Alþýðublaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 13. sept. 1953 Útgefandi: Alþýðuflok\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsd&ttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Áfgreiðslusími: 4900. Álþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. 'Ásþriftarverð 15.00 á mánuði. í lausasölu lfiO. Dœmt í eigin sök Sex hundruð rifstjórar við Pravda og isvesf- ija og r MORGUNBLAÐIÐ ræddi á dögunum ráðabreytni þeirra manna, er tækju upp samvinnu við kommúnista. Taldi það slíkt fávíslegt at- hæfi og fannst allt að því glæpsamlegt að ætla að veita kommúnistum aðild að lands stjórninni. Svipað var álit þess á samstarfi við þá í verkalýðssamtökunum. Nið- urstaðan varð sú, að komm- únistar virði þjóðarhag einskis og þess vegna séu öll samskipti við þá svik við málstað íslands. Greinarhöfundur mun hér sennilega hafa haft í huga þá tíma, þegar Sjálfstæðis- menn tóku höndum saman við kommúnista í alþýðusam tökunum og Bjarni Bene- diktsson var gerður að „ver kalýðsf or ing j a‘ ‘ til að hafa á hendi herstjórnina í sameiginlegu stríði íhalds og kommúnista gegn Alþýðu flokknum. Þessi samvinna við þjóna Moskuvaldsins á íslandi gekk svo langt, að Sjálfstæðismenn afhentu kommúnistum Alþýðusam- band íslands eins og kunn- ugt er. Nú fellir Morgun- blaðið þann dóm í málinu, að þetta hafi verið gert til að skaða verkalýðshreyfing una og ofurselja hana mönn um, sem meti þjóðarhag einskis og láti stjórnast af verstu hvötum. Auðvitað er þetta sannleikur. Athæfi Sjálfstæðismanna varð til þess að sundra alþýðusam- tökunum innan frá og gera þeim ómögulegt að beita far sælum áhrifum út á við. En maður les ekki á hverjum degi svona dóm í eigin sök, þó aldrei nema hann sé kveðinn upp undir rós. Vafalaust hefur greinar- höfundur Morgunblaðsins jafnframt haft í huga þá eft- irminnilegu staðreynd, að kommúnistar hafa enn frem ur verið aðilar að lands- stjórninni. En hverjum átti rússneska útibúið þá aðstöðu að þakka? Sjálfstæðisflokkn um og foringja hans, Ólafi Thors. Nú fullyrðir Morgun- blaðið, að þetta athæfi Ólafs hafi allt að því verið glæp- samlegt. En það leit öðruvísi á málið, þegar Brynjólfur Bjarnason settist á ráðherra stól fyrir náð Ólafs Thors. Þá kunni það sér ekki læti fyrir fögunði. Tímarnir breytast og mennirnir með. Það er út af fyrir sig gott og blessað, að Morgunblaðið sé farið að átta sig á eðli og tilgangi kommúnismans. En orðin eru ekki einhlít, þó að þau séu til alls fyrst. Mestu skiptir, að Sjálfstæðisflokk- urinn láti verkin tala. Og taki hann dóm Morgunblaðs ins alvarlega, þá færi sann- arlega vel á því, að Bjarni Benediktsson hætti að við- hafa sömu vinnubrögð og Brynjólfur Bjarnason tamdi sér í ráðherratíð sinni. At- hæfi Brynjólfs var hneyksl anlegt. En fyrir Sjálfstæðis- flokkinn er það ömurleg staðreynd, að sömu óhæfunn ar skuli gæta í fari Bjarna Benediktssonar eftir að hann er setztur í stólinn, sem Brynjólfur óhreinkaði forðum á ábyrgð Ólafs Thors. Það er sem sé ekki nóg að dæma í eigin sök eins og Morgunblaðið hefur kom ið í verk. Aðalatriðið er að láta vítin sér að varnaði verða. og til þess hefur eng- inn íslenzkur stjórnmála- flokkur aðra eins ástæðu og íhaldið. En ætli verði ekki bið á því, að verk þess reyn ist í samræmi við orðin, sem Morgunblaðið lætur sér um munn fara í krampaflogum samvizkubitsins ? Lœrdómsríkur samanburður ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur birt stórathyglisverðar