Alþýðublaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 7
L.augardagur 3. sept. 1955
ALÞYÐUBLAÐIÐ
KEFLAVIK-
SUÐURNES
Fyrirliggjandi
byggingaefni:
Trétex
Karbít,
Miðstöðvarofnar
franskir,
Rör, svört og
galvaniseruð
Þakpappi
Múrhúðunarnet
Gólfdúkur a.b. og c
þykktir
Klósettskálar
Sambyggð klósett
Handlaugar
þrjár stærðir
Handlaugafittings
Baðblöndunartæki
Kalk, fínpússning
Þakjárn væntanlegt
í næstu viku.
KAUFÉL. SUÐURNESJA
Hafnargötu 61.
I Dr. jur. Hafþór I
í Guðmundsson i
■ ■
■ Málflutningur og lög-»
■ fræðileg aðstcð. Austur- j
I stræti 5 (5. hæð). — Sími:
1 7268. •
iui>i■*■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■
„Beflisfefna"
CFrh. af 5. síðu.)
hagslegt sjálfstæði þjóðarinn
ar er beinlínis í hættu. Þjóð-
in venst á það, að vera er-
lendu stói’veldi háð efnaliags
lega og sú hæíta er fyrir
hendi, að istjórnarvöldin þori
ekki að rjúfa þau tengsl af
ótta viÖ erfiðleikana, er þá
muni skapast. — Vissulega
lilýtur sá grunur að vaknal
hjá mörgum, að höfuþjo/sök
þess, hvers vegna ríkisstjórn
in má ekki til þesis hugsa, að
herinn hverfi af landi brott,
sé einmitt sú, að stjórnin
vilji ekki fyrir nokkra muni
missa hinar gífurlegu gjald-
eyrjstekjur. Sjá þá allir hvern
' ig komið er: Stjórnarvöld
völd landsins telja það orðið
hagsmunamál, að hafa hinn
erlenda her sem allra leng.st
í landinu. Og því mið'ur bend
ir margt til þess að isvo sé
þegar orðjð.
GRÓÐI STJÓRNAR-
FLOKKANNA
En það er ekki aðeins ótti við
gjáldeyrisorðugleika og um-
hyggja fyrir efnahag þjóðar-
innar, sem veldur miklu um
það, að nm/erandi stjórnar-
flokkar vilja hajda í herinn.
Stjórnarflokkarnir og gæðing-
ar þeirra hafa sjálfir getað mak
að krókinn verulega á ÍKefla-
víkúrframkvæmdunum og vilja
ógjarnan missa þá aðstöðu. AHt
frá því, að framkvæmdír varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli
urðu verulegar, hafa íslenzkir
aðilar rakað saman óhemju fé
af þeim framfevæmdum. í fyrstu
voru það einkum gæðingar
Sjálfslæðisflokksins, er kom-
ust þar að, en eftir að Fram-
sóknarflokkurinn tók við varn-
stöðu til íhlutunar á Keflavík-
armálunum og fékk betri að-
urflugvelli, hefur helminga-
skiptum verið komið á þar eins
og annars staðar. Er hinum gíf-
urlega gróða af hernaðarfram-
kvæmdunum síðan skipt bróð-
urlega milli gæðinga sljómar-
flokkanna.
DRAGBÍTUR Á FRAM-
LEIÐSLUNNI.
Svo er nú komM, að Kefla-
víkurvinnan er orðin verulfegt
mein í íslenzku atvinnulífi. |
Svo mjög sogast vinnuafl í(
varnarliðsframkvæmdirnar á
Keflavíkurflugvelli, að ekki j
fást lengur nægilega margife,
menn til starfa við undirstöðu
atvinnuvegi þjóðarinnar, land
búnað og sjávarútveg. Hern- j
aðarframkvæmdirnar eru orð
inn dragbítur á íslenzkri út-
flutníngsfi’amleiðslu.
ATVINNULEYSI ÞEGAR
HERINN FER?
Þeir íslenzkir verkamenn, er
nú vinna á Keflavíkurflugvelli,
skipta þúsundum. En enda þótt
margir þessara manna myndu
fá vinnu við framleiðslustörf
til sjávar og sveita við broitför
hersins, má þó telja fullvíst,
að margir þeirra yrðu atvinnu
lausir. Það er ekki lengur reikn
að með þessum vinnukrafti í
íslenzkum þjóðarbúskap. Vinnu
afl þetta er í þjónustu erlendr
ar þjóðar og hið íslenzka þjóð-
félag er ekki við því búið að
taka skyndilega við því og sjá
því farborða. Ejnnig þessi stað
reynd hræðir valdhafana frá
því að láta herinn fara.
