Alþýðublaðið - 03.08.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.08.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐEÐ IMEiðvikudagur 3. ágúst 1955 S s s s s s s s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s ,s s s s s s s s s s s s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Útgefandi: Alþýðuflok\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. ’Asþriftarverð 15,00 á mánuði. 1 lausasölu, 1,00. TJmmyndun persónuleikans KOMMÚNISTAFLOKK- ARNIR í Vestur-Evrópu hafa að ýmsu leyli átt erfitt undanfarið. Andlegir leið- logar þeirra, valdamennirn- ir í Moskvu, virðast sem bet ur fer hafa breylt talsvert um stefnu í heimsmálunum. Þeir geta leyft sér að segja það hvítt, sem þeir höfðu sagt svart 1 gær. í ríki þeirra og löndunum austan járntjalds eru engin frjáls blöð og engin sijórnarand- staða, sem ræði við þá um það, sem þeir sögðu í gær og segja nú. En í Vestur-Ev- rópu verða kommúnista- flokkarnir að ræða við and- stæðinga sína á frjálsum vettvangi. Þar sleppa þeir því ekki við, að athygli sé á því vakin, þegar svart verð- ur allt í einu hvítt í augum þeirra og hvítt svart. Að vísu hafa kommúnistaflokk arnir og tolöð þeirra ials- verða æfingu í siíkri um- myndun persónuleikans. Má í því samtoandi t. d. minnast á það, þegar höfuðfjandinn og friðarspillirinn Hit/sr varð á einni nóttu vinur og verndari helmsfriðarins. ís- Jenzkir 'kommúnistar og málgagn þeirra, Þjóðviljinn, sýndu þá ekki minni and- lega lipurð en skoðanabræð- ur þeirra í öðrum Vestur- Evrópulöndum. Þeir urðu allt í einu jafnsannfærðir um, að styrjöldin, sem Hitl- er hafði hafið, væri „land- vinningastríð Brellands og Frakklands“, og þeir höfðu áður verið um það, að stríð- ið væri „fasistísk árásar- styrjöld“. En um leið og Hiíler réðst á Sovétríkin, varð það skyndilega aftur að „fasistískri árásarstyrj- öld“. Nú nýlega hefur nokkuð áþekkt gerzt að því er snert ir afslöðuna til Títós og Jú- góslavíu. Eftir valdatö'ku sína í Júgóslavxu var Tító lengi vel „glæsilegur þjóð- arleiðtogi“ og „brautryðj- andi kommúnismans“. Svo gerðist það, að hann vildi ekki þýðast valdamennina í Moskvu. Þá varð hann allt í einu að „fasistískum svik- ara“. í einu helzta blaði kommúnista á Norðurlönd- um birtist þá þessi fyrir- sögn með stærsta letri: „Kommúnistaflokkur Júgó- sfavíu í höndum morð/ngja }g njósnara.“ En nú eru „morðingjarnir“ og „njósn- ararnir“ aftur a]lt í einu orðnir „innilegir vinir verkalýðsins“ og „miklir stjórnmálaleiðtogar“, en Tí- tó „kær félagi“. Velska skáldið Dylan Tho Venjulegir menn ýmist brosa eða hrista höfuðið, þegar þeim verður hugsað til manntegundarinnar, sem finnst ekkert við þetla að athuga, sér ekki einu sinni spaugilegu hliðina á þessu öllu saman. Ein af ástæðum þess, að söfnuðurinn, sem syngur þessu sjónarspili lof og dýrð, grafalvarlegur, er stærri en búast mætti við, er sú, að í honum eru ýmsir snjallir rithöfundar, sem njóta viðurkenningar á bók taenníasvlðinu. Sumir hugsa sem svo, að fyrst slíkum mönnum geti