Alþýðublaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 3
L.augardagur 3. sept. 1955 ALÞ?ÐUBLAÐIÐ 3 «>o^K3>oo<í$0eHANNES A HOMINDom«WW| | Vettvangur dagtint | <<><<><><>e<><<><><i><<<0<i><> „Við komum með það bezta.í£ — Gengið um salar- kynni dönsku bókasýningarinnar — Um lúxushús og Ieigu — Týnt og fundið — Fegurðarsýning og hæfnismat iÚr öliumi i Iffum. i s ) I DAG er Iaugardagurinn 3. september 1955. Móðir okkar, ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, frá Miðseli, andaðíst að heimili sínu, Bókhlöðustíg 6 c, 1. september. Fyrir hönd systkina. Óskar Bergsson. „VIÐ KOMUM aðeins með jbað bezta,“ sagði Júlíus Bom- liolt, þegar hann opnaði dönsku hókasýninguna á miðvikudag- ínn. Þetta er rétt. A sýning- unni gefur að líta úrvalið úr Jbókum Dana, síðan stríðinu lauk, bæði nýritaðar bækur og endurútgáfur á sígildum verk- um bæði erlendra manna og ínnlendra. AÐ KVÖLDI sýningardags- ins streymdi fólk á sýninguna og ég hugsa, að flestir hafi far- ið ánægðir af henni. Það er hins vegar dálítið erfitt fyrir menn, sem unna bókum að ganga um salarkynnin, freist- ingarnar eru svo að segja á hverju borði. Að minnsta kosti fór mér svo, að næstum á hverju borði var bók, sem mig langaði til að lesa. Maður get- ur pantað bæ'kur á sýningunni <og liggur pöntunarlisti frammi. Væntanlega verður sýningin mjög fjölsótt og vaxandi markaður fyrir danskar bæk- wr. S, S. SKRIFAR: „Eg vil þakka ummælin um bygginga- málin nýlega í þættinum um daginn og veginn í útvarpinu. Eg hef virt fyrir mér skraut- hýsin, og hugsað um það ofur- magn fjármuna og efnis, sem þar fer til hégómans. Hvaðan er allt fjármagnið komið í vasa þessara manna? Vonandi er það ekki komið þarna sök- um þess, að ranglega hafi verið haft af öðrum eða fyrir það, að aðrir hafa fengið að borga skatta fyrir þessa rnenn. Mér finnst þetta næsta lítilmótlegt að hlaða svo utan um sig með prjáli, að hégóminn sitji í veldisstólnum svo að umbúð- irnar verða vætt, en inni- haldið lóð. OFT ERU slíkir fjármunir komnir saman fyrir alls konar fláttskap í viðskiptum við ná- ungann, þar sem litlir karlar hugsa sér að verða stórir pen- Ingalega á kostnað náungans. Hvernig er ekki farið með fjöldann af fólki í húsaleigu, þar sem bein lög standa þó fyr ir. Þar er svo víðtæk mold- vörpustarfsemi, að fólk er bók staflega féflett, svo að það má borga margar þúsundir fyrir fram, auk hinnar dýru húsa- leigu, en fyrirfram þúsundum er oft að öllu leyti stungið und ir stól, og koma hvergi fram hjá leigusala til tekna. eða það megi koma fram hjá leikutaka sem greiðsla. í mörgum tilfell- SKIPAUTGCRÐ ,_RIKISINS , M.b. Baídur Tekið á móti flutningi til Vegamóta, Salthólmavíkur, Króksfjarðarness, Hjallaness <Dg Búðardals árdegis í dag. p II II BC II B li IIIUIIIIIIIMICII r. EKKftCtl' llll i um má svo leigutaki ekki vera frjáls maður í húsnæði því, sem hann hefur keypt á leigu, eða leyfa fólki sínu gistingu hjá sér, þó hér sé um reglu- fólk að ræða, helzt mega ekki börn koma þar við sögu, og ekki dettur leigusala í hug að setja íbúð í lag hjá fólki, sem hefur jafnvel búið fjölda ára í íbúðinni við fulla leigu, og setji leigutaki íbúðina í stand með vitund og vilja leigusala, er verkið ekki metið eyrisvirði af leigusala. Hér eru að sjálf- sögðu undantekningar á, þar sem leigusalar eru þeir menn að virða góðan leigutaka, en þeir eru víst mjög fáir, og ekki þekki ég einn einasta. ÞÁ VIL EG snúa mér að línum, er ég las hjá Velvak- anda fyrir stuttu. Þar er skrif- að í þeim dúr, að ég, að sama mæli færi að tala um alla leigu sala þjófa, án undantekningar. Velvakandi var að tala um skil vísi á fundnum munum. Þar éru sem sagt allir þjófkenndir, því að það, sem týnist, komi aldrei aftur. Það kunna að vera mikil brögð að því, og mörgu týnir fólkið, en minna mun það góða fólk, sem týnir og fær aftur, vera að hafa op- inberlega orða á því, hvernig einstaklingar, sem finna, hafa mikið fyrir því að koma því fundna til skila. Það er nefni- lega sá háttur ríkjandi, að láta þess lítið getið, sem vel er gert, og má það næstum vera sama hvers eðlis það er. Yfirleitt er mikið gert að því að mikla og upphefja hismið. ÞÁ ER NÚ lokið fríðleiks- keppninni og hlýtur sú mikið sem flest fékk atkvæðin. Það er víst gaman að vera ásjáleg hið ytra, og má með mörgum meðulum skapa það. Yndis- þokkinn er samt svikull og fríð leikinn hverfull. En hver met- ui væna