Alþýðublaðið - 30.04.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Laugardagur 30, aprxl 1955. * s * s s \ s V S s s S s s s s s s s s s s s s s s § s > s s s s s s s s s s s s s s s L s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Útgefandi: Alþýðuflotyurbtn. Ritstjóri: Helgi Seemundsíou. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. 'Auglýsingasijóri: Emma MöUer. F' Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. , í Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, HverfisgStu 8—10. ’Asknftarverð 15/)0 á minuði. í lausasölu 1M. EFTIR VERKFALLIÐ SEX vikna barátla er til lykta leidd, verkfallinu lok ið og hjól framieiðslunnar aftur komið í gang. Þjóðin fagnar þeim úrslitum, en jafnframt hljóta ailir ábyrg ir og sanngjarnir menn að fordæma þá afstöðu at- v: nnurekendan'>a og ríkis- stjórnarinnar, að verkfallið skuli hafa verið dregið á langinn von úr viti í stork- unarskyni við alþýðusam- tökin. Slík framkoma er ógnun við þúsundir verka- mannaheimila — og hún mun lengi í mintium höfð. Arangur verkfallsins er góður fyrir iðnaðarmenn- ina, en lægstaunuðu aðilarn ir bera lítið^úr býtum, þegar mlðað er við upphaflegar kröfur, baráítuna, sem háð hefur verið, og þörfina, er fyrir hendi var og orsakaði deiluna. Veigamesta atriði samninganna er tvímæla- laust atvinnuleysistrygging arnar. Sú kjarabót mun síð- ar talin marka tímamót í sögu íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar og félagsmála- þróunar. Enn fremur er mikill ávinningur að því á- kvæði, að hei.milí skuli að segja upp samn'ngum meo mánaðar fyrirvara hvenær sem er, ef ný gengisfeTUng krónunnar kemur til sögu. Ríkisstjórnin veit bannig fyrirfram á hverju hún á von, ef draumur afturhalds- ins um nýja langferð út á forað gengislækkunarstefn- unnar verður gerður að veruleika. Þessu til viðbótar er svo sú staðreynd, að viðleitni atvinnurekenda og ríkis- stjómar til að láta verkfalls baráttuna renna út í sand- inn hefur mistekizt. Alþýðu samtökin hafa einu sinni enn unnið stórfelldan vam- arsigur jafnframt því, sem þau hafa sótt fram í áttina til betri kjara og aukins ór- yggis eftir því sem auðið er í þjóðfélagl, þar sem heill almennings er lálin víkja fyrir hagsmunum auðstétt- arinnar. Fólkið, sem verk- fallið háði, hefur getið sér orðstír úthalds og >*ítu og svarað ofríkinn á viðeig- andi hátt. Hitt er annað mál, að und irbúningur verkfallsins og ýmislegt í framkvæmd þess hlýtur að sæta gagnrýni, Lögin um mannanöfnin og framkvæmd þeirra. þó að sú saga verði hér ekki ra'kin og þáttur atvinnurek- endanna sé enn ámælisverð ari en hlutur verkalýðsféiag anna. Gallar verkfaJlsins orsakast af því, að ítök kom múnista í verkalýðshreyf- ingunni í Reykjavík eru allt of mikil og þeim ærið gjarnt að láta stjórnast t-f annarleg um sjónarmiðum. En yfir- sjónir og mistök einstakra manna er ekki hægt að færa á í byrgðarreikning fólksins í verkalýösfélögun- um. Það mun hins vegar draga lærdóma af fenginni reynslu og lælur vonandi vílin sér að varnaði verða. Nú hefur þá atvinnurek- endavaldið látið málgagn sitt snúa við blað.nu. For- dæmingarnar í garð verka- lýðsins eru þagnaðar. Morg unblaðið segir. í gær í frétt sinni af Dagsbrúnarfundin- um í fyrrakvöld: ,,Bentu nokkrir ræðumenn á að auð velt væri að taka munninn fullan í upphafi og gera há- ar kröfur. En það væri sann arlega lítill árangur, sem kæmi nú í ljós eftir sex vikna verkfall, sem bakað hefði verkamönnum stór- kostlegt tjón og ónagræði. Myndi það taká langan líma, sennilega meira en ár, að vinna það tjón upp.