Alþýðublaðið - 05.08.1955, Qupperneq 4
ALÞVÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 5. ágúst 1955
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
í
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
5
s
s
s
<
s
s
s
s
s
§
s
:s
s
|S
n
i
Útgefandi: Alþýðujloh\urinn.
Ritstjóri: Helgi Scemundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslustmi: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Ásþriftarverð 15.00 á mánuði. í lausasölu 1,00.
Aumingja Bárður!
BÁRÐUR DANÍELSSON
faefur reynl að afsaka fylgi-
spekt sína við bæjarstjórn-
aríhaldið með aumkunar-
verðum og furðulegum
hætti. Hann segir, að Al-
þýðuflokkurinn hafi áður
haft sömu afstöðu og þá, sem
Alþýðublaðið gagnrýnir
Bárð nú fyrir, og tetur, að
útsvarshækkunin virðist
Alþýðublaðinu, Þjóviljan-
um og Tímanum aukaatriði,
— aðalatriðið sé „að klekkja
á þeim vonda manni og
naglaframleiðanda, Bárði
Daníelssyni.“
Fyrri hluli málsvarnar-
innar er uppspuni eins og
Magnús Ástmarsson hefur
fært rök að hér í blaðinu.
Annað hvort er Bárður
Daníelsson svo seinn að
hugsa, að hann botnar ekk-
ert í afgreiðslu stórmála í
bæjarstjórninni, eða hann
grípur til þess ráðs í vand-
ræðum sínum að fara með
ósannindi. Hvorugur kost-
urinn er góður, en Bárður
á ekki nema um þetta tvennt
að velja.
Hitt er mikiil misskiln-
ingur, að Alþýðublaðið telji
útsvarshækkunina aukaat-
riði. Það hefur fordæmt
hana vægðarlaust en rétti-
lega. En Aliþýðublaðið álti
ills von af bæjarstjórnar-
jihaldinu. Útsvarshækkunin
í ár er enn eln sönnun um
eyðslustefnu ráðamanna
Reykjavíkurbæjar og auk
þess hnefaíhögg í andlit al-
þýðusamiakanna, því að til-
gangur hennar er sá að gera
kjarabætur þeirra að engu.
Og þegar ihaldið fremur
þetta tfáheyrða óhæfuverk,
þá reynist þeim „harðdug-
lega hætfileikamanni“ Bárði
Daníelssyni, sem þýkist vera
öllum öðrum skeleggari
vinstri maður, ógerlegt að
ákveða hvernig harin eigi að
greiða atkvæði. Hann verð-
ur máttlaus í höndunum af
þvj að hann metur áróðurs
fullyrðingar fhaldsins jafn
mikils og röksemdir hinna
/nlnnihlutaflokkanna í bæj-
arstjórn. Þannig klýfur hann
fylkingu íhaldsandstæðing-
anna og gefur þá skýringu
eftir á, að honum hafi ekki
unnizt tími tll að hugsa
málið! Vörnin getur varla
vesælli verið.
Slíkt og þvílíkt kom aldrei
fyrir, meðan Gils Guðmunds
Sexiugur í dag
son Starfaði í bæjarstjórn-
inni sem fulltrúi Þjóðvarn-
arflokksins. Hann greiddi
aldrei atkvæði með í’hald-
inu og varð heldur ekki
máttlaus í höndunum, þeg-
ar hann þurfti að gera úpp
á milli fullyrðinga Sjálf-
stæðismanna og röksemda
minnihlutatflökkanna. Þjóð-
varnarflokkurinn gat líka
ágætlega starfað með Al-
þýðuflokknum í bæjarstjórn
inni þangað til Bárður sett-
ist í sæti Gils. Þá hófst það
ævintýri, að fulltrúi Þjóð-
varnarflokksins komst í bæj
arráð fyrir náð kommún-
isia, en tók að greiða at-
kvæði og sitja hjá við af-
greiðslu mála eius og íhald-
inu hentaði bez: Bárður
reynir þannlg að þjóna
tveimur herrum og gerir sig
að viðundri. Hann getur
varla búizt við öðru en fram
ferði hans þyki nokkrum
tíðindum sæta enda nær
gagnrýnin á hann langt inn
í raðir kjósenda Þjóðvarn-
arflokksins, sem greiddi
Gils Guðmundssyn; atkvæði
í sakleysi sínu en hrepptu
Bárð Daníelsson.