HVAÐ TEKT.TR VIÐ?
Þannig ber allt að sama
brunni: Hagsmunalegar ástæð-
ur valda því fyrst og fremst,
að stjórnarvöld Iandsins mega
ekki tií þess hugsa, að herinn
hverfi af landjnu. Til þess að
gæðingar stjórnarflokkar.na
geti haldið áfram að græða á
varnarliðsframkvæmdunum er
nauðsynlégt, að þær haldi á-
fram, sogi til sín vinnuafl úr
framleiðslugreinunum og stefni
efnahagslégu sjálfstæði lands-
ins í beinan voða.
HERINN VERÐUR AÐ
FARA.
En þrátt fyrir alla þessa
„örðugleika11, sem eru því sam
fara að láta herinn hverfa af |
landinu verður brottför hans |
sámt að eiga sér stað. Vera ,
hersins og framkvæmdir hans
valda svo mikilli röskun á
efnahagskerfi þjóðarinnar, að
íslenzka þjóðfélagið þolir
hana ekki til lengdar. Ástand
alþjóðamála krefst þess ekki
lengur, að hér á landi sé er-
lent herlið og stofna efnahags
lífi þjóðarinnar í hættu. Þrátt
fyrir allar gjaldeyristekjurn-
ar, er Islendingar hafa af dvöl
hins erlenda hers, verða þeir;
að snúa við. Þeir verða að
snúa við af braut „betlistefn-
unnar“ og hætta að styðjast
við erlenda stórþjóð. Slík'
stefnubreyting kostar nokkr-
ar fórnir í fyrstu, og ekki verð
ur uiint að flytja inn eins
margar lúxuSbifreiðir og áð-
ur. En það, sem meira er um
vert: Þjóðin hefur þá von ttm
að geta treyst efnahagsgrund
völl sinn og staðið á eigin fót-
um í framtíðinni.
Símamenn
(Frh. af 8. síðu.)
um starfsgreinum eru á engan
hátt sambærileg við laun á
frjálsum markaði.
Að því stefnir hröðum skref
um, að góðir starfskraftar fáizt
ekki í opinbera þjónustu, eða
þeir gangi úr henni til annarra
stárfsgreina, þar sem þeim
standa opnir möguleikar til að
margfalda launatekjur sínar
eins og reynsla landssímans
sýnir.
Fundurinn telur, að það mat
á atvinnuöryggi og hlunnind-
um opinberra starfsmanna, um
fram aðrar stéttir þjóðfélags-
ins, sem talið hefur verið, að
réttlætti lægri launagreiðslur
til hinna fyrrnefndu, sé ekki
lengur í neinu samræmi við
staðreyndir.
Verði launalög ekki af-
greidd á næsta alþingi með
fullu tilliti til þessara stað-
reynda, og öruggar ráðstaf-
anir gerðar gegn aukinni dýr
tíð, telur fundurinn óhjá-
kvæmilegt að hið opinbera
verði, fyrr en varir, svo af-
skipt um góða starfskrafta
og hæfileikamenn, að þjóð- !
félaginu stafi af því mikil
liætta.
„I
(Frh. af 8 síðu.)
ir ýmissa gyðinglegra sértrú-
arflokka, allt frá fyrstu og
annarri öld fyrir Krist.
I fyrstu vildu sumir efast
um, að gildi þessara handrita,
en síðar hefur verið sannað,
svo að ekki verður um villzt,
að þau eru ófölsuð og frá þeim
tíma, sem í fyrstu var álitið.
SÉRTRÚARFLOKKURINN
ESSENAR.
Þegar búið var að Skera úr
um aldur ritanna, var farið að
rannsaka uppruna þeirra.
Þeir de Vaux og Harding
höfðu þegar rannsakað stað-
inn, þar sem þau fundust, og
komust að þeirri niðurstöðu,
a'ð þarna hefðtt búið gyðingleg
ur sértrúarflokkur, er nefndist
Essenar, einn af þrem helztu
trúflokkum innan hins forna
Júdaisma (hinir voru Farísear
og Saddúkear). Þeir félagar
komust að þeirri niðurstöðu,
að 1) handritinu væru hluti af ,
bókasafni Essena, 2) að Stríð ,
barna ljóssins og lagarit væru
skrifuð af Essenum.
Essenar eru taldir hafa ver
ið 4000 að tölu og lifað mein
læta lífi. -Þeir héldu uppi
munkareglu, fátæktar, hrein-
lífis og hlýðni. Reglur þeirra,
sem settar eru fram í Hand
bók um aga, sem fundizt hef
ur, eru furðulíkar þeim, sem
farið er eftir í kristnum
klauturlifnaði.
