Alþýðublaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 8
ðskyldunám fsköl ur á vefri iS3Ö feörn í barnaskólutn bæjarins, 2380 í gagnfræðaskólum og þar af 1710 viö sky'Idunám. í VETUR MUNU fleiri börn og unglingar sækja skóla í Reykjavík, en nokkru sinni fyrr. Verða þá við skyldunám 8540 nemendur. í barnaskólunum verða 8830 börn miðað við 6581 í fyrra en í gagnfræðaskólunum verða 2380 unglingar og þar af 1710 við skyldunám gagnfræðastigsins. Er þessi mikli fjöldi nemenda, er verður við skyldunóm í vetur helmingi meiri en fyrir 15 árum, því að þá voru aðeins 4200 nemendur við skyidu nám í Reykjavík. Upplýsingar þessar fengu blaðamenn í gær hjá Jónasi B. Jónssyni fræðslufulltrúa Rvík- urbæjar og Magnúsi Gíslasyni námsstjóra gagnfræðastigsins. Ræddu þeir við blaðamenn um skyldunámið á vetri komanda og erfiðleika þá, sem við er að etja í sambandi við húsnæðis- skort skólanna í Reykjavík. FLEST BÖRN í AUSTUR- BÆJARSKÓLANUM. Jónas B. Jónsson sagði, að enn lægju ekki fyrir óyggjandi tölur um fjölda þeirra nem- enda, er yrðu við skyldunám í vetur, en áætla mætti, að fjöidi nemenda í barnaskólunum yrði sem hér segir: Miðbæjarskóla 950 börn, Austurbæjarskóla 1560 börn, Laugarnesskóia 1220, Mela- skóla 1520, Langholtsskóla 900, Eskihlíðarskóla 200, Háa- gerðisskóla 420 og Árbæjar- skóla 60 börn (á aldrinum 7, 8, og 9 ára). TILFINNANLEGUR HÚSNÆÐISSKORTUR. Jónas B. Jónsson sagði, að aukningin frá í fyrra, 249 börn, væri ekki eins mikil og undan- farin ár og bilið milli fjölda 12 ára barna og 7 ára barna færi minnkandi. Verða 12 ára börn 1075 í vetur en 7 ára börn 1203 talsins. En þó aukningin væri ekki meiri en þetta, kvað Jónas húsnæðisskort. skólanna mjög tilfinnanlegan. Og sem dæmi um það verður að þrísetja í 40 stofur barnaskólana, en slíkt f.vrirkomulag er talið mjög óheppilegt fyrir börnin. Er því setningin mest í Laug- arnesskólanum og orsökin sú, að gagnfræðadeildir eru einn- ig við skólann. FJÁRFESTINGARLEYFI VANTAR. Jónas kvaðst ekkert geta full yrt um það, hvenær fram- kvæmdir við Breiðagerðisskól- ann (Breiðholtsskóla) gætu haf- izt. Kvað hann öllum undirbún- ingi að bvggingu skólans lokið, teikningar lægju fyrir, en að- eins fjárféstingarleyfi vantaði. Á skólinn að vera fyrir 540 börn. 2380 í GAGNFRÆÐA- SKÓLUM. Gagnfræðaskólarnir taka ekki til starfa fyrr en 15. októ- ber, eins og Alþýðublaðið skýrði frá í gær. En áætlað er, að 2380 nemendur verði í þess- um skólum í Revkjavík í vetur og skiptist sá fjöldi á skólana eins og hér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæj- ar 630 nemendur, Gagnfræða- skóli Vesturbæjar 260, Gagn- fræðaskólinn við Hringbraut 260, Gagnfræðaskólinn við Lindargötu 220, Gagnfræða- deild Laugarnesskólans 300, Gagnfræðadeild Miðbæjar- skólans 160, Gagnfræðaskóli ■ verknámsins 160, Kvennaskól inn 220 og Landsprófsskólinn 150 börn. VÉRKNÁMSSKÓLINN. Gagnfræðaskóla verknáms- ins er komið fyrir í myndarlegu húsnæði við Brautarholt 18. Er hér að vísu um að ræða leigu- húsnæði, sem einstaklingar 'eiga og kostar almenning ó- hemju fé. En með því að húsið var tekið á leigu áður en það var innréttað, hefur fyrirkomu lag allt í því verið sniðið með hag skólans fyrir augum. Er Iþarna trésmíðavinnustofa, járn smíðavinnustofa, 3 stofur fyrir (handavinnu stúlkna, 3 fyrir bóklegt nám og 1 fyrir frjálst nám. Aðsókn að skólanum fer vaxandi. j Gagnfræðaskólarnir eins og barnaskólar bæjarins eiga við mikinn húsnæðisskort að stríða. Er húsnæði Gagnfræðaskóla Vesturbæjar mjög óhentugt, einkum vegna þess hve kennslu stofurnar eru litlar. Hefði einn ig reynzt með öllu ókleift að koma nemendum þar fyrir í vet ur, ef landsprófsdeildir skólans hefðu ekki fengið sérstakt hús- næði. BYRJAÐ AÐ BREYTA IÐNSKÓLANUM. