Alþýðublaðið - 07.03.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1928, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Colman’s mustarðnr ©|| Ifinsterkja er pað besía í sinni greán. mundssonar og Lárusar Hélga- sonar um jafnan rétt bæjar- og ihrepps-félaga eins og einstakra manna til jarðabótastyrks var samþykt. — Frv. urn ófriðun sels í Ölfusá var vísað til 2. umr. og landbúnaöðarnefndar. V'rv. i Haralds um breytingar á bæjarstjörnarlögum Isafjarðar var til 2. umr. Eins og áöur heíir ver- ið getið, var frv. um tvö atriði. Annað er pað, að meiri hluti kaupstaðarbúa fái að ráða pví, að par verði sérstakur bæjarstjóri, en eins og kunnugt er oJJÖið, hef- ir minni hluti kjósðda par haft synjunarrétt par á, par eð til slíkrar sampyktar hafa verið á- skildir greiddra atkvæða. Þessi hluti frv. var sampyktur að aðal- efni. Hitt atriði frv. var, að jörð- 'ýn Tunga skuli vera í lögsagnar- um'dæmi Isafjarðarkaupstaðar. Er pað kúabúsjörð hreppsins og á hann mikinn hluta bennar. Liggur hún og að kaupstaðarlandinu. Um petta aíriði spanst allmikil deila og var pað felt úr frv. með eins atkvæðis mun (13 :12). Greiddu íhaldsmenn allir, sem viðstaddir voru, atkv. gegn pví, að kaup- staðurino fengi kúabúsjörð sína í umidæmi sitt, og með peim Sig{ Egigerz, H. Stef., Sveinn og Bjarni. Aðrir deildarmenn, sem við voru, vildu veita Isfirðingum penna sanngirnisrétt. Þannig breyttu var fÞrv. vísað til 3. umr. Fleiri mál komust ekki að í gær, en toigaravökulögin voru næsta mál á dagskrá. Ekki eru pau pó á dagskránni í dag. — Allshnd. n. d. flytur frv. um, að í Reykjavík skuli vera 3 vara- sáttanefndarmenn. Er pað flutt að ósk isáttanefndarinnar. Efiiri deiid í gær Til neðri deildar var afgr. frv. um bændaskóla, frv .um vamir gegn gin og klaufnaveiki og frv. um vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummæl- umi Til 2. umr. og allshn. frv. um kosningar utan kjörstaða, en til 3. umr. frv. Erlings tvö um lækk- un á sildartolli, og um hækkun á útflutningsgjaldi á sildarmjöli og síldarlýsi. 3.300.000 menn eru nú undir vopnum i Evrópu. Árið 1913 voru 4.200.000 menn undir vopnum í álfunni. jÍIpýöaprentsmíðiaH, IveFfisgöín 8, tekur að sér alls konar tækifærisprent- un, svo sem erfiljóð, aðgfðngfumiða, bréf, reikninga, kvittanir o. s. frv., og greiðir vinnuna fljótt og við réttu verði, 'Bif u áj Hotíueitrið „Rottejæger" hefir útrýmt rottun- um á stórum svæðumj í nágranna- löndunum, notið pað einnig hér, svo pér losnið við pesisa vágesti. Fæst hjá Jeis Zimsen, Silla og Valda, Vísir, Liverpool, verzl. Ven- us, Bergstaðastræti 10 og Þorst. Sveinbjörnssyni, Vesturgötu 45. ISrléilÉ sfiittfátfeytta Khöfn, FB., 6. marzí Egyptar og Englendingar. Yfirráð Englendinga ótrygg. Frá London er símað: Þegar Sarwat Pasha, stjórnarforseti E- giptalands, beiddiist lausnar, til- kynti hann samtímis stjóm Bret- lands, að stjómin í Egyptalandi hafi felt uppkastið að brezk- egypzka samningnum vegna pess, að samkvæmt uppkastinu var Bretum heimilað að hafa setulið í Egyptalandi, en pað ósamrým- anlegt sjálfstæði Egyptalands. Bretar benda hins vegar á, að í uppkastinu lofi Bretar að stuðla til pess, að Egyptaland verði tekið in-n í Þjóðaban-dalagið. Jafnaðarmenn vinna á. Frá Berlín er símað: Kosningar til pingsins í Póllandi fóru fram í fyrradag. Upptalning atkvæða er ekki lokið, en af hingað til kunm- um úrslitum sést, að Pilsudskii- menn hafa unnið mikilnn sigur, að hægrimenn hafa stórtapað, en jafnaðarmemn og kommúnistar unnið talsvert á. Frá Þjóðabandalaginu. Prá Genf er símað: Ráðsfundur Þjóðabandalagsins hóíst í -gær. Aðalmálið, sem er á dagskrá, er vopnasmyglunin til Ungverja- lands. Frá stjórn ÞjóðleikMssjóösms. 