Alþýðublaðið - 22.06.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1955, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Bfiðvikudagur 22. júní 1955 ! I 5 % s S s s $ s s s 5 s s h s s S s s s s V s s s s s s s s s * s V Útgejandi: AlþýðufloWurinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Bj'órgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. 1 lausasolu 1,00. Siðbótarmaðurinn Úlafur ÓLAFUR THORS gerðl að umtalsefni í ræðu sinni 17. júnf hörkuna í stjórn- málabaráitu og blaða- mennsku íslendinga. Hon- um finnst skorta á siðmenn ingu okkar í málflutningi og mannhelgin ekki nóg í helðri höfð. Þetta er hverju orði sannara, enda þótt við- horfin hafi breyizt til batn- . aðar undanfarin ár. Orð for- sætisráðherrans eru því tímabær og athyglisverð. Morgunblaðið hefur séð á- stæðu til að lýsa velþóknun sinni á þeim, en bendir rétti lega á, að sijórnmálaforigj- arnir verði að hafa forustu um 'siðbótina. Þetta er íhugunarefni fyr ir Ólaf Thors. Hann er leið- togi stærsta sijórnmála- flokksins og áhrifamesti valdamaður landsins eins og sakir standa. Honum er þess vegna skylt að beita sér fyrir siðmennilegri sijórnmálabaráttu, en sú viðleitni myndi kannski þoka Morgunblaðinu til rétts vegar. og'á því er ærin nauðsyn. Hins vegar hefur lítið borið á því, að Ólafur Thors léti þetta verkefni til sín taka. Hann er harð- skeyttur bardagamaður og svo óvægfnn í málflutningi, að oft einkennist fram- ganga hans af síráksskap. Þessi vitnisburður um for- sætisráðherrann er ekki að- eins almannarómur hér heima. Sömu skoðunar verð ur vart erlendis. Nægir í því sambandi að minna á grein um Ólaf Thors í þing- málatímaritinu Nordisk Koniakt. Þar er sagður á honum kostur og löstur af kurteislegri hreinskilni og komizt svo að orð., að hann sé „rappkjeftet som en ber- gensk tjuagult“ eða kjaftfor eins og götusrákur í Björg- vin. Og þessi umsögn hefur svo mikið til síns máls, að Ólafur Thors verður að temja sér nýja og betri siði í málflutningi áður en hann er þess um kominn að kenna öðrum. Færi sannar- Iega betur. ef ræða hans 17. júní yrði upphaf slíks. Annars er afstaða Morg- unblaðsins í þessu efni hár- rétt. Stjórnmálaflokkarnir verða að hlutast íil um sið- bót í opinberum málflutn- ingi. Þá munu bíöðin vissu- lega fylgja á eftir. Skylda Sjálfstæðisflokksins er ekki hvað minnst í þessu efni. Hann á íil dæmis ekki að una því, að Motgunblaðið breyti heimsfréttunum að vild sinni. Það er enn meira siðleysi en persónulegar skammir um pólitíska and- stæðinga hér heima, þó að slíku sé ekki bót mæland . Vill ekki Ólafur Thors ger- ast slíkur siðbótarmaður jafnframt því, sem hann lætur strákskapmn víkja fyrir kurteisi, virðingu og sanngirni? Þá hefði mikið á unnizt. Lystarleysi Moggans MORGUNBLAÐIÐ var einkennilega fyrir kallað í gær. Það birti á íorsíðu svo- hljóðandi frétt: „BONN — Dr. Adenauer kom í dag til Washington. Óskar hann eftir því að Bandaríkin setji fram afvopnunaráætlun á væntanlegri fjórveJdaráð- stefnu.