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá í gær, verður Iðnskólinn gamli tekinn undir landsprófs- deildir í vetur. Er nú þegar byrj að að breyta hinu gamla hús- næði og er ætlunin sú, að koma þar fvrir 6 kennslustofum auk rúmgóðrar kennslustofu og sam komusalar. Standa vonir til, að húsnæðið geti orðið sómasam- legt, en að vísu er það mikill ókostur, að skólinn er staðsett- ur við tvær umferðagötur og (ekkert autt rými er1 við skól- ann. Lagði Jónas B. Jónsson á það áherzlu í viðtali við blaða- I menn, að hér væri um að ræða bráðabirgðaráðstöfun vegna hins mikla skorts á kennsluhús- næði. Skóiavika í hausl ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna í nóvember í haust til skólaviku með svipuðu sniði og haldin var haustið 1953. Var foreldr um þá boðið að hlusta á kennslu í barnaskólunum og viðræðum komið á milli for- eldra og kennara. Þótti þetta gefa góða raun og hefur því verið ákveðið að endurtaka skólavikuna og láta hana ekki aðeins ná til barnaskóla, held- ur einnig gagnfræðaskólanna. Veðriðí dag Stinningskaldi austan, dálítil rigning sunnan til. Fösiudagur 16. sept. 1955 Bíóin efna fil atkvæðagreiðslu um hvorí afnema skuii hléi Atkvæðagreiðslan fer fram í bíóunum dagana 24. til 30. september KVIKMYNDAHÚSIN í Reykjavík hafa ákveðið að stofnsá til atkvæðagreiðslu meðal bíógesta um hvort afnema skuli hié in eða ekki og verða úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu látjn ráða. Atkvæðagreiðslan fer fram í öllum bíóunum dagana 24. til 30o scptember. Um 25 þúsund manns munu sækja kvikmyndahús-* in í Reykjavík í hverri viku og eru því margir á kjörskrá. í gær ræddu fréttamenn við kvikmyndahúseigendur í Rvík um þetta mál. Kváðu þeir mjög skiptar skoðanir meðal bíógesta um það, hvort hafa skuli hlé eða ekki. Reykingamenn vilja mjög gjarnan hafa hlé, þar sem reykingar eru bannaðar inni í sölum bíóanna. Ef hléin yrðu afnumin er hætt við að erfitt yrði að koma í veg fyrir um- gang og ráp einstakra bíógesta, sem óhjákvæmilega spilltu sýn- ingunni fyrir öðrum. AFNÁM HLÉA — HÆKKAÐ VERÐ AGÖNGUMIÐA. Forstöðumenn bíóanna töldu það misskilning, sem víða hefði komið fram í blöðum, að þeir Atján höfundar íóku þátt í keppninni um háfíðarljóðin Sigurður Einarsson og Þorsteinn Hatl* dórsson hlutu I. og 2. verðlaun ÁTJÁN höfundar tóku þátt í keppni um hátíðarljóð til fluttnings á Skálholtshátíðinni 1956. Fyrstu verðlaun, sem voru 15 þúsund krónur, hlaut séra Sigurður Einarsson prestur í Holti. Önnur verðlaun, 5 þúsund krónur, hlaut Þorsteinn Hall- dórsson, prentari, og þriðju verðlaun, 2 þúsund krónur, Þor- geir Sveinbjarnarson, sundhallarforstjóri. Ufsvör í Miðnes- hreppi 10 prósent lægriens.l.ár Barnaskóla verður komið á fóf fyrir i yngsfu börn Seláss og Arbæjar iu I b AFRAÐIÐ HEFUR nú ver- ið að starfrækja sérstakan barnaskóia við Árbæ fyrir yngstu börnin í Seláss og Ár- bæjarblettum að því er fræðslufulltrúi Rvíkur skýrði blaðamönnum frá í gær. Höfðu foreldrar þarna farið þess á leit við bæjaryfirvöld- in að þau sæju 7—9 ára börn- um á þessum stöðum fyrir kennslu í hverfinu, svo að þau þyrftu ekki að sækja skóla um , langau veg niður í Laugarnes, Framfarafélag Seláss- og Árbæjarbletta hefur reist sam komuhús í hverfinu og hefur nú verið ákveðið að kennsla yngstu barnanna fari fram I því húsi í vetur. Verður skóli þessi nefndur Árbæjarskóli. fhúar í Smálöndum