Og svo er Frjáls þjóð að
burðast við að verja ósóm-
ann á sama tíma og vinstri
sinnað fól’k í Þjóðvarnar-
flokknum lítur á Bárð Daní-
elsson sem níunda bæjar-
fulltrúa íhaldsins. Frjáls
þjóð þykist berjast gegn
spilllngu í opinberu lífi, en
henni verður ekki hugsað
til þeirra óheillaafla, sem
bera ábyrgð á handmátt-
Jeysi Bárðar Daníelssonar
°g fýlgispekt hans vlð Gunn
ar Thoroddsen. Leikritahöf
undur Þjóðvarnarflokksins,
semur Orðabelg Frjálsrar
þjóðar, er sæll í sínum bárna
skap eins og hann væri
deildarforing: í Hjálpræðis-
hernum. Hann lætur full-
trúa spillingaraflanna í ís-
lenzku þjóðlífi fussa við
Þjóðvarnarflokknum og
segja, að hann hafi ekkej.t
upp á að bjóða nema ísland
og samvizkuna. Þetta er að
lltfa í trú. En Þjóðvarnar-
flokkurinn hefur að fleira
að hverfa en íslandi og sam
vizkunni. Hann hefur líka
á sínum snær.um Bárð Daní-
elsson og þjónkun hans við
íhaldið. Og væri það ekki
tilvalið efni í einþáttung?
Guðmundur Einarsson frá Miðdal
Auglýsið í Alþýðublaðinu
GUÐMUNDUR FRA MIÐ-
DAL kvað vera sextugur í dag.
Mér finnst þetta ekki trú-
legt, — svo skammt finnst mér
um liðið, síðan ég sá þá keppa
saman 1 sundi á íbróttamótun-
um heima, hann og Þorgils frá
Valdastöðum. Raunar munu
þeir hafa verið fleiri, sem þátt
tóku í þeirri keppni, en þeir
eru mér minnisátæðastir, þu
að' ítúrvaxnari menn man ég
ekki, þótt óltfkvr væru. Og ehn
skemmra þykir mér, síðan ég
var stáddur hjá Guenmndi
uppi í Listvinahúsi og athug-
aði af forvitn; og gaumgæfni
leirmunina, er vorú með beim
fyrstú, sem komu úr brenr.slu
ofni þessa unga listvölundar.
Ég á enn finngálkn silt úr le!r
til minja um þá tíð, ógljá-
brennt, geymi það sem dýrgrip
æ öíðan, og mundi tetja tjón að
orðið, ef ég glataðí því eða það
yrði fyrir skemmdum. Ég veit
ekki hve stóra drauma Guð-
mund hefur dreymt, þegar
hann handlék þessa fyrstu leir
muni, en ég geri vavt ráð fyrir,
að þeir hafi verið svo stórir, að
veruleikinn hafi ekki orðið
þeim meiri. Leirmunir Guð-
mundar frá Miðdal skreyta nú
ekki aðeins fjölda íslenzkra
heimila, heldur og heimili og
listmunasöfn víða um heim.
Tékkar eru ekki álitnir nein
börn í þeim listlðnaði, eins og
kunnugt er. Fyrir skömmu
heimsótti einn af helztu sér-
fræðingum þeirra á því sviði
Guðmund frá Miðdal. Sérfræð
ingur þessi var hér siaddur í
sambandi við vörusýninguna,
og er hann ritstjóri tímarits í
heimalandi sínu. sem helgað er
myndlist, keramik og öðrum
listiðnaði. Hann lét í Ijós undr
un sína og aðdáun, er hann
skoðaði muni þá, er Guðmund-
ur hefur gert, kvað s'.g aldrei
hafa grunað, að kerkmik stæði
á svo háun stigi hér á landi. og
fékk margt mynda að láni til
birting^r í tímarlti sínu.
