Alþýðublaðið - 16.03.1955, Page 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikuclagur 16. mai'z 1955
Utgefandi: Alþýðuflo\\urinn.
Ritstjóri: Helgi Scsmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmursson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu ljOO.
ráðst
s
s
s
S'
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S'
s
s
s
s
s
s
s
Attlee og Churchill
BRE.ZKI Alþýðuflokkur-
inn undir forustu Clements
Attlees gagSnrýnir harðlega
þessa dagana Sir Winsfon
Churchill fyrir að vanrækja
að hlutast til um þrívelda-
fund, er ræði ágreiningsefni
heimsstjórnmálanna og reyni
að leysa þau. Sú afstaða staf
ar af því, að Brelland er
ekki lengur þriðja. afhð í
heimsstjórnmálunum eins
og var, meðan jafnaðarmenn
fóru þar með landsvöld.
Brezku jafnaðarmennirnir
eru boðnir og búnir að rækja
það'hlutverkj sem þeir tók-
ust á hendur í síyrjaldar-
lokin, en íhaldsstjórn Chur-
chills hefur brugðizl þeirri
skyldu sinni við heiminn
að fylgja fordæmi þeirra.
Þegar Sir Winston Chur-
chill e.r í stjórnarandstöðu,
þykist hann hafa manna
bezta aðstöðu tll að vera
málamiðlari stórveldanná.
Þá viinar hann óspart í
reynslu sína frá styrjaldár-
árunum og bendir á, að per-
sónuleg kynni hans af for-
ustumönnum Bandaríkjanna
annars vegar og Rússlands
hins vegar auðve'Jdi honum
málamiðlun. Þannig vakti
hann Bretum voh, sem réði
tvímælalaust úrslitum um
það, að íhaldið komst aftur
til valda í Bretlandi, þó að
ranglát og úrelt kjördæma-
skipun væri haldreipið. En
áhugi Churchills fyrir mála
miðlun hverfur 'át í veður
og vind um leið og hann
verður forsætisráðherra. og
heiðarleg viðleitni Edens
hrekkur skammt af því að
Churchill hefst ekkert að.
Gamli stríðsgarpurinn læzt
vera vaxinn vanda mála-
miðlunarinnar í vmræðum,
en framtakið vaniar.
Þessi munur á brezkum
jafnaðarmönnum og íhalds-
mönnum skiptir miklu öll
önnur ríki, sem vilja frið,
ef hann er ekki of dýru
verði keyþtur. ÍJndahfarin
ár hefur sambúð Bandaríkj
anna og Rússlands versnað.
Leiðtogar þjóðanna koma
ekki saman til funda eða
ráðstefna, þrátt fyrir yfir-
lýsingar um, að slíkt sé
nauðsynlegt og standi til
boða. Milligöngu.na vantar,
þriðja aflið segir ekki nóg
til sín. Fulltrúi þess er fyrst
og fremst brezki Alþýðu-
flokkurinn, en hann getur
ekki lálið málamiðlunina til
sín taka með árangri nema
hann hafi stjórnartaumana
í sínum höndum. Völd í-
haldsins á Breíiandi koma
með öðrum orðum í veg
fyrir, að þriðja aflið setji
sinn svip á heimsstjórnmál-
in.
Sanngjörnum mönnum og
dómbærum dytst varla hví-
líkur skaði það er. að Cle-
ment Attlee skuli ekki vera
forsætisráðherra Breta í
stað Churchills. Enginn ber
á móti því, að sljórnmála-
ferill Sir Winstons er glæsi-
legur, svo að einsdæmi geta
talizl, en afrek sín hefur
hann unnið flest og stærst
í hlutverki stríðshetjunnar.
Málamiðlun lælur honum
hins vegar ekki. Ástæðan er
■sú, að hann er bardagamað-
ur en ekki sáttasemjari.
Aftlee er aftur á móti einn
af gælnustu og hófsömustu
stjórnmálaforingjum heims-
ins, þrautseigur og úrræða-
góður og tilvalino að brúa
bil milli manna og þjóð.a.
