð með því að taka þátt í flestum þeim mörgu stjórn-- málahneykslúm, sem orðið hafa í New York að undan- förnu. En um leið varð hann líka að gerbreyta þeim grund- vallarreglum, sem áður höfðu ráðið mestu um völd og áhrif demókrata í New York fyiki. Honum skildist, að sá tími væri liðinn, þegar stjórnmála- mennirnir urðu að leita stuðn- ings Tammany, gegn því. að sá félagsskapur réði svo öllum þeirra. sljórnmálaaðgerðum, sjálfum sér til ábala. Þess í stað bauð hann þeim stiórn- málamönnum, s'em hann taldi, að líkur væru til ?ð komast mættu til áhrifa, fullan stuðn- ing Tammanys, gegn því. að þeir færu eftir leiðbeiningum jhans, þegar til kæmi. Hann i komst bráit að þe'trri niður- jstöðu, að þar hafði hann ein- imitt fundið þá töfrareglu, sem frambjóðendur demókrata gátu ekki staðizt, en það hefði samt sem áður ekki haft tilættuð á- • hrif, ef hann hefði ekki verið gæddur óskeikulu hugboði um það, hvaða stjómmálamenn voru líklegir til frama. Og hugboð hans hefur reynzt afdrifaríkt. Árið 1953 vann tígrisdýrið, sem allir álitu [dautt, að frækilegum sigri Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.