fandizt sá, sem var glæpamaður í gær, vera velgerðarmaður mann- kynsins í dag, þá þurfi þeir svo sem ekkert að skamm- ast sín fyrir að finnst það líka. Það eru þó gömal sann indi, að skáldum ber að treysta varlega á stjórn- málasviðlnu. Er t. d. Knut Hamsun nýlegt og dapur- legt dæmi um það. Hann var nazisti og bandamaður böðlanna, sem kúguðu þjóð hans. Annað norrænt stór- skáld, Martin Andersen Nexö, lé‘k og hvað eftir ann- að ömurlega neyðarlegt hlut verk í dönskum stjórnmál- um. Hann var einn þeirra, sem heimsótti Júgóslavíu eftlr stríðið og beitti allri orðkynxigi sinni til þess að dásama þá menn, sem þar réðu, og það skipulag, sem þar ríkji. En svo féll Tító í ónáð í Mo.skvu. Og þá skrif- aði skáldið: „Þegar ég var í Júgóslav- íu, hlýtur Tító annaðhvort að hafa blekkt mig eða þá að hann hefur þá ekki verið búinn að afráða að koma á hjá sér núverandi skipulagi. Tító lagði ekki spilin á borð ið þá, eða hann hefur kann- ske engin spil haft á hend- irini. ... Ég vil engin af- skipti hafa af svikurum. Tító mun fá ástæðu til þess að harma það enn mgir síð- ar. í mínum augum eru öll tengsl vlð þennan mann alger fjarstæða.“ Ef hinn mikli danski skáldsnillingur héldi enn á penna, er lítill vafi á því, að hann tæki nú á ný jafnfús- lega upp gömul tengsl við Tííó og hann rauf þau áður. Þess vegna létu Danir hann hafa álíka lítil áhrif á stjórn mál sín og Norðmenn Knut Hamsun. íslendingar hafa líka ástæðu til þess að minn ast þess, að sitt er hvað, að vera snjall rithöfundur og glöggskyggn á stjórnmál. „HEIMURINN er ekki sam- ur og áður, eftir að gott kvæði hefur séð dagsins ljós.“ Þessi orð voru sögð í brezka útvarpið árið 1946, þegar frtð- arhorfur voru tvísýnar, og heimurinn virtist á hraðri Jeið til hins verra. Það er ólíklegt, að þau hafi haft hin minnstu áhrif, en fegurð þess boðskap- ar, sem í þeim felst, hlýtur að vera hverjum maxixii Ijós. Við hlið hans verða allar deilur um stjórnmál og heimsyíirráð lít- ilmótlegar. Þetta voru orð velska skálds ins Dylan Thomas. Hann fæddlst í Swansea ár- ið 1914 og ólst þar xxpp. 16 ára að aldri hætti hann námi og skömmu síðar gerðist hann blaðamaður. Barnungur byrj- aði hann að yrkja, og 1933 sigr aði hann í ljóðakeppni. Þá sagði hann síarfi sínu lausu og hélt til Lundúna- Þar bjó hann fyrst um sinn hjá nokkrum vin um sínum. Fyrsta Ijóðabók hans kom út árið 1934 og vakti nokkra at- hygli. Skáldkonan Edith Sit- well kom t. d. þegar í stað auga á frábæra hæfilelka hans. Með næstu tveimur bókum fer hróð ur hans vaxandi, en þau ljóð, sem hafa aflað honum mestrar frægðar, er að finna í síðustu bókum hans, „Dea:hs and En- trances“ (1946) og „Coupntry Sleep“ (1951). Thomas lagði snemrna rækt við málfræðirannsóknir, sem komu honum að góðu haldi við Ijóðagerð hans. I Ijóðum sínum samræmir hann furðu vel hætti hins gamla og nýja tíma. Dylan Thomas sagði eitt sinn í útvarpserindi: „Oll skáld vilja, að lesendahópur þeirra sé sem stærstur. Fyrir- litning í garð almensiings, sem leggur til margan væníanleg- an lesanda, er ekki annað en fyrirlitning á gildi iðju sinn- ar.