“ Og síðan bætir Morgunblaðið við þessari umsögn og preniar hana feitu letri: „Lélegar kræs- ingar það!“ Af þessu virðist helzt mega ráðá* að Morgunblað- 55 telji sig ekki geta haft Iyst á því, sem dr. Adenau- er vilji láta b^ra á borð f jór- veldaráðstefnunnar. Samt hefur Morgunblaðið meiri velþóknun á dr. Adenauer en flestum öðrum stjórn- málamönnum hér í álfu. En það fúlsar við því. ef dr. Ad- enauer ætlar að hlutast til um, að sett verði fram gf- vopnunaráætlun. Valtýr og Sigurður ótiast sennilega matareitrun. Þe'r eru orðnir vígreifir, skriffinnarnir við Morgun- blaðið! Geríst áskrifendur blaðsins. Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900 ’ ^ Iþrótlamótið 17. júni FYRRI HLUTI __ 17. júní- mótsins fór fram á Iþróttavell- inum s.l. miðvikudagskvöld. Þátttaka var mjög góð í mörg- um greinum og keppnin mjög skemmtileg. Það er enginn vafi á því, að frjálsar íþróttir eru í miklum uppgangi. GÓÐ AFREK. Skemmtilegustu greinar kvöldsins voru vafalaust 800 og 5000 m. hlaupin. í 800 m. voru skráðir 9 keppendur og mættu allir til leiks. Árangur var ágætur og náði meirihluti keppenda sínum bezta tíma. Millitíminn á 40Ó m. var 56,0 sek. og hafði Svavar þá for- ystuna, en það hafði hann reyndar þangað til 40—50 m. voru eftir, en þá fór Þórir fram úr. Afrek Kristjáhs í 5000 m. er mjög gott, þegar tekið er tillit til þess, að hann hefur ekki æft reglulega nema 2—3 mán- uði, síðan^ hann slasaðist í fyrravor. Árangur Stefáns er einnig góður, en hann er ný- liði. Sigurður Guðnason hætti keppni þegar 1 km. var eftir, en þá fékk hann mjög slæman sting. Frekar óhagstætt var að Alþýðublaðið Svavar Markússon. hlaupa 200 m., þar sem golan var á móti á beygjunni. Er tími Sigmundar því góður og Haukur er mjög efnilegur ný- liði. Ingi sigraði-Pétur örugglega í 110 m. grindahlaupi og er tíminn sæmilegur. ÞÓRÐUR ANNARf SLEGGJUKASTI. Fáum myndi hafa dottið í hug að Þórður myndi tapa sleggjukastinu, því að það hefur ekki skeð lengi. Einar Ingimundarson frá Keflavík sá samt um það í þetta skipti og náði góðum árangri, sínum langbezta. Jóel var með daufasta móti í spjótkastinu, en sigrac i samt örugglega. Sama er að segja' Sveit KR ................ 46,0 um Friðleif í þrístökkinu, en Sveit Ármanns .......... 47,4 hann átti aðeins tvö stökk j __ I sveit IR voru: Vilhjálmur gild af sex. Gísli fór yfir 1,75 Ólafsson, Daníel Halldórsson, Haukur Böðvarsson og Guð- mundur Vilhjálmsson. Hástökk: Gísli Guðmundsson, Á . . 1,75 Sigurður Lárusson, Á . . 1,70 Björgvin Hólm, ÍR....... 1,70 Ingólfur Bárðarson, Self. 1,70 Þrístökk: ’ Friðleifur Stefánss., KS 13,80 | Helgi Björnsson, ÍR .... 13,53 jDaníel Halldórsson, ÍR .. 