Takist honum það ekki, þá
verður vandinn naumast
leystur. Auk þess er flokk-
ur hans óbundinn af þeim
hagsmunum, sem hafa spillt
utanríkissíefnu brezku í-
haldsstjórnarinriar í .fram-
kvæmd. þó að hún sé að
orðalagi náskyld yfirlýsing-
um jafnaðarmanna frá valda
dögum þeirra.
Friðarvon mannkynsins
er bundin við þriðja aflið
í heimsstjórnmálunum, og
hlutverk þess verður bezt
rækt af Bretlandi undir
stjórn jafnaðarmanna. Þess
vegna eru orðaskipti Attlees
og Churchills ekki aðeins
þáitur í brezkum stjórnmál
um. Þau varða alla þá, sem
óska farsællar þróunar í
samskiptum þjóðanna.
Áðalsafnaðarffundur
Hafnarfjarðarkirkju
verður haldinn föstudaginn 18. marz næstk. í
kirkjunni kl. 20,30. — Safnaðarfólk er vinsam_
legast beðið að fjölmenna. .
SÓKNARNEFNDIN.
RAÐSTEFNA sú, sem full-
trúar Burma, Ceyion, Ind-
lands, Indónesíu og Pakistan
sátu fyrir skömmu í Bogor,
þe'rra á meðal forsætisráð-
herrar þessara ríkja, olli ekki
neinum straumhvörfum í efna
hagsmálum eða stjórnmálum
viðkomandi þjóða. Jafnvel sú
ákvörðun ráðstefnunnar, að
boða til 25 ríkja ráðstefnu As-
íu- og Afríkuþjóða. þeirra á
meðal kínverska kommúnista-
ríkisins, kom ekki neinum á
óvart. þar eð forsætisráðherra
Indónesíu hreyfði því máli
fyrir átta mánuðum síðan á
ráðstefnunni í Colombo. Það
fór eins á á ráðstefnunni í Bo-
gor og á fyrri ráðstafnum þess-
ara ríkja, að samkomulag náð-
ist um ýmis smávægileg at-
riði, svo að ekki bar eins mikið
á ágreiningi þeim, sem raun-
verulega ríkir á milli þe'.rra
varðandi mörg mikilvæg mál.
nn Engu að síður mátti ráða
það af umræðunum á Bogor-
ráðstefnunni, hver muni verða
aðalviðfangsefni væntanlegrar
25 ríkja ráðstefnu í Bandung.
Fyrst og fremst verða nýlendu
málin rædd þar. og að sjálf-
sögðu mörkuð afstaða til vest-
urveldanna á því sv'ði, þar eð
nýlendukúgun kommúnista er
þessum ríkjum enn ekki að
verulegu leyti kunn. Þegar for
sætisráðherra Pakistan, Mo-
hammed Ali, lét svo um mælt
á ráðstefnunni í Colombo. að
af tvennu illu væri nýlendu-
valdið skárra en kommúnism-
inn, urðu þau ummæli honum
til álitshnekkis á þessum slóð-
KINVERSKIR KOMMUN-
ISTAR MEÐ . . .
Að sjálfsögðu munu k;n-
versku kommúnistarnir gera
sitt til að espa til virkrar and-
stöðu við nýlenduvaldið. Eins
og stendur eiga Bretar í smá-
styrjöldum í þrem heimsáif-
um, í því skyni að halda sam-
an hinum 35 nýlenduríkjum
sínum, og enn eru það nýlend-
ur Frakka. sem fyrir sína átta-
tíu milljónir íbúa gera þá að
fjölmennasta stórveldi heims-
ins. Hollendingar neita enn að
sleppa tökum á vesturhluta
Nýju Guineu, enda þótt átökin
þar hafi orðið flóknari fyrir
kröfu Ástralíubúa til valda á
eynni. Og Belgía, Spánn og
Portúgal hafa enn yfir nýlend
um að ráða.