“ Eftir þessari skoðun sinni breytti hann með glæsilegum árangri. Safn af ljóðum hans, sem gefið var út 1953, hefur verið endurprent-að sjö sinn- um, og hann hafði lesið fáein af ljóðum sínum :nn á hljóm- plötur, sem hafa náð metsölu. Hann nýtur meiri hylli en nokkurt annað núlifandi Ijóð- skáld, sem yrkir á enska tungu. Ástæðan lil þess er einfald- lega sú, að í Ijóðum hans finn- ur almenningur það, sem hann leitar að í Ijóðum. Hann finn- ur hina sönnu gleöi. Hann finn ur drungalegan ión sorgar og angistar. Ljóðin eru ekki tor- skilin og í þeim eru ávallt heit ar tilfinningar. Hann var dáður af öllum, sem þekktu hann, vegna per- sónulegra töfra sinna. Hann var gamansamur og hrókur alls fagnaðar í samkvæmum. Hann var mjög vínhneigður, en þó gat flaska af víni síaðið. fyrir framan hann, ón þess að hann snerti hana, etc hann vann að Ijóðum sínum. Einn af vinum hans lýsir honum vel, er hann segir: ,.Hann kemur tl mín, eftir að hafa selið lengi að dryk'kju. Hann er taugaósíyrkur og ! vandræðalegur og fálmar ofan !í vasa sína. Hann er lágur vex,i og þrekinn, hárið hrokk- ið og úfið. Ef til vill er hann í fötum, sem einhver hefur lán- að honum. Þanng kemur hann til mín og segist vila, að ég sé mjög tímabundinn, en samt langi sig til að sýna mér Ijóð, sem hann hafi nýlega ort.“ Thomas starfaði um skeið vlð brezka útvarpið. M. a. rílutti hann gamansögur, sem nutu mikiVa vinsælda. Einnig samdi hann kvikmyndahand- rit, þóit oft yrðu framleiðend- lurnir að loka hann inni í hót- elherbergi til þess að hann lyki verkinu. Skömmu fyrir heimsstyrjöld ina síðari gekk hann að eiga Caitlin' Macnamara, sem var af írsku bergi brotin. Búskapur þeirra var oft með undarlegum hætti. Þau bjuggu hvar sem þau gátu; stundum á götunni, stundum hjá vinum sínum. Dylan Thomas lézt árið 1953 aðeins 39 ára gamall- Skömmu áður hafði hann í hyggju að seimja óperutexía íyrír Igor Stravinsky, og biðu menn með mikilli eftirvæntingu eft- ir því verki. Dánarorsök hans var drykkjuskapur og lungna- bólga. Síðustu daga ævi sinn- ar lá hann í sjúkrahúsi. og þangað heimsótti hann fjöldi vina hans. I eftirmælum, sem þirtust í Lundúnablaðinu „Times“, seg- Ir: ,,í sakleysi felst mótsögn, og í lífi og starfi Dylan Thomas felst einhver a'.hyglisverðasta mótsögn vorra tíma.“ SAMVINNAN. Athyglisverð hugvekja - Eigum við að ráðasl í kaffi- rækf suður í Ecuador? Meany afþakkar boð fil Rússlands GEORGE MEANY formaður í ameríska verkalýðssamband- inu AFL hefur afþakkað boð um að heimsækja Sovétríkin. Meany svaraði boðinu þannig: „Sem fulltrúi 10 milljón með- lima í frjálsu verkalýðssam- bandi, mun ég taka til yfirveg- unar að heimsækja Moskva strax, er það hefur verið gert fært að hafa frjáls verkalýðs- félög þar.