13,35 Guðl. Einarsson, UMFK 12,99 Spjótkast: Jóel Sigurðsson, ÍR . .. . 55,53 Jón Vídalín, KR . .......51,86 Björgvin Hólm, ÍR .... 50,25 Eiðar Gunnarsson, Á .. 43,36 Krlstján Jóhannsson. í fýrstu tilraun, en 1,80 reynd- ust of erfiðir í þetta skipti. Síigurður sigraði 'ljörgvin í umstökki um annað sætið og fór yfir 1,72' m. IR-sveitin sigraði með all- niiklum yfirburðum í 4X100 m. boðhlaupi og er tíminn all- góður. 110 m. grindahlaup: Ingi Þorsteinsson, KR . . 15,5 Pétur Rögnvaldsson, KR 15,8 Einar Frímannsson, KR 17,4 200 m. hlaup: Sigmundur Júlíusson. KR 23,2 Haukur Böðvarsson, ÍR . . 23,8 Guðm. Guöjónsson, .. KR 24,4 Unnar Jónssc-n, IR .... 25,1 800 m. hlaup: Þórir Þorsteinsson, Á . . 1:57,8 Svavar Markússon. KR 1:58,2 Rafn Sigurðsson, ÚÍA . 2:03,8 Dagbjartur Stígsson, Á 2:04,0 Ingimar Jónsson, IR . . 2:05,5 Halldór Pálsson, UMFK 2:06,9 5000 m. hlaup: Kristján Jóhannss., IR 15:40,2 Stefán Árnason, UMSE 16:21,6 Hafst. Sveinsson, Self. 16:42,8 Þórh. Guðj.s., UMFK 17:31,6 4x100 m. boðhlaup: Sveit ÍR ................ 44,8 Sleggjukast: Einar Inginj.s., UMFK 45.49 Þórður B. Sigurðss., KR 42,94 Þorv. Arinbj., UMFK 40,62 SEINNI DAGUR: Keppnin 17. júní var skemmtileg og árangurinn góður, sérstaklega í kúluvarpi og kringlukasti. Fjórmenning- arnir Hallgrímur, Löve, Guð- mundur og Skúli eru allir ör- uggir keppnismenn og má vænta frábærs árangurs hjá þeim í sumar. Stökkin voru ekki góð að þessu sinni, lengstu stökk Einars voru ógild, og Valbjörn (Frh. á 7. síðu.) GuSmundur Lárusson. Próf við Háskóla Islands Hallgrímur Jónsson. EFTIRTALDIR kandidatar hafa í vor lokið prófum við Háskóla íslands: Embættispróf í guðfræði. Hannes Guðmundsson, Ólaf- ur Skúlason, Tómas Guð- mundsson. Embættispróf í læknisfræði. Björn Júlíusson, Einar Jó- hannesson, Guðmundur Jó- hannesson, Haraldur Guðjóns- son, Jón R. Árnason, Magnús Ásmundsson, Magnús Bl. Bjarnason, Magnús Þorsteins- son, Ólafur Jónsson, Ólafur Sveinsson, ÓIi Kr. Guðmunds- son, Sverrir Jóhannesson, Þor- gils Benediktsson. Kandídatspróf í tanníæknimg- um. Magnús R. Gíslason, Rósar V. Eggertsson, Embættispróf í lögfræði. Agnar Biering, Bjarni Bjarnason,, Björn Hermanns- son, Gestur Eysteinsson, Eyjólfur K. Jónsson, Hermann Helgason, Jón Magnússon, Kandídatspróf í viðskiptafrteð- um. Arnold Bjarnason, Björn Þórhallsson, Bogi Guðmunds- son, Einar Sverrisson, Flemm- ing Holm, Gunnlaugur Björns- son, Plelgi Þ. Bachmann, Hörður Haraldsson, Jóhann Ingjaldsson, Ólafur Stefáns- son, Pétur Eggerz Stefánsson, Ragnar Borg, Sigtryggur Helgason, Sigurður Þ. Jörgens- son, Sverrir Hermannsson. Kennarapróf í íslenzkum fræðum. Grímur M. Helgason, Magnús Guðmundsson, Matt- hías Johannessen. Ute Jacobshagen lauk prófi í íslenzku fyrir erlenda stú- denta. Baccalaureorum artium próf. Guðmundur Jónasson, Hákon Tryggvason, Jónína (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.