SKÍRN OG ALTARIS-
GANGA.
Hin einkettnilegasta við
þessu essensku rit er það, að
trúflokkur þessi áttí, mörg-
um árum fyrir Kristsburð,
orðatiltæki og orð og gerðir,
sem til þessa hafa verið álit-
in algjörlega kristin. Essenar
skírðu og neyttu brauðs og
víns un'dir forsæti présts. Þeir
trúðu á aflausn og ódauð-
leika sálarinnar. Æðsti foring
inn var dularfull vera, er köll
uð var Kennari réttlætisins,
einskonar messíanskur spá-
manns-prestur, sem fékk guð
legar opinberanir, var ofsótt
ur og dó ef til vill píslavættis
dauða.
ÞEKKTI JESÚ KENNING-
AR ESSENA?
Sumir vísindamenn hafa á
litið, að notkun Jóhannesar
skírara á skirninni hafi annað
lfvort verið essensk eða mjög
undir áhrifum frá söfnuðin-
um. Hafa handrit þessi gefið
þeirri kenningu bbyr undir
báða vængi, að Jesús hafi
kynnt sér kenningar Essena.
Athyglisvert er það, að Nýja
Testamentið minnist aldrei á
Essena, þó að það geri oft lít
ið úr hinum trúflokkunum
Saddúkeum og Faríseum.
Rannsóknir á þessum
merka fundi Bedúínans halda
áfram og á meðan kemur vís
indamönnum ekki saman um
hverju skal trúa.
Jarð- og landfræði
(Frh. af 8. síðu.)
fram, hvort gefa ætti út upp-
lýsjngarit um menningarmál á
Norðurlöndurn.
Fundurinn samþykkii ein-
róma uppástungu Norrænu
menningarm.nefndarinnar um
samvinnu á sviði rannsókna á
lífi í hafinu og ályktaði fund-
urinn að reyna ætti að koma
þessum tiHögum í framkvæmd.
Ákveðið var í samræmi
við uppástungu norrænu menn
ingarmálanefndarinnar að leit-
ast við að koma því á, að börn
norrænna foreldra, -sem ekki
eru ríkisborgarar í því landi,
sem þau dvelja í, njóti sömu
réttinda og ríkisborgarar lands
ins að því er snertir náms-
sfyrki og annan stuðning við
nám, í samræmi við hinar nor-
rænu samþykklir urn þjóðfé*
lagsleg réttindi. j
NÆSTI FUNDUR f
STOKKHÓLMI.
í fundarlok bauð mennta-
málaráðherra Svíþjóðar til
næsta menntiamálaráðherra-
fundar Norðurlanda í Stokk-
hólmi í 'janúar 1957.
Þing norræna iðnm. ’
(Frh. af b. síðu.)
stórum dráttum yfirlit um
skattamál á Norðurlöndum en
þó einkum í Svíþjóð. Töluverð
ar umræður urðu um málið,
og skýrðu þingfulltrúar frá á-
standinu í skattamálum í sántl
heimalandj. Voru menn sam-
mála um, að æskilegt væri að
skrifstofa Norræna iðnsam-
bandsins safnaði gögnum og
gerði yfirlit og samanburð á
ástandínu ,í skattamálum at-
vinnufyrirtækja á Norðurlönd,
um.
Þá var rætt um lánaþörf iðn
aðarins og aðslöðu hans til öfí-
unar lána. Komu þar fram upp
lýsingar frá öllum aðilum um
aðgang iðnaðarins að lánum,
og hvað hið opinbera gerði fyr-
ir iðnaðjnn í þeim efnum i
hveriu einstöku landi.
Við formennsku tók af Ras-
m.us Sörensen, form. danska
iðnsambandsins Kaare Aass
verkfræði ngur, form. norska
iðnsambandsins o ggegnir hanrt
formennsku næsíu þrjú árin.
Vinstri stjórn
(Frh. af 5. síðu.)
með tapi og ríkisstyrk, getur
þjcðfélagið sjálft, bæjar- eða
samvinnufélög rekið. Úrræðl
jafnaðarstefnunnar eru nægi-
lega mörg, og geta hvarvetna
komið að haldi, er „vinstri
stjórn“ sezt að völdum í land-
inu.
NYKOM
Okkar yinsælu
HOLLENZKU GANGADRE6LAR
í fjölda litum og mörgum breiddum.
mjög fallegt úrval af ullar-gólfteppum
í mörgum stærðum.
Cocosteppi í mörgum stærðum
sem má hækka og lækka eftir vild
'Tf
Geysirh.f.
Teppa og dregladeildin *
nú Vesturgötu 1
m
, opin kl. 10 - 22
t'f-