Leirmunagerðin væri nóg
ævistarf meðalmanni, en það
er Guðmundur ekki. Vallarsýn
vilhr þar ekki um heimildir,
sem hann er, hann er ekki ein
hamur, og þá sama, að hverju
hann gengur. Málverk hans,
raderingar og höggmyndir
væru og nægt ævistarf einum,
og hetfði sá þó mátt vera stöð-
ugur við vtnnu sína. Af síðu-
ustu þrjátíu og fimm árm ævi
sinnar hefur Guðmundur ver-
ið samtals elleifu ár á ferðalagi
erlendis, en heima fyrir er
hann auk þess elnhver kunn-
asti ferðalangur, fjallagarpur,
jöklafari og veiðimaður. Hefur
bakpokann jafnan tilbúiiya við
rekkiugafl sinn! Þegar heims-
síyrjöldtn síðari bgtt hann á
heimabás um nokkurra ára
skeið, greip hann svo mikið ó-
yndi. að hann réðist í það að
skrifa bók um sín fyrri ferða-
lög, og endurltfa þau þannig í
sinni eigin frásögn, sér til af-
þreyingar, og var það happ
fleirum en honum, því að bók-
in er góð. Svo sagði elnn Nor-
egskonunga um mer.kan Islend
ing endur fyrir löngu, að úr
honum mætti gera þrjá menn.
og ekki af lakari gerð. Um Guð
mund frá Miðdaj má sama
segja. Listamaður, fram-
kvæmdamaður, ferðagarpur, —
og síðast en ékki sízt maður,
því að hann ber hæst, og væru
þó hinir engir veifiskatar.
Ég er þess ekki umkominn,
að dæma um myndlist Guð-
mundar frá Miðdal. Æ'visögu
hans sem listamánns ætla ég
e'kfci heldur að segja, hún verð
ur ekki sögð fyrr én hún er öll,
og þess verður vonandi langt
að bíða. Hann hélt uian til li.st
náms tuttugu og þriggja árá
að aldri, fultharðnaður maður,
því að bæðl var hann bráðger
að líkamlegu og andlegu at-
gervi, og auk þess hafði hann
orðið að stunda erfiðisvinnu
frá barnsaldri, bæði til sjós og
lands. Hafði brimróður og
barning í rsunhæfi’i merkingu
að heiman í veganesti, auk
staðgóðrar þekkingar á sinni
eigin þjóð, baráttu hennar,
striti og starfi, vonum hennar
og draumum, og ekki fyrir af-
spurn í kaffihúsum eða af sjón
arhóli þeirra, sem aðeins reka
augun í ýmislegt út um stofu-
glugga, heldur af eigin raun.
Að öðru leyti var nestið af
skornum skammti. Hann nam
myndhöggvaralist og svart-
myndahst í Þýzkalandi undir
handleiðslu mikilhæfra kenn-
ara. Þetta var á árunum eftir
fyrri heimsstyrjöldina, og þá,
eins og eftir þá síðari, rót mik-
ið 'í iheimi li^tainna; þá var
,,funkis“ og „surrealismi" þau
töfraorð, sem opna áítu mönn-
um alla undrahelma fyrirhafn-
arlaust, og þau voru fleiri, allt
niður í ,,dadaisma“. Hér heima
þótti það bera vitni heimaaln-
! jngshætti, ef einhverjum varð
' á að telja Ásgrím listamann,
að tala um „þjóðleg“ verðmæti
I öðruvísi en í óvírðingartón
Iheims'ku og þröngsýni, allir
ungir menn, sem teljast vddu
karlar í krapinu á heimrvísu,
aðhylltust alþjóðahyggju, og
(Frh. á 7. síðu.)