1 tilefni a-f frumvarpi á pgsk. 348 til laga um viðauka við 1. nr. 86, 31. mflí 1927, um skemtana- skatt og pjóðleikhús, leyfir stjórn pjóðleikhúss-sjóðsins sér að taka petta fram: Nefndin hefir í samráði við stjórn landsins hugsað sér að byrjað yrði á leikhúsbyggingu-nni á næsta sumri. Húsameistari ríkis- ins telur pað hentugra og ódýrara að koma húsinu upp á tiokkuð löngum tíma, -em að hraða bygg- ingunni of mikið, pegar nægilegt fé er komið til hennar. En hváð sem pví líður, gerir nefmdin ráð fyrir, eftir undangenginni reynslu, að í ársbyrjun 1930 verði komið svo mikið fé til 1-eikhússbygging- arinnar, að pá me-gi haldia áfram með hana viðstöðulaust. Árið 193! eða í ársbyrjun 1932 má búast við, að sjóðurinn kom- ist upp í 500 000 kr. Ef sjóður- inn er tekinn að láni 1929, verður ríkissjóður að fara að greiða féð eftir 2 til 3 ár frá 1-ántöku. Vér efumst um, að sérstök líkindi séu til að sú greiðsla verði pá auð- ♦veldari en árið 1929. Oss vlrði-st a. m. k. ósennilegt að á ríkisúb- varpinu muni græðast pað fé, sem létti undir endurgreiðsluna. Ef mjög örðugt yrði um endur- greiðslu,, virðiist ots's ekki lítil hætta á pví, að leikhúsbygging- unni mundi jafnvei frestað lengur en ráð er fyrir gert í flrumvarpinu. Þegar Alpingi 1923 sampykti pá ráðstöfun, að skemta-naskatturinn skyldi ganga til leikhúss, pá mæltist pað ágætl-ega fyrir er- lendis og pótti sæmd hinu ís- lenzka löggjafarval-di. Hér á lamdi vakti' pað fögnuð ffnéð peirn mönnum, sem unna íslenzkri leik- ment. Áreiðamlega verða pað pei-m mönnum mikil vonbrigði, ef al- pingi gerir nú nokkra ráðstöfun, sem getur gefið mönnum ástæðu til að halda, að leikhúsmálið sé énm x óvissu. Þar sem vér höfum verið skip- aðir í nefnd samkv. lögum nr. 40, 20. júní 1923, til pess að á- v^xta pjóðieikhússjóðinn og hafa með höndum allam undirbúning undir byggingu leikhússins, pá teljum vér skyldu vora að ráða hinu háa alpingi eindregið frá pví að gera frumvarpið á pingskj. 348 að lögum. Reykjavík, 3. marz. 1928. Virðingarfylst. tJakob Möller. Indr. Einarsson. Einar H. Kvaran. Um daegiiait og wsfpsiBi. Næturlæknir er í nótt Gunnlaugur Einarsson, Laufási, jimi 1693. Til Strandakirkju frá ónefn-dum kr. 25,00, frá H, H. kr. 5,00. Ruth Hanson. Sérstök athygli skal vákin á danzsýningu Ruth Hauson næst koman-di sunnudag. Allur að- gangseyrir fer til styrktar ekkj- um og börnum þeirra, er drukkn- uðu af „Jóni forseta". Öll að- stoð er ókeypiis látin í té, einnig hús og auglýsingar. Ætti pví al- menningur ekki að láta sitt eftir liggja, og er pess væn-st að menn fylli húsið. Aðgöngumiöar fást nú pegar í verzlum H. S. Hansotr, Laugavegi 15, sími 159. Gullfoss kom í nótt frá útlöndum. Jóannes Patursson foringi sjálfstjómarflokkisiins í Færeyjum var meðal farpega á „Lyru“ í gær. Skátafélögin „Væringjar“ og „Ernir“ biðja alla hina eldri félaga síha, sem geta tekið pátt í jarðarför- inni á morgun, að niæta pann sarna dag kl. 21/2 við Hljómskál- ann. Dagsbrúnarfundur er á morgun. Happdrætti S. R. Alpýðublaðið hefir verið beðið að geta pess, að dregið verður í happdrætti Sjúkrasamlags Reykja- víkur 1. p. m. Þetta eru þeir beðnir að athuga, sem hafa miða, sem á er prentað að dreg- ið verði 15. dez. 1927. Samlags- m-enn! Kaukið happdr.miða S. R. eða takið þá til að selja. Þeir fást á skriflstofu samlagsins. Ibsea-hátíð í Iðnó 20. marz. Á 100 ára minmingardegi fæð- ingar norska stórskáldsins Hen- riks Ibsens 20. m-arz næst konir an-di, heldur Norðmannafélagið hér í bænum Ibsem-hátíð í Iðnó. Öllum Ibsen-vinum er heimill að- ga-ngur meðan húsrúm leyfir. Á hátíðinni verður fluttur fyriirlest- ur og skemt verður m-eð hljónf- leik og söng. Nákvæmari skemti- skrá verður auglýst síðar. Vikivakasýningu hefir floíkkur úr U. M. F. Vel’- vakandi ásamt nokkrum nem- endum kennaraskólans í kvöld kl. 8V2 í Iðnó. Hefir félagið unnið að þvi í vetur að reyna að encf- urraisa pesisa gömlu pjóðdanza, -sem nú hafa legáð niðri í um 130 ár, og má segja að það hafi ’tek- ást vonum framar. Voru danz- arnir sýndir í fyrri viku fyriir pingmenn, lamdsstjóm, pjóðhátíð- arnefndina, blaðamenn o. fl„ og gazt áhorfendum svo vel að dönzunum, að margir hafa ósitað að sjá pá aftur og skorað á fé- lag,ið að sýna þá opinberlega. 0;g- par sem sýningin verður ekki endurtekán aftur, viljum vér ráð- leggja peim, sem sjá vilja danz- ana, — danzaða i skrautklæðum — að hleypa ekki pessu tækifæri ónotuðu fram hjá sér. — Að- göngumiðar eru seldir í Iðnó frá kl. 3 í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.