upp- lýsingar um dreifingarkostn ,að kjötsins í tilefni af hækk ún Iandbúnaðarafurðanna. Þær leiða í Ijós, að dreifing arkostnaðurinn er mikið sameiginlegt vandamál fram leiðenda og neytenda. Þeir hljóta að taka höndum sam an um að ráða bót á núver- andi ófremdarástandi þess- ara mála báðum aðilum til gagns og sóma. Forráðamenn kjötdreifing arinnar ættu að birta íslend ingum óvefengjanlegar upp lýsingar um tilkostnað henn ar hér og í nágrannalöndun- um. Það yrði áreiðanlega lærdómsríkur samanburður. Hér er sjálfsagt að ræða enn eitt met okkar íslendinga í ofstjórn — eða óstjórn. FORU STUBLÖÐ RÚSSA, Pravda, (Sannleikurinn) og Isvestija, (Fréttir), má hiklaust telja með athyglisverðustu blöðum, sem nú eru gefin út í heiminum. Óhætt er að fuil- yrða, að þau séu ekki svipuð neinum öðrum blöðum í víðri veröld, heldur eru þau bæði fyrirbæri frá tímum bolsévík- anna. Útgáfa Pravda, sem hófst þegar árið 1912, og er þess vegna enginn unglingur leng- ur, er aðalmálgagn rússneska kommúnistaflokksins. Isvestija — eða eins og það blað heitir, ef allur titill þess er þýddur, Fréttatilkynningar frá fulltrú- um verkamanna í æðstaráði Sovétríkjanna, hóf göngu sína í febrúarmánuði 1917, sem lit- ið tilkynningablað á vegum fyrsta verkamanna- og her- mannaráðsins í Pétursborg. Var blaðið fyrst í höndum byltingar sósíalista, en síðan tóku bolsá- víkar það í sínar hendur, í októbermánuði sama ár, og fluttu það nokkru síðar tii Moskva. Bæði eru þessi blöð lítil í sniðum, venjulega aðeins fjórar síður í litlu broti, myndalaus og flytja engar auglýsingar. V.- Evrópubúum þykir því útlit þeirra ekki neitt sérlega glæsi- legt, en Rússar hafa nú sínar hugmyndir, varðandi útlit dagblaða, og að þeirra dómi eigi dagblöð að flytja það efni, sem þessi dagblöð flytja, og ekki annað. Allt anað er frá þeim vonda. FjÖImenn ritstjórn. En þótt þessi blöð láti lítið yfir sér hið t voldug blöð, ytra, eru þetta og starfsmanna- fjöldi þeirra mikill á okkar mælikvarða. Við Pravda vinna til dæmis 2500 fastráðnir biaða menn, en þar af eru 1500 íast- ir fréttaritarar í einstökum borgum og héruðum. Svipaður starfsmannafjöldi er við Is- vestija. Við ritstjórnina sjálfa starfar 300 manna eftirlitsráð, sem hefur nákvæmt eftirlit með því sem ritstjórarnir skrifa en ritstjórarnir eru líka 300. Blaðamenn við þessi öreigabiöð hafa gott kaup, menn, sem skrifa neðanmálsgreinar fá tvö þúsund rúblur í mánaðarlaun, og er það kaup svo hátt, að erlendir blaðamenn, sem dvelj- ast í Moskva, verða að fá gíf- urlega launauppbót á ári, eða leggja sér þá upphæð til sjálfir, eigi þeir að búa við svipuð lífskjör og þessir starfs bræður þeirra við Pravda og Isvestija. Æðsti maður við hvort þess- ara blaða, eða aðalritstjórinn, hefur 15 aðstoðar-aðalritstióra, Aðalritstjóri Pravda heitir D. T. Sjepilov, og á þessu ári hef- ur hann verið einn af leiðanai mönnum innan miðstjórnar kommúnistaflokksins. Það var Sjepilov, sem opinberlega hóf þá sókn á sínum tíma, er end- aði með því, að Malenkov af- salaði sér völdum. Blöðin fá ekki að birta neitt stjórnmálalega mikilvægt efni, fyrr en æðstu mennirnir haía gefið samþykki sitt til þess. — Verður þar af leiðandi að leggja allar slíkar greinar fyrir þá háu herra, löngu áður en þær eiga að birtast. „Tveir Ieiðarar“ á mánn'ði. Þeir, sem rita eiga leiðara eða neðanmálsgrein, hafa 15 daga til umráða og skrifa því aðeins tvær slíkar greinar á mánuði. Má telja að það sé all góður tími til stefnu, en