/
Islandsmótið í knattspyrnu -
Akurnesingar unnu Val 5:2
TÍUNDI leikur íslandsmuts-
ins fór fram s.l. miðvikudags-
kvöid. Þá léku Akurnesingar
og Valur. Leikar fóru svo, sem
búizt hafði verið við, að Akur-
nesingar sigruðu, þeir skoruðu
alls flrnm mörk, en Valur tvö.
Veður var hagstælt, logn og
rigningarlaust. Völlurinn sæmi
legur, en allþungur, að undan-
skildum tveim stórum pollum
við syðra markið mátti hann
helta nókkurn veginn þurr.
Hins vegar hefði átt að vera
hægt að grynnka á pollum þess
um eða þurnka þá upp, en þeir
trufluðu leikinn verulega.
Dómari var Guðjón Einarsson
og dæmdi röggsamlega svo sem
hans er venja. Áhortfendur
voru allmargir.
FYRRI HÁLFLEIKUR 2 : 0
Akurnesingar hófu leikinn
þegar með sókn. Og fjórar
fyrstu m'ínúturnar voru hinar
viðburðaríkustu. Á þeim líma
áltu Akurnesingar tvívegis
hornspyrnu á Val. Auk þess
allgott skot á markið.. og auka-
spyrnu frá vítateigslínu. En
Valsmenn stóðust aliar allögur
Skagamanna. með prýði. Á
fimmtu mínútu komust Vals-
menn fyrst í sóknaraðstöðu, en
úppi við mark mólherjánna
fjaraði sókn þeirra út með
máttlausri spyrnu, sem sendi
knöttinn alllangt framhjá
markinu.
Á næstu mínútum er fram-
takið allt hjá Skagamönnum.
Mark Vals hvað efíir annað í
yfirvofandi hæltu. En Helgi er
á sinum stað og þekkir skyldur
sínar. Bjargar ýmist með
snöggum úthlaupum eða örugg
um gripum. Þannig var það t.
d. á 9. mínútu þegar Þórður
Þórðarson fær knöttinn, send-
ir hann þegar til Rikharðs, sem
afgreiðir hann viðstöðulaust
iil Þórðar Jónssonar, sem er í
markfæri, en Helgi er honum
snarari og grípur knöttinn frá
honum með eldsnöggu út-
hlaupi. Nokkrum mínúlum síð
ar fær Ríkharður ágæta send-
ingu frá Þórði Þórðarsyni, skýt
ur þegar í stað, en Helgi gríp-
ur knöttinn fimum höndum,
sem stefnir með örs-kotshraða á
markið. Og þannig gekk það
enn til um stund, að Valsvörn
in átíi í harðri baráítu við
marksækna mótherja, en lókst
jafnan að hrinda áhlaupum
þeirra.
Á 16. mínútu fá Valsmenn
svo tækifæri, er Hörður Felix-
son fær knöttinn fram, hleyp-
ur með hann upp að marki mót
herjanna, leikur af mikilli
leikni á þá hvern af öðrum og
skilar honum loks íyrir mark-
ið með prýðilegri sendingu.
Var þessi undirbúningsvinna
Harðar ágæta vel framkvæmd,
en allt var þó þetta unnið fyrir
gýg, því Hilmar, sem knötiinn
fékk, sendi hann langt yfir
mar-kið. Skömmu síðar fá Vals-
menn aukaspyrnu skammt frá
vítateig. Sigurhans spyrnir all-
vel, en allt kom fyrir ekki.
Vörn Aikurnesinga bægði þess-
ari hættu frá.
Það var ekki fyrr en á 26.
mínútu leiksins, sem fyrsta
markið var skorað. Það gerði
Þórður Jónsson v. útherji eftir
sendingu frá Þórði Þórðarsyni.
Ekki verður Helgi sakaður um
þetta. Svo að segja um leið og
leikur byrjar aftur, eru Akur-
(Frh. á 7. síðu.) ,