<: Morgunblaðið, sem hamazt hefur gegn verkfallinú í sex vikur, telur árangurinn allt of lítinn eftir að undir- skriftir deiluaðilanna eru komnar á pappírinn. Af- staða þess hefur sitthvað til síns ágætis, en hún hefði átt að móta úrslit verkfalls- ins í stað þess að verða sýn- ingaratriði að fengnum úr- slilum, sem húsbændur Morgunblaðsins hafa barizt gegn af oddi og egg með það sjálft að baráttulæki. Verkalýðurinn á enga. sök á því, að verkfaliið tók sex vikur. Alþýðusamtökin óska ekki eflir löngum og misk- unnarlausum vinnudeilum. Þau krefjast aðeins réttar síns. Það er hins vegar ó- sanngirni atvimiurekenda- valdsins og sofandaskap rík isstjómarlnnar að kenna, að hjól framleiðslunnar hefur stöðvazt tvisvar sinnum á þessu ári. Þjóðinni ber að láta þá aðila sianda reikn- ingsskap ráðsmennsku sinn- ar, og það tækifæri gefst í kjörklefanum. - Útbreiðið Alþýðublaðið í GILDANDI lögum , um mannanöfn er svo kveðið á, að menn skuli heita einu eða tveim íslenzkum nöfnum og kenna sig við föður sinn, móð- ur eða kjörföður. Síðan lög þessi tóku gildi, eða 1925, hef- ur verlð óheimilt að taka upp ný ætlarnöfn. Það hafði hins vegar verið heimilað með lög- um árið 1913. Þeim, sem höfðu ættarnöfri fyrir þann tíma, er heimilt að halda þe:m sem og niðjum þeirra. Þeim, sem lóku sér ættarnöfn á tímabilinu 1913—1925, skal sjáifum heim ilt að bera þau, en niðjar þéirra mega ekki nota þau, heldur skulu þeir kenna sig við föður, móður eða kjörföð- ur samkvæmt hinni almennu og fornu íslenzku reglu. Lög þessi eru í reynd brotin á margan hátt. Það er mjög al- gegnt, að menn heiti fleiri nöfnum en tveim. Það er og títt. að menri beri erlend nöfn. Það hefur jafnvel tíðkazt. því miður, að börn haíi verið skísð orðskrípum, sem ekki verða tal'n til íslenzkrar ínngu. Enn fremur mun regian yfirleil! vera sú, að niðjar þeirra, sem tóku sér ættarnöfn á tímabil- inu 1913—1925, beri þessi ætt- arnöfn, þótt það sé ólöglegt. Konur og börn nota og oft föð- urnafn eða ættarnafn manns síns eða föður í stað eigln föð- urnafns síns, þótt sLíkt sé ekki heimilt samkvæmt ákvæðum nafnalaganna. LÖGÞVINGUNIN Nú hefur það gerzt nýlega. að neðri deild alþingis hefur ítrekað samþykklir síðustu þinga um, að nýir ríkisborgar- ar, sem heita erlendum nöfn- um, skuli skipta um nafn. Hafa þau rök fyrst og fremst verið færð fyrir þessari ráð- stöfun, að íslenzkri tungu stafi hætla.af'því, að íslenzkum rik- isborgurum með erlendum nöfnum fjölgi. Flutningsmaður þessarar til lögu flutti ásamt íjórum öðr- um þingmönnum tillögu um. að það yrði lálið nægja, að hin- ir nýju ríkisborgarar tækju upp íslenzkt fornaín, enda þarf sú breyting oft og tíðum aðeins að vera óveruleg, en böm þeirri kkyldu síöan kenna sig við fornafn föður síns sam- kvæmt ákvæðuiri íslenzkra nafnalaga, þannig að hin er- lendu ættamöfn nýju ríkis- borgaranna hyrfu úr sögunni við fráfall þeirra. Halztu rökra fyrir þessu voru þau, að of nærri væri geng.ð persónu- frelsi manna með því að skylda þá til algerrar nafn- breytingar á fullorðins aldri, enda mundu slík lagaákvæði vera algerlega óþekkt í ná- grannalöndunum. Sú tillaga var felld. Um það er enginn ágreining ur, að sjálfsagt sé að varðveita íslenzka tungu sem hreinasta, sem og alla þætti íslenzks þjóð ernis. Ef menn telja, að tung- unni stafi bráð hætta af því, að fáeinir íslendingar beri er lend nöfn, af því að þeir eru af úilendu bergi brotnir, væri eðlilegast, að ráðslafanir væru gerðar til þess að útrýma slík- um erlendum nöfnum alger- lega úr landinu. Engum virðist þó til þessa hafa doflið í hug að skylda þá íslenzka