“ í NÝÚTKOMNU HEFTI Helgafells skrifar Níels P. Dungal prófessor stórathyglis verða grein, er hann nefnir: I „Eigum við að rækta kaffi í Ecuador"? I Segir prófessorinn frá því, er hann var staddur á bananaekru , í Ecuador s.l. sumar, en af þess ari ekru kemur allur banana markaður Svía, hvernig sú hug mynd vaknaði hjá honum, að íslendingar keyptu ekru í i Jgcuador og ræktuðu þar kaffi. I Ræddi hann við kunnuga menn þar um þessi efni og fékk hjá þeim margvíslegar upplýsing- ! ar. ! TUTTUGU TEGUNDIR. Alls munu vaxa um tuttugu tegundir af kaffi villt í heim- inum. Algengast á heimsmark- aðnum er svokallað Santos 4, en a.m,k. þrjár betri tegundir af kaffi eru til. En það kaffi, sem við höfum vegna gjaldeyr isörðugleika neyðzt til að kaupa, er Rio-kaffi og þykir stórum lákara en Santos-kaffi. Ef við kæmum okkur upp kaffiekru í Ecuador, myndu þar skapast skilyrði fyrir því, að við fengjum miklu betra kaffi. En allir vita hve kaffi er stór liður í þjóðarbúskap okkar. Og hve geysilegar upp- hæðir í erlendum gjaldeyri fari til kaffikaupa. ÍHVERNIG GlfTUM VIÐ [komið UPP KAFFIRÆKT? En hvernig getum við þá komið okkur upp kaffiekru? Er þá fyrst, að enn sem komið er, munu auðvelt fyrir útlend- inga að eignast land til rækt- unar í Eeuador. Land ku vera ódýrt og til kaffiræktunar í stórum stíl sjálfsagt að kaupa frumskógaland, sem vitað er, að verður frjósamt, þegar skóg urinn hefur verið ruddur. Þeg- ar land er selt á þessum slóð- um, miðast verðið jafnan við, hve mikið er ræktað, og hve mikið er meðfram veginum. Hvort það er einn eða fleiri km meðfram vegi, skiptir mestu máli. ÁÆTLUN DUNGALS. Síðan leggur prófessorinn fram áætlun um kostnað við ruðning og rækt allt fram að fyrstu uppskeru, og reiknast það samtals 2450 sucres, miðað við 1 ha. (10.000 fermetra). Á hvern hektara er síðan plantað 800 plöntum, eru þá 3,5 m á milli trjá. Eftir þrjú ár má síð- an reikna minnst með 1 pundi eða 400 kg. af hektara. Sé nú reiknaðir 20 sucres fyrir kg. til útflutnings fást þannig 8000 sucres af hverjum hektara. Eft ir fjögur ár fást 12000 sucers af ha. og eftir fimm ár a.m.k. 2 pund af hverju tré eða 16000 sucres pr. hektara. Þetta er reiknað með minnsta magni, en reikna má með állt að tvö falt meiri afrekstri. Áætla má að reksturinn verði kóminn vel á rekspöl eft- ir fimin til sex ár, og mun þá kostnaðurinn við framleiðslu hvers kaffisekks, sem er 50 kg„ verða einhvers staðar milli 110 og 200 sucres. Ef miðað er við 1000 ha. stöð, sem myndi nægja til að framleiða a.m.k. 1000 smálestir af kaffi, myndi þurfa 3000 manns í vinnu allt árið. Með því að reikna hverjum hæstu laun, sem til mála kem- ur að greiða, eru 5000 sucres í árslaun. Árlega vinnulaun gætu því orðið 15 millj. sucres, en yrðu sennilega 6—10 millj. sucres. Tekjur yrðu hins veg- ! ar aldrei minni en 16 milljón sucres af 1000 hektörum og gætu orðið allt að 30—50 millj. Ef gert er svo ráð fyrir ný- tízku vélum, amerískum, myndi heildarkostnaður, sam- kvæmt útreikningi í grein Dungals verða 4 millj. og 950 þúsundir. Fullyrðir prófessor- inn að fyrirtækið ætti að geta borið sig vel, þó að reiknað sé með 10 % vöxtum af þessum höfuðstól. (Frh. á 7, síðu.) ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.