konu? Hún er miklu meira virði en perlan. Hjarta manns hennar treystir henni. — Væri nú ekki vel þess vert að breyta til, eða að fjölga í keppniatriðum kvenna? Það held ég að væri vel þess vert og þá þarf engin aldurstak- mörk að setja, aðeins að leit- 1 ast við að leiða í ljós fjölhæfni huga og handar í sjálfstæðum listaverkum. Þó ekki utan að lærðum verkum, heldur þau verk, sem eru í dagsljósinu, fyrir meðfædda hæfileika og snilli, — hliðstætt því, að kona keraur fram vegna fríðleiks síns, aðeins að miklu með- fædda. í því kemur þó fram aðeins, það, sem birtist elcki í neinu það, hvað í konunni býr. ÞAÐ, SEM EG hef drepið á gæti einmitt oi;ðið til þess, að örfa huga og hönd, til athafna. Eg trúi ekki öðru en að það sé hægt að finna margar kon- ur fyrir ábendingu þeirra, sem vita af þeim, og svo getur dóm nefnd eða fjöldinn greitt atkv. um verkin, eins og við *útlit kvenna. Um þessar konur er vanalega þagað. En það er rétt að rjúfa þögnina, því að mörgu bafa konur lagt hönd að.“ Ilannes á horninu. MESSUR Á MIRGUN Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auð- uns. Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f.h. Séra Garð- ar Svavarsson. Óháði Fríkirkjusöfnuðurinn. Messa í Aðventkirkjunni kl. 11 f.h. Séra Emil Björnsson. Nesprestakall. Messa í kapellu háskólans kl. 11 f.h. Séra Jón Thorarensen. Háteigsprestakall. Messa kl. 2 e.h. í hátíðasal Sjómannaskólans. Séra Jón Þorvarðsson. Hallgrímskirkja- Messa kl. 11 f.h. Séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: Dæmjsaga, sem allir þykjast kunna. Elliheimilið. Guðsþjónusta kl. 10. Ólafur Ólafsson krisíniboði flytur ræð una. AFMÆLI 70 ára á morgun er frú Guðrún Stefánsdóitir fyrrum hótejhaldari á Uppsöl- um á ísafirði. Frú Guðrún dvel ur nú á heimili dóttur sinnar Sörlaskjóli 74. — * — Breiðjrðingafélagið. Tafldeild félagsins byrjar taflæfingar í Breiðirðingabúð n.k. mánudagskvöld. Gott heilsufar. Farsóttir í Reykjavík v|kuna 14.—20. ágúst 1955. Samkv. skýrslum 12 (13) starfandi lækna: Kverkabólga 8 (15). Kvefsótt 38 (50). Iðrakvef 6 (11). Rauðir hundar 1 (0). Fundur menntamáir. (Frh. af 1. síðu.) er náist milli hinna einstöku Ianda“. GEEINARGERÐ UM LESTRAREFNI. Fundurinn samþykkti að óska eftir því, að Norræna rnenningarmáJanefndin sjáj um að samin verði heildargreinar- gerð um lestrarefni ungs fólks og ef til vill Jeggja fram bein- ar lillögur um þetta efni. Fund urinn var sammála um að fara þess á leit við ríkissljórnir hinna einstöku landa, að þær bíða efiir árangrinum af starfi menningarmálanefndarinnar á þessu sviði áður en frekari ráð stafanir verði undirbúnar í þessu máli. Fundurinn var sammála um, að ekkert Norðurlandanna skyldi, án þess að hala samráð við hin Norðurlöndin. gera ráð stafanir, sem gætu orðið bjnd andi fordæmi um samaiginlega norræna jausn að bví er sneii; ir löggjöf um höfundarrétt. áSiloSaitíúíkur vantar í tannlæknastofur Austurbæjar- og Mela- skólans. Skriflegar umsóknir skulu sendast skrif- stofu fræðslufulltrúa, Hafnarstræti 20 fyrir 15. sept næstkomandi. Nánari upplýsingar verða gefnar í skrifstofunni. FræðsíufuIItrúinn í Reykjavík. EINS OG AÐ UNDANFÖRNU HÖFUM VID TIL AFGREIÐSLU Fóðurlýsl i fyrsta flokks. ' jj Vitamín innihald í hverju grammi af lýsi: ■ 1000 einingar A og 100 D, eða : 2000 einingar A og 200 D : Við getum afgreitt lýsið fyrirvaralaust í eftir- - töldum umbúðum: - Dósir 2,5 kg., 6 dósir í pappakassa ■ Brúsar 21 kg. : Tunnur 100 kg. : Tunnur 180 kg. 5 Nægar birgðir fyrirliggjandi. ; Afgreiðsla lýsisins er á Grandaveg 42. y,- ■ LÝSl H.F. \ Símar: 5212, 1845 og 3634. : verður settur 1. október 1955. Allir þeir, eldri sem yngri nemendur, sem ætla að stunda nám við skólann, sendi skriflega umsókn, ekki síðar en 15. sept. þ. á. Um inn- tökuskilyrði, sjá „Lög um kennslu í vélfræði, nr. 71, 23. júní 1936“, og Reglugerð fyrir Vélskólann í Reykjavík nr. 103, 29. sept. 1936. Þeir utanbæjarnemendur, sem ætla að sækja um heimavist, sendi umsókn til húsvarðar Sjómannaskólans fyrir 15. sept. þ. á. Nemendur, sem bú settir eru í Reykjavík eða Hafnarfirði koma ekki til greina. Skólastjórinn. Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra yið Iðnaðarmálastofnun ís- lands hefur verið framlengdur tií 15. okt. n.k. Stjórn Iðnaðarmálastofunar fslands. ÍSKÆLÐIR DRYKKIR Ávexfír — Rjómaís Sölufurnmn við AmaxhóL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.