hafa einn ig óskað eftir sérstöku kennslu húsnæði í hverfi sínu. Hefur ekki reynzt kleift að koma því við, en í athugun er að láta börn úr Smálöndum sækja Árbæjarskólann einnig. Frétt til Alþýðublaðsins SANDGERÐI í gær. NÝLEGA er lokið niðurjöfn un útsvara í Miðneshreppi, að essu sinni var jafnað niður kr. 940.00.00. Útsvörum einstakl- inga var jafnað niður á 245 gjaldendur eftir sama skala og síðastliðið ár, en veltuútsvör- um á verzlanir og avinnufyrir tæki var jafnað niður eftir sama skala og notaður er í nær liggjandi byggðalögum. Að lokinni niðurjöfnun skv. regl- um þessum voru öll útsvör lækkuð um 10%, og eru því útsvörin raunverulega 10% lægri en s.l. ár. Þessir 11 gjaldendur bera yf ir 8 þúsund króna útsvar: H.f. Miðnes Sandgerði kr. 139.340,— Garður h.f., Sandgerði, kr. 84. 675. —. (Frh. á 7. síðu.) Frestur til að skila ljóðurn var útrunninn 1. september. í nefndinni til að dæma um ljóöa flokkanna voru valdir dr. Magn ús Jónsson, Prófessor, dr. Stein grímur J. Þorsteinsson, próf essor og Séra Sveinn Víking- ur, biskupsritari. Nefndin lauk störfum í gær. Vill nefndin taka það fram að hún telur ým islegt í öðrum ijóðaflokkum vel ort, en álítur þá áður- greindu ijóðaflokka hæfasta til verðlauna. vildu hafa hléin af ágóðavon- inni einni. Ef menn væru á einu, máli um að afnema þau myndi það gert. Hitt væri að vísu rétt að hagnaður af sælgætissölu væri nokkur þáttur í rekstri bíóanna og vegna þess hefðí reynzt kleyft að hafa verð á aðgöngumiðum eins lágt og ver ið ’nefur. Afnám hléa og minnk- uð sælgætissala myndi því ó- hjákvæmilega leiða af sér hækkað verð á aðgöngumiðum, en ef bíógestir óskuðu eftir þv£ að hléin yrðu afnumin væri sjálfsagt að verða við óskum þeirra. Mun nú atkvæðagreiðsl- an skera úr um þetta. Hafa kvik myndahúseigendur farið þess á leit við dagblöðin, að þau skipi eins konar kjörstjórn, er fylg- ist með atkvæðagreiðslunni og úrslitum. INNFLUTNINGUR KVIK- MYNDA. Þá kváðu forstöðumenn kvik myndahúsanna það á misskiln- ingi byggt að bíóin flyttu inn . lélegar myndir, en létu góðar myndir sitja á hakanum. Sann- leikurinn væri sá, að hingað til landsins væru fluttar svo að segja allar úrvalsmyndir, sem framleiddar væru í Ameríku. og Evrópu. Það væri hins veg- ar rétt, að myndirnar væra stundum ekki alveg nýjar, þeg- ar þær eru sýndar hér, en það stafaði af því, að fjárhags- og gjaldeyrisgeta bíóanna leyfðí. ekki að kaupa ný eintök af myndum. ■ ^ KVIKMYNDAGAGNRÝNI. Að iokum hvöttu kvikmynda húseigendur blöðin tii þess að auka gagnrýni á kvikmyndum og helzt að gagnrýna allar myndir og kváðust fúsir til a'O veita alla þá fyrirgreiðslu í þeim efnum, sem þeir gætu. •) Oflun félaga í Almenna bókaíélag- ið hafin. Árgjald ákveðið 150 kr. UM ÞESSAR MUNDIR er öflun félaga í Almenna bókafé- lagið að hefjast. Fyrir 150 krónur fá félagar 5 bækur á fyrsta starfsári féiagsins. Ætlun félagsins er að miða bókaútgáfunas og aðra starfsemi við hæfi alls almennings. Almenna bókafélagið heiur nú komið sér upp kerfi umboðs manna um allt land og er í þann veginn að hefja öflun félags- manna. Söfnun í Reykjavík ann ast skrifstofa féiagsins, Tjarn- argötu 16, sími 82707. Allir, sem gerast félagar í Bókafélag- inu fyrir áramót, verða taldir til stofnenda þess. FELAGSBÆKUR 1956. Á fyrsta starfsári gefur Bóka félagið út eftirtaldar félagsbæfc ur: íslandssaga eftir dr. Jón Jó- hannesson. — Sagan nær fram að siðaskiptum og verður gef- in út í tveimur stórum bindum. Kemur fyrra bindið út nú. . (Frh. á 7. síðu.) j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.