Enda þótt Bandaríkjamenn
verði yfirleitt. ekki sakaðir um
nýlendukúgun, gela þeir ekki
talizt hafa hreman skjöld í
þeim málum. Hlutleysi þeirra
gagnvart framferði banda-
manna sinna á þessu sviði, sam
fara baráttu þeirra gegn kom-
múnistum, er eitt af því, sem
þessar Asíuþjóðir eiga örðugt
með að skilja. 'Forráðamenn
þeirra skírskota til þeirrar
staðreyndar, að Bandaríkja-
menn hafi komið sér upp her-
stöðvum í nýlendum vestur-
veldanna, til stuðnings ásökun
um sínum í garð forráðamann-
ánna í Washington fyrir stuðn
ing þeirra við nýlenduyfirráða
stefnu bandamanna sinna.
•Nehru, forsætisráðherra Ind
lands, kveðst ekki lcjósa, að 25
ríkja ráðstefnan verði ,,áróð-
urssamkunda“, sem „fordæmi
skilyrðislaust núverandi við-
horf í nýlendumálum, og auki
þanni.g á andúð og deilur í
heiminum“. . En varla er þó
unnt að gera ráð fyrir að nokk-
ur jákvæður árangur náist,
> j
S HINAR fjölmennu þjóðí'rS
S Suðaustur-Asíu hafa nú S
^ brug'ð/ð blundt, og bundizt)
J samíökum í sókn sinni til ■
• aukins menningarlegs, stjórnl
^ málalegs og efnahagslegs ^
^ sjálfstæðis. Að undanförnu ^
^ hafa frmáamenn þeirra átt s,
mrð sér ráðsíefnur, þar sem \
S rædd hafa vesið sameigin- S
S leg vandamál þessura þjóða, S
S — og nú er áformað að efna S
S iiI ráðstefnu 25 Asíu- ogS
s Afríkuríkja ... S
þegar tilfinningarnar móía við
horf manna. eins og hætt er
við að þama verði raunin. Og
kínversku kommúnistarnir
munu vissulega ekki setja sig
úr fær' að efla andstöðuna
gegn vesturveldunum. með því
að túlka alla viðleitni beirra
til að hindra úlbreiðslu komm
únismans sem örþrifaráð ti; að
halda tökum á nýlendunnm.
Bandaríkin verða stimoluð
sem meginstoð heimsveldis-
stefnunnar, og Formósa taUn
ein af þeem nýlendum sem
Jevsa berí úr ánauð. Og þgr eð
kínverskir kommúnistar telia
átökin um Formósu tnnanríkis
mál sitt, mun ekkert af aðild-
prríkjum ráðstefnunnar drýgia
bá st.iórnmálalegu villu, að
taka málstað Formósu.
LEIKUR TVEIM
SKJÖLDUM.
Það_ að Nehru skuJi reynast
svo fús til bess. sein raun ber
vitni, að Ijá slíkum éróðri lið
sHt, þráít fyrir yfirlýsta and-
stöðu gesn slíkri ..ævintýra-
mennsku“ sýnir svo að ekki
verÖur um villzt, hve fimlega
hann leikur þar tveim skjöld-
um. Afstaða han$ virðist og
hafa víðtæk áhrif. þar eð svo
virðist, sem fulltrúar Burma
séu að skipfa um rkoðun. Á
Colomboráðstefnunní greiddi
U Nu. forsæ’.isráðherra
Burrna, atkvæði gegn áskorun
til Frakka um að kalla her sinn
þegar á brott úr Indókína. bar
eð hann taldi það mundi verða
til þess að efla kommúnista þar
til valda. Nú er hins vegar gert
ráð fyrir, að hann muni hlíía
leiðsögn Nehru þegar Bandung
ráðstefnan sezt á rökstóla.
Pakistan, sem ann er minn-
ugt atburðanna í Indónesíu,
hefur þegar lýst yfir því, að
fulltrúar þess muni ekki ger-
ast aðilar að neinum þeim sam
þykktum, sem orðiö geíi til
þess að veikja áhrif Ríkja-
bandalags Suðau.stur-Asíu,
með því að stimpla það sem
þránd í götu andnýj.endustefn-
unnar. Ceylon kvíðir hins veg-
ar því einu, að áróoursherferð
gegn nýlenduvaldinu kunni að
hafa aðrar afleiðingar en til er
ællast.