menn, ^ ALÞINGI lögþv/ngar nýja^ ^ ríkiiborgara til að leggjaj niður ættarnöí'n sín, en j ^ hí'ns vegar er framkvæmd \ ^ laganna um íslenzk manna-N S nöfn alls koatar óviðunandi S S og hróplegf ósamræmi ríkj-'j S andí í þessum efnum. GylfiS S Þ. Gíslason hefur af þessu^ ^tilefn/ flutt /illögu til þings-^ Vályktunar um að alþ/ngi á-^ •lykti að skora á dómsmála-^ ^ ráðherra að gera ráðs/afan-^ ^ ir til þess, að g/ldandi lög- s ^um um mannanöfn verðis S framfylg/, og fylgir henn/ s S greinargerð sú, sem hérS S birt/st, en þar eru v/ðhorfj S málsins ýtarleg'a rak/n.S S Hafa Alþýðublaðinu borizt ? ýmis t/Imæli um að koma á • • framfæi'i þessu a/hygl/s-' • verða /nuleggi í de/luna um^ ^ æt/arnöfnin. s sem nú bera erlend nöín, t'.l þess að skipta um nafn og taka upp íslenzkt heiti. Ekki virðist heldur neinum hafa doltið í hug að koma í veg fyrir. að ýmsir íslendingar beri erlend nöfn um öll ókomin ár, því að engin tillaga hefur komið fram, ekki nú nýlega að minnsía kosti, um að banria niðjum manna, sem nú bera erlend nöfn með löglegum hætti, að halda þeim. Þetta virðist þó vera hin eina rök- rétta afleiðing þeirrar skoðun- ar, að tungunni stafí hætta af fáeinum útlendum manna- nöfnum. Hins vegar hefur sú stefna orðið ofan á, að nýir rík isborgarar einir skuli-skipta al gerlega um nafn, ef þelr bera erlent heiti. Meðal þeii’ra nafna, sem ætl azt er lil að nýir ríkisborgarar leggi nú niður, eru nöfnin Christensen, Clausen, Hansen, Jacobsen, Jensen, Jörgensen, Laræn, Mikkelsen, Nielsen og j Petersen. Alkunna er, að ýms- j Ir góðir íslendingar bera nú þessi nöfn, og virðist ekki til- ætlunin að gera ráðstafanir til þess, að þeir skipti um nafn, né, heldur að koma í veg fylrir. að niðjar þeirra beri þau áfram. ' STEFNT f ÓEFNI ; Flutningsmaður þessarar Lil lögu slaðhæfir, að ýmsum þeirra manna, sem nú er ætlað að segja skilið við nafn for- eldra sinna og forfeðra, er það mjög nauðugt og mundu ekki gera það sársaukalaust. Þeir telja það og með réttu ósarVri- gjarnt í sinn garð, að þeim sé gerl skylt að leggja niður nöfn, sem aðrir íslenzkir bo^ayar mega bera. Hér stefnir því í óefni. En hvort sem sú verður-nið- urstaðan, að alþing. haldi enn þeirri reglu, að nýir ríkisborg arar skull skipta um nafn, ef það er erlent. eða ekki, virðist einsýnt, að gerðar séu ráostaf- anir til þess, að menn beri ekki ólögleg erlend nöín, því að ekki geta þau verið skaðlaus- ari en hin löglegu eða þau, sem menn eru skyldaðir til ,að leggja niður. Sömuleiðis virð- ist sjálfsagt að gera að öðru leyti gangskör að því, að nafna lögin séu haldin. Ráðstafanir í þá átt hefðu eflaust í för með sér. að ýmsir, sem bera ólögleg nöfn, yrðu að skipta um heiti, en ef alþingi telu'’ á annað borð, að sírkt sé engin frá- gangssök, má það ekki hika við að láta í ljós vilja sinn, að svo skuli gert, þegar það er í raun og veru skylt Uigum sam- kvæmt. BRIDGE - ÞRAUT Nr. 15. S — A, K, 10, 9 H — 10, 8 T — A, K, 7, 4 L — G, 8, 7 S — D, 8, 7, 3, 2 N S - - D, 6, 5, 4 H — G, 5, 3 H - - D, 9 T — 9, 6, 3 V A T— D, 8, 2 L — 10, 4 S L - - D, 9, 6, 2 S H — A, K, 7, 6, 4, 2 T — G, 10, 5 L — A, K, 5, 3 Suður spilar 6 hjörtu. Vestur lætur úti hjarta þrist Lausn á þraut nr. 14 — . - "V ' » Slagur V N Á S 1 T—D T—2 T- -3 T—K 2 H—K ?I—Á H —3 H—D 3 L—3 L—5 L—2 L—D 4 L—6 T—4 L—4 L—Á 5 L—7 S—2 L—8 L—10 6 S—3 S—Á L—9 S——4 7 S—5 S—Gr L—K S—6 • . 8 S—8 S—10 H —7 S—K 9 S—9 T—5 T —7 S—D 10 L—G H—9 ? S—7 S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V < s s s s s s s s s < s s s S s s </ V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.