þess er heldur engin vanþörf, því að hamingjan hjálpi þeim, sem verður á í messunni, og skrifar eitthvað það, sem ekki samrým- ist línunni á þeirri stund, sem það kemur fyrir almennings- sjónir. Um áramótin 1952—53, þegar Stalin var að kveðja þennan heim og ýmislegt að gerast á meðal forustumann- anna í Moskvu, reyndust rit- stjórnarstólarnir við Pravda og Isvestija mörgum heldur völt sæti. Urðu margir af þeim 'að þola harðar ákúrur, og huríu. margir þeirra, svo að ekki hef- ur til þeirra spurst eftir það. Sæti einhver gagnrýni fyrir eitthvað í Pravda, á sá hinnt sami ekki margra kosta völ.til að fá leiðréttingu mála sinna. Eina leiðin er þá að skjóta máli sínu til næsta flokksþings kom- múnistaflokksins, með aðstoð einhverra vina eða vanda- manna á æðstu stöðum. Hins vegar kemur það oft fyrir, að þeim Pravda og Isvestija iend- ir í hár saman, þar sem ann- að blaðið er fulltrúi flokkslín- unnar en hitt þings og æðsta ráðs, og nú að undanförnu einn- ig menntamannastéttarinnar, og getur á stundum borið'tals- vert á milli. Þegar slíkt kemur fyrir, er það öruggt merki þess, að um verulegan ágrein- ing sé að ræða í miðstjórninni, og reynist þá oftast skammt (Frh. á 7. síðuj ÞAR RIGNIR MEST A JORÐINN! Auglýsið í Alþýðublaðinu ÞÓ CHERRAPUNJI, sem er j lítið þorp í Assam, sé lítið þekkt, hafa veðurfræðingar mjög mikinn áhuga á því, en það er sá staður á jörðu, þar sem mest úrkoma hefur verið mæld. Ósjálfrátt hefur nafnið ekki látið mig í friði síðan ég heyrði það fyrst í skóla. Þess vegna varð það úr, að er ég var staddur í Austur-Pakistan í apríl 1954 að ég tók þá á- kvörðun að fara sem leið ligg- ur inn í Assam og sjá Cherra- punji með eigin augum. Á leið til Assam. Vegurinn frá þorpinu Daw- ki, sem er á landamærum Ind- lands og Pakistan, er sextíu og átta mílur á lengd og liggur til borgarinnar Shillong, sem er höfuðborgin í ríkinu Assam. Fyrstu mílurnar liggur vegur- inn í ótal kröppum bugðum upp hin skógivöxnu lágfjöll. í gegnum opinn glugga Stude- baker langferðabílsins sá út yfir hina grænleitu móðu Ben- gal sléttunnar, en hún teygir sig' í áttina til sjávarstrand- anna í fjarska. Hér var þegar orðið mun svalara. Á stöku stað eru málaðar hvítar skellur á klettaveggina, en meðfram veginum, þar sem hengiflug er, eru gamlar grjót fylltar olíutunnur, sem málað-' ar eru Lvítar og svartar. Bill- inn fer alltaf lengra og lengra inn á milli fjallanna. Stundum er vegurinn fram undan hul- inn lágum skýjum eða mistri Þannig lítur hinn frægi regnmælir út. og stundum sér maður, neðan við vegarbrúnina, djúpar gjár, þaðan, sem skýin koma fram eins og reykur. Kuldaklæddir farþegar. Húsin meðfram veginum og ’smáþorpin, sem vagninn stanz- aði stundum víð, til þess að taka farþega upp, voru mjög ' fátækleg og flest húsin klædd bárujárni til varnar mestu rigningu veraldarinnar. Fólkið, sem kom í bílinn á þessum stöð um var af mongólskum kyn- stofni með há kinnbein og ská- sett augu, harðgerðir fjallabú- ar, kallaðir Khasis, og minntu mig mikið á þjóðflokka í 3,- Kína. Margir þeirra voru váfð- ir í teppi og með trefla um hálsinn og einn þekra dró á eftir sér svarta geit inn í bíl- inn. Lyktin af henni var afar slæm. Hæsti hluti leiðarinnar er í þorpi 17 mílur frá Shillong. Hæðin hér er 6.027 fet yfir sjó. Um þremur mílum norður af þessum stað beygir vegurinn í suðvestur út af aðalleiðinni til Shillong. (Frh. á 7. síðu.) ; rif.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.