S AMVINNUSTO FNUN
AUSTRÆNNA ÞJÓÐA.
Annað viðfangsefni Bandung
ráðstefnunnar vsrður vafa-
laust að undirbúa efnahagssam
vinnustofnun. sem einnig ann-
ist tæknilega samvinnu og
gagnkvæmar upplýsingar á því
sviði milli Asíu- og Afríku-
ríkja. Japan, sem er mestá iðn
aðarveldí þessara ríkja, virðist
þó ekki hafa sérlegan áhuga á
slíkri samvinnu. og annao
mesta iðnaðarveldið, ísrael,
var ekki boðið á ráðstefnuna,
— af tillitssemi við Araba.
Eina iðnaðarríkið. sem þá kern
ur til greina, er Kína. enda bott
iðnvæðingin sé þar enn á bvrj-
unarstigi. Að vísu hefur Tnö-
land miklar iðnframkvæmdir í
undirbúningi, en iðnaðarmála-
ráðherrann þar í landi hefur
látið svo um mælt, að þjóðin
sé þess enn ekki umkomin. að
ná tökum á beirri tækni, sem
iðnvæðingin krefst.
FORDÆMI KÍNA.
Þetta kemur heim við þau
orð, sem r'tari indverska kom-
múnistaflokksins lét falla við
Nehru. ,,Þegar maður fær
tækifæri til að athuga hina
hröðu umbreytingu, sem orðið
hefur fyrir valdatöku komm-
Framhald á 7. síðu.
Fréttir frá Egyptalandi:
Annað sólarskip fundið
FLESTUM lesendum blaðs-
ins mun í minnj sólarskipið
svonefnda, er fannst í gróf, er
höggin var niður í klappirnar
rétt hjá Keópspýramídanum,
og reft yfir með geysislórum
og þykkum, höggnum hellum.
Enn eru ókomnar nema Ktl-
ar fréttir af þessum merka
fornfundi, en vitað er þó, að
hann er frá sama tíma og Ke-
óps-pýramídinn, eða um 46
alda gamall. Líka er vitað, að
skipið hefur geymzt svo vel. að
það er ófúið enn, og því búizt
þarna við mörgurn óskemmd-
um forngripum, svo sem gríp-
um úr tré, beini og horni, og
fatnaði úr baðmull, uJl og silki.
Líka handritum, bæði ávörp-
um til guðanna, og ævisögu
Keóps sjálfs. Því ævisögur kon
unga voru látnar í gröfina með
þeim, svo guðirnir gætu séð
hve miklir menn þessir kon-
ungar hefðu verið, cg neituðu
ekkií að taka við þeim af ein-
hverjum misskilningi.
Um þessar mundir voru kon
ungar Egyptalands farnir að
trúa smjaðri hirðmanna sinna,
að þeir værú guðir, og gætu lif
að eilíft, ef þeir gætu komizt I
fylgd sólguðsins- á daglegum
ferðum hans yflr. himinhvolfið.
En þeir trúðu ekki á neitt
himnaríki, það kom seinna. En
væru þeir á svona sólarskipi,
gat það fylgt sjálfu skipi sól-
guðsins, sem undir ýmsum
nöfnum jafnan var aðalguð
Egypta. En helzt þurftu þeir að
hafa tvö skip, annað lil þess að
vera í á daginn, en hitt til þess
að ferðast í á nóttunni, þegar
sólarguðinn færi undir brún
jarðar aftur til austursins. Það
er því búizt við. að það finnist
annað skip t:l þarna við Keóps
pýramídann — næturskipið.
ÁVARPIÐ
TIL SÓLARGUÐSINS
Þetta skip, sem í fyrra
fannst, er fyrsta sólarskipið.
sem fundizt hefur. En vitað
var áður, að slík skip höfðu
verið til, því að gröf fannst
höggvin niður í klett, sem
sýndi, að þar hafði skip verið
sett. Hafði gröf bessi verið
rænd þegar í fornöld, og ekki
nema smábútar eftir